Tíminn - 20.01.1965, Síða 5

Tíminn - 20.01.1965, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 1965 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson rtitstjórar: i-ornrmn Þórarinsson (áb> Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði G Þorsteinsson ,i'ulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug lýsingastj. Steingrlmur Gislason Ritstj.skriístofur Eddu búsinu. simar 18300—18305 Skrifstofur Bankast.rætj - Af greiðslusimi 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar sknistofur, simi 18300 Askriftargjald kr 90.00 á mán innanlands - f lausasölu kr 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f Er ábyrgðarlaust að efla vísindm? Mbl. hefur tekið sér fyrir hendur að birta viðtöl við ýmsa vísindamenn og forystumenn rannsóknastofnana um ráðstafanir, sem þurfi að gera til þess að efla vísindastörí í landinu. Þetta er vissulega góðra gjalda vert, en þó ekki það, sem mestu skiptir. Vitneskja sú, sem felst í flestum þessum viðtölum, hefur verið kunn ríkisstjórn og öðrum ráðamönnum, en það sem hefur skort, hefur verið vilji þessara aðila til framkvæmda. Og þrátt fyrir viðtölin er engu síður ástæða til að efast um áhuga forráðamanna Mbl. en ríkisstjórnarinnar, því að mikið af efni blaðsins að undanförnu hefur verið fólgið í því að rógbera Framsóknarflokkinn fyrir að flytia tillögur við fjárlögin um aukin framlög til vísinda og rannsóknarmála. Mbl. hefur haldið því fram, að þessar tillögur Framsóknarmanna, sem að sjálfsögðu voru stráfelldar af stjórnarliðinu. bæru vott um sér- stakt ábyrgðarleysi og hóflaus yfirboð. Þær tillögur Framsóknarmanna, sem stiórnarliðið felldi, og Mbl. hefur stimplað sérstaklega ábyrgðarlaus- ar, eru m.a. þessar: 8 millj. kr. framlag til byggingar á Keldum fyr- ir j arðvegsrannsóknir og aðrar hagnýtar rannsóknir í þágu landbúnaðarins. Bygging þess hófst 1963, en eignir Áburðarverksmiðju ríkisins, þegar hún var lögð niður, voru látnar ganga til hennar, og auk þess voru veitt lán til hennar- Hún er nú tæplega fokheld. Allt útlit er fyrir ,að ekkert eigi að vinna við hana á þessu ári. Slíkur er áhugi ríkisstjórnarinnar og Mbl. á þessu sviði vís- indanna- 200 þús. kr. styrkur til hinnar nýstofnuðu Bygginga- deildar við iðnaðardeild Háskólans. Styrk þessum skyldi varið til sjálfstæðra rannsókna, er gætu leitt til ódýr- ari byggingakostnaðar. 500 þús. kr- framlag til stofnunar sérstakrar upplýsinga þjónustu fyrir atvinnuvegina í vísindalegum og tæknileg- um efnum, en erlendir vísindamenn, sem hingað hafa komið, hafa mjög mælt með slíkri upplýsingaþjónustu. 400 þús. kr. hækkun á framlagi til hagnýtra jarðfræði- og iðnaðarrannsókna, 800 þús. kr. hækkun á framlagi til Fiskideildar og 200 þús. kr. hækkun á framlagi til Búnaðardeildar. 5 millj. kr. framlag til smíði fiskirannsóknaskips, en mjög skortir nú hentugt skip til slíkra rannsókna- 600 þús. kr. hækkun til bókasafns Háskólans til kaupa á sérfræði- og vísindaritum, en vöntun slíkra rita er til- finnanleg á mörgum sviðum. 850 þús. kr. hækkun á framlagi til Háskólans til styrktar sérstökum vísindarannsóknum. 850 þús. kr. hækkun á framlagi til Iðnaðarmálastofn- unar íslands. 900 þús. kr. hækkun á framlagi til tækninýjunga en þetta framlag er nú aðeins 100 þús. kr. Þá voru felldar tillögur frá Framsóknarmönnum um hækkun námsstyrkja, er ýttu undir, að ungir menn öfluðu sér tæknilegrar og vísindalegrar menntunar. Hinn raunverulegi áhugi stjórnarliðsins og Mbl. fyrir auknum vísindum og rannsóknum sést bezt á því, að það skyldi kalla framangreindar tillögur Framsóknarflokksins ábyrgðarlausar og hóflaus yfirboð, þar sem reynslan sýnir, að fáar fjárveitingar skila betri arði en þær, sem fara til vísinda- og rannsóknarstarfsemi. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Örðug staða Breta í Malaysíu Þeir geta vart haft mikinn her þar til langframa DEILA sú sem nú stendur yfir milli Indónesíu og Maiay- síu, rekur rætur sínar til ó- heppilegrar lausnar Breta á ný- lendumáli austur þar. Af þeim ástæðum hafa Bretar tekið að sér að verja Malaysíu og hafa þeir allfjölmennt lið þar til varnar. Þetta kostar brezka rík ið ærin útgjöld, án þess að fá nokkuð í staðinn. Ósennilegt er því, að Bretar haldi þetta lengi út. Því má telja víst, að þeir séu fyrr en síðar dæmdir til að tapa. Málstaður þeirra er líka hæpinn, þar sem þeir eru raunverulega að viðhalda leif- um af gömlum nýlenduyfirráð- um. Þetta réttlætir hinsvegar eklki sumar aðfarir Sukamos, einræðisherra Indónesíu, eins og t.d. þær að ætla að láta índónesíu ganga úr Sameinuðu þjóðunuim vegna þessa deilu- máls IEF LITIÐ er á landakort það, sem notað er hér í barnaskúl- um, sést að þjóðflokkur sá, sem gengur undir nafninu Malayar, byggir þrjú lönd í Suðaustur- Asíu eða Indónesíu, Filippseyj- ar og Malaysíu Þessi lönd mynd uðu til forna ættfræðilega og menningarlega heild og gera það að miklu leyti enn þann dag ú dag. Nokkur breyting varð þó á þessu, þegar hvítir menn koimu hér til sögunnar. Spánverjar lögðu undir sig Filippseyjar, Hollendingar Indónesíu og Bretar Malakka- skagann og nokkurn hluta eyj- arinnar Borneo. Undir hinni út lendu stjórn færðust Filipps- eyingar nokkuð frá frænduim sínum í Indónesíu og Malaysíu Þeir hafa m.a. tekið kristna trú en Múhameðstrú er aðaltrúin í hinum löndunum tveimur. Um skeið var útlit fyrir, að þessi þrjú lönd gætu haft frið samleg samskipti eftir að þau höfðu losnað undan hinum hvítu yfirráðum. Þetta hélzt þangað til í ársbyrjun 1963, en fram að þeim tíma hafði Malay sía aðeins náð til Malakkaskag- ans eða nýlendanna, sem Bret- ar höfðu haft þar. Nú vildu Bretar, að Malaysía næði einnig til þeirra nýlendna, er þeir höfðu á Borneo, en mestur hluti hennar tillheyrir Indóne- síu. Af landfræðilegum og forn sögulegum ástæðum var á ýms- SUKARNO an hátt eðlilegra, að nýlendur þessar sameinuðust Indónesíu, ef þær hættu að vera sérstæð heild. Það vildu Bretar hins- vegar ekki, því að þá töldu þeir áhrif sin búin á þessum slóðuim. Hinsvegar er Malay- sía veikt ríki, sem er mjög háð Bretum enn sem komið er. Nið- urstaðan varð sú, að Bretar komu áformum sínum fram, m.a. eftir að nefnd frá Samein- uðu þjóðunuim hafði ferðast um brezku nýlendurnar og talið sig komast að raun uim, að í- búarnir vildu sameinast Malay síu, Sukarnos krafðist þess hins vegar, að þjóðaratkvæða- greiðsla væri látin fara fram, en því höfnuðu Bretar. Nýlend urnar voru svo formlega inn- limaðar í Malaysíu í september 1963. Bretar höfðu hér auðsjáan lega mikinn hraða á, en það sýndi sig hér eins og oftar, að ekki er sopið kálið, þótt í aus- una sé komið. FYRSTA verk Sukarnos var að neita að viðurkenna Malay- síu í því formi, sem hún hafði eftir að nýlendurnar á Borneo voru orðnar hluti hennar- Jafn- framt hóf hann gegn Malaysíu hverskonar taugastríð. Þessu hefur haldið áfram síðan. Hann hefur sent hópa af skæruliðum inn í Malaysíu og oft hótað beinni árás. Þar sem Indónesía er tífallt fólksfleira ríki en Malaysía, gæti hún ekki varizt innrás, enda er ríkið auk þess mjög sundurþykkt, þar sem nær helmingur íbúanna eru g Kínverjar. Bretar hafa því orð ið að hafa þarna mikinn her- afla, þar sem þeir hafa heitið Malaysíu vernd. Líklegt er, að Sukarno láti ekki koma til innrásar á meðan, en haldi uppi stöðugum skæruhemaði. Það mun því reynast Bretuim mjög dýrt að verja Malaysíu, og ólíklegt, að þeir haldi því lengi áfram. Aðstaða þeirra þar getur í náinni framtíð orðið enn örðugri en Bandaríkja- manna í Suður-Vietnam. FRÁ SJÓNARMIÐI hvítu þjóðanna er þeSsi deila mjög óheppileg. Það er að vísu ekki gott að þurfa að láta undan Sukarno, en þó er ef til vill enn verra að láta deiluna halda áfram. Hún færir Indónesíu nær Kína og málstaður Malay- síu nýtur takmarkaðrar samúð- ar í Asíu og Afríku, þar sem hún er grunuð um að vera hreint brezkt leppríki meðan hún á tilveru sína alveg undir hernaðarlegri vernd Breta. Þró- unin verður og óhjákvæmilega sú, að fyrr en síðar verða Bret ar tilneyddir að yfirgefa Malay síu og bendir fátt til, að það geti orðið þægilegra síðar Margt bendir til, að Bandaríkin vilji ógjarnan koma þeim til hjálpar, enda munu þau telja málstað Breta hæpinn. Þau hafa líka meira en nóg á sinni könnu í Suður-Vietnam. SUKARNO hefur í þessari deilu beitt furðuleguim vinnu- brögðum, eins og oft áður. Hann hefur annan daginn hót- 6 að stríði, hinn daginn boðið B samninga. Hann hefur lýst yfir 9 því að Indónesía væri farin úr ii Sameinuðu þjóðunum vegna S þess, að Malaysía var kjörin í g Öryggisráðið, en formlega úr- jf sögn hefur hann ebki sent enn. i Einn daginn hefur hann hallað i sér að koimimúnistum, en hinn jf daginn að anstæðinguim |j þeirra. Annars er það ekki nýtt, að hann vinni þannig. Með þessum hiætti hefur honuim tekizt að halda völdum og vin- sældum og víst mun það vera að í deilunni við Malaysíu hef- ur hann þjóðina alla að baki sér. Hún virðist telja það jafn sjálfsagt, að brezku nýlendurn ar á Borneo séu sameinaðar Indónesíu, og íslendingar muni telja sjálfsagt, að Vestfirðir heyri undir íslenzka ríkið. Þess vegna myndi þessari deilu síð- ur en svo ljúka, þótt Sukarno félli frá. Sitthvað bendir nú til þess, að reynt verði að miðla málum í þessari deilu, og munu bæði Pakistan og Japan hafa gefið kost á því að hafa forgöngu um málamiðlun. Hins vegar er erfitt að sjá, hvernig hægt er að leysa deiluna, án þess að stjórn Malaysíu og Bretar verði að láta undan síga.. Sukarno mun ekki láta undan, enda er ekkert sennilegra en að til- slökun af hans hálfu myndi leiða til falls hans og valda- töku kommúnista í Indónesíu. Þ. Þ. Landakort, sem sýnir legu Malaysíu og Indónesíu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.