Tíminn - 17.12.1964, Side 14
14
FIMMTUDAGUR 17. desember 1964
SKYNDIHAPPD RÆTTID
í dag verður skrifstofa
Happdrættisins, Tjarnar-
götu 26, opin til klukkan 7
e. h. Áríðandi er að þeir,
sem fengið hafa miða senda
heim, geri skil. Umboðs-
menn út um land þurfa
nú þegar að póstleggja
uppgjör, þvi að á Þ>>rláks-
messu verður dregið Enn
þá fást miðar. og eru allir
þeir, sem mögulega geta
bætt við sig, beðnir að hafa
samband við skrifstofuna.
Eflum Framsóknarflokkinn
fjárhagslega með því að
kaupa miða í happdrættinu
Þeir fást i skrifstofunni.
Tjarnargötu 26. sími 15564
hjá afgreiðslu Tímans.
Bankastræti 7. sími 12323
og i happdrættisbílnum
á lóðinni Austurstræti 1.
FRlMERKJASÝNING
KJ—Reykjavík 10. des.
Núna fram að jólum stendur
yfir sýrning í Frímerkjamiðstöð
inni Týsgötu 1, á jólamerkjum frá
öllum Norðurlöndunum, og eru
þar á meðal öll merkin sem Thor
valdsensfélagið hefur gefið út, svo
og merkin þau sem Kvenfélagið
Framtíðin á Akureyri hefur gefið
út nú um nokkurt skeið.
Jólamerki eru ekki síður verð
mæt en venjuleg frímerki, og t.
d. er þarna á sýningunni merki
sem Ungmennafélag Önundarfjarð
ar gaf út fyrir fjölda ára, fyrir
félagsmenn sína til notkunar inn
an héraðs. Merki þessi eru með
tveim verðgildum, 3ja og 5 aura,
en af þrem gerðum og eru föl
fyrir eitt þúsund krónur.
Á þessari sýningu í Frímerkja
miðstöðinni er gott yfirlit yfir út-
gáfu jólafrímerkja á Norðurlönd-
um, en merkin eru ærið marg-
vísleg.
Sýningin er opin daglega frá
kl. 9—18 og er aðgangur ókeypis.
við auðmenn þessa lands og t. d.
ekki innheimt nema um 400 þús.
af milljónamæringum, sem lagð
ur var á stóreignaskattur, þótt
25 millj. króna séu óinnheimtar og
gjaldfallnar. Sagði Ólafur Jóhann !
esson, að sú ríkisstjórn, sem i
leggði hinn almenna skattborgara j
í einelti en sýndi milljónamæring
um sérstaka hlífð hentaði ekki á 1
tslandi og það ætti eftir að koma I
í Ijós.
Nánar er sagt frá umræðunni
um söluskattsfrumvarpið á þing-
síðu blaðsins bls. 7.
Umboðsmenn norskrar
keðjuverksmiðju=1
E.J.-Reykjavík, 10. des.
Norska keðjuverksmiðjan A/s
Kjættingfrabriken hefur fengið sér
umboðsmenn hér á landi, fyrirtæk
ið E. Th. Mathiesen h.f. Forstjóri
verksmiðjunnar, Helge Odd Spil-
haug, og sölustjórinn, Egil Arnulf
Buen, mættu í dag á blaðamanna-
fundi, sem fyrirtækið hélt, og
skýrði frá þessu.
A/S Kjættingfabriken er fram-
leiðandi allra tegunda af keðjum,
krókum, lásum, lyftiblökkum og
bíla- og traktorskeðjum. Einnig
framleiða þeir vélar til framleiðslu
GUÐMUNDAR
Bergþórogötu 3 Slmar 19032, 200T0
öefui fivaUi dJ sölu allai tep
índii bifreiða
rökuœ bifreiðai i umboðssölu
Öruggaste bionustan
bílanoiÍQ
GUÐMUNDAR
BergþOrugötu X Simar 19032, 20070.
á keðjum, og hafa þeir selt slíkar
vélar m. a. til Finnlands, Svíþjóð-
ar, Englands, Kanada, Brasilíu og
Indlands. Er verksmiðja þeirra
mjög nýtízkuleg, búin sjálfvirkum
vélum. Fyrirtækið hefur einka-
leyfi á ýmsum vélum og fram-
leiðsluaðferðum til keðjufram-
leiðslu.
Fyrirtækið var stofnsett í Osló
1909 og byrjuðu í smáum stíl, en
í dag rekur það stóra verksmiðju
með eigin orkuveri í Kragerö, en
aðalskrifstofan er í Osló. Einnig
rekur fyrirtækið verksmiðju í
Vancouver í Kanada.
Verksmiðjan hefur undanfarin
ár selt nokkurt magn af keðjum
og lásum hingað til lands, en vill
auka þessa sölu, og hefur því valið
sér umboðsmenn hér á landi, eins
og fyrr segir.
Islandskort Guðbrands
biskups — kærkomin jóla
gjöf, til vma heima og er-
lendis.
HNEFAHÖGG
Framhald ai 16. síðu
ingu frá I suimar en nú hafa
menn fengið jólagjöf frá ríkis-
stjóminni, sem er annars eðlis en
menn höfðu átt von á, og veldur
hún mönnum sárum vonbrigðum
— ekki sízt þeim, sem hafa treyst
rí'kisstjórninni bezt, því að þessi
skattahækkun nú er sem hnefa;
högg í andlit almennings.
Engin vafi væri nú lengur á
því, að núverandi ríkisstjórn er
mesta 9kattpíningarstjórn, sem
nokkurn tímann hefur á íslandi
setið og verður met hennar vart
slegið eftir þetta síðasta afrek.
Þótt ríkisstjórnin hafi gengið með
hinni mestu hörku að hinum al-
menna skattborgara og ætlað
fjöldamörgum launamönnum að
lifa á nær skattakvittunum ein-
um undanfarna mánuði, þá hefur
hún verið einkar tilhliðrunarsöm
Frá Alþingi
Framhald at 7 síðu.
lögin fái neitt af þessari söluskatts
hækkun. Þótt söluskatturinn eigi
að hækka í 1000 milljónir á ári á
74 milljón króna framlagið til
Jöfnunarsjóðs að standa óbreytt.
i Sveitarfélögin eiga við mikla erfið-
leika að etja og helzti tekjustofn
þeirra eru útsvörin, sem eru orð-
in sérstaklega þungbær almenningi
og þau verður að lækka, en það
! verður ekki gert nema sveitarfé-
lögunum verði séð fyrir tekjum í
staðinn.
Þá sagði Ólafur, að Mbl. væri
að reyna að læða bví inn hjá
mönnum, að þessi skattahækkun
væri gerð samkvænit samkomulagi
því, sem ríkisstjórnin gerði við
launþegasamtökin í vor og ráð-
herrann hefði einnig tæpt á þessu
í_ framsöguræðu sinni. Sagðist
Ólafur ekki trúa því að svo gæti
verið, að þetta frumvarp væri
byggt á samkomulaginu, sem gert
var í vor um kjaramálin, en rétt
væri að það kæmi skýrt fram í
þessum umræðum frá fulltrúum
beggja aðila, hvort svo sé, því að
það hlyti að teljast meginatriði í
málinu.
Jón er ekki sama og
séra Jón
Þá ræddi Ólafur um stóreigna-
skattinn, en ríkisstjórnin hefur
nær stöðvað innheimtu á honum
og aðeins hafa verið innheimtar
400 þús krónur á þessu ári en
útistandandi eru 25 milljónir. Viss
ir aðilar þurfa vissulaga ekki að
kvarta yfir skattheimtu núverandi
ríkisstjórnar, þótt daglega glymji
í útvarpinu hótanir um aðgerðir,
ef menn sanda ekki skil á skött
urn sínum. Fjármálaráðherra ber
því við að enn séu óútkljáð mála
ferli út af stóreignaskattinum og
hann eigi sér enga hliðstæðu. Stór
eignaskatturinn 1957 er alveg hlið
! stæður stóreignaskatti sem á var
.lagður 1950. Mörg kærumál voru'
j til meðferðar út af honum, en j
I skatturinn var innheimtur þótt j
þau væru ekki útkljáð eins ogi
venja er um alla skattheimtu ríkis ‘
ins, sem meiri og minni mála |
rekstur er þó út af. Hér fer ríkis j
stjórnin því með öðrum hætti að
en gagnvart hinum almenna
skattborgara og milljónamæring-
arnir þurfa sannarlega ekki að
kvarta. En ríkisstjórn, sem legg
ur hina almennu skattborgara í i
einelti en sýnir milljónamæringj
um sérstaka hlífð hentar ekki á ís
landi og það mun sýna sig, sagðil
Ólafur Jóhannesson að lokum. I
Afhenti fullgiHing-
arskial Íslands
Hinn 3. desember s. 1. afhenti
Pétur Eggerz ambassador fram-
kvæmdastjóra Evrópuráðsins í
Strassbourg fullgildingarskjal ís-
lands að samiþykkt Evrópuríkja
um framfærslu- og læknishjálp.
Með þingsályktun 27. marz 1963
heimilaði Alþingi ríkisstjórninni
að fullgilda samþykktina, og for
seti íslands undirritaði síðan full-
gildingarsikjalið.
Aðalefni samþykktarinnar er, að
borgarar aðildarríkjanna skuli
eiga rétt til framfærslu og læknis
hjálpar, ef þeir þurfa þess með
og eru búsettir utan heimalands
síns í einhverju aðildarrfkjanna.
Skal þessi réttur vera hinn sami
og borgarar viðkomandi ríkis
njóta. Aðildarríkin eru nú 13 að
tölu.
Samiþykkt Evrópuríkja um
framfærslu- og læknishjálp er einn
af þeim samningum, sem gerðir
hafa verið um félagsmálefni á
veguim Evrópuráðsins, óg hinn
fyrsti þeirra, sem fullgiltur er af
íslands hálfu.
RÚMENSKUR TOGARI
rramiiaiu u ib slðu
ingjar íslendinga, má þar til
nefna Baader-flökunarvélarn
ar.
Þeir á Constanfa geta fryst
um 20 tonn af fiskflökum á
sólarhring, og eru frystivélarn I
ar mjög afkastamiklar. Eru
þær margar af Sabroe-gerð, en
sú tegund er íslendingum vel.
kunn. Aðalvélai skipsins eru
smíðaðar í Japan eftir teikx,
ingu Burmeister & Wein í
Kaupmannahöfn
Við spurðum Milu skipstjóra
hvort um borð væru tveir skip
stjórar, eins og tíðkast á mörg
- um hinum stóru verksmiðju-
togurum, fiskiskipstjóri og
siglingaskipstjóri, en hann
kvað svo ekki vera. Hlæjandi
neitaði hann og menn hans
þvi, hvort þeir hefðu kvenfólk
með sér í verksmiðjunni, eins
og Rússarnir .
Skipverjar fá góð laun. Mán
aðarlaun óbreyttra verkamanna
í verksmiðjunni munu nema
sem svarar rúmum 18 þúsund
krónum á mánuði og auk þess,
vasapeninga, þegar komið er
í erlendar hafnir, sem svarar
60 íslenzkum krónum á dag.
Við höfðum orð á því, er
við komum í brúna, að þar
væri hægt að halda ball, svo
rúmgott var þar. Þegar skipið
er að veiðum er skipstjóri, eða
stýrimaður í „fiskibrúnni' sem
er fyrir aftan aðalbygginguna,
og getur þaðan fylgzt mjög vel
með fiskiríi. Unnt er að stilla,
hve djúpt varpan er í sjó, ann
ars vegar niður við botn, hins
vegar ofar. Sjálfvirkt kallkerfi
er um allt skipið úr brúnni og
sjálfvirkur simi er um allt |
skipið.
STOFNUN NÝBYLA
Frambald ai 16 siðu
um, ræktað, byggt og komið sér
upp bústofni, en 135 eru enn með
byrjunarframkvæmdir, og jarðirn-
ar eru enn ekki hæfar til bú-
rekstrar. Aðeins 27 aðilar bafa
hætt búskap eða fallið frá, og er
því búið á 872 nýbýlum eða endur-
bvggðum eyðijörðum, og hafa því
aðeins 3% horfið frá búskapnum á
bp^sum jörðum í 17 ár.
Einna flest munu nýbýlin vera í
Hreppunum. Frá því 1947 hafa 24
nýbýli verið stofnuð í Hruna-
mannahreppi og 21 í Gnúpverja-
hreppi. og mun þó nóg landrými
vera eftir í þessum sveitum, til
þess að þar verði stofnað til fleiri
nvbýla í framtíðinni.
Pálmi Einarsson landnámsstjóri
sagði, að sá misskilningur væri
ríkjandi, að nýbýli hlyti að vera
smábýli. Það væri ekki rétt, að ný-
býlin væru ekki minni en meðal-
iarðir, og í mörgum tilfellum væru
ban íafnvpi tniuvert stærri.
SPAÐ HLAKU
Kalt var á Suðurlandi í dag, að
þvi er Jónas Jakobsson, veður-
fræðingur sagði blaðinu. Klukkan
ellefu í morgun var t. d. fjórtán
stiga frost á Eyrarbakka og klukk
an fjórtán var þar ellefu stiga
frost. Héðan úr Reykjavík hefur
sézt í dag bakki í vestri og suð-
vestri og hefur hann smáhækkað
á lofti. Kvaðst Jónas vona að þess
um bafcka fylgdu hlýindi. Fyrst í
stað væri búizt við nokkurri snjó
komu hér sunnanlands, en í nótt
væri þess vænzt að gerði hláku hér
og hlýnandí veður um allt land.
Ekki væri þess þó að vænta að
frostleysu gerði strax í innsveitum
norðanlands, „og svo getur þetta
allt breytzt fljótlega. aftur“ sagði
Jónas.
Iljörleifur á Vegamálaskrifstof
unni sagði ofckur, að nú væri kom.
ið gott bilfíferi um Snæfellsnes og
norður í Skagafjörð, en um Öxna-
dalsheiði og Eyjafjörð og til Húsa
vikur um Dalsmynni væri enn
þungfært.
BREYTINGAR HJÁ KEA
stiga og lyftna. Stiginn er af
sömu gerð og er í mörgum
stærstu verzlunarhúsum meg
inlandsins. Hann er með full-
komnum öryggisútbúnaði svo
að enginn slysahætta er tal
in stafa af honum. Uppsetn-
ingu stigans annaðist Mr. W
J. Davis frá Otis-fyrirtækinu í
Englandi, en hann hefir farið
víða um heim í slíkum erind-
um.
Hverfistiignn flytur við-
skiptavinina úr Herradeildinni
upp í Vefnaðarvörudeildina, og
er staðsettur nálægt miðju
þessara deilda, en að sjálf-
sögðu er einnig venjulegur
stigi milli þeirra, sem nota
verður við útgöngu úr Vefn
aðarvörudeild. Deildarstjóri
Herradeildar er Björn Baldurs
son, en vefnaðardeildar Kári
Johansen.
ÞAKKARÁVÖRP
Innilegar þakkir til vandamanna og vina, sem á marg-
an hátt heiðruðu okkur á 50 ára hjúskaparafmælinu 19.
nóvember s. 1.
Guð blessi ykkur öll,
Kristín Jónsdóttir, Stefán Jónsson, Hlíð, Lóni.
Þakka innilega samúð við andlát og útför,
Eiríks Eiríkssonar,
Hlemmiskeíði.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
, Ingibjörg Kristinsdóttir.