Tíminn - 17.12.1964, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 17. desember 1964
TIMINN
n
54
XV.
Hamilton læknir.
Næstu fjóra daga hugsuðum við ekki um annað en eymd
okkar og niðurlægingu, við Stewart, Coleman og Skinner.
Klefinn, sem við vorum læstir inn í, var hræðileg pestar-
hola. Og þar sem skipið lá við akkeri í Suðurhöfum, var
hitinn og óþefurinn óþolandi. Varðmennirnir skiptust á
annan hvorn klukkutíma, og ég minnist pess, hversu varð
mennirnir, sem voru leystir af verði, voru fegnir því að geta
farið upp á þiljur og fengið sér svalandi loft. Við fengum
mat kvölds og morgna. Á þann eina hátt gátum við greint
nótt frá degi, því að enginn sólargeisli gat skinið á okkur.
Það eina, sem við fengum að borða, var saltkjötið og
harða brauðið, sem skipverjar höfðu komið með alla leið frá
Englandi. Við fengum aldrei að bragða nýtt kjöt eða
grænmeti, sem þeir höfðu þó nóg af, eftir að þeir komu til
Tahiti. Samt sem áður langaði okkur svo mikið til þess
að fá -að koma út undir ferskt loft, að við gleymdum
matarraunum okkar. Við gátum aðeins risið á fætur og
gengið eitt skref. Lengra náðu böndin ekki.
Fimmta morguninn, sem við vorum þar í Döndum, kom
liðþjálfinn inn til okkar með fjölmenna varðsveit. Fætur
mínir voru leystir, og ég var leiddur upp stigann, aftur eftir
þiljunum og inn í klefa stjórnborðsmegin. Þetta var klefi
læknisins og læknirinn sjálfur, sem hét Hamiton, beið þar
eftir mér. Hann sendi varðmennina burtu. Þegar hann sá, að
ég haföi handjárn, kallaði hann á liðþjálfann og bað hann
að leysa hendur mínar. Maðurinn hafði litla löngun til
þess.
— Far’kins liðsj^ingi skipaði svo fyrir ...
— Þvættingur, greip læknirinn fram í. — Leysið hendur
hans. Ég ábyrgist. Því næst var ég leystur, og liðþjálfinn
fór út. Læknirinn sneri lyklinum í skránni og brosti.
— Ég er ekki hræddur um, að þér flýið, herra Byam,
sagði hann, en ég vil ekki, að við séum truflaðir. Fáið yður
sæti.
Hann var karlmannlegur maður, um fertugsaldur, hafði
viðfeldna rödd og kurteis í framkomu. Hann virtist vera
óvenju vel hæfur skipslæknir. Ég settist á fatakistuna og
beið.
— Fyrst, sagði hann — vildi ég fá að frétta eitthvað af
málanámi yðar. Yður þykir máske undarlegt, að ég skuli
hafa irétt um starf yðar, en um það ræðum við seinna. Haf-
ið þér haldið áfram starfi yðar hér?
— Já, sagði ég. — Ég hef haldið því áfram. Ég hef
einnig samið málfræði þeim til leiðbeiningar, sem kunna
að hafa löngun til þess að læra málið.
— Það var ágætt! Ég skil nú, hvers vegna Sir Joseph
Bands bar svona mikið traust til yðar.
— Ekki svo vel sem ég vildi. í sannleika sagt hitti ég
hann ekki fyrr en rétt áður en Pandora fór af stað, en
sumir kunningjar mínir þekkja hann vel.
— Þá getið þér ef til vill sagt mér, hvort hann álítur,
að ég sé sekur um þátttöku í þessari uppreisn. Og þér,
herra læknir! Álítið þér, að ég hafi tekið þátt í þessari
heimskulegu uppreisn? En samt sem áður hagar skipstjórinn
sér gagnvart mér eins og ég hefði verið einn af forvígs-
mönnum uppreisnarinnar.
Læknirinn horfði alvarlegur á mig andartak.
— Ef það getur verið yður til huggunar, herra Byam,
skal ég segja yður þetta. Þér lítið ekki út eins og sekur
maður. Og um Sir Joseph Banks er það að segja, að hann
trúir á sakleysi yðar, enda þótt margt misjafnt hafi verið
sagt um yður
— Bíðið ofurlítið! Lofið mér að halda áfram, sagði hann,
þegar hann sá, að ég ætlaði að grípa fram í fyrir honurh.
— Mig langar til þess að heyra, hvað þér hafið að segja.
En lofið mér fyrst að segja yður frá hinum alvarlegu
ákærum, sem komið hafa fram á hendur yðar. Sir Joseph
hefur skýrt mér frá málinu. Hann hefur ekki einasta rætt
við Bligh skipstjóra, hefldur hefur hann lesið skýrslu þá,
sem Bligh gaf flotamálastjórninni og hefur lagt eið út á, að
væri rétt. Ég ætla ekki að skýra yður frá aukaatriðum.
En ein ákæra nægir til þess að sína yður, hve mjög þér
eruð flæktur í málið. Nóttina áður en uppreisnarmenn tóku
Bounty, kom Bligh upp á þiljur og hann hlýddi á niðurlag
samtals yðar og Christians. Bligh skipstjóri fullyrðir. að
hann hafði heyrt yður segja við Christian:
— Þér getið treyst mér.
Ég var svo undrandi, að ég var gersamlega orðlaus.
Auðvitað mundi ég vei eftir samtalinu við Christian, en
þótt undarlegt mætti virðast, hafði ég steingleymt því,
enda þótt það hlyti að hafa mikla þýðingu fyrir réttinum
Það bar svo margt við um þær mundir, að aukaatriðin
höfðu þurrkazt út úr minni mínu. Nú, þegar ég var minnt-
ur á þetta samtal, sá ég þegar í stað, hversu alvarlegt það
gæti verið fyrir mig, ef Bligh hefði skilið samtalið þannig
að við hefðum verið að ræða um uppreisnina. Og hvað
g.at %k^tí. ciGhrjsti-í
... an, þatttökp, í uppi,gisniþpinf. -aiu«iori ,£I io nozbboioriT isnni/O
Hamilton læknir studdi handleggjunum á stólbríkurnar.
meðan hann beið eftir svari minu.
— Það er bersýnilegt, að þér munið eftir þessu sam-
tali, herra Byam.
— Já, læknir, ég sagði einmitt þessi orð við herra Christ
ian — og undir þeim kringumstæðum, sem Bligh skipstjóri
hefur skýrt frá. Því næst skýrði ég honum frá uppreisn-
inni, eins og hún kom mér fyrir sjónir og gleymdi engu.
Hann hlustaði á mig án þess að grípa fram í fyrir mér.
Þegar ég hafði lokið sögu minni, horfði hann hvasst á mig
og sagði: — Drengur minn! Þér hafið sammfært mig, og hér
er hönd mín. Ég tók í hönd hans. — En ég verð að segja
yður það, að ég er sannfærður af því, hvernig þér segið
frá þessu, en ekki af því, sem þér hafið sagt. Þér verðið að
játa það, að Bligh hefur mikið til síns máls.
— Hvernig má það vera? spurði ég.
— Þér skiljið — ég trúi yður, en hugsið þér yður í spor
NÝR HIMINN - NY JÖRÐ
EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ
64
inum okkar, og óku á fund amts-!
dómarans. Faðii Guichard hafði
sem sé færzt undan, þar sem hann
hafði ekki leyfir frú Vigée il
verksins. Narcisse kærði sig eKki
um að kvænast á sama hátt jg [
foreldrar hans. án annarra heigi-:
siða en að stökkva yfir sópskaft.
— Eg vil kvænast eftir bók, sagði
hann
— Það er gamall siður frá tim-
um þrælahaldsins, að negrar. sem
óskuðu að kvænast voru bara látn
ir stökkva yfir sópskaft. með leyfi
husbænda sinna Hanr er enn - 'ð
líði sums staðar hjá þeim allra fá-
tækustu Honum þótti vænt jrn
að heyra Mirjam hlæja glaðlega,
og honum létti við.
— En — Narcisse sagði, að for-
eldrar sínir hefðu sparað saman
ögn af peningum og fengið prest
til að gifta sig seinna. Mamma
hans var þá barnshafandi en hún
klæddist brúðarskarti, og pabbi
hans var með blóm í hnappagat-
inu og börn þeirra voru viðstödd,
öll níu, þar á meðal hann sjálfur.
Og þetta var dásamlegt brúðkaup.
En svo — þegar þau höfðu verið
löglega gift í nokkra mánuði. bá
hljóp hann brott frá henni.
— Þá er betra, að vígslan eftir
bók hefur, ekki verið nærri eins
bindandi og stökkið yfir sópskaft-
ið! •
Þau hlógu bæði.
— Hvað sem um bókina og sóp-
skaftið er að segja, skyldi maður
halda að þau uefðu verið nægileric
bundin með sínum níu börnum!
Mikið langaði hann til að vita,
hvort hún þekkti leyndarmálið um
sjálfa sig — 'ivort Palmýra hefði
nokkurn tíma haft kjark til að
segja henni það.
Þau komu niður að ströndinm,
sem var nú auð og yfirgefin. og
héldu áfram út á nesið.
k
— Það er óskiljanlegt, mælti
læknirinn hugsandi, — að nokkur
skuli geta *engið af sér að ganga
næst lífi annars nanns fyrir fáein
pund af rækjum sem hvorki gera
til né frá . . .
Þau þögðu það sem eftir var
Jeiðarinnar. Þegar þau áðu út að
Fagranesi, var himininn tekinn að
roðna í austri. Homére kom
ljós og hóf samvizkusamlega hring
ferð sína. Reisti stiga sinn upp við
ljósakersstólpann á vegarhorninu,
ifetaði sig upp, slökkti ljósið,
klöngraðist niður aftur og keifaði
að næsta stólpa.
— Ég þakka yður, ungfrú,
mælti Viktor, er þau stóðu við
garðshliðið. — Ef yðar hjálpar
hefði ekki notið við, væri nú tveim
augum færra til að horfa á sól
rísa í dag.
Nú vildi hann snúa við, en fékk
sig ekki til að stíga fyrsta sporið.
Þá sagði Mirjam:
— Þegar ég hef yður ekki fynr
augunum, segi ég alltaf við sjáifa
mig: Hann er svo önnum kafinn
viþ að byggja fangelsi sitt.
I — Fangelsi mitt?
— Já, þessa starfsemi inni
í borginni. sem þér ætlið að tak-
ast á hendur, en hirðið þó ekk-
I ert um.
' Hann þagði um stund en sagði
svo aðeins: — Já, ég hef átt ann-
ríkt.
— Það er ekki um seinan fyrir
yður enn, að umflýja þetta fang-
elsi.
Honum hafði dottið hið sama í
hug endrum og eins, siðustu dag-
ana. Hann brosti. — Það eru kynd
ugir órar, sem hringsnúast í höfði
yðar.
— Ég þekkti einu sinni mann
í Bretlandi. Hann skar myndir í
tré, hugsaði um garð sinn og
veiddi fisk. Fólkið sagði að hann
væri eitthvað skrítinn. En þvert á
móti var hann mjög gáfaður.
Hann var listamaður. Ó, nei, ekki
hlutirnir sem hann bjó til. Þeir
voru svona og svona. En hann
gerði sér lífið að list. Og það er
ekki mikið af þess konar lista-
mönnum. Til þess þarf sérstakar
listgáfur, — meiri en til nokkurs
annars.
Og, hvernig öðlaðist Breta-
korn vísdóm sinn, ef ég má spyrja?
— Ég hygg að hann hafi haft
frábært auga fyrir verðmætum.
Flestir menn hafa aðeins auga fyr
ir almennum hlutum. Þer leggja
sama mælikvarða á allt. Þeir eru
múgamenn
Hann varp öndinni ósjálfrátt.
— Og þér ættuð ekki að lifa
lífi - yðar samkvæmt viðurkennd
um regíum eins og í stærðfræð-
inni, hélt hún áfram af ákefð.
— Allir vilja fá sama svar, sömu
lausn. Þó er svarið misjafnt eft-
ir því hver í hlut á! Og miklu
skiptir fyrir hvern aö finna sitt
eigið svar!
— Það hljóta að vera margir,
sem aldrei finna rétt svar . .
Hann horfði framhjá henm.
— Það er vegna þess, eins og
ég sagði áðan, að þeir loka sig
inni > dýflissum, sem þeir hafa
reist umhverfis sig, og sjá aldrei
út úr þeirru
— Já, sagði hann og reyndi að
hrista af sér gjörningana, — en
þá er líklega hið bezta sem einn
maður getur gert, að byggja sér
bjarta og fagra dýflissu.
— Skiptir engu, hversu mjög
sem hann leitaðist við það. Hún
yrði aldrei svo björt og fögur
sem hjartans ósk hans!
Augu þeirra mættust. Hann
vissi fyrirfram það, sem hún hafði
sagt honum nú, en það vakti upp
á ný allan vafann og óróleikann
í huga hans. Martröð efans féll
yfir hann eins og ískaldur sviti.
— Þegar allt kemur til alls, verð
ur hver að velja sjálfur.
— Það er einmtt það! Andlit
hennar varð fagurt, þegar hún var
svo alvörugefin. — Hver maður á
svo mörg — sjálf. Maður verður
að vera viss um að velja hið rétta.
Svo mörg sjálf . hann var
orðinn þreyttur á baráttunni við
þau sjálf, sem hann var settur
saman af. Hann þráði hana
Hún hafði lagt höndina á armlegg
hans. Hann stóð drykklanga stund
og starði a andlit hennar með
djúpa þrá í svip.
Og gegn vilja hans brauzt sann-
leikurinn fram á varir hans. — ég
hef hugsað um þig hvern einasta
dag, Mirjam.
Hann lagði arminn um um hana,
kyssti hana á muninn, augun,
hárið, og endurtók tnao ertn mn
að: — ég hef hugsað til þín . . . ó,
hvað ég hef hugsað oti n pin
Hann vissi að hann hafði barizt
vonlausri baráttu Ö11 n-
leitni hans síðustu /ikum natði
verið árangurslaus. Hann hætti
öllu viðnámi og vafði hana tastar
að sér.
tiALLDOK KRISTINSSON
trullsmiðiu — Simj »6979