Alþýðublaðið - 05.12.1954, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.12.1954, Blaðsíða 8
ALÞYÐUBLAÐEÐ Sunnudagur 5. desember 1954 BRUNI Framhald af 5. siðu. — Nei, kannske ekki oft, en nokkrum sinnum. Glugginn á herbergi mínu veit út að hús inu, svo að ég hef stundum séð yður nema staðar fyrir framan það og virðá það fyrir yður. I •— Nú, ég hef kannske Stanzað þar snöggvast. — Ég kannast við það, sagði hann — Þér er-uð.að sunnan, sagði hann éftir litla þögn — og verðið hér lengi kannske? •— Nei, ég býst við að fara eftir einn eða tvo daga. ■— Já, ég þekki þetta hús — þekkti það einu sinni — Og það á sína sögu. — Þetta er garnalt hús, sagði ég. — Gamalt og ekki gamalt — Það hefur verið gert gamalt og hrörlegt. . . Ég þarf að skreppa hérna inn í hús, sagði hann svo, lyfti hattinum og var horfinn. Ég rölti um stund eftir aðal- götunni hálfargur yfir að hafa misst svona af Karli. Svo fór ég heim í hótelið gekk beint inn í borðstofuna. Hótelhaldar inn var þar fyrir — roskinn maður og gamall bóndi. Ég sett ist niður hjá honum í þeim á setningi að rabba við hann. — Þér hafið verið úti — sagði hann — kannske að skoða yð- ur um í kaupstaðnum? : Ég játaði því_ — O, þetta er ekkert orðið að sjá á við það, sem var hér upp úr síðustu aldamótum. Þá var hér mikil útgerð og verzl- un, að sagt er. En ég kom nú ekki hingað fyrr en svo seint. *— Hefur íbúum fækkað hér mikið? spurði ég. — Já, já, þeim er alltaf að fækka, sem eðlilegt er, hér er ekkert við að vera_ En meðan skútuútgerðin var hér og allir af héraðinu verzluðu hér var annað viðhorfið. En nú hefur svo að segja öll verzlun lagzt til Geirsfjarðar og þar er kom inn stærri kaupstaður en þessi og aðalútgerðin ■ er nú þaðan — Voru þá margar verzlanir hér? spurði ég- ■— Það voru nú aðallega tvær, Möilersverzlun og John- sensverzlun. U — Og þær eru báðar hættar? — Já, já. Kaupfélaglð á nú hús Möllersverziunarinnar, en hús hinna eiga nú margir. *— Var þetta stór verzlun — þessi Johnsenverziun? — Blessaðir verið þér. Á tímabili var þetta langstærsta Verzlunin hér í fjórðungnum og hafði mörg útibú_ — Og hvað varð svo um hana? — Nú. hún hætti nokkru eft ir fyrra stríð — var víst erfitt með útgerðina þá. — Um svip að leyti dó Johnsen gamii — — Það var nú víst eitthvað ein kennilegt allt saman Húsin voru seld — íbúðarhúsið þeirra Johnsenanna er hérna beint á móti hótelinu. Það þótti nú flott á sínum tíma og mætti muna tvær ævirnar, ef það hefði skynjun til — Já, þar ÞjóÖlífdýsingar - Þrekraimkr — Hetjmagnir - Æviþættir 88 Skyggnzt itm af HeimahiaðL Æviþættir Þorbjörns bónda Björnssonar í Geitaskarði. í þessari athyglisverðu bók skyggnist stórbrotinn hún- vétniskur búhcMur um af heimahlaði £ínu. Bókin er rituð á kjarnyrtu máli, er ber glögglfega með sér hinn sér- kennilega persónuleika höfundar, hins lífsreynda manns, er staðið hefur af sér mörg válynd veður. 8$ Þegar kóngsbæna- daguriitn týndist. Sögur og skyndimyndir eftir Helga Valtýsson rithöfund. Lífið sjálft hefur sagt höf. þessar sögur — og það syngur ekki eftir anr.arra nótum. ® Blcndnlr menn og kjarnakonur. Sögur og sagnaþættir skráðir af Guðmundi G. Hagalín. Snilligáfa höfundar meitlar fram í riti þessu óvenjulegar persónulýsingar, þrótt- miklar og kjarnyrtar, er margar tengjast harðskeyttum átökum og örlagaríkum atburðum frá löngu liðnum tímum. 88 Sýslu- og séknalýsingar II, Skagafjarðarsýsla. Þær eru gefnar út með sama sniði og sóiknalýbingar Húnavatnssýslu er út komu 1950. Pálmi Hannesson og Jakob Benediktsson sáu um útgáfuna. — Allir þeii', sern unna þjóðlegum fræðum, ættu að gæta þess að eignazt þetta meiikilega heimiMarrit um dýrmætan söguilegan fjársjóð. 83 Eiitn á ferð - og oftast ríéandí. Sigurður Jónsson frá Brún er landskunnur ferðamaður. Víða hefur hann ratað, farið lítt troðnar götur, og oftast ríðandi. Hér birtast ferðaminningar hans um velflestar sveitir landsins, myndskreyttar af Halldóri Péturssyni, listimálara. 83 Þegar veðrí slotar. Endurminningar Kristjáns Sig- urðssonar kennara frá Brúsastöðum i Vatnsdal. Hér eru dregnar fram fjölbreyttar myndir hins þögula og sérstæða þjóðlífs fyrr á tímum. 88 Þeir spáðu í stjörn- urnar. Frásagnir af merkustu hugsuðum vesturlanda, eftir Gunnar Dal. Hann segir ævisögur þessara manna, sem svo mjög hafa mótað allan hinn andlega heim okkar, skýrir frá iífsviðhorfum.þeirra og baráttu. Fróð leg bók og skemmtileg fyrir unga sem gamla. 88 Dauésmannskleif. Sannsögulegir þættir frá liðnum öldum, skrásettir af Jóni Bjöms- svni rithöfundi. Hér kynnast menn sérkennilegu fólki og sterkri skapgerð. 88 Unglmgabækur. Benni í Afríku ....... nefndist ellefta bókin af hinum vinsælu Benna-bókum í þýð. Gunnars Guðmundss., yfirkennara. Stúart litli. . ... Bráðskemmtileg ævintýri með 94 teiknimyndum. Anna Snorradóttir pýddi bókina. N 0 R Ð R 1 Pósthólff 101 - Reykjavík var nú víst oft glatt á hjalla og miklar veizlur haldnar. — Mér sýnist petta vera nið urnýtt hús núna, sagði ég. — Og minnist þér ekki á það. það heíur verið ieigukumbaldi síðan og hefur gengið kaupum og sölum — Þetta er ekkert út lit orðið á því, en var eitt fallegasta húsið hér í kaupstaðn um — já, langstærst og falleg- ast um langan t.íma_ -— Átti Johnsen engin börn? — Jú, hann átti einn son, I sem fór ungur að heiman Það * var víst eitthvert ólán með hann — lagðist víst í óreglu. |En hann var lengi við verzlun arnám erlendis. Einhvern tíma j héfur hann komið hingað — eitthvað um það leyti, sem jverzlunin hætti og faðir hans dó. Nú veit víst enginn, hvar hann er niðurkominn. Já, það er valt völubeinið —má segja þar sem þessir peningar eru jFáir hefðu víst trúað því, sem þekktu til Jóhnsensverzlunar ^að svona færi, og að Johnsen húsið ætti eftir að verða leigu hjallur, sem gengi kaupum og sölum. En svona er það_ — Eng inn veit sína ævina fyrr en öll er. Ég yfirgaf hótelhaldarann — eða réttara sagt, hann fór frá mér — þurfti einhverju að sinna og var harfir.n áður en ég vissi af. — Auðvitað var petta „aristokratiskt“ hús að upp runa, sagði ég við sjálfan mig ^ um leið og ég fór upp í herbergi mitt. — En hver var þessi mað ur -— Karl, sem virtist hafa á- huga fyrir þessu húsi, en ekki vilja kannast við það? Klukkan var langt gengin í eitt, þegar ég fór að hátt.a. Ég hafði klætt. mig úr jakkanum og tekið af mér flibbann, þegar bar ið var hægt að dyrum og um leið var hurðinni ýtt hægt upp, svo að ekki heyrðist nema lágt ískur Þetta var Karl Hann sýndist fölari í andli-ti en fyrr og var með uppgerðarbros á vörum. I andliti hans voru ein hverjir kippir. — Afsakið herra, sagði hann og hneigði sig fyrirm&Knslega — ég er að gera 7/ður ónæði, ^en mig langaði til þess að tala við yður nokkur orð, ef ég mætti. — Og hann hneigði sig pér skiljið ekki ofurmennskuna |eins og Rómverjar skildu hana ekki. Kannske var hann brjál 1 aður, en ekki þá. Iíann söng fegurðinni óð meðan það ljóta tærðist í eldinum, sem skíxir allt, sem skírzt getur, en eyðir gróminu og óhreinleikanum. aftur. Ég bauð honum inn og neit aði, að hann gei'ði mér nokkurt ónæði — þvert á móti væri mér ánægja að því að fá heim sókn. — Þér eruð „kultiveraður“, sagði hann og kipraði munninn_ Ég sá nú, að hann var ör af víni. —t Fáið yður sæti — gjörið þér svo vel. Hann lagði frá sér stafinn, Idæddi sig úr frakkanum og hengdi hann á snaga eftir að hafa spurt mig mörgum sinnum um leyfi. Svo settist hann á stól inn, sem ég hafði ýtt fram —- Klukkan er tólf — á mið nætti nú er nótt — nótt. Hann sat keikur í sætinu. starði út í gluggann og reyndi að vera fyrirmannslegur í öllu látbragði. — Meðan RómabOrg brann lék Neró á sítarinn Hvers vegna haldið þér, að Neró hafi gert það? spurði hann. — Brjálæði, svaraði ég stutt aralega. — Brjálæði segið þér —• Nei, — Voru þá allar byggingar Rómaborgar, sem fórust í þeim bruna, Ijótar og óhreinar? •— Flestar, en kannske ekki ailar Það er aldrei hægt að ráða við það, sagði hann — Það 1 er aldrei hægt að aðskilja það 'að fullu. Ljótleikinn vefur sig upp að fegurðinni og leitar þar stundum skjóls, svo að það,-sem fagurt er og jafnvel fulíkomið -—brennur með því ljóta, en ekki allt. Minningin geymir feg urðina. Þar getur hún aldrei dáið, en grómið ferst eins og hismið í eldinum. Hann þagnaði við, tók viski j. Cleyg upp úr vasa sínum og bauð inér. - — Hvernig finnst yður að búa hér? spurði hann svo. — Ojæja —sæmilegt eftir að stæðum. — Þetta er ekki gamalt hús,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.