Tíminn - 23.12.1964, Síða 2

Tíminn - 23.12.1964, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 23. desember 1964 TÍMINN Þriðjudagur, 22. desember. NTB-Róm. — ítalska þingið gerði í dag tólftu tilraun sína til að kjósa forseta landsins, en hún mistókst. Þrettánda at- kvæðagreiðslan mun fara fram fyrir hádegi á morgun. NTB-Peking. — Kínverska þjóðþingið hélt áfram störfum sínum í Peking í dag. Chou En Lai, forsætisráðherra landsins, lagði í dag fram skýrslu um starfsemi stjórnarinnar á árinu og var honum ákaft fagnað af öðrum meðlimum þingsins. Reiknað er með, að þingið standi í eina 10 daga, en ekki er vitað, hvenær kosningar nýs forsætisráðherra og þjóðhöfð- ingja munu fara fram, on reikn að er með, að núverandi emb- ættismenn haldi stöðum sínum. NTB-New York. — Miklar umræður voru í dag í Öryggis- ráði S. Þ. um Kongómálið. Noregur sagðist ekki draga það í efa, að aðgerðirnar í Stanley- ville hefðu verið framkvæmdar í þeim tilgangi að bjarga hvít- um gislum. Allir þeir, sem taka þátt í umræðunum eru fylgj- andi friðsamlegri lausn á deilu- málinu. Umræðurnar halda áfram á morgun. NTB-Stokkhólmur. — Deild í sænska fjármálaráðuneytinu hefur nú reiknað út skaðabæt-’ ur þær, sem Helander biskup á inni hjá ríkinu, eftir að dóm- ur var aftur kveðinn upp í máli hans fyrir nokkru síðan. Lög- fræðingur biskupsins hefur gef ið þær upplýsingar, að alis nemi skaðabæturnar 450—500 þúsund sænskra króna fyrir utan vexti. NTB-Stokkhólmur. — Louise Svíadrottning mun dveljast á sjúkrahúsi yfir jólin. Þar verð- ur hún meðhöndluð við vægum hjartasjúkdómi, en hin 75 ára gamla drottning var lögð á spítalann til rannsóknar í síð- ustu viku. NTB-Helsingfors. — Mikojan forseti Sovétríkjanna hefur að undanförnu dvalizt í Finnlandi og rætt við Kekkoner. Finn- landsforseta. Rætt hefur venð um fjármálasamband landanna og einnig um ýmiss alþjóðleg vandamál. Báðir aðilar hafa lýst yfir ánægju sinni með við- ræðurnar. NTB-Bonn. — V-Þýzkaland neitaði því opinberlega í dag, að það hefði í huga að koma fyrir neðanjarðarkjarnorku- sprengjum við landamæri Austur-Þýzkalands. Var sagt, að slíkt mundi aldrei verða gert á friðartímum. NTB-Saigon. — Þess er nú að vænta, að til algers upp- gjörs komi á milli leiðtoga Bandaríkjamanna í Saigon og Khanh, yfirhershöfðingja. Er helzt að skilja, að Khanh þoli ekki orðið afskipti Bandaríkja manna af málum S-Vietnam, en hann hefur gagnrýnt af- skipti þeirra opinberlega að undanförnu. LEIKSTARFSEMI A-SKAFTFELUNGA Guðjón Sigurðsson, leikstjóri í hlutverki Jóns kotbónda og frú Anna Guðmundsdóttir sem kerlingin. BO-Reykjavík, 22. desember. Höskuldur Skagfjörð leikari boð aði fréttamenn til viðtals í dag og skýrði frá starfsemi Leikfélags Hafnarkauptúns í vetur, en það hefur sýnt leikinn Þrír skálkar eft ir Carl Grandrup átta sinnum í nóvember og desember, tvisvar á Eskifirði, tvisvar á Norðfirði og fjórum sinnum á Höfn í Horna- firði. Þýðingu leiksins gerði Þorsteinn Ö. Stephensen, en undirleik ann- aðist Sigjón Bjarnason. Höskuldur Skagfjörð stjórnaði þessum leik, og stjórnar um þessar mundir æfingum á Ráðskonu Bakkabræðra sem Kvenfélag.ð Ósk í Suðursveit mun sýna á jólum. Þrír skálkar verða sýndir á Höfn í síðasta sinn annan jóladag, en Höskuldur sagði að leikflokkurinn mundi ef til vill leggja leið sína suður á land á vori komanda. Formaður Leikfé- lags Hafnarkauptúns er Jóhannes Kristinsson. Magnús Pálsson teiknaði leiktjöldin við Skálkana, en þau voru smíðuð og máluð eystra. Þetta er 25. leikurinn, sem Höskuldur setur á svið á lands- byggðinni. Bar hann mikið lof á Leikfélag Hafnarkauptúns og GULLNA HLIÐIÐ - JOLA- LEIKRITIÐ Á SAUÐÁRKRÓKI GÓ-Sauðárkróki, 21. des. Leikféiag Sauðárkróks, hefuf I tekið Gullna hliðið eftir Davíð Stefáns-son til sýningar nú um jól-| in og var frumsýning á leiknum s.l. laugardagskvöld 12. þ.m. Ey- þór Stefánsson las prologus áður en sýning hófst. Þrjár sýningar verða á leiknum á milli jóla og nýárs. Leikstjóri er Guðjón Sigurðsson bakarameistari, sem leikur jafn- framt Jón kotbónda. Frú Anna Guðmundsdóttir leikkona frá Reykjavík, fer með aðalhlutverk- ið, kerlingu Jóns, er leikur sem gestur, og er þetta fyrsti gesta-; leikur hjá Leikfélagi Sauðárkróks. Gerði frúin þessu erfiða hlut- verki, sem vænta mátti, ágæt skil, var leikur hennar bæði listrænn og eðlilleg túlkun á fórnarvilja „kerlingar" sem átti það t.akmark eitt að koma sál síns forherta bónda inn fyrir hið Gullna hlið. Frú Sigríður Stefánsdóttir ieikur Vilborgu grasakonu, en Kári Jóns- son fer með hlutverk Óvinarins. Öll eru þessi hlutverk, sem telja verður stærstu hlutverkin, íeikin með miklum ágætum, eins og raunar fleiri hlutverk í leiknum, sem minni eru. Aðrir í leiknum eru: Kristján Skarphéðinsson (Lykla-Pétur), Haukur Þorsteinsson(Páll postuli) Sveinn Ingason (Mikael höfuðeng- ill) Hrafnhildur Stefánsdóttir (María mey) Kristín Sölvadóttir (Móðir kerlingar), Sveinn Frið- vinsson (Föður kerlingar), Halla Jónasdóttir (vinkona kerlingar), Hafsteinn tíannesson (bónda), Bragi Haraldsson (Fiðlung), Ant- on Angantýsson (prest), Þorberg- ur Jósefsson (sýslumann), Adólf Björnsson (ríkisbubba), Fríða Eyj ólfsdóttir (konu, frillu Jóns), Gunnar Guðjónsson (drykkju- mann), Gunnar Ingólfsson (böð- ul), Helgi Magnússon (þjóf). Búningar eru allir fengmr að lánr frá Þjóðleikhúsinu. Aðsókn að þessari frumsýningu var mjög góð. Húsið var þéttskipað áhorfendum. Var það vel ráðið af Leikfélagi Sauðárkróks að taka þennan sérstæða öndvegissjón- leik Davíðs frá Fagraskógi til sýningar nú um jólin. Leikstjóra og leikendum var forkunnar vel tekið. Frú Önnu Guðmundsdóttur var að lokinni sýningu færður fagur blómvöndur með þökk fyrir góða frammistöðu. Valgarð Blöndal ávarpaði leik- endur og þakkaði þeim góða skemmtun og prýðilega útfærslu I á leiknum. Þá talaði form. Leik- félags Sauðárkróks Kári Jónsson jog leikstjorinn Guðjón Sigurðsson og þökkuðu báðir frú Önnu Guð- mundsdóttur fyrir mikilvæga að- I stoð og þann heiður, sem hún j hefði sýnt leikfélaginu að koma hingað norður og leika þetta erf- j iða hlutverk. ! Frú Anna þakkaði leikfélögun- um ánægjulegt samstarf og færði leikstjóra og formanni blóm. Jónas Þór Pálsson gerði leik- tjöldin, sem eru bæði smekkleg j og fögur. Ljósameistari er Þórð- 'ur P. Sighvats. taldi það hafa sérstöðu meðal þeirra félaga, sem hann hefði Framhald á 14. síðu. Fjárhagsáætlun fyrir Kópavogskaupstað Frumhvarp að fjárhagsáætlun fyrir Bæjarsjóð Kópavogs og önn- ur fyrirtæki bæjarins, var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar 18. þ.m. Niðurstöðutölur áætlunarinnar eru kr. 64,8 millj., en voru á á- ætlun fyrir árið 1964 kr. 41.850.- 000.00. Á áætlun næsta árs koma áætluð gatnagerðargjöld ekki inn í tekjuhlið, en eru færð til frá- dráttar á gatna- og holræsið. Sé tekið tillit til þessarar breytingar hækkar áætlunarupphæðin um 23,65%. Útsvör, auk 5—10% álags fyrir vanhöldum, eru áætluð 34,5 millj- ónir, en voru áætluð á þessu ári 28,5 millj. Hækkunin nemur 21 af hundraði. Aðstöðugjöld áætlast 2 millj. Framlag úr jöfnunarsjóði 7,8 millj.. Fasteignagjöld áætlast 2,2 millj. Hæstu gjaldaliðir eru: Til gatna- og holræsagerðar kr. 10.255.000,— auk áætlaðs gatna- gerðargjalds kr. 2,5 milljónir. Til félagsmála: kr. 9.678.000,— Til fræðslumála: 1) rekstur kr. 6.375.000,— 2) skólabyggingar — 4.250.000,— Samtals kr. 10.625.000.00 (Frá skrifstofu bæjarstjóra). 'ólatrésfagnaður Framsónkarfélag- ^nna í Revkjavík Framsóknarfélögin i Reykja- vík halda jólatrésfagnað sinn i Glaumbæ 3. janúar n. k. Að- göngumiða má panta í síma 1-55- 64 eða í Tjarnargötu 26, þar sem þeir eru einnig til sölu. Ræia ténhurð Hallgrímskirkju i kom saman um, að í Hallgríms- kirkju þyrfti að koma a. m. k. : 70 radda orgel, en síðar verða teknar ákvarðanir um hvaðan slíkt hljóðfæri verður fengið. Nú mun yfirleitt vera um 4y2 árs af- ; greiðslutími í Þýzkalandi á stór- ; um kirkjuorgelum. Þá má geta þess, að Hallgríms- kirkja í Reykjavík á gamlan orgei- sjóð, sem ber nafnið „Hvammur' og er hann í vörzlu biskupsskrif- stofunnar. Þann sjóð þarf að efla sem mest á næstu árum, svo að hægt verði að kaupa fullkomið orgel í Hallgrímskirkju, strax og hún verður fullgerð — væntan- lega 1974. Nýverið var efnt til ráðstefnu hjá liúsameistara ríkisins í Borgar- túni, þar sem arkitekt ilallgríms- kirkju í Reykjavík, Jörundur Páls- son. ráðgaðist við sérfróða menn um það, hvernig tryggja megi sem bezt aðstöðu i Haligrimskirkit; ! til flutnings þar á stærri og minni : kirkjulegum tónverkum. ; Rætt var um stærð og staðsetn- I ingu á fullkomnu orgeli, fyrir j komulagi á sönglofti og svölum j með tilliti til aðstöðu og rýmis fyr- I ir kór og hljómsveit, ýmis atriði varðandi hljómburð í kirkjum j: fl. Sérstaklega var fenginn hingað til ráðuneytis í þessu sambandi hr. Fritz Steinmeyer frá G. F Steinmeyer & Co Orgelbau, Oett- ingen, Bayern. Mikil! áhugi var á þessari ráð- j stefnu fyrir því að leysa sem bezt . úr öllum fyrrgieindum atriðum, j D Páll jsóifSson ræðir við Jörund Pálsson arkltekt. Organleikararnir, sem varða song og tonlist i fram i ,, tíðinni í kirkjunni á Skólavörðu- Guðmundur Gilsson og Pall Kr. Palsson (fyrir mlðn myndlnnl) hlýða hæð. Þess má geta, að mönnum með athygli á meistara organleikaranna á íslandi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.