Tíminn - 05.01.1965, Síða 14

Tíminn - 05.01.1965, Síða 14
14 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 5. janúar 1965 Banaslys í Dísarfellinu KJ-Reykjavík, 4. jan. Á laugardaginn varð banaslys, er verið var að ferma Dísarfell í Gufunesi. Andrés Sigurðs- son verkstjóri var undir bómu, þar sem hann stóð við stjórnborðs lunningu skipsins. V erið var að ferima miðlest skips ins, og hafði hún verið fyllt aftan til. Til þess að setja framan til í iestina þurfti að hækka eina af bómum skipsins. Vír var brugðið á spilkopp, til að hæbka bómuna. KJ-Reykjavík, 4. jan. Um n-ónbil á laugardaginn vildi það óhapp til, þegar verið var að sfcipa 24 tonna rafli upp úr Goðafossi sem lá í Reykjavífcur- höfn, að miistölk urðu við hífing una og féll rafallinn í lestina. Eng in slys urðu á mönnuim. Með Goðafossi kom frá Ham- borg samstæða í toppstöðina nýju sem verið er að reisa líjá gömlu toppstöðinni inn við Elliðaár. Raf- allinn var mesta og stærsta stykk ið, og vegur 24 tonn. Við upp- skipunina voru notaðir þrír bíl- kranar, sem allir áttu að taka samtímis í. Þegar rafallinn var kominn upp í lestaropið áttu kranamir að hætta að hífa, en einn hélt áfram. Við það að þessi eini hélt áfram kiom allur þunginn á hann, og hífingatæfcnin þar með úr skorðum. Sfcipti það engu máli að þetta 24 tonna ferlíki féll nið ur í lestina, og braut þar m. a. lestaborð. Var rafallinn látinn liggja þar sem hann var kominn, og mun Goðafoss fara með hann utan í næstu ferð sinni. Jón Steingrímsson verkfræðing ur í EÍliðaárstöðinni tjáði blað- inu í dag að þessi samstæða sem þeir hefðu verið að fá væri 6 milljón króna virði. Rafallinn Er bóman var koimin í rétta hæð ætlaði spilmaðurinn að setja ör- yggislæsingu á bómuna, en annar maður að hafa hemil á vírnum á spilkoppnum. Honum tókst ekfci að hafa hemil á vírnum sem hélt áíram að hæfcfca bómuna, og slóst síðan af koppnum með þeim af- leiðingum að bóman féll á Andrés verkstjóra, sem stóð við lunning- una. Vírinn slóst í spilmanninn og henti honum til, en hann slasað ist þó ekki alvarlega. Piltur sem væri bróðurparturinn af sending unni og að minnsta kosti fjögurra milljóna króna verðmæti. Sagði Jón að sjáánlegar hefðu verið mifclar skemmdir utan á raflinum, en ókannað væri um Skemmdir á innri búnaði. Samstæðan koim frá fyrirtæfci í Sviss og þangað verður rafallinn sendur til viðgerðar. ‘Unnið er að byggingu nýju topp stöðvarinnar eftir því sem hægt er vegna vegurs, og átti að setja samstæðuna niður í marz. Seinkar þetta óhapp við uppskipun, að ölluim líkindum framkvæmdum við stöðina, en fullnaðarkönnun á skemmdunum fer fram hjá verk smiðjunum í Sviss. Eftir þessari frétt að dæma er ekki hægt að flytja þung styfcfci til landsins án þess að safna saman bílkrönum til að ná stykkjunum upp úr lestum skipa. Hér virðist því vanta einn ærlegan hafnar- krana, svo ekki þurfi að taka áhætt una á því að láta marga krana lyfta sama stykkinu. Hr.ein hend- ing virðist hafa ráðið^ð ekki varðí slys á verkamönhunúin sem í lest inni voru, því þótt rafallinn hafi ekki lent á neinum þeirra gat verið að plankar og annað þeytt- ist úr stað þegar rafallinn féll niður. stóð á bílpalli við skipshliðina sá hvað verða vildi, en aðvaranir hans náðu ekki eyrum Andrésar heitins. Andrés var sextugur að aldri, til heimilis að Rauðalæk 6. Hann lætur eftir sig bonu og uppkom- in börn. Árás á sofandi mann KJ-Reykjavík, 4. jan. Grindvíkingur réðst á Einar Einarsson skólastjóra í Grindavík snemma á nýársdag. Var Einar sofandi heima hjá sér er ráðizt var á hann. Bróðir háns, sem svaf í næsta herbergi, vaknaði við bar- smíðina, og þegar hann kom til hjálpar, var hann umsvifalaust sleginn líka. Árásarmaðurinn var fluttur í gæzluvarðhald til Hafn- arfjarðar, en hann var fyrrver- andi nemandi Einars. Ekki munu þó fyrri samskipti hafa verið und- irrót árásarinnar, heldur mikil ölvun árásarmanns. Einn árekstur af mörgum KJ-Reykjavík, 4. janúar. Harður árekstur varð sunnan við Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysu- strönd í dag. Áreksturinn varð rétt eftir hádegið á beygju, sem þarna er á veginum. Vörubíll, G-335, var á suðurleið og WV „rúgbrauð“ R-14671 á norðurleið. „Rúgbrauðið“ skemmdist mikið, en engin slys urðu þó. Báðir voru bílarnir á keðjum. Drengur slasast KJ-Reykjavík, 4. janúar. Sjö ára drengur féll af vinnu- pöllum við Háaleitisbraut 43 í dag. Var hann að leika sér uppi á 2. hæð, er hann féll niður. Hlaut hann áverka á höfði, en ekki munu meiðsli hans þó talin alvarlegs eðlis. 24 tonna rafall féll niður í Goðafoss Heimtur slæmar / Kenn- ara- og Menntaskólunum MB-Reykjavílk, 14. janúar. Menntaskólarnir og Kennara- r • • A MODRU- VÖLLUM ED-Akureyri, 4. janúar. ' Leikfélag Akureyrar mun frumsýna Munkana á Möðru völlum eftir Davíð Stefáns- son, 21. janúar, en þá hefði Davíð orðið sjötugur. Leik- stjóri verður Ágúst Kvaran, en leiktjöld gera þeir Lárus Ingólfsson og Aðalsteinn Vestmann á Akureyri. Hlut verk eru alls 24. Munkarn- ir á Möðruvöllum er fyrsta leikrit Davíðs og hafa áður verið sýndir í Reykjavík og á Akureyri, í Reykjavík 1926 og á Akureyri 1928. Blaðið átti í dag tal við forstöðu menn þessara skóla og spurðist fyrir um heimturnar. Yfirleitt eru þær slæmar, eins og við er að búast, en þó misjafnar. Fyrst áttum við tal við Guð- rúnu Helgadóttur, ritara rektors i Menntaskólanum í Reykjavík. Kennsla þar hófst í morgun. Hún kvað fáa nemendur skólans eiga heima úti á landi, en heimtur þeirra í morgun hefðu ekki verið góðar. Raunar hefðu margir bæjar menn, bæði kennarar og nemend ur ,orðið seinir fyrir vegna ófærð ar á götum borgarinnar, nú í morgun. Dr. Broddi Jóhannesson, skóla- stióri Kennaraskólans, sagði blað inu að er kennsla hófst í morg, un, hefði tíunda hvern nemanda vantað. Einkum hefði hann sakn að Austurlendinga. Jóhann Ilannesson, skólameist- ari á Laugarvatni, kvað kennslu þar hefjast í fyrramálið, og væru horfur ekki góðar. AUir nemend ur skólans hefðu farið heim í jólafríinu. Skólameistari kvað fyrirsjáanlegt að Austurlendingar, Norðlendingar og Vestfirðingar myndu yfirleitt ekki komast til skólans í tæka tíð, og í dag hefði jafnvel verið hringt í sig úr Rang árvallasýslu og sér hefði verið sagt, að vafasamt væri að ncmend ur þaðan kæmust á réttum tíma. Þess má geta að langflestir nem- endur Menntaskólans á Laugar- vatni eru af Suðvesturlandi. Þórarinn Björnsson, skólamcist- ari á Akureyri sagðist búast við tómahljóði í skólanum þegar kennsla hæfist þar í fyrramálið. Þó hefðu Vestfirðingar og Sigl- firðingar komizt með skipi til Ak- ureyrar í gær og á morgun væri von á Austfirðingum. Skólameist- ari kvað mikinn meirihluta nem- cnda skólans eiga heima utan Ak- ureyrar, eða um 300 of 440, og nú er ófærð svo mikil í Eyja firði að þar má allt heita ófært eins og fram kemur i frétt ann- ars staðar í blaðinu. Ingólfsstræti 9 Stmi 19443 T. S. Eliot látinn Reykjavík, 4. janúar. Nóbelsskáldið T. S. Eliot lézt í dag, á 77. aldursári. Thomas Stearns Eliot fæddist og ólst upp í Bandaríkjunum en fluttist til Englands á öðrum ára tug aldarinnar, og varð brezkur þegn 1927. Hann hóf .ritstörf, sem gagnrýnandi og skáld á stríðsár- unum fyrri, og varð fyrst frægur fyrir ljóðaflokkinn The Waste Land, sem kom út 1922, sem varð eitt af áhrifaríkuntu kvæðum, sem út hafa komið á þessari öld. Síðar sneri hann sér að leikrita- gerð, og kom hið fyrsta, The Murder in the Cathedral, út 1935. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1948. ÍÞRÓTTIR Framhald al 12. síðu. velli Chelsea í Lundúnum. Staðan hjá efstu og neðstu liðunum er nú þannig: Leeds Utd. 26 18 3 5 51;33 39 Chelsea 25 16 5 4 56:26 S7 Manch. Utd. 25 15 7 3 52:25 37 Birmingham 25 7 6 12 43:58 20 Sunderland 24 5 7 12 37:50 17 Aston Villa 24 7 2 15 29:56 16 Wolves 24 4 2 18 24:57 10 Það þarf kraftavérk að ske ef Úlfunum á að takast að forðast fall í 2. deild. Úrslit í 2. deild urðu þessi: Bolton — Cardiff frestað Derby — Leyton Or. 1:0 Ipswich — Noiwich 3:0 Middlesbro — Coventry 2:3 Newcastle — Huddersfield 2:1 Northampton — Southampton 2:2 Plymouth — Preston 0:1 Portsmouth - Mansh. City 1;1 Rotherham — C. Palace 1:0 Swansea — Bury 2:2 Swindon — Charlton 2:0 Newcastle hefur forustuna í deildinni með 38 stig fjórum meira en Northampton. Neðst eru Huddersfield og Portsmouth — þessi áður frægu 1. deildarlið — með 18 stig. 4 Skotlandi var það merkilegast, að tvö efstu liðin Kilmarnock og Hearts, töpuðu og Kilmarnock +ýrir neðsta liðinu Airdrie. Rangers sýndi að þessu sinni mjög slakan leik og mátti vissulega þakka fyrir að ná jafn tefli gegn Patrick Thistle. Sjö mínútum fyrir leikslok jafnaði fyrirliði Rangers, Caldow, úr víta spyrnu, og rétt á eftir fékk Par- tick vítaspyrnn sem misnotaðist. Úrslit urðu þessi. Airdrie — Kiimarnock 2:1 Celtic — Clyde 1:1 Dunfermline — Hearts 3:2 Hibernian — Falkirk 6:0 Partick — ftangers 1:1 St. Mirren — Morton 1:1 Þremur leikjum varð að fresta Kilmarnock er efst með 32 stig, þá Edinborgarliðin Hearts og Hibs með 30 stig. Rangers hefur 25 stig, en leikið tveimur leikjum minna. Úrslit í 1. deild á sunnudag: FH — KR 25:17 Árm. — Haukar 20:15 Staðan er þá þessi: FH 2 2 0 0 57;32 4 Ármann 2 2 0 0 44:37 4 Fram 2 1 0 1 44:43 2 Víkingur 2 0 1 1 36:39 1 KR 2 0 1 1 34:42 1 Haukar 2 0 0 2 30:52 0 Næstu leikir í 1. deild verða 17. jan. n.k. RYÐVÖRN Grensásveffi 18 sími 19-9-45 Látið ekki dragast aif rvft verja 02 nliófíemangra bll- reitTina með Tectyl ÞAKKARÁVÖRP Hugheilar þakkir færi ég ykkur öllum, sem glödduð mig á sjötugsafmæli mínu, 27. desember s.l'. með heimsókn um, góðum gjöfum og hlýjum kveðjum. Lifið öll heil. Þorgeir Þorgeirsson frá Hrófá. Eiglnmaður minn, Gísli Eggertsson fyrrv. skipstjóri, lézt að heimili sínu, Krókvelli í Garði 1.. jan. Útförin fer fram frá Útskálakirkju, laugard. 9. jan. kl. 2 e. h. Blóm og kransar vinsam- legast afþakkað, en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að iáta líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd sona okkar og vandamanna, Hrefna Þorsteinsdóttir. Eiginmaður minn, Skúli Hansen, tannlæknir, sem andaðist 31. desember s. I., verður jarðsettur frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mlðvikudaginn 6. janúar kl. 10.30. Þelr, sem kynnu að vflja minnast hans, eru beðnir að láta líknar- stofnanir njóta þess. Kristín Snæhólm Hansen. Maðurinn minn, Andrés Trausti Sigurðsson verkstjóri, Rauðalæk 6, lézt af slysförum 2. janúar s. I. Sigriður Halldórsdóttir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.