Tíminn - 05.01.1965, Side 2

Tíminn - 05.01.1965, Side 2
TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 5. janúar 1965 Gjaldeyrísforði Breta lækkar ennþá Mánudagur, 4. janúar. NTB-Lagos. Hið stjórnskipu- lega vandamál, sem myndaðist í Nigeriu eftir nýafstaðnar kosningar, leystist í kvöld. Eft- ir að forseti landsins hafði rætt við leiðtoga flokkanna bað hann forsætisráðherrann um að mynda samsteypustjórn á breið um grundvelli. Samkvæmt óstaðfestum heimildum sættu bæði stjórnin og stjórnarand- staðan sig við hugmyndina um samsteypustjórn. NTB-Washington. Bandaríkja þing var sett í dag og í kvöld mun Johnson forseti halda ræðu, þar sem hann skýrir frá efnahagsástandi landsins. Skömmu áður en pingið hófst kusu republikanar nýjan for- mann flokks síns, Gerald Ford frá Michigan í stað hins íhalds- sama Halleck frá Indiana. Er Ford talinn fær um að endur- skipuleggja flokkinn eftir hinn mikla kosningaósigur Goldwat- ers. x NTB-Binh Gia og Saigon. í gærkveldi unnu hersveitir Viet Cong mikinn sigur yfir liðssveitum ríkisstjórnarinnar í útjaðri bæjarins Binh Gia. Alla síðustu viku hafa miklir bardag ar verið í nágrenni Binh Gia, sem er í 65 km. fjarlægð frá Saigon. í dag mynduðu 300 Búddatrúarmenn og stúdentar mótmælagöngu um götur Sai- gon. Fjórir manns. særðust og lögreglan handtók 30 manns.. NTB-London. Enn eitt skakkafallið virðist vofa yfir slæmum fjárhag Breta, en verkamenn fjögurra atvinnu- greina hafa nú boðað verkfall. Eru það bílaiðnaðarmenn, múr- steins-verkamenn, starfslið strætisvagna og áætlunarbíla og hafnarverkamenn. Atvinnu- málaráðherra Bretlands, Ray Gunther, ræddi í dag við for- sætisráðherrann eftir að hafa setið fund með leiðtogum verka manna. NTB-Moskva. Sovétríkin lýstu því yfir í dag, að þau mundu styðja N-Vietnam, ef ráðizt væri á landið. Um leið æsktu Sovétríkin þess, að haldin yrði alþjóðleg ráðstefna til lausnar Laos-vandamálinu. NTB-Peking. í dag lauk þjóð þingi kínverska kommúnista- flokksius. Á þessum síðasta fundi var tveimur af varafor- sætisráðherrum Kínverja vísað frá, en nýir menn ráðnir í stað- inn. Engar upplýsingar hafa enn verið gefnar um hina nýju varaforsætisráðherra. NTB-París. Franska stjórmn hefur ákveðið, að miklum hluta af dollaraeign cinni verði skipt í gull. Er þetta gert í þeim tilgangi að rýra alþjóðagengi dollarans, en Frökkum finnst nóg um einokun hans á rví sviði. NTB-Mexico City. I gær hrundi nýbyggð kirkja ofan á gesti þá, sem viðstaddir voru vígsluathöfn kirkjunnar, an hún var í þorpinu Rijo í Mexi co. 55 manns misstu lífið. Lög reglan hefur nú kært bróður sóknarprestsins í sambandi við málið, en hann sá um byggingu kirkjunnar, án þess að hann hefði nokkra menntun til slíkra starfa. NTB-London, 4. janúar. Gull- og gjaldeyrisforði Stóra- Bretlands lækkaði enn í desemb ermánuði, en nokkru minna en síðustu mánuði þar á undan. í desembermánuði lækkaði gjald- eyrisforðinn um tíu milljónir punda, þannig að um áramótin var forðinn kominn niður í 837 millj ónir punda. Fyrir ári var forðinn alls 949 milljónir punda. Fram í maí-mán- uð á síðastliðnu ári iókst gullforð inn með eðlilegum hætti, en í júní lækkaði hann um tvær millj ónir punda. Hann hélt áfram að lækka, það sem eftir var ársins, svona um 30 milljónir punda á mánuði. í nóvember lækkaði hann um 39 milljónir punda. Skýrt hefur verið frá því, að Bretland hafi í desember borgað rentur og afborganir af lánum til Kanda og USA fyrir alls 5 milj. punda, en samtímis fókik landið gjaldeyrislán upp á 357 millj. punda frá alþjóða peningasjóðnum og 28 millj. frá Sviss. Um leið fengu Svisslendingar til baka 18 milljónir punda, sem þeir lánuðu Bretam árið 1961. Alls lækkaði gull- og gjaldeyris forði Breta um 122 milljónir punda á árinu 1964, en samtímis jókst gjaldeyrisskuldin um 347 milljónir, svo alls er gjaldeyrishall inn á árinu 469 mill. unda. fv .y: ::1: S .VI*T MAM CJkMtOOtA-.Vl [MALAYSIAI MAlAYAi PACIPIC OCEAN fMliimMSS 5AtA« SAftAWAK [SmCAPORE SUMATRA SORNEO ^JMRIAM CEICSIS ^tra / a7 1% rmJLí o nVs , k JAKARTA J * VA ............................................... ....■!■)'■■■ 1 Þetta kort sýnir stærstu eyjarnar sem tilheyra Indónesíu og Malaysíu. UifriÁ öív vel að Súkarnó, enda vilja báð ir ná fótfestu þar. Heima fyrir stríðir Súkarnó við Dipa Nus antara Aidit, formann komm únistafl., en hann álítur sig vera eftirmann Súkamós. Yfir hershöfðingi Indónesa, Abdul Haris Nasution, er einnig vold ugur maður og mjög mikiH and- kommúnisti, og sagt er að hann sé líklegur „arftaki“ Súkamós. Sjálfur hefur einræðislherrann lengi haft augastað á Chaireul Saleh, sem er háttsettur maður í ríkisstjóminni og einn af auðugustu mönnum landsins, en kommúnistar eru á móti hon um, en Saleh er sagður vera vinsæll á meðal hershöfðingj anna. Þrátt fyrir það að Súkarnó, sem er 63 ára, segist vera við hestaheilsu, þá hefur hann ver ið veikur að undanfömu, með meinsemd í fæti. Hann hefur aðeins eitt nýra og ku það vera í heldur lélegu ásigkomulagi. Orðrómur gengur um það að hann þurfi að fara til Vínar og láta sérfræðinga líta á sig. Þessi deila á milli Indónesíu og Malaysíu er mjög alvarleg, í fyrsta lagi vegna þess, að ástandið í Suðaustur-Asíu var ekki of gott fyrir, og í öðru lagi gæti farið svo, að ef til átaka kæimi myndi Rauða-Kína Súkamó vill sundm Malaysíu J.H.M.—Reykjavík, 4. jan. Ríkin Indónesía og Malaysía teljast bæði til Suðaustur-Asíu og liggja á milli meginlands Asíu og Ástralíu. Indónesía samanstendur af eyjunum Sum atra, Java, Bali, Borneo, Celeb es og nú síðast bættist við Nýja Guinea, sem nú heitir W. Irian; auk þess hundruð annarra smá eyja. Malaysíu-ríkjasambandið samanstendur af Malaya, Einga pore, Sarawak, Sabah, og öðr- Indónesía er gömul hollenzk nýlenda, sem lýsti yfir sjálf- stæði tveim dögum eftir að Jap anir gáfust upp í síðasta stríði, eða nánar 17. ágúst 1945. Hol- lendingar voru ekki á því að Iáta þessa nýlendu sína ganga svo auðveldlega úr greipum sínum. Indónesar áttu þar af leiðandi í miklum erjum og stríði við Hollendinga, sem endaðl með friðarsáttmála sem undirritaður var í nóvember 1949 Forseti Indónesíu Suk arnó, er svo til einráður um stjórn landsins, en verður þó oft að taka tillit til hins vold uga og fjölmenna (3. millj meðlima) kommúnistaflokks, og til hersins, sem er nokkurs kon ar ríki í ríkinu. Malaysíu-sambandið er rétt um tveggja ára gamalt. Súk arnó segir að Malaysía sé stofnuð af brezka heimsveldinu til þess eins að styrkja heims- yfirráðstefnu þess. Hann hef ur hótað að eyða þessari „fót- festu Breta“ í Suðaustur Asíu, enda ógni hún landi sínu og lýðræði því sem þar ríkir. Allt frá stofnun Malaysíu hefur Súkarnó sent skæruliða sína inn í eyjarnar, en við frekar lítinn árangur, þar sem Bretar hafa lánað Malaysíu hina frægu Gúrka-hermenn sína, sem tekið hafa hressilega á móU mönunm Súkarnó. Ástandið í Indónesíu er ekki sem bezt þessa dagana, í fyrsta lagi þar sem Súlkamó á við mörg stérk öfl að etja, jafnt utan að komandi sem innan frá. Bæði Rússar og Kínverjar láta sikerast í leikinn. Indónesar og Malaysíumenn herbúast nú af kappi, og m. a. hefur Indónesíu stjórn lýst því yfir að alls hafi „21 milljón landsmanna skráð sig í herinn til þess að kremja Malaysíu." Þessi mynd er af hermönnum úr annarri fallhlífa dejld brezka hersins, sem kallaSir voru skyndilega úr fríi, meS slíkum hraSa að sumir þeirra höfSu ekki tíma til aS fara úr sparifötunum. ÁlitiS er aS þessi herdelld sé önnur af tveim hersveitum, sem send verSur til Suður-Asíu, ef ske kynni aS til átaka kæmi á milli Indónesiu óg Malayísu J

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.