Alþýðublaðið - 18.12.1954, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.12.1954, Blaðsíða 1
XXXV. árgangur. Laugardagur 18. desember 1954. 271. tbl. íVilja auka réíf sveila-J S • jsfjórna fil að byggjas s jarðir s s s Vur ÞING og héraðsmálafimd) Vestur-ísafjarðarsýslu Sskoraði á aljiingi að auka( •ráðstöfunarrétt sveitastjórnaS Syfir eyðibýlum og niður,- Sníddum jörðum, þannig, aði • sveitarstjórn geti byggtS ^ jarðir, enda þótt eigendur 'í S bafi þar sumarbústaðL — ^ ^Munu nökkur brögð að slíkri s ^ábúð á cignarjörðum. ) 4 J rr Ausffirðingur" verður í heimahöfn um jólin. Fregn til Alþýðublaðsins. ' ESKIFIRÐI í gær. VIKU af septemfcer byrjaði togarinn Austfirðmgur veiðar fyrir Þýzkalandsmarkað. Síðan hefur hann farið 3 söluferðir, náð að meðaltali 103 þús. mörk um í ferð. í fyrradag og í gær landaði togarinn 230 lestum af fiski í hraðfrystihús ihér og á Fá- skrúðsfirði og fór á yeiðar aft- ur í nótt fyrir heimamarkað, en kemur heim á aðfangádag, og verður í heimahöfn yfir jól- in. Þrjú innbrof framin í fyrrinóff. ÞRJÚ innbrot voru framin í fyrrinótt. Úr Mjóikurbarnum ‘við Laugaveg 162 var stolið 20 —30 lengjum af vindlingum, 3 koníaksflöskum, rauðvíns- flösku ' og (hvítvínsflösku, á- vaxtadósum og 150 kr. í pen- ingum. Úr Nýju efnalauginni var stolið viskíflöslcu og 40 kr. í peningum og úr brauð-.og mjólkurbúð á Langholtsvegi 152 var stolið 100 kr. í pening- um. ella allar umbó ur Alþýðuflo Allar breytingartillögur stjórnarandstöSunn- ar felldar og flesfar frá alþm. stjórnarfl. EFTIR að ríkisstjórnin hafði setið hæfilegan tíma á fund- um með stuðningsmönnum sínum, var loks lagt til endanlegrar atkvæðagreiðslu um f járlögin í gær í sameinuðu þingi. í þessari atkvæðagreiðslu kom enn í Ijós, að „handjárnin“ brustu ekki. Þannig á sig komið felldi stjórnarliðið allar breytingartillögur stjórnarandstöðunnar. Einstakir aiþmgismenn stjórnarliðsins fengu þó sam- þykktar tillögur um smávægi- legar breytingar, svo sem um styrk til lúðrasveita í kjördæm um sínum o. s. frv. OPINBERIR STARFSMENN FENGU LÍTIÐ Hver ein einasta tjllaga stjórnarandstöðunnar var felld. Tillaga Alþýðuflokks- ins um 25% launahækkun til opinberra starfsmanna var felld með 28 atkv. gegn_14, en smánarbætur ríkisstjóm- arinnar að lokum samþykkt- ar. SIGLUFJÖRÐUR FÆR EKKERT AJþýðuflokksmenn studdu tillögu um 4 milljón kr. fram- lag til Siglufjarðarkaupstaðar t:i að byggja upp atvittnulífið. Stjórnarliðið, sem nú gumar af vilja sínum í því að koma á jafnvægi í byggð landsins, felldi þó þessa tillögu með 35 atkv. gegn 15. Einar Ingimund arson var með. ÓLAFUR THORS GREIDDI HAFNARBÓTUM í SAND- GERBI EKKI ATKVÆÐI Guðmundur í. Guðmunds son bar fram tiilögu um 2ja milljón kr. framlag til hafn- arbóta í Sandgerði, sem var felld með 29 gcgn 14. Ólafur Thors greiddi ekkj atkvæði. ENGIN HÆKKUN TIL SLYSAVARNA EÐA SUMAR- DVALAR HÚSMÆÐRA Bornar voru fram . tillögur um örlitla hækkun til slysa- vama og sumardvalar 'hús- mæðra, sem voru kolfelldar með 30 atkvæðum stjórnarinn ar gegn 14 atkvæðum stjórnar andstöðunnar. SKERÐING ELLILÍFEYRIS FALLI NIÐUR í sambandi við umræður um almannatryggingalögin bar Hannibal Valdimarsson fram tillögu um að skerðing ellilífeyris yrði engin fyrr en tekjur næmu tvöföldum lífeyri. Tillaga þessi var kol- felld í neðri deild í fyrra- kvöld. JÓLAGJAFIR Kjósendur þurfa að minnast þessara síðustu afreka ríkis- stjórnarinnar nú fyrir þinghlé. Það er hin einlæga jólasending ríkisstjórnarinnar til hátt- virtra kjósenda. RÍKISSTJORNIN hefur nú rausnast til að veita op- inberum starfsmönnum smá hækkun á launauppbót. Launauppbótin var áður 10 —17%, en verður nú 20%. Þetta gildir fyrir árið, sem er að líða, og næsta ár. Fjölmennasti launaflolck- urinn, 10. launaflokkurinn, liafði áður 17 % uppbót, og voru launin í þeim flokki kr. 41 616 á ári, en verða eft ir hina nýju hækkun 42 480 á ári. Nemur því hækkunin 864 kr. eða aðeins rúmlega 70 kr. á mánuði. Hærri launaflokkar fá töluvert meiri hækkun, að- allega af því að þeár höfðu áður ekki nema 10—15% uppbót. En hjá lægri launa- flokkum verður hækkunin hlutfallslega m'mni en í 10. launaflokknum. í 10. launaflokki eru t. d. barnakenanrar, bókarar, póstmenn, símritarar o. fl. Framkvæmdanefnd sambandsins hefur nýíokið fundum f Parísarborg. FRAMKVÆMDANEFND alþjóðasambands frjálsra verka- lýðssambanda hélt fund í París um sl. mánaðamót. Fyrir hönd Norðurlandanna mætti þar Eiler Jensen, forseti danska AI- þýðusambandsins, og vara-forseti alþjóðasambandsms. arvinna er, þá á hún að safna gögnum um efnið og gæta vel nákvæmni. sagði Eiler Jensen. Þá skal nefndin hafa samstarf við viðkomandi stofnanir um að fá þvingunarvinnu aflétt og hugsar f r a m kvæm d a n >flidi n* helzt um samvinnu við Sameirt uðu þjóðirnar og Alþjóða vinnumálastofnunina í því sam bandi. KAUPBANN Hefur m. a. komið til mála að setja kaupbann á vörur frá löndum, sem halda uppi þving- Við komuna aftur til Dan- merkur sagði Eiler Jensen So- cial-Demokraten fréttir af fundinum. ÞVINGUNARVINNA Helzta umræðuefni fundar- ins var þvingunarv.nna á ýms um stöðum í heiminum. Ákveð ið var á fundinum, að nefnd sú, er íjallað hefur um mál þetta, verði framvegis fásta- nefnd, með t'.lliti til mikilvæg- is málsins. Á nefndin fyrst og fremst að komast að almennri skýringu á því, hvað þvingun- unarvmnu. fyrir Vestfirði Rafmagnslína verður lögð frá Laxárvirkjun austur að Egilssföðum á Vöflum. RAFORKUMÁLARÁÐUNEYTIÐ birti í gær ákvarðanir um rafveitu og virkjunarframkvæmdir næstu ára,, Á Austur. landi á að virkja Grímsá á Völlum og lejða rafmagn austur frá Laxárvirkjun. Á Véstfjörðum á að virkja Mjólkurár. Raforkumálaráðuneytið gaf út fréttatilkynningu í gær, þar sem svo segir m. a.: AUSTURLANDSVIRKJANIR „Á Austurlandi verður haf- izt handa um virkjun Grímsár Vítamín í mjólk eyðileggjast í glerflöskum \ SOCIAJL-DEMOKRATEN skýrir frá því nýlega, að komið liafi í ljós við rann- sóknir, að hin heilnæmu vítamín, er finnast í ný- mjólk, eyðileggist í gler- flöskum, þar eð Iiið venju- lega, litlausa gler veiti ekki nægilega vörn gegn skaðleg um áhrifum sólarljóss og bjrtu á mjólkina. RANNSAKAÐ Á SÆNSK- UM. M JÖIiKURBÚUM Segir blaðið, að undanfar ið hafi staðið yfir víðtækar rannsóknir á sænsku ríkis- mjólkurbúunum. Hefur fil. mag. Sonja Mattsson yeitt rannsóknunum forstöðu. — Niðurstöður rannsóknanna eru þær, að eftir að flösku- mjólk hefur staðið 3 mínút- ur í birtu, eru 70% C-víta- mínanna horfin. 'Víjnf ; HVERFA Á HÁLFTÍMA í SÓLSKINI í mjólkurbúðinni eða í eldhúsinu eyðileggjast 95% vítamínanna á 6 stundum og standi flöskurnar í sólar- ljósi, hverfa öll C-vítamínin á hélfri stund. Eina vörnin virðíst vera sú, að hatfa mjólkina í plastik-umbúð- um, en þegar cr farið að nota slíkar umbúðir fyrir rjóma í Svíþjóð. Mun vera ætlunin að taka slíkar um- búðir einnig í notkún fyrir mjólk í Stokkhólmi alveg á næstunnL i 2400 kflówatta orkuveri, sem gert verður við Grímsárfoss, og í beinu framihaldi af þessari virkjun .verður lögð raflína milli Laxárvirkjunar og Egils- staða, sem tengir saman veitu- kerfi Austurlands og Norður- lands. Frá orkuverinu í Grímsá verða meðan á framkvæmd virkjunar stendur lagðar raf línur til þessara kaupstaða og kauptúna: Egilsstaða þoi*ps, Vopnafjarðar, Bakka- gerðis, Seyðisfjarðar, Nes kaupstaðar, Eskifjarðar, Búð areyrar og Búðakauptúns og í framhaldi af því frá Búða- kauptúni til Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvíkur og Djúpa- vogs‘.‘ VESTFJARÐAVIRKJANIR „Á Vestfjörðum verður gerð 2400 kflówatta virkjun í Mjólk ánum í ibotni Arnarfjarðar og jafnframt 400 kílówatta virkj- (Frh. á 6. síðu.) S Fjárhagsáætlunin: <r s s s ) s s Ihaldið synjaðl um sfyrk fif flugbjörg-^ unarsveifarinnar. c X * JON EMILS, baejarfull-S ( trúi Alþýðuflokksins, barS S fram á bæjarstjórnarfund-S S inum í fyrrinótt ásamt) S að bærinn veiti Flugbjörg-^ S Þórði Björnssyni tillögu rnn) ) unarsveitinni 50 þús. kr.^ ) styrk, en til vara 30 þús. kr. ^ ^ Eins og kunnugt er gegn-^ ý ir Flugbjörgunarsveitiný ( stórmerku starfi, og félagar | V í henni vinna öll störf áS S hennar vegum endurgjalds- $ i-? S laust. Bæjarstjórnarmeiri- S hluti íhaldsins lét sig sarnt ) hafa það að’ fella bséði aðal- V tillöguna og varatilöguna. Búðir opnar fil kí. 10. VERZLANIR verða opnar 5 ' kvöld til kl.- 10, eins og venja er siðasta laugardagskvöldiS Ifyrir jól.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.