Alþýðublaðið - 09.01.1955, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.01.1955, Blaðsíða 5
Swnnudagur 9. janúar 1955 ALÞÝÐtJBLAÐIÐ s ÖÐUIJ HVERJU pferist eitthvað umtalsvert. Frá sumu c-r hermt í bloJunum, — annaS er aldrei gert opinbert. Og það, sem rætí er í blöðunum, cr oftastnær ýkt um 190% eða meira, fyrir utan prentvillur, missagnir,. misskilning og fleira, svo að enginn veit eiginle"a hvað hefur í rauninni gerzt, þótt hann ljái frásögn þeirra auga oj evra. Hitt, sem aldrei er gert opinbert. vita allir áður, — eða að minnsta kosti um lefð og það hefur ~erzt, þótt enginn viti að hvaða leiðum hað berst. Og í því -sambandi er hvað eftir annað sýnt og sannað, að óprentuð lygi er að minnsta kosti ekki meiri lygi en annað. ... Fyrir nokkru var ísmeygilegur lávarðar hér á flugi og ferð, ■— íamkvæmt óprentuðum heimildum meðal annars þeirra erinda að athuga hina um- töluðu reglugerð, sem kennd er við utanríkismálaráðherrann, og kvað hafa að geyma siðferðisboðorð fyrir Bandaríkjamenn, þegar þeir cru hvörki á flugvellinum né heima. En af ótta viíS, að beim litist ekki á hana, er segt, að ráðherrann hafi fundið upp það ráð, að láta þá ekki sjá hana. Og til þess að fyrirbyggja, að óviðkómandi náungar, — eins og til dæmis Bjarni nokkur Ben, — færu að hnýsast í plaggið og smygla kannske exnhverjúm hættulega ströngum ákvæðum út úr tollinum, fann ráðherrann að sögp annað ráð, enn þá snjaílara, — sem sé að geyma reglugerðina bara í kollinum. En svo barst skyndilega dularfullt skeyti frá sjálfu Atlaníshafsbandalaginu, og þegar Kristinn hafði lesið það, bullsvitnaði hann. klóraði sér £ regiugerðargeymslunni og tautaði ... Nú sitjum við Tíma-Tóti í flaginu! 't Lávarðurinn bráðum lentur á flugvellinum, — og ckki eitt einasta boðorð skráð ... I fyrsta skipti brast hinn norðlenzka ráð- herra ?éS . ■ . Og dálítið niðurlútur labbaði hann sig inn til Olafs, og leitaði á hans náð. ... og hló, — eins og Ólafur hlær. .,. Framsóknarráðherra, — sagði hann, — og i’æddur í gær! Xei, Kristinn minn, þú ert ennhá haldinn þessum sómakæra Akureyraranda. Hermann karlinn hefði ekki verið lengi að leysa svo smávægilegan vanda. . . . Hann hefði jú bara tekið glímutaki í böndina á lordinum ... How do you do misíer, — vvould you like to catch salmons unp í ÍTúkká í Kiós, — of' síðan látið slag standa. Skrifað eða ekki skrifað kemur jú út á eitt, — og fromsóknarmenn, — og þó eiukum fram- sóknarráðherrar ættu helzt aldrei að skrifa neitt. .. . En nú skal ég bjarga þér úr þessari bann- settu klípu, Kristinn minn, — on það mátt'u skrifa hjá þér, að það yerður áðems í þetta éina sinn. Eg verð, svona bara fyrir hendingu, staddur úti á flugvælli, þegar hinn frægi lávarður kemur. Og sv o presentera ég mig óviljandi, — og svo sjáum við hvernig mér og honum sctnur. . . . En á meðan skrifar þú og skrifar allt hvað af tekur og semur siðferðisboðorðín að nýju. Og í þínum sporum myndi ég heldur hafa þau færrj en fleiri en tíu. Og bar með var Ólafur þotinn út á völl, Ep Kristinn settist kófsveittur við að skrifa, — bara ef hann gæti nú eins og Móse ílúið eitihvað upp á fjöll. I Jreja, — hann mátti þó þakka fyrir að þurfa ekki ag klappa boðorðin í stein grein fyrir grein. Og Parkersjálfblekungurinn titraði í höndnm hans ... jú, unnhafið virtist ætla að verða gott. ... í You shall not ... vou shall not .. . you shall not ... í \ I í En úti á flugvelli var Ólafur staddur fyrir hendingu, og heilsaði lávarðinum svona af hendingu, og hvíslaði að honum,, — svona af hendingu, — „Our foreign minister have something to write, But else he is almost all-right, — Would you like to have some whisky, my lord, while you wait . . . NY SENDING ersey kjolar Gullfoss ÁÐÁLSTRÆTI TRILLUBATÁ- EIGENDUR. KVIKK benzín- avélin, er byggð fyrir urfar á norðlægri •iddargráðu og 40 ára nsla er af henni við h.ina löngu og veðurhörðu strönd Noregs, hefur sannað kosti hennar. KVIKK —; er sérstaklega sparneytin. — gangörugg — traust byggð — einföld í notkun og eftirliti — er iheð keðjugangsetiingu, kúplingu og skiptiskrúfu — 4 gengis með 800 snúninga á mín. — árs ábyrgð ■— verksmiðju- verð: 1. eyl. 4,5 HK. ca. kr. 6.100 1. cyl. 6 ' HK ea. kr. 7.100 2. cyl. 8—10 HK. ca. kr. 8.200 Afhendingarfrestur 4—-6 vikur. Nákvæmar leiðbeim íngar um niðursetningu,. notkun og eftiriit fylgír, á norsku og íslenáku. — Fagmaður, gagnkunnugur smá- bátavélum, veitir leiðbeiningar. Guðm. Péíursson, Pósthólf 1140. Rvík, eða II. vélstjóri Ms. Skeljung, sími 3886. Fimmtugur: Huxley Ofafsson framkvæmdasfj. Og Óiafur skók ftráan ljónsmakkann og skeilti sér á iær, LEIFUR LEIRS. Í9LENZK bókaútgáfa er fjölbreytt og umfangsmikil á ínæ-likvarða hlútfallareiknings- Ins, enda oft á orði haft heima og erlendis, að íslendingar séu mesta bókaþjóð he.ms. Mestu máli skiptir þó, hvað út er gef- Sð og lesið. Auðvitað er mörgu ábótavant í því efni, enda skipulag bókaútgáfunnar hér á landi handabófskennt. Hér skal minnzt á eitt atriði, sem þarf að færa á betri veg í fram tíðinni. Það er endurprentun íslenzkra.bóka, Árlega eru endurprentaðar ýmsar gamlar bækur. þýddar og frumsamdar. En ljóðabæk- úr, smásagnasöfn og skáldsög- tir íslenzkra skálda og rithöf- unda verða allt of mkiið út undan í því sambandi. Slíkar hækur eru naumast endur- þrentaðar nema í heildarútgáf- nm höfundanna. Þetta veldur því, að margar íslenzkar önd- vegisbækur eru ófáanlegar á lesmarkaðinum áratugum sam an. Kvæðabók Eggerts Ólafs- sonar hefur aldrei verið end- urprentuð. Ljóðaþýoingar Jóns Þorlákssonar á Bægisá eru ó- fáanlegar af því að enginn út- gefandi hefur ráðizt. í endur- prentun þeirra. Ljóðabók Sveinbjarnar Egllssonar var ís lending.um fólginn fiársjóður í áratugi, þó að nú hafi henni loksins verið kom'.ð á fram- færi við þjóðina. Andvökur Stephans G. Siephanssonar hafa hvorki. fengizt hér né í Vesturbeiml um iangt ára- skeið. Ritsafn' Gests Pálssonar og ljóðabók Hannesar Haf- steins lutu sömu örlögum þang að til fyrir skömmu. Þannig mætti lengl telja. Og svipaða sögu er að segja um sk.áldsög- urnar. íslendingar hafa verið sæmdir endurprentunum á Kapítólu . og Mannamun, en Skálholt Guðmundar Kambans fæst ekki nema af tilviljun. Og sama eðlis er sú dapurlega staðreynd. að margar skáldsög ur íslenzkra höfunda, sem frumsamdar hafa verlð á er- lendum málum og farið sigur- för víða um lönd, eru enn ekki til á íslenzku. AUt er þetta mestu bókaþjóð heimsins til skaða og skammar. Erlendis þykir sjálfsagt að endurprenta viðráðanlegar önd vegisbækur, svo að þær séu jafnan á markaðinum. íslenzk. •ar bækur sömu tegundar eru hins vegar ekki endurprentað- ar fyrr en í heildarútgáfum. Ljóðaunnandi, sem vill eignast Svartar fjaðrir Davíðs Stefáns sonar, Songva förumannsins eftir Stefán frá Hvítadal eða Voga Einars Benediktssonar, verður að kaupa ritsöfn þess- ara skálda til að verða þessum bókum ríkari. Bókamaður, sem vill bæta Svartfugli Gunn ars Gunnarss'onar, Heljarslóð- arörustu Gröndals eða Krist- rúnu í Hamravík Hagalíns við í skáp sínum; á aðeíns völ rit- safnanna. Smásögunum er eins farið, og auk þess er ekki á markaðinum neitt safnrit, sem geymi beztu listaverk okkar í þeirri greln bókmenntanna. Sama verður ekki sagt um Ijóð in, en safnrit þeirra em ófull- komin nema valið liafi verið út frá þröngum sjónarmiðum, en heildaryfirlitið og þróunin sklptir að sjálfsögðu öllu máli. Er það enn eitt dæmi um tóm- læti íslendinga og íhaldssemi í bókaútgáfu, að safnrit og sýn- Framhald á 7, síðu. ^ I DAG, 9. janúar, er Huxley Ólafsson, framkv'æmdastjóri í Keflavík, fimmtugur að aldri. Hann er fæddur að Þjórsár- túni í Holtum í Rangár\ralla- sýslu. sonur hinna mætu hjóna er þar bjuggu, Óláfs læknis ís lefissonar og Guðríðar Eiríks- dóttur. Ólafur var merkilegur maður fyrir margra hluta sak- ir og varð minnisstæður öllum þeim, er kynntust honum að nokkru ráði. Hann var frum- legur gáfumaður. Gestrisni þeirra hjóna mun lengi í minn um höfð. Ólafur er dáinn fyr- ir nokkrum árum, en Guðríð- ur dvelst nú í hárri elli hjá Huxley, sjmi sínum, við ágæta aðbúð og atlæti. Hux'ley er því grein af góð- um stofní. Hann hlaut gagn- fræðamenntun og var lengi í Sandgerði við sknfstofustörf og verkstjórn. Þaðan fluttist hann til Keflavíkur. Þar hafði hann fyrst á hendi fram- kvæmdastörf fyrir Ií.f. Kefla- vík, er rak frystihús og útgerð, en er nú framkvæmdastjóri samvinnufélagsins Fiskiðju. Huxley kvæntist 1934 Vil- borgu Ámundadóttur Árnason ar kaupmanns í Reykjavík, góðri konu og geðþekkri. svo að af ber. Eiga þau hjón tvo syni, 18 og 11 ára. að aldri. Heimili þeirra er glæsilegt og gestrisni ræður þar húsum. Ég hef átt því láni að fagna að kynnast Huxley á síðustu árum. Það, sem mér virðist eft Huxley Ólafsson. irtektarverðast í fari hans, er áhugi á andlegum málum, heil brigt lífsviðhorf og raunsæi. Hugur hans er opinn og frjáls, og mun Huxley því lengi verða vaxandi maður, en ekki getur betra hlutskipti en það. Ekki var það ætlun mín að skrifa langt mál um þenna vin minn, þótt hann hafi náð þessum merka áfanga á ævibrautinni, enda vafasamt, að slíkt væri Huxley að skapi. Þessi fáu orS eru aðeins afmæliskveðja, esr samsvarar einu bandtaki, og um le:S þakklæti fyrir drengi- lega samvinnu um mál, er ég tel miklu varða. > Greiar Fells. í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.