Tíminn - 23.12.1964, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 23. desember 1964
9
TÍMINN
ekki formið, sem gefur verk
inu gildi. heldur frumleg hugs
un.
— Sumir kvarta undan því,
að órímuð ljóð sé illmögulegt
að fara með eftir min’ni.
— Já, það má vera, að svo
sé. En kvæði getur lifað í
manni án þess að hann kunni
það utanbókar. svo þetta er
heldur engin röksemd gegn
ljóði. Það eru áhrifin á lesand
ann, er öllu máli skipta, og
hvort ljóðið megnar að syngja
innra með manni, þótt hann
kunni það ekki orði til orðs
En það er ekki komið undir
því, hvort ljóð er með rími
eða án.
Eftir hverju fara kaflaskipti
í Lángnætti á Kaldadal, eða
eru kvæðin mjög misgömul?
— Kaflaskilin eru nánast
eins og hvíldir eða til merkis
um það, að maður kasti mæð-
inni milli þess að skipt er
um verkefni. Öll kvæðin eru
frá síðustu tveim árum, nema
eitt er sex ára — kvæðið
um Stein, „Bíðið meðan hann
syngur', mér fannst ég ekki
geta valið því stað í fyrri bók
um mínum og set það nú hér í
lok annars kafla.
— Hvernig víkur því við, að
þér finnst það nú fyrst falla
inn í bók hjá þér?
— Það átti í fyrsta lagi að
fara inn í aðra bók. e.k. minn
ingarbók, sem Ragnar í Smára
ætlaði að gefa út um Stein
Steinarr, orta og ritaða af
fcunningjum hans og fcollegum.
Það var víst búið að efna tals
verðan slæðing í bókina, en
hefur dregizt úr hömlu með
útkomu hennar og eitthvað í
ávissu, svo ég skellti þessu
kvæði í Lángnættið
— Finnst þér Steinn hafa
haft mikla þýðingu fyrir ykkur
yngri skáldin?
— Það er ekki efamál og
erfitt að meta það eða vega,
hvað við stöndum í mikilli
þakkarskuid við hann, bæði
fyrir hans nýju stefnu í skáld
skap og það að hafa
kynnzt honum persónulega.
Hann verður seint metinn að
maklegheitum.
Um leið og ég þakka Þor-
steini fyrir þægilegheitin. leyfi
ég mér enn að tilfæra nokkrar
vísur úr Lángnætti á Kalda
dal. niðurlagsvísurnar-
Þú sem fannbarinn ferð um
hjarn
þá frostið er mest og
skemmst er sól
við kuldabólginn
breiðherðúng
býstu að skála þessi jól.
Því skaltu efcki á auðum stað
undrast við dyn og
næturhljóð'
á einni nótt mun efla þig
eitt þúsund vetra kólgað
blóð
Því skaltu ekki óttast hót
þó enn sé byrluð þ.ián og
sút.
gleði þín dvalin, dapurt geð
Drekk nú mót feigum jólin
út
Þorbjörg Árnadóttir:
Þorbjörg Ámadóttir hefur
nú sent frá sér sina fyrstu
skáldsögu, sem hefur að uppi-
stöðu fyrstu kynni hennar af
hjúkrunarkonustarfinu, sem
varð hennar ævistarf, og heitir
bókin „Signý — hjúkrunamemi
í framandi landi“. En það er
langt í frá, að með henni sé
Þorbjörg að hefja göngu sem
rithöfundur, því þetta er fjórða
frumsamda prentaða bók henn
ar, áður út komnar þjóðlífssag
an Sveitin okkar, leikritið
Draumur dalastúlkunnar og
ferðabókin Pílagrímsför.
Þorb.iörg er mjög hneigð
fyrir ferðalög, að kynnast lönd
uim og lýðum og komast í
sem nánasta snertingu við
láð og lög og loft. Því kýs hún
oft helzt að ferðast á hestum
postulanna, og það hef ég fyrir
satt, að stundum hafi hún leigt
sér húsnæði í þabherbergjuin
til að vera nær stjörnunum eða
geta skoðað þær betur en úr
íbúð á fyrstu hæð. Hún hefur
ferðazt mikið í tveim heimsálf
um. Og þegar ég heimsótti hana
um daginn og spurði hvenær
hún hefði byrjað að skrifa,
seildist hún í skúffu í bóka-
skápnum og kom með agnar
lítið hefti, einhverja minnstu
bók, sem ég hef notokurn tíma
séð, og þetta var þá fyrsta
bókin hennar, rituð eigin
hendi, ferðasaga eftir 8 ára
telpu á Skútustöðum í Mý-
vatnssveit, þar sem faðir henn
ar var prestur. Þar var mikiö
ort og skrifað í þann tíð, a. m.
k. tvö handrituð blöð voru
„gefin út“ í sveitinni samtímis,
og sveitungarnir kepptust um
að skrifa.
— Er nýja skáldsagan þín
sannsöguleg, eða fétokstu ung
áhuga á hjúkrun, sem þú sein
ast tókst meistarapróf í?
—Sagai, styðst við raun-
veruleg atvik og persónur, en
öllum nöfnum hef ég breytt. Eg
byrjaði á verzlunarnámi og síð
an fór ég að vinna í póstmála-
skrifstofunni hér í Reykjavík,
þá bar Erlendur í Unuhúsi út
póstinn hér í bæ, þá þegar
kominn með sitt mikla og fal-
lega síðskegg og mörgum
fannst hann í sjón eins og Jesú
á myndum. En þá var Erlend
ur etoki orðinn eins umtalaður
og síðar varð. En varðandi
spurninguna, þá var það víst
veturinn, sem spánska veikin
gekk hér, að mér datt i hug
að ég mundi gera meira gagn
með því að stunda hjúkrun en
leggja saman tölur í pósthús-
inu. Svo leið og beið, og eftir
nokkur misseri fór ég til út-
landa, fyrst til Noregs og þá til
Danmerkur, og lærði hjúkrun
í Kaupmannahöfn.
— Og þar hefst sagan af
Signýju. Heyrðir þú dægurlag
ið sungið. sem þú nefnir i
upphafi sögunnar?
— Já, þetta var þá á flestra
vörum; „Kuehaan, Kuenhaan,
lil gla Kuuenhaan.“ Þannig
sungu strákarnir það og þann
ig hljómaði það úr lírukassan-
um sem einhenti maðurinn vatt
upp með sveif á götuhominu.
— En seinna fórstu svo
til Ameríku og varst þar all-
lengi?
— Já, eftir heimkomuna frá
Höfn ákvað ég að halda vestur
um haf og nema þar hjúkrunar
fræði, en það kostaði mikið
fé, sem ég hafði alls etoki handa
á milli. Eina leiðin fyrir mig
var að taka bankalán, sem óg
og gerði, og eftir að vestur
kom tók það mig talsverðan
tima að vinna inn peninga til
að borga upp lánið. Næstu fjög
ur árin var ég svo vestra, fyrst
í Kanada og síðan vestur í
Seattle á Kyrrahafsströnd. Þeg
ar ég hélt heim á leið, lagði
ég dálitla lykkju á leið mína,
fór mieð litlu skipi niður til
Kalifomíu og þaðan með öðru
stóru áfram suður með landi
og gegnum Panamaskurðinn og
kom til New York eftir 16
daga siglingu og þá rúimlega
hálfnuð leiðin heim Vann
nokkra mánuði í lækningamið
stöð í New York, sigldi síðan
heim og vann á Vífilsstöðum
næstu árin. Þá fór ég enn út til
að leggja stund á háskólanám í
hjúkrunarfræðum, og enn varð
Seattle minn staður, þar var
líka Jón bróðir minn læknir og
einnig systir mín þar búsett.
Þar var ég svo í háskólanum,
fyrst og fremst að nema hjúkr
unarfræðin og lauk magisters
prófi í þeim. En ég var líka
í bókmenntadeildinni jafn-
framt, tók þátt í Creative writ
ing eins og það hét, eða m. ö
o. fékk tilsögn í að skrifa,
bæði sögur og leikrit. Þetta
gekk þannig fyrir sig, að við
þátttakendur, sem vorum á
ýmsum aldri, lásum verk okk
ar, sem síðan voru tekin til
rækilegrar umræðu og gagn-
rýni af öllum viðstöddum. Upp
úr þessu spratt sagan „Sveitin
okkar", sem ég samdi fyrst á
ensku. Líka skrifaði ég þar
leikrit, sem ég lét gerast hér
heima daginn, sem Bretar her-
námu ísland, byggði það upp á
fréttum í blöðum og sendibréf
um. Þetta leiikrit hefur reynd
ar aldrei verið fliutt, en kenn
ari minn, sá ágæti bókmennta-
fræðingur og lei'kskáld dr.
George Savage, hvatti mig til
að senda það í leikritakeppni,
sem ég gerði, þótt etoki hlyti
það verðlaun.
— Og eftir heimkomuna úr
annarri vesturförinni hefurðu
talsvert stundað ritstörf?
— f hjáverkum nema seinni
árin. Eg ték að mér ritstjórn
Hjúkrunarkvennablaðsins jafn-
framt heilsuverndarstarfi mínu
á vegum Bamaverndarnefndar,
þar sem ég starfaði, aðallega í
braggahverfunum, en það er
önnur saga, sem etoki verður
sögð hér.
Bergsveinn Skúlason:
Bergsveinn Skúlason hefur
um allmörg ár varið flestum
tómstundum sínum til að
safna sögnum og rita um
mannlíf og staðhætti við
Breiðafjörð og í eyjunum,
enda eru þar átthagar hans,
hann er fæddur og uppalinn
í Skáleyjum, fluttist fullorð-
inn að Skálmarnesmúla og bjó
þar búi í tuttugu ár, en hef-
ur átt heima í Reykjavík síð-
an 1947.
Hann sendi fyrst frá ser
bókarheftið Sögur og sagnir
frá Breiðafirði. löngu síðar
Breiðfirzkar sagnir, sem kom-
in eru tvö bindi af, og nú
er nýútkomin bókin, Um eyj-
ar og annes, safn héraðslýs-
ingagreina og erinda hans um
þennan landshluta.
Ég ræddi stuttlega við Berg-
svein nýlega og spurði, hvort
von væri á framhaldi þessa
rits, og hann svaraði:
— Þessi bók fjallar um Vest
ureyjarnar, þar sem ég er
kunnugastur. Ég býst við að
reyna að safna efni í annað
bindi, sem þá mundi fjalla
um Suðureyjarnar, en hvenær
það kemur út, er óvíst.
— Hefur þú kynnt þér bók
þeirra Jökuls og Baltasars,
eða vissir þú at leiðangri
þeirra og áformum að setja
saman þessa bók?
— Ekki var mér kunnugt
um það fyrirfram, og það er
hrein tilviljun, að bækur okk-
ar um þessar slóðir koma út
svo að segja samtímis. Já, ég
er búinn að skoða þessa bók
og lesa hana, mér til mikill-
ar ánægju. Ekki þó svo að
skilja, að ég telji hana merki-
legt heimildarrit, hún er ekki
á marga fiska sem sagnfræði,
en mér finnst hún bráð
skemmtileg aflestrar og ekki
síður finnst mér mikið til
myndanna í bókinni koma,
þær eru afbragð. Eg dáist að
þessum ungu mönnum fyrir
að gera sér það ómak að setja
saman bók um Breiðafjarðar-
eyjar, eins og þær koma þeim
fyrir sjónir.
— Gerir þú þér vonir um
að eyjarnar byggist á ný i
náinni framtíð?
— Það er af og frá. Ég
held það þurfi hreint og beint
að gerast kraftaverk, ef það
yrði að raunveruleika. Nú er
öldin önnur og aðstæður
breyttar frá því sem var í fyrri
daga. Þar er ekki hægt sð
stunda einyrkjabúskap leng-
ur. Sem sagt, ég tei það
kraftaverk, ef eyjarnar kom-
ast í byggð á ný. Fáeinar
eru enn setnar af myndar-
bændum, en þeim fer sífellt
fækkandi, og er það skaði, ef
þær eiga að lifa aðeins á
fornri frægð.
Árni Óla:
Árni Óla hefur víst lengst
stundað blaðamennsku ís-
lenzkra manna, hann hætti um
síðustu áramót, þegar þetta
starf hans hafði staðið hálfa
öld, og þá kom út minninga
bók hans, Erill og ferill blaða
manns við Morgunblaðið í
hálfa öld. En Árni hefur eytt
mörgum stundum til að sinna
hugðarefni sínu, sem er saga
Reykjavíkur, og frá hans hendi
eru komnar út fjórar bækur
um þetta efni, margt af því
blaðagreinar um einstaka
þætti, bækurnar Fortíð Reykja
víbur, Gamla Reykjavík, Skugg
sjá Reykjavíkur og Horft á
Reykjavík. Etoki hefur þessi
áhugi Árna stafað af því, að
hann sé Reykvíkingur, og af
því, að hann er sannarlega
Þingeyingur, spyr ég hann,
hvort hann hafi ekki gert sér
far um að kanna sögu átthag
anna líkt og Reykjavíkur.
— Ekki neitt í þvílíkum
mæli. Þó hef ég sett saman
eina bók um æskuslóðir mín
ar. Það var bókin Kelduhverfi
sem var árbók Ferðafélags ís
lands 1940.
— Mynda Reykjavíkurbækur
þínar einhverja heild innbyrð-
is?
— Þær eru alls ekki hugs
aðar þannig í upphafi. Ég tók
Framhald á 12 dðu
Jökull Jakobsson:
og Baltasar:
Jökull Jakobsson og Baltas-
ar heyrðust fyrst nefndir í
einni andrá í sambandi við
reimleikana á Saurum, sællar
minningar. Ekki var það þó
af því, að þeir væru þar bein-
ir aðstandendur, heldur var
hitt, að upp kom sú tilgáta.
að draugsi væri af spænsku
bergi brotinn, og Jökull, sem
þá var blaðamaður við Fálk-
ann, gerði sér ferð norður á
Skaga og brá á það ráð, að
Framhald á 12. síðu.