Tíminn - 23.12.1964, Qupperneq 11

Tíminn - 23.12.1964, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 23. desember 1964 TÍMINN 11 UPPREISNIN IÁ BOUNTY 59 Charles Nordhoff og James N. Hall — Við Normann dönsuðum af gleði, þegar við sáum ensku einkennisbúningana, hélt Morrison áfram. — En þegar við hugsuðum til hinna, féll skuggi á gleði okkar. Það var áreiðanlegt, að þeir yrðu teknir, og ég hafði engan tíma tii þess að gera þeim aðvart. Skipsbáturinn var kominn til okk- ar fimm mínútum eftir að hann fór fyrir oddann. Hann renndi upp að hliðinni á okkur, og þið getið hugsað ykkur, hvað við vorum undrandi, þegar vð sáum að Thomas Hay- ward stjórnaði bátnum og var í liðsforingjabúningi. — Þið hafið sennilega faðmazt, Morrison, skaut Stewart inn í. — Hann vildi ekki einu sinni tala við mig, heldur skipaði hann mönnum sinum að leggja mig í járn. Hann varð eftir í skonnortunni ásamt flestum mönnum sínum. Við vorum sendir út í skipsbátnum. — Hayward á erfiða aðstöðu, við verðum að minnast þess, sagði Coleman. — Hann virðist una vel sínu hlutverki, þórparinn, sagði Stewart. — Hann veit, að við erum jafn-saklausir og hann. — Munið þér, hvernig hann kjökraði, þegar Christian skipaði honum að fara í bátinn? spurði Morrison. — Já, hann kjökraði, sagði Coleman. Bæði hann og herra Hallet grátbáðu um, að fá að vera kyrrir um borð. Það gerðum við ekki. Dramb Haywards gerði okkur öllum illt í skapi, sem ekki höfðum tekið þátt í uppreisninni. Enda þótt við tækj- um allt til athugunar, fundum við enga afsökun. Brátt var komið með hina frá Papua. Þeir voru sjö: Mc Intosh, Hillbrandt, Burkitt, Millward, Summer, Muspratt og Byrne. Nú var fangaklefinn ekki orðinn of stór. Ég var króka aftur í, og Muspratt var vinstra megin vlð mig. Ég var heppinn að lenda á þessum s'tað. Nokkrum dögum éftir að ég var fluttur á þennan stað, varð ég var yið kvist, sem var að losna 1 veggnum. Ég reyndi í nokkrar nætur að ná út kvistinum, án þess það heppnaðist. James Good, brytinn okkar, kom mér til hjálpar. Hann ýtti inn til mín kvistinum, og eftir það gat ég séð út á sjóinn og horft á himininn. Stundum gat ég komið auga á hús Stewarts og sá fólkið, sem gekk þar um. Ég sá ekki hverjir það voru, en ég gat vel hugsað mér, hverjir það væru. Ég sá, að bátum var róið fram og aftur. Ég þekkti marga mennina í bátnum. Þetta voru allt gamlir vinir okkar og kunningjar. Oft sá ég, að Peggy var róið umhverfis skipið. Faðir hennar var oftast með henni, eða bræður hennar. Hún horfði löngunaraugum á skipið. Faðir hennar var svo hygginn, að hann leyfði henni aldrei að koma fast að skipinu. Hún hefði áreiðanlega reynt að kalla til manns síns, ef hún hefði álitið, að hann heyrði til hennar, og það hefði aðeins orðið þeim báðum verra. Ég minntist ekki á þetta við Stewart. Ég vildi ekki ýfa upp sá hans að óþörfu. Morgun nokkurn, þegar ég var að horfa út um kvistgatið, hrópaði Muspratt: — Gættu að! Ég hafði aðeins tíma til þess að koma kvistinum aftur í gatið, því að bátsmaður- inn kom ofan stigann og Edward með honum. Þessari heimsókn höfðum við lengi búizt við. Klefinn hafði ekki verið þveginn lengi. Ég vil ekki segja meira um ástandið í klefanum en það, að fjórtán hlekkjaðir fangar höfðu orðið að gera allar sínar nauðþurftir þarna inni í viku. Edwards nam staðar í stiganum. — Bátsmaður! Hvaða óþefur er þetta? — Herra Parkins skipaði svo fyrir, að hér yrði ekki þvegið oftar en einu sinni í viku. — Látið þvo klefann þegar í stað og segið mér til, þeg- ar það er búið. — Já, skipstjóri. Edwards hikaði ekki lengur, heldur fór burtu sem fljót- ast. Okkur til mikillar gleði komu nú hásetar með £n?t# vt fötur af saltvatni og við þvoðum allt hátt og lágt. Þe^ar við höfðum þvegið klefann, þvoðum við hver öðrum. Þeg- ar við vorum orðnir hreinir aftur, vorum við í ágætu skapi. Þegar þvottinum var lokið, fór bátsmaðurinn. Að stundarkorni liðnu kom hann aftur og var þá Hamilton læknir í fylgd með honum. Læknirinn leit snöggvast á mig vingjarnlega. Að öðru leyti lét hann ekki á sér sjá, að hann hefði séð mig áður. Hann gekk á milli okkar og leit á okkur. Hann benti á stórt kýli á hnénu á Muspratt. — Látið flytja hann í spítalaklefann, herra Jackson. — Það verður að búa um þetta maður minn, sagði hann — Já, læknir. Menn báru jafnmikla virðingu fyrir Hamilton og skip- stjóranum. En hann sá enga ástæðu til þess að tala við okkur með aðstoð milligöngumanns. — Hafa fleiri kýli eða sáraveiki? spurði hann. — Ef svo er, þá segið strax til, og ég skal láta flytja ykkur í sjúkraklefann. Munið, að það er skylda mín að sjá um heil- brigði ykkar, ekki síður en hinna, sem hér eru um borð. — Má ég segja fáein orð? spurði Stewart. —r Gerið svo vel. «ínuM g an skipið liggur hér við? Við eigum kunningja méðal hinna innfæddu, sem myndu með ánægju senda okkur — Og með því væri hægt að spara skipsbirgðirnar, læKn- ir, sagði Coleman. Hamilton læknir horfði á okkur einn af öðrum. — En þið fáið nýjan mat, sagði hann. , — Nei, læknir, því miður, sagði Coleman. — Herra Par- kins skipaði svo fyrir . . . — Ég skil, sagði læknirinn. — Ég skal rannsaka málið. Ef til vill er hægt að kippa því í lag. Við þökkuðum honum, og hann fór upp á þiljur. Það var bersýnilegt, að meðferð sú, sem Parkins lét okkur sæta, var án vitundar skipstjórans og skipslæknis- ins. Edwards kærði sig ekki um að skipta sér af grimmd liðsforingjans, en Hamilton kom oft að vitja um okkur. Eft- ir þetta var sæmilega þrifalegt í klefa okkar, og við fengum sams konar mat og skipverjarnir á Pandora. NÝR HIMINN - NY JÖRÐ EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ 69 Þetta var þá hin sérstaklega breyting. Engin furða þótt Júlíen yrði á að stama dálítið við upp- lestur hennar. Nanaine hætti að veifa blæ- vængnum til þess að geta athug- að svipinn á andliti Viktors. En í svip hans var ekkert hægt að lesa, hann leit bara rólegur fram- an í hana. Hún tók aftur til að veifa, og horfði brosleitum aug- um á myndina af afa gamla yfir arninum, sem hvessti augun nið- ur á þau öll, ofan úr sinni gullnu umgerð. Gamli læknirinn hafði sigið lengra niður í ruggustólinn og var nú steinsofnaðui. Júlíen lauk nú því, sem eftir var af lestrinum í mesta flýti. — Eitt þúsund í reiðufé til að mæta síðustu útgjöldum mínum, greiðslu til læknis og vegna út- farar. Þetta er lokaerfðaskrá min, gjörð af fúsum og frjálsum vilja og undirrituð .... Greinilegt var það, hugsaði Vikt or, að Nanaine hafði haft mikil áhrif á hinn frjálsa vilja föður hans. Júlíen dýfðj pennanum í blek- byttuna. Síðan leit hann til gamla læknisins í því skyni, að hann kæmi til að skrifa undir. Sá gamli svaraði honum aðeins með hávær- um hrotum. — Það stendur á sama. Þetta getur beðið til morguns, sagði hann er Nanaine hnussaði önug- lega. — Ég skal koma áður en ég fer til borgarinnar. Þegar læknirinn var að hátta, mundi hann allt í einu eftir bréf- linu, sem hann hafði fengið t'rá ! Alcide Larouche daginn áður. Hann náði í bréfið og reif það upp. Það var skrifað í hálfafsak- andi áhyggjutóni. — Mér þykr það leitt, kæri drengurinn minn, mjög leiðinlegt, að þú skulir hafa talið þér nauð- syn til bera að taka þér svo loft- kenndar skoðanir á gildi hins óhefðbundna sambands kynjanna. Hvað var maðurinn að fara? — Sér í lagi var óheppilegt að gera það í áheyrn nokkurra kvenna, er við vonuðum að mega telja vissar sem virðulega skjól- stæðinga í framtíðinni, eins og í þær hafa verið á undanförnum I árum. Nú. Boðið hjá Olympe á mið- vikudaginn var. Öll sagan um Palmyru Delamare. Frú Vigée jg frú de Gerbeau, sem rokið höfðu . brott úr samkvæminu, meðan! regnið fossaði úr loftinu. — Ég er hræddur um, að svo 1 spánýjar skoðanir varðandi ást-! ina, gætu orðið til þess, að eigin- menn vorra ágætu kvensjúklinga hrykkju ónotalega við . . . Viktor brosti. — Og þótt ég sem læknir viðurkenni að sjálfsögðu kynferði legt .... Auðvitað gat frændi hans ekki verið í neinum vafa um það, sem lá svo ljóst fyrir. — Ég held það sé ekki rétt, að nefna vissa sjúkdóma í ,hopi hefðarkvenna með næman smekk, og þá sjúkdóma hefi ég heldur aldrei til meðferðar.... Hana-nú Orðrómurinn um ólgu þá, sem athugun hans á Coco hafði valdið, var þá kominn alla leið til borgarinnar. . . . nema svo standi á, að sjúk- lingurinn sé virðulegur borgari þjóðfélags vors. Læknirinn gat ekki annað en rekið upp hlátur við þessa setn- ingu. . . . hlýt einnig að harma það, að þú skulir eyða kunnáttu þinni á negrakonur, sem heldri frúr hljóta auðvitað að . . . Kærar þakkir. Nínerva de Ger- beau-Vignaud . . . — Með tilliti til hins gífurlega skoðanamunar okkar, jafnt í hugs un sem framkvæmd, hlýt ég því að harma það af öllu hjarta, að ég neyðist til að afsala mér félags- skap þínum. Hann las ekki bréfið til enda, en beit á jaxlinn og bögglaði það saman í ofsabræði. Hann var ekki reiður yfir því, að Alcide hafði hafnað félagsskap hans. Öðru nær — honum þótti bara vænt um það. En ástæðurnar, sem hann tilfærði — ómennskan, ragmennskan — Rækjurnar voru komnar aftur hann hætti við að hátta, en gekk í stað þess niður til strandar og reikaði þar um, til þess að lægja reiði sína við rauðan bjarmann frá blysunum. Bréfið lá saman- bögglað i vasa hans. Þar kom hann auga á Ovide Clouzat með fjölskyldu sinni, höfðu þau kveikt bál og snæddu nú melónur við skímuna af því. Hafði þessi góð- látlegi útfararstjóri boðið Hippo- lyte Naquin að setjast hjá þeim og fá sér melónusneið með. Læknir- inn afþakkaði boð Ovide um að þiggja einnig sneið, en gekk rak- leitt að eldinum og fleygði bréf- inu frá Alcide í iogann. — M'sieur le docteur gefur okk ur eldsneyti, mælti frú Clouzat og brosti við. , — Jíg :er að brenna'.galdranorn, sagði Viktor. — Ég vona að það séu síðustu leifarnar af hjátrú seytjándu aldarinnar. Allir hlógu, þótt enginn af fólki Clouzats skildi gráglettnina í orðum læknisins. En allir voru í góðu skapi eftir skemmtilega ferð og vel heppnaða veiði. — Ágætt, sagði Hippolyte. — Prýðilegt. 29 kafli. Hann hafði ekki komið aftur að Fagranési. Nú voru fimm dagar síðan hann hafði séð Mirjam. Hann sneiddi hjá því að hitta hana, svo sem hann gat. Mýrar- kaldan stuðlaði nokkuð að því. Bitvargurinn sveimaði um á kyrr- um kvöldum, þegar enginn blær var til að bæra minnsta strá. Flug urnar voru stórar og svartar og skildu eftir sig ógeðslegar vessa- blöðrur í húðinni. Septemberkul haustsins var og farið að fylla fólk með kvefi. Það var þó tán í óláni mýrarköldunnar, að vonir stóðu til að hún yrði ekki eins áleitin næsta ár. Bæjarráð hafði skipað svo fyrir að loka skyldi öllum opnum skurðum og auk þess ákveða að hefjast handa um niðurgrafið skólpræsakerfi. Svo langt var þó málum komið. Næsta sporið var að kanna, hvort bæjarstjórn fengist ekki til að láta þurrka nærliggjandi mýr- ar og foræði. Frú Naquin var síðasti sjúkling urinn sem leitaði læknis þetta kvöld. Hún kom til að fá kínin og skalf af kulda innan í sjali sínu. — Jæja, það var þó lán, að Hercule Moreau skyldi ekki deyja af þessu höfuðkúpubroti! Enda þótt tennurnar glömruöu í munni frúarinnar, óð hún elginn í belg og biðu, meðan læknirinn fyllti hylkin handa henni. — En þó var Justin Dufour enn heppnari! Aristide Préjean hefur sleppt honum úr fangelsinu — en af þeirri ástæðu einni, að svartholið var svo fullt af rottum og kakkalökkum, að Justin komst hvergi fyrir! Og þér, M‘sieu Du-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.