Tíminn - 17.12.1964, Page 7
FIMMTUDAGUR 17. desember 1964
TÍMINN
ELTIEN AOÐ
Frumvarp ríkisstjórnarinn-
ar um hækkun söluskatts var
tekið til 1. umræðu í efri
deild Alþingis í gær. Gunnar
Thoroddsen hafði framsögu
fyrir frumvarpinu, en síðan
tók Ólafur Jóhannesson til
máls. Að ræðu hans lokinni,
iaust eftir kl. 4 í gærdag, var
fundi frestað og fram haldið
kl. 6.
Gunnar Thoroddsen sagði, að
nauðsynlegt væri að afla þess fjár
í ríkissjóð, sem í frumvarpinu fæl
ist. Með samkomulaginu í júlí s. 1.
um kaupgjaldsmálin hefði' verið
gert ráð fyrir, að vísitölunni yrði
með auknum niðurgreiðslum hald-
ið óbreyttri fyrst um sinn en fjár
til þeirra aflað þegar Alþingi
kæmi saman eða eigi síðar en í
sambandi við afgreiðslu fjárlaga.
Þá hefur fjfgvdr ntrneetiingeaðá
Þá hefur fjárveitinganefnd gert
tillögur um 55 milljón króna
hækkun útgjalda á fjárlögum og
sú 3% kauphækkun, sem mun
leiða af söluskattshækkuninni
sjálfri, mun kosta ríkissjóð 42
milljónir. Tekjuafgangur yrði
nokkur hjá ríkissjóði í ár en ekki
eins mikill og undanfarin ár.
Jólagjöfin
Ólafur Jóhannesson sagði, að
ríkisstjómin hefði nú sent lands-
mönnum jólagjöf og sker nú ekki
við nögl sér frekar en fyrri dag-
inn, er hún hefur sent frá sér
slíkar gjafir, sem hér um ræðir.
Þótt menn séu nú orðnir misjöfnu
vanir af hálfu ríkisstjórnarinnar,
kemur þessi jólagjöf vissulega
mjög á óvart og veldur mörgum
sárum vonbrigðum, ekki sízt þeim,
sem hafa treyst ríkisstjórninni
bezt
í byrjun þessa árs var söluskatt-
urinn hækkaður úr 3% í 5,5% eða
um rúmlega 83% og máttu menn
því ætla, að nokkurt hlé yrði
stórra högga, en nú er enn höggv-
ið í þann knérunn og söluskattur-
nn hækkaður enn úr 5,5% í 8%
og hefur söluskatturinn þá verið
hækkaður um 167% á þessu ári.
En þetta þykir samt ekki nóg.
Ofan á þetta á einnig að bæta 28
milljónum í hækkun á íeyfisgjöld-
um af bifreiðum. — Er að undra,
að menn standi steini lostnir’
Menn voru að vona í lengstu lög,
að í skattamálunum myndi ríkis-
stjórnin láta frá sér fara annan
jólaglaðning en hér liggur fyrir
og menn máttu vissulega ætla
vegna gefinna fyrirheita, að jóla-
gjöf ríkisstjórnarinnar til lands-
manna yrði tilslökun á hinni órétt-
látu skattaálagningu frá í sumai
í staðinn fá menn þetta frumvarp
am gífurlega skattahækkun og
það er sem hnefahögg > andiit al-
mennings.
Þessari skattahækkun væri svo
kastað nn í þingið rétt fyrir þing-
frestun og ætti að hespa hana af
með mesta hraða og þingmönnum
ekki gefinn neinn kostui á að
kanna málið og m. a. athuga,
hvorl hækkun söluskattsins hefur
haft f för með sér lækkun beinú
Útdráttur úr ræðu Ólafs Jóhannessonar um frumvarp rík-
isstjórnarinnar um hækkun söluskattsins
skattanna eins og ríkisstjórnin
hefur viljað halda fram.
Hækkun beinu skattanna
Þá fór Ólafur nokkrum orðum
um þróun skattamálanna síðustu
ár. í viðreisnarbókinni, sem ríkis-
stjórnin gaf út á kostnað lands-
sjóðs, var m. a. sagt, að afnema
ætti tekjuskatt af almennum
launatekjum. í framhaldi af því
voru svo gerðar skattalagabreyting
ar og persónufrádráttur aukinn
nokkuð, en umreikningsregla, sem
gilt hafði áður, um að persónufrá-
dráttur og skattstigar skyldu leið-
réttast til samræmis við hækkun
vísitölu, var felld niður. Afleið-
ing af hinni miklu verðbólgu, sem
stefna ríkisstjórnarinnar magnaði,
varð því sú, að beinu skattarnir
urðu sífellt þungbærari og var svo
komið á s. 1. vetri, að ríkisstjórn-
in sá að ekki varð hjá komizt að
slaka nokkuð á klónni.
Blekkingarnar
Á síðasta þingi var persónufrá-
dráttur aukinn nokkuð, en sá
um var gert að lifa á kvittunum
einum, það sem eftir var ársins
jafnframt því, sem kunnugt var um
ýmsa stóreignamenn og auðmenn,
sem lifðu í vellystingum praktug-
lega en greiddu vinnukonuútsvar.
hver teikjuafgangurinn verður á
þessu ári, en allt bendir til að
hann verði verulegur. Á þessu ári
hefur verið góðæri, metafli, hag-
stætt og- hækkandi verð á útflutn
ingsafúrðum. Þá gefur tekjuskatt
urinn miklu hærri tekjur til ríkis
sjóðs en áætlað hafði verið. eins
og launþegar hafa fengið óþyrmi
lega að finna fyrir undanfarna
viðræðna um leiðréttingar og var
skipuð saimeiginleg nefnd þess
ara aðila. Þá fóru og fram útvarps
umræður um skattamálin og tóíku
þátt í þeim forystumenn stjórn
málaflokkanna og reyndust <3býsna
sammála um naúðsyii' lagltónnga
og benti Gunnar Thoroddsenkfjár
málaráðherra þar einkum á þær
bögguíl fyigdi" jafnframt skmm-Í^r^sewFramsötaamenn höfðu
rifi, að skattþrepunum var fækk-
að og miðaði það til hækkunar.
Stjórnarandstæðingar bentu á, að
hækkun persónufrádráttarins
væri ófullnægjandi og fækkun
skattþrepanna myndi verka mjög
til hækkunar. Tillögur þeirra voru
felldar og mikið skrum haft uppi
í málgögnum stjórnarinnar um
hinar „gífurlegu skattalækkanir“
— einkum þó í málgagni fjármála
ráðherrans, Vísi, sem m. a. benti
mör num á leiðir til að eyða þeirri
háu summu í ferðalög og lysti-
semdir, sem skattalækkun ríkis-
stjórnarinnar færði beim í hend-
ur
Fyrirheitin um iækknir
Þá minnti Ólafur á ályktun
stjórnar Framsóknarflokksins í
sumar, þar sem floklkurinn fór
fram á að hinar ranglátu skatta-
álögur yrðu leiðréttar og allir ,__________. , ,. ., , ,, „ ,
., ,, ,. , „ * að leggja a nyjar storkostlegar a-
flokkar ættu samstarf um aði,.. ö _ .. ■
gera þær leiðréttingar á skatta- j lg-Ur yl “
loggjofinm, sem nauðsynlegar eru.
Þessi tilmæli tók ríkisstjórnin
ekki til greina. Skömmu síðar
sneru launasamtökin í landinu sér-
til ríkisstjórnarinnar og óskuðu
Söluskatturinn inn-
heimtist illa
Þá rakti Ólafur stuttlega sögu
söluskattsins og taldi, að forðast
ætti að grípa til söluskatts í
lengstu lög, því að hann kæmi
þyngst niður á þeim, sem minnst
mættu sín jafnframt því, sem
hann kynnti undir verðbólgubálið.
Þá væri innheimta á almennum
söluskatti í smásölu mjög erfið og
almannarómur segði, að mjög
væri ábótavant skilum á söluskatti
til ríkissjóðs.
Framsóknarmenn hafa ekki ver-
Það er stefna ríkisstjórnarinnar
að hafa verulegan tekjuafgang til
að draga úr kaupgetu almennings.
Með þesari skattahækkun á að
Veruleikinn
Enginn vafi er á því, að fjöldi
manna lagði trúnað á þessar glæsi
legu gyllingar stjórnarblaðanna í
skattamálunum, en svo vöknuðu
menn til veruleikans, þegar skatt-
skráin koin út í sumar og menn
fengu skattseðlana í hendur og
þeir sögðu allt aðra sögu en stjórn
armálgögnin höfðu viljað vera
láta. Höfðu menn aldrei kynnzt
öðru þvílíku og reis slík reiðialda
yfir álögunum og ekki sízt yfir
hinum herfilegu blekkingum, sem
beitt hafði verið og fór reiði
manna síður en svo eftir flokkslit.
Alþýðublaðið var ágætur spegill
af hinni almennu reiði og tók
mjög skelegglega undir gagnrýni
almennings og heimtaði leiðrétt-
ingai. Vísir sagði hins vegar a
fyrsta degi, að flestir væru ánægð-
ir með skatta sína, en almennngs
álitið var sterkt og varð hann einn
ig ásamt öðrum stjórnmálagögnum
og ríkisstjórninni að láta undan
og tala um skattaálögurnar í öðr-
um tón og láta í það skína, að hér
þyrfti lagfæringa við, skattabyrð-
arnar væru orðnar óbærilegar og
ástandið óþolandi. Enda var það
ckki ofmæit Mörgum launamönn
TÓMAS KARLSSON RITAR
gert tillögur um nokkrum mán-
uðum áður en hann látið fella.
Síðan þetta gerðist í sumar, er
langur tími liðinn og allt situr
við það sama í þessu máli en
ríkisstjórnin hefur nú að mestu
látið plokka allt það af launþeg-
um. sem á þá var lagt í sumar og
viðurkennt var að væri ranglæti
úr hófi fram. Fyrir fáum dögum
gerði stærsta verkamannaféiagið í
landinu samþykkt um þessi mál og
taldi hinar ranglátu skattaálögur
í sumar hafa jafngilt kauplækkun-
sem raskaði þeim grundvelli. sem
júnísamkomulagið byggðist á.
Þessa álykutn gera verkamenn áð-
ur en vitað er um þá jólag.iöf. sem
ríkisstjórnin er hér að senda þeim
nbörf
Framsóknarflokkurinn er al-
gjörlega ósamþykkur þessari
skattahækkun og mun greiða at-
kvæði gegn þessu frumv. Þessi
skattahækkun er með öllu óþörf
og að auki söluskattshækkun ekki
leiðin, sem fara ætti. ef fjár væri
þörf, því söluskatturinn er óheppi
legur. óskynsamlegur. ranglátur
og lítt innheimtanlegur. Þá kem
ur að áliti Framsóknarmanna ekki
til mála að láta ríkisstjórnina hafa
meira fé í eyðsluhít sína, því að
reynslan sannar að hún kann ekki
m>eð fé að fara — það er eins
og að fá ráðstola^ spilamanni pen-
inga f hendur Á morgun kæmi
hann aftur og bæði um meira og
það er ábyrgðarleysi að sam-
þykkja nýjar álögur ef allt á að
sitja við bað sama í fjárstjórn
ríkisins
T<‘iriuaf£ai5g:u*’
Tekjuáætlanir fjárlaga hafa ver
ið langt of lágar undanfarin ár
og svo á enn að vera auglióslega
Tekjuafgangur ríkisjóð? varð á
árinu 1962 302 milljónir og 322
miUiónir 1963 Elkki liponr fvrir
mánuði Allt bendir því til að I ið einir um það að telja söluskatt
tekjuafgangur verði verulegur á | í smásölu óheppilegt skattform.
! þessu ári og a. m. k. er fjarstæða j Við höfum átt skoðanabræður í
röðum Alþýðuflokksins. Vitnaði
Ólafur síðan til ummæla formanns
Alþýðuflokksins í umræðum um
söluskatt 1953 og Gylfa Þ. Gísla-
sonar, sem taldi þá bennan skatt
allra skatta ranglátastan og að
skattsvik væru hvergi meiri en í
sambandi við söluskatt.
Einnig vitnaði Alþýðublaðið til
forystugreinar í Alþýðublaðinu frá
í marz 1960, er verið var að lijg-
festa hinn almenna söluskatt í smá
sölu. Sagði þar, að brýna nauðsyn
bæri til að hafa liákVæmt eftirlit
á skilum á söluskatti. svo að hon
um yrði ekki hreinlega stolið á
leið frá neytandanum lil ríkissjóðs
og sagði Alþýðublaðið, að það
myndi fyrst og fremst fara eftir
þessu framkvæmdaatriði, hvernig
almenningur myndi sætta sig við
söluskattinn. Finnst Alþýðuflokks-
mönum nu að innheimtan á sölu-
skattinum hafi verið í lagi og
framkvæmdin réttlæti áframhald-
andi innheimtu hans og meira að
segja stórfellda hækkun hans, án
þess að nokkrar sérstakar ráðstaf-
anir séu gerðar til að tryggja betri
skil hans í ríkissjóð?
halda þeirri stefnu áfram og það
duglega. Staðfestingar á þessu má
líka leita í grein, sem Gylfi Þ.
Gíslason, viðskiptamálaráðherra,
ritaöi í Alþýðublaðið íyrir
skömmu og í skýrslu Efnahags-
samvinustofnunarinnaý iQ /iiHárís
um efnahagsmálin á island, þar
sem talið er nauösynlegt að tekju-
afgangur sé 240—300 milljónir.
Það getur verið rétt að hafa tekju-
afganga til að styðja að nauðsyn-
legustu framkvæmdum og örfa
fjárfestingu, en að leggja nú stór
fellda neyzluskatta á almenning til
að skapa tekjuafgang er fráleitt,
því að skattabyrði almennings er
gífurleg nú og síður en svo þöif
á því að draga úr kaupgetu al-
mennings.
Það ér fráleitt að tara þessa
leið, þegar ljóst er, að koma má
við stórfelldum sparnaði í ríkis-
rekstrinum og þá leið á að fara
áður en farin er enn einu sinni
sú leiðin að seilast fan í vasa
almennings.
Úfsvörin
I þessu frumvarpi er ekki gert
ráð fyrir að bæjar- og sveitarfé-
Framnald a ots
★ Frumvarp til jarðræktarlaga var til 1. umræðii í efri deild í
fyrradag. Landbúnaðarráðherra gerði grein fyrir frum-
varpinu og sagði m. a., að nú væru bændurnir farmr að RUMSKA
með jarðrækt og byggingar. Frumvarpið stórhækkaði framlög hins
opinbera eða um 30%. Ástæðan fyrir því að þessi hækkun er ekki
meiri er sú, sagði ráðlierrann, að bændasamtökin ftafi ekki farið
fram á meiri hækkun, en ráðherrann kvað hækkun jarðræktarkostn-
aðar vera tæp 30% síðan 1959.
★ Ásgeir Bjarnason sagði, að bændur hefðu vissulega haldið vöku
sinni í ræktunar- og byggingamálum, en sannleikurinn væri að nú
væri ríkisstjórnin loks að RUMSKA eftir 4ra ára dáðleysi i málefn-
um bænda. Rekstrarkostnaður hefði hækkað um 76% síðan 1959 cn
ekki 30% eins og ráðherrann vildi vera láta og bæri greinargerð
þessa frumvarps það greinilega með sér. Þessi hækkun, sem í frum-
varpinu felst er því aðeins brot af raunverulegri hækkun kostnaðar
við jarðrækt. Milljónatugir hefðu verið hafðir af bændum síðan
1959 samkvæmt þessari löggjöf. Búnaðarfélag íslands og Landnáms-
stjóri hcfðu samið þetta frumvarp innan þess ramma. sem land-
búnaðarráðlierra hefði fyrir þá lagt með 30% hækkun miðað við
framkvæmdir ársins 1963. — Umræðu um málið var ekki lokið.
★ Ingólfur Jónsson hafði í gær framsögu fyrir stjórnarfrumvarpi
um landgræðslu og er ineginefni frumvarpsins að sameina sand-
græðslu og landgræðslu undir eina stjórn. Engin ákvæði eru í frum-
varpinu um fiáröflun til framkvæmda. Til máls tóku við umræðuna
þeir Ágúst Þorvaldsson og Björn Fr. Björnsson. Ekki eru tök á að
greina frá ræðum beirra að sinni-