Tíminn - 10.01.1965, Blaðsíða 7
7
SUNTCUDAGUR 10. jam'rar 1965
Áramótaboðskapur
Þjóðin tekur að sjálfsögðu
vel eftir því, sem forystumenn
stjórnmálaflokkanna segja í ára
mótahugleiðingum sínum, og þá
ekki sízt, hvaða boðskap forsæt-
isráðherra landsins flytur þjóð-
inni í ríkisútvarpið. Því er ekki
að neita, að ávarp hans í þetta
sinn hefur orðið ýmsum ærið
umhugsunarefni. Þjóðin hefur
kvatt gott og mjög fjöfult ár,
sem sýnt hefur, að hún býr í
góðu landi, á hug og dug til
þess að nytja það og hefur náð
ýmsum merkum og mikilvæg-
um áföngum í baráttunni fyrir
því að treysta feelsi sitt og
sjálfstæði. Menn vænta bjart-
sýni og stórhugs eftir slíkt ár.
Hins vegar var allt annar
blær á áramótaboðskap forsæt-
isráðherrans. Hann lýsti und-
arlegum úrtölum og miklum
erfiðleikum, sem því væru sam-
fara að vera sjálfstæð menning-
arþjóð á íslandi. Aðalinntak
ræðu hans á gamlársdag var að
tilfæra orð erlendra manna um
það, að þeim fyndist ýmsum
„nær óskiljanlegt, að þrátt fyr-
ir smæðina erum við sjálfstæð
þjóð og höfum ekki minni hug-
myndir um ágæti okkar þjóðar
og tilverurétt hennar heldur en
þeir, sem margfalt fjölmennari
þjóðum tilheyra, hafa um sín-
ar.“
Síðan er ávarpið að megin-
hluta tilraun til þess að renna
stoðum með ýmsum rökum und
ir þetta álit og sýna fram á,
hve réttmætt það sé í raun og
vcru, hve erfitt sé að halda við
sjálfstæðu ríki á íslandi, hve
dýrt sé að vera íslendingur.
Hann telur upp ýmislegt, sem
er hlutfallslega kostnaðarsam-
ara hér vegna mannfæðar og
strjálbýlis, og segir síðan:
„Svo mætti lengi telja, en
ég skal ekki halda þessari upp-
talningu áfram að sinni. Ég hef
ekki gert hana vegna þess, að
ég telji eftir einn eyri af því,
sem fer til þess að halda uppi
þjóðfélagi okkar, heldur af
hinu, að stundum virðast jafn-
vel þeir, sem sízt skyldi gleyma
því, hvað það kostar að vera
sjálfstæð þjóð í strjálbýlu, norð
lægu landi og halda uppi full-
valda ríki.“
Það lætur einhvern veginn
undarlega i eyrum að heyra
forsætisráðherra landsins ræða
fram og aftur um kostnað þess
að vera sjálfstæð þjóð. Hverj-
um þeim manni, sem er sjálf-
stæði þjóðar hans sjálfur and-
ardráttur lífsins, finnst einmitt,
að það sé kostnaðarminnsta
hlutskiptið. En það er eins og
forsætisráðherra finnist það
mestu máli skipta um þessi ára-
mót, að menn muni vel, hvað
það er dvrt að halda við sjálf-
stæði á íslandi. En nær hefði
verið að minna á það, að
aðstæðurnar á íslandi, eru oin-
mitt hinar styrkustu stoðir sjálf
^tæðis.
PrfS skilvrði”.
Mórgunblaðið hefur kvartað
undan þvi, að Tíminn skuli
hafa fundið að barlómstóni
heim. sem auðheyrður var í
■ávarpi t'orsætisráðherra. Það
hefur birt eftirfarandi kafla,
sem það telur . sýna hið gagn-
-'tæða:
„Við höfum sjálfir valið okk-
TÍMINN
Bátaflotinn kemst ekkl á miðln, fiskverSið óákveðlð, oe samningar viS sjómannastéttina í strandi. Það er
ömurleg mynd eftlr mesta uppgripaár í sögu landsins, hærra erlent verS og 24% meira verðmaeti útflutnings
en í fyrra. Mbl. seglr líka réttilega: „Það er óskaplegt lánleysl'* aS framleiðsluatvlnnuvegirnlr skuli ýmlst
berjast í bökkum eða vera reknir með tapl, þegar svo árar af náttúrunnar ’/öldum, og þjóðin brestur í engu
dugnað til þess að afia. — Myndin er frá Reykjavíkurhöfn þessa daga. (Ljósmynd: Kári Jónasson).
ur veglegra og kostnaðarsamara
hlutskipti en nokkur annar svo
fámennur hópur í veröldinni
við jafn erfið skilyrði. Það verk
efni er að láta sjálfstætt menn-
ingarríki blómgast á þessu fá-
menna, misviðrasama eylandii
norður í höfum og haga svo
meðferð mála, að hér megi all-
ir komast til nokkurs þroska.
Að sjálfsögðu hafa fyrirætl-
anir okkar tekizt misvel, og
margt stendur til bóta. En því
skyldu menn vera með vol og
víl, þegar við höfum áorkað
því, sem enginn ókunnugur á
íslandi mundi trúa, að svo fáir
menn fengju framkvæmt við
svo erfiðar aðstæður."
En þessi kafli sannar einmitt
það, sem Morgunbalaðið vill af-
sanna. Á honum er sá úrtölu-
blær, sem einkennt hefur löng-
um tal þeirra manna, sem litla
trú hafa á íslenzku sjálfstæði
og framförum og vex það í aug-
j um að vera sjálfstæð menning-
arþjóð. Hér er talað um „erfið
skilyrði . . . á þessu fámenna,
misviðrasama eylandi norður í
höfum“ og gengið út frá því,
að íslendingar hafi kostnaðar-
samara hlutskipti en nokkur
annar svo fámennur hópur í
veröldinni við jafn erfið skil-
yrði.“
Menn kannast helzt við þenn-
an gamla úrtölu- og barlóms-
tón frá árunum fvrir aldamót-
in, eða snemma á öldinni, sem
leið. þegar áþján, fátækt og
harðræði höfðu sogið úr mönn-
um lífsþrótt og eitrað lífsbik-
arinn vonbrigðum. Þá voru erf-
iðleikarnir hér á hvers manns
vörum, og mjög talað um !,ið
kalda og harðbýla eyland norð-
ur í höfum. En sú kynslóð,
sem nú byggir landið. veit bet-
ur. Hún veit. að tæknin hefur
fært landið í þjóðbraut,. Hún
veit,. að auðlindir þess eru mik!-
ar og margar, og það getur
boðið þegnum sínum iafngóð
lífskjör og flest önnur þjóð-
lönd. Hún veit, að skilvrðin hér
eru ekki erfið til sjálfstæðis,
lieldur miklu fremur hin ákjóS-
anlegustu. Það er, engin sjálf-
stæðistrygging að vera allfjöl-
menn þjóð í þéttbýli á suðlæg-
ara landi, og engin þjóð verður
stór af höfðatölu sinni oinni.
Sjálfstæðisstoðir íslendinga
eru miklu sterkari en ílestra
annarra þjóða. Þær eru gömul
menningartunga. sterkt þjóð-
erni, strjálbýli, sem eflt hefur
frelsisanda, fornar og nýjar önd
vegisbókmenntir, sérstaða lands
ins sem evju langt frá öðrum
löndum. nnðlindir litt notaðar
í hveíum, fossum og gróðri og
auðugust.n fiskimið f heimi. Slík
ar aðstæður bjóða einmitt dug-
mikilli þjóð hin ákjósanlegustu
sjálfstæðisskilyrði, þjóð. sem er
af sterkum og sjálfstæðum ætt-
stofni. Ýmsar þessar ástæður
draga einmitt. úr „kostnaði"
við sjálfstæðið.
Er sjálfstæðið álita-
mál?
Forsætisráðherra segir: „Við
höfum sjálfir valið okkur veg-
legra og kostnaðarsamara verk-
efni en nokkur annar svo fá-
mennur hópur í veröldinni."
Þetta er líka fráleit álvktun.
Við höfum ekki átt neitt val
í þessum efnum. Örlögin skák-
uðu okkur niður á íslandi, og
íslenzka þjóðin hefur sfðan ætíð
verið sjálfstæð, nema meðan
hún • var knúin til annars í
ófrelsi. Hjá henni hefur ekki
verið og verður vonandi ekki
um neitt ,,val“ að ræða um
sjálfstæði eða ekki meðan hún
hún nýtur frelsis og sjálfræðis,
og undir öðrum kringumstæð-
um talar enginn um val Það
er undarlegt að heyra for«ætis-
ráðherra sjálfstæðs ríkis haga
svo orðum sem hann geri hálft
i hvoru ráð fyrir því, að þjóð
hans muni yfirvega það eða j
hafi yfirvegað það, hvort hún í
ætti af frjálsum vilja að kjósa
annan hvorn kostinn, sjálfstæði
eða undirgefni við aðra þjóð.
Sjálfstæði íslendinga verður
aldrei álitamál þjóðarinnar.
Það er ekki þessi tónn, ekki
þessi boðskapur um sjálfstæð-
ismálin, sem frjáls og stórhuga
þjóð væntir af forsætisráðherra
sínum um áramót. Hún oskar
j ekki eftir vangaveltum hans um
! „kostnaðinn“ við að vera sjálf-
; stæður eða hvort það muni
i borga síg. I-Iún væntir heldur
| ekki gamals tals um erfið skil-
Jyrði, misviðrasamt evland, erf-
| iðar aðstæður og fleira af því
| tagi. Hún ætlast til, að forsæt-
i isráðherrann líti á sjálfstæðið
j sem sjálfsagðan og einboðinn
I hlut og ræði framtíðarsýnirnar
! í ljósi þess.
!
íhal dsmarkið.
1 En hver er ástæða þess, að
: þessi svartsýnis- og úrtölutónn
i er svo ríkur í tali forsætisráð-
jherrans um sjálfstæðismálin,
! munu margir spyrja. Fæstir
munu ætla, að því sé til að
dreifa, að forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins hafi ekki sama'
vilja og áðrir landsmenn til
þess að þjóðin haldi sjálfstæði
sínu með reisn. Annað kemur
til. Hér birtist tregðuhreimur
íhaldsstefnunnar, viðhorf
manna, sem finna gerla, að hin
gamla ihaldsstefna þeirra er
ekki fær um að veita þau úr-
ræði, sem sjálfstæði nútíma
þjóðfélags kallar hæst á, en
vilja helzt ekki þurfa að við-
urkenna það. Þeir sjá, að gaml-
ir íhaldsdraumar um einka-
gróða og auðskiptingu á þágu
fárra útvaldra samrýmast ekki
siálfstæðistryggingu nútíma-
l þjóðfélags. Þegar hinum úreltu
| íhaldskenningum um lausn
vandamálanna er beitt árum
saman, leikur það þjóðfélagið
mjög grátt. í stað þess að við-
urkenna þá, að íhaldsstefnan
hæfir ekki, vaknar hjá íhalds-
mönunm efi um að unnt sé að
halda við sjálfstæði, og þeir
réttlæta gjarnan stjórnarafglöp
með fjasi um það, hve dýrt
sé að lialda sjálfstæði, hve erf-
iðleikarnir á því séu miklir,
Vonbrigðin vegna ófarnaðar
íhaldsstefnunnar birtast í efa-
semdum um sjálfstæðið. Ára-
mótaávarpið, sem rætt hefur
verið um, sýnir það fyrst og
fremst, að við eigum mikinn
íhaldsmann að forsætisráð-
herra, mann, sem á bágt með
að viðurkenna haldleysi stefnu
sinnar. Það er ef til vill mann-
legt.
En þetta er ekki aðeins ís-
lenzk saga. Hér er að gerast
hið sama og í ýmsum öðrum
löndum, þegar íhaldsstjórn ræð
ur lengi ríkjum og teppir þjóð-
lífið í haft afturfarar og sér-
gróðaspillingar. Við þá öfug-
þróun dvínar trú manna á
frjálst sjálfstæði. Þetta er ef
til vill skýrasta íhaldsmarkið á
stjórnarfari.
Skuggi óstjórnar-
innar.
Svartsýnið og sjálfstæðisefinn
í áramótaávarpi forsætisráð-
herra kemur yfir þjóðina eins
og skuggi þeirrar þróunar, sem
orðið hefur hin síðari ár. Þeg-
ar mikið góðæri, geysilegur,
aflafengur, góður erlendur
markaður, aðrar gjáfir náttúr-
unnar og afrakstur af dugnaði
þjóðarinnar hefur ekki nýtzt
betur en raun ber nú vitni, er
varla nema um tvær skýringar
að ræða. Önnur er sú, að stjórn-
arstefnan hafi reynzt óhæf, hin
að svona dýrt og erfitt sé að
halda við sjálfstæðu þjóðfélagi
á íslandi. Flestir landsmenn
vita, að fyrrnefnda skýringin
er hin rétta, en löngunin til
þess að fela ástæðurnar í kufli
síðari skýringarinnar bærir
ónotalega á sér 1 áramótaávarpi
forsætisráðherra.
Hljóð játning.
Það vekur og athygli, að
ekki er reynt í ávarpi forsætis-
ráðherra að halda því fram,
„viðreisnin“ hafi tekizt. Allt
ávarpið er sem hljóð játning
um mistökin, sem reynt er að
skýra með þessu tali um dýr-
leika sjálfstæðisins í stað við-
urkenningar á óhæfni stefn-
unnar.
Þessa dagana lýsir Morgun-
blaðið því líka greinilega
hvernig „viðreisnin" hefur tek-
izt eða hitt þá heldur. Jafn-
framt því ■ sem blaðið skýrir
frá þeirri staðreynd, að afla-
föng hafi orðið allt að fjórð-
ungi meiri og verðmætari en
nokkurt ár fyrr í sögu lands-
ins, lýsir það afkomu fram-
leiðsluatvinnuveganna á þessa
lund:
„Þegar þess er gætt, að við
íslendingar eigum nú betri og
fullkomnari framleiðslutæki en
nokkru sinni fyrr, og að afköst
þeirra eru meiri en áður þekk-
ist, þá er það óskaplegt lán-
leysi og öfugstreymi, að stór
hluti framleiðslutækjanns s'/uij
FramJiald á b^s. 13.