Alþýðublaðið - 20.01.1955, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.01.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. jan. 1955 ALf»?ÐUBLAÐIÐ 7 Landkyniíingarrif Framhald af 4. síðu- tent in European' literature.11 Hér er vitanlega átt við 12. og 13. öld. er íslenzk sagnrit- un stóð með mestum blóma. Mun og óhætt mega segja, að þess: lofsyrði hins mikla brezka fræðirits, muni vekja meiri at- hygli almennra enskumælandi lesenda, en fjölorðari lofsöng- ur Islendinga sjálfra um sama efni. Þetta íslandsrit er iþó um annað fram myndabok, og eru myndirnar allar eftir Hans Malmbsrg hinn sænska. ssm er ótvírætt mjög snjall mynda tökumaður, og veit hvað hann vill i þeim efnum. Skylt er þó jafnframt að hafa í huga, hvaða takmaxk Iiann hefir einkum sett sér með þessum myndum frá ísland', en því lýsir Helgi á þessa leið í inn- gangi sínurn: ,,Hans OVIalmiberg does not aim at any copleteness in this .photographs and has rather avoided wihat is best known to the public. He has iried to depict the Icelanders of to-day going about their daily taskst in a' landscape, majestic, barr- en and young. For geologically too, Iceland is absurdly young“. Fæ ég ekki betur séð, en Malmberg hafi náö ágætlega þessum filgangi sínum, því að bæði eru hér margar myndir, sern lýsa daglegu starfslífi þjóðarinnar á h;num ýmsu sviðum, og jafnframt menn- ingu hennar og andlegu lífi, að ógleymdum fjölmörgum mynd um iaf landinu sjálfu, hrikaleik þess og sérstæðri náttúrufeg- urð og fjölbreytni þess eftir árstíðum, AUar eru myndir þessar vel teknar, og margar mjög tilkomumiklar, þótt bví sé eigi að neifa, að fegurð ís- lands nýtur sín aðeins til fulls í litmyndum. litskrúðið er svo mikill þáttur einstæðrar og áhrifamikillar náttúrufegurð- ar þess. Nokkrir minni háttar breyt ingar hafa verið gerðar á myndavali í ensku útgáfunni, samanborið við hina sænsku, og margar tff hóta. bó að iafn an geti verið álitamál um slíka hluti. 'Hvað sem hví líður, þá er þetta vandaða myndasafn - iskemmtileg log næsta alhliða lýsing á svipmiklu ættlandi voru og ættþjóð vorri, sem i þreytir þar sína merkilegu líís' og menningarbaráttu, og sækir djarflega,-í'ram't minnug síns auðuga menningararfs frá lið inni tíð. Sameiginlega hafa þeir Hans Malmberg og dr. Helgi P. Br'em unnið þarft verk og þakkarvert með þessu prýði- lega landkynningarriti sínu, og ber að fagna því, að það er nú kömið út á ja'fn víðlasnu heimsmáli og enskan er. Lögberg,- f'ramhald af 4. siðu. þess hefði þessi samsærisflokk ur reynt að myrða nokkra æðstu menn sovétthersins, þar á meðal marskálkana, Alex- ander M. Vasilenzky og Ivan S. Konev. Var því haldið fram, að læknar þessir, sem flestir báru gyðingleg nöfn, stæðu í þjónustu erlendra valdhafa, og væri ^skipað fyrir verkum ’í gegnum hina alþjóðlegu hjálparstofnun Gyðinga. í 'kjöl far hessarar tilkynningar sialcá s^o andgyðinglegur á- róður. Auðsætt var, að það væri Ber'a, sem veitzt var að með máli þessu. Hann bar ábyrgð á lífi og öryggi þeirra manna, sem annaðhvort áttu þegar að hafa verið myrtir eða tilraun gerð til að myrða, þar sem hann var æðsti maður leynilög reglunnar. Margt virðist nú benda til þess, að það hafi ver ið Khrushchev, sem ásamt öðr um, lagði á ráðin um þetta skátobragð. Það er og einkum airnyglis- vert. að með því ?ð tilkynna að til samsæris þessa hafi ver ið .stofnað til þess að mvrða æðstu menn hersins. er óbein línis gefið í skyn, að með því hah fyrj/t og fremst átt að ryðia úr vegi beim, sem helzt stóðu ií veg| fypir Beria og fvlgi'mönnum hans innan levnilögrefflunnar, í sókn þeirra til valda. Virðist s;vo. sem ekk ert nerna dauði Stalins hafi getað feomið í veg fyrir víð- tæ’ka hreinsun í sambandi við læknamálið. FALL BERIA. Fjórði þátturinn hefst á gagnsókn Beria, er hann beitir öllum brögðum í því skyni að hefja sjálfan sig til æðstu valda, og endar, þegar hann fellur við skör valdastólsins, eftir að hafa þó haft heppnina með sér um skeið eftir lát Stal ins. I hópi þeirra manna, sem fóru með völdin fyrst í stað eftir andlát Stalins, var Bsria annar valds/mesti maðurinn, þar sem hann var innanríkis- ráðherra Malenkovs og æðsti maður hinnar rússnesku leyni lögreglu. Beria notfærði sér hina nýju valdaafstöðu fyrst og fremst til að afhjúpa falsanirnar í gambandi við læknamálið, og ,var sú afhjúpun gerð almenn- ingi kunn snemma í aprílmán uði, 1953. Árangur afhjúpun- arinnar varð svo gagnhreins un sú, er upphafsmennirnir að fölsununum hlutu dóm sinn og refsingu. Meðal þeirra var að minnsta kosti einn náinn sam starf^maður Klirushchevs, að því er kom í Ijós við vfirheyrsl urnar. Þvínæst hóf Beria aðra hreinsun meðal valdamanna kommúnistaflokksins, undir því yfirskyni, að það væri gert til verndar þjóðflokkum, er voru í minnihluta innan sovétt ríkjasambandsins. Bar sú starf semi hans meðal annars þann árangur, að honum hepnnaðist að steypa eftirmanni Khrush- ohevs, æðsta manni kommún istaflokksins í Ukrainu, L. G. Melnikov, úr valdastóli. En hin mikla sigursæld Beria í togstreitunni um völd- in, varð honum samt sem áður að falli. Hún varð sem sé til þess að sameina þá Malenkov og Khrushchev til gagn átaka, tvo skæðustu keppinauta hans um völdin. Gripu þeir til þess ráðs. að leita aðstoðar hersins, til iþess að koma í veg fyrir algera valdatöku leynilögregl- unnar undir foruslu Beria. Þann 26. júní var svo sköpum ákipt, er Malenkov ákærði Beria fyrir að sitja á svikráð- um við miðstjórn kommúnista flokksins, en ,sú ákæra leiddi t l þess að Beria var stevpt af stóli, fangelsaður, og siðan líf Auk hundraða bygginga um allt land, stórra og smárra af alls kon,ar gerðum, hefur ein stærsta og vandaðasta- bygging landsins, — Mjólkurstöðin í Reykjavík — verið hituð upp með HELLU-ofnum í 10 ár. Að gefnu tilefni viljum við minna á, að 'þegar hafin var framleiðsla HELLU-ofna hér á landi, sýndu vís- indalegar rannsóknir, erlendis og hér, að þeir hituðu jafn vel og beztu steyptir, erlendir miðstöðvaroínar. Átján ára reynsla hefur staðfest petta og sýnt marga aðra kosti. Þeir eru léttari, minni fyrirferðar, fajlegri og mun ódýrari en. steyptir ofnar. Verðtilboð gefum við fúslega. %OFNASMIÐ)AN EINHOLTl 10 ~ REYKJAVÍK - ÍS.LANDI látinn sex mánuðum seinna, á- samt nokkrum æðstu samstarfs mönnum sínum innan leynilög reglunnar, að undangengnum yfirheyrslum fyrir réttL sem var að mestu levti skipaður háttsetum herstjórnarmeðlim um. Við fall Beria hófust átök þriggja aðila um vö'idin; Mal- enkovs, sem hefur ríkisstjórn ina að bakhjarli, sem leiðtogi hennar og sterkasti maður; Khrushchevs, sem hefur tek- izt að gera kommúnistaflokk- inn að meginvirki sínu, en hann er aðalr'.tari flokkrj/.s, og æðstu manna hersins, sem hafa nú hálfu meiri stjórn- málaleg áhrif nokkru sinni fyrr. er ekki gott að vita hvað hinir metnaðargjörnu hprfor- ingjar. eins og til dæmis Zhr kov marskálkur ætlast fyrii en vel má vera, að einmitt L herforingjunum hvíli nú jafn vægið í þessari valdatogstreitu milli hinna tveggja, og séu það bví í raun og veru þeir, sem hafi úrslitaorðið í rússneskum innanríkismálum. Og vel má vepa, að end,ar4legt markmið heirra sé allt annað, en þeir Málenkov og Khrushchev kunna að óska. Virðist því margt benda á, að t'.l nýrra og alvarlegra at- burða kunni að draga á leik- =viði valdatogstre'úunnar í Kreml, áður en langt um líður. Áramélahugleiðing Framliald af 5. síðu H. J. á eðli og starfsemi íhalds ins eru réttar, svo langt Sem þær ná, þótt víða hefði mátt kveða sterkar að orði. Og H. J. eygir aðeins eina leið út úr ógöngunum, þ. e. samstarf allra lýðræðissinn- aðra vinstri afla í landinu, Al- þýðuflokksins, Framsóknar- flokksins, Þjóðvarnarflokks- ins og þelrra fylgjenda sósíal istaflokksins, sem ekki eru kommúnistar. Þessir flokkar hafa sameiginlega nægllegt at- kvæðamagn til þess að ná meirihluta á alþingi og mynda ríkisstjórn. H. J. er svo reyndur stjórn- málamaður, að ekki er hægt að láta sér ummæli hans sem vind um eyru þjóta. En þá er spurningin: er Framsóknar- flokkurinn ' reiðuibúinn tiil að slíta sig úr viðjuni íhaldsins og hefja slíkt samstarf f il vinstri af fullum heilindum? Eða er rödd formánns flokks- ins einungis rödd hrópandans í eyðlmörkínni? Það er lítill vafi á, að meðal sannra vinstri manna er mikill hljómgrunn- ur fyrir slíkri samvinnu, sem H. J. bendlr á, en undirstaða hennar og árangur hvílir á því einu, að unnið sé af heil- indum en ekki til i'ramdráttar einum .flokkshagsmunum eða elnstaklingum. Næstu mánuðir ættu að leiða í ljós, bvort hér er um nokkra alvarlega tilraun að ræða til að sameina umbótaöfl landsins, eða einungis neyðar- óp úr Heiðnabjargi. Hér hefir verið drepið á ýmsa þætti í þjóðlífi voru og stjórnmálum, sem áramótin gefa venju fremur tilefni til að hugleiða. NÝTT ÁR ... Nýtt ár er byrjað. Enginn veit hvað það ber í skauti sínu. En þótt ýmsar blikur séu á lofti, ;þá fer fjarri því, að á- stæða sé til að örvænta. íslenzk alþýða er baráttunni vön. Hún mun enn sem fyrr bera sínar byrðar, en hún mun einnig krefjast réttar síns. Alþýðuflokkurinn er sem fyrr sá eini stjórnmálaflokkur, sem heldur upp'. hugsjónum jafnréttis og bræðralags. Efl- ing hans er efling gróandi þjóð félags og þeirra afla, sem ‘bezt verða meðal þjóðarinnar. / Óska ég svo öllum árs og friðar. (Frh. af 5. síðu.) ,,Nei. Það hafa ver.ð skiptar skoðanir um hvernig leysa æ'tti verðlagsmálin eða réttara sagt, hvaða ráðstafanir beri að gera til að halda verðlaginu í skefjum. En verðlagsmálin eru .aðeins einn þáttur fjár- málastefnunnar, þó að þau séu að vísu mikilvæg. og um hana í heild hefur ekki staðið neinn styrr að ráði. Utanríkis stefnan hefur notið fulls fylg is Alþýðuflokksins og annarra flokka að undanteknum komm únistum. Af þessu er ljóst, að stjórnarskiphn sfafa ekki 'af sundurþykkju í Alþýðuflokkn um um meginstefnu fráfar- andi stjórnar. Hins vegar neita ég því ekki, að stundum hefur mér fundizt njfersónulega, að st.ió.rnin hafi ekki notið þess fulltíngis, sem nauðsynlegt er á erfiðum tímum eins og nú. Þetta hefur gefið þeim sögu- sögnum byr und.ir báða vængi, að breytingar stæðu fyrir dyr um. en þær hafa að ýmsu leyti haft óheppileg áhrif á störf stjórnapinnar. Yegna þessa finnst mér rétt og skylt, að aðrir t-aki við. En ég mun af heilum hug veita hinni nýju stjórn allan þann stuðning, sem ég get í té látið“. — Hvers vegna eiga stjórn arskiptin sér stað einmitt nú? „Ef gera á breytingu á ann- að borð, þá fer bezt á því að hraða henni. Það er öllum aðil um fyrir .beztu. Ef ríkisstjórn á að geta skipulagt starf sitt að gagni, þá þarf hún að hafa góðan tíma t'.l stefnu. Þess vegna ríður á því, að hin nýja ríkisftiórn getii hafizt handa sem allra fvrst“. Skoðanir þær, sem fram koma í samtali þessu, túlkaði O.rcar Torp e'nnig í útvarps- ræðu til þjóðarinnar, þegar hann tilkynnti lausnarbeiðni sína. Hinn fráfarandi forsætis ráðherra, sem er e ’nn af elztu og skeleggustu hiarátt.umönn- um norska Alþýðuflokksins, mun verða forseti stórjHings- ins, en það sta.rf hafði Einar Gerhardsen á hendi eftir að hann ,hætti ,sem forsætj'sráð- herra 1952. Þrír aðrir fráfar andi ráðheri’ar, Nils Langhelle, Trygve Bratteli og Jakob Pett ersen, hefja einnig á ný störf sem stórþingsmenn, en í Nor- cgi víkja ráðherrar af þ'ngi, þegar iþeir taka sæti í stjórn- inni. Kauphækkun Framhald af 1. siðu. og blóðhreinsun á fiski í skreið og uppspyrðing á íiski hækk- að úr kr. 7.55 upp í 9,24 eða úr kr. 12,00 í 14,69 með vísi- töluálagi, uppskipun á saltfiski hækkar úr kr. 7,55 upp í kr. 7,95 eða úr kr. 12,00 upp í kr. 12,64, söltun frá vaski úr 6,60 upp í 7,95, eða úr kr. 10,49 upp í 12,64. Öll almenn vinna hækkar úr kr. 6.60 upp í kr. 7,00, eða úr 10,49 upp í 11,13. Uppsagnarákvæði þessa við- bótarsamnings verður hið sama og gildandi samnings, þ. e. að samningurinn er í gildi til 1- júní í sumar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.