Tíminn - 20.01.1965, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 1965
TÍMINN
n
Hann virtist hrylla við þeirri tilhugsun. Herra Christian
svaraði: — Nei herra Fryer, Byam á engan þátt í þessu.
Þá sagði ég: — Herra Christian, ég ætla að vera kyrr
um borð, því að mér datt í hug, að ef til vill gæfist færi
á því að ná skipinu aftur. Christian svaraði: — Nei, herra
Fryer, þér farið með Bligh skipstjóra. Því næst skipaði
hann Quintal, einum hinna vopnuðu háseta, að fara með
mig til klefa míns, svo að ég gæti náð í það, sem ég þyrfti
að hafa meðferðis.
Við lestaropið sá ég James Morrison, aðstoðarbátsmann.
Ég sagði við hann: — Morrison, ég vona að þér eigið eng-
an þátt í þessu? Hann svaraði. — Nei, ég á engan þátt í
þessu. — Ef svo er, sagði ég lágt, — þá gætið að, ef til
vill getum við tekið skipið aftur. Hann svaraði: — Ég er
ftræddur um, að þér séuð heldur seint á ferli, herra Fryer.
Nú var ég lokaður inn í klefanum, og maður settur á
Vörð fyrir framan dyrnar. Það var John Millward. Herra
Peckover, fallbyssumaður, og grasafræðingurinn, herra
Nelson, voru lokaðir inni í klefa, og ég gat fengið varð-
manninn til þess að flytja mig þangað. Herra Nelson sagði:
— Hvað eigum við að gera, herra Fryer? Ég sagði vio þá:
— Ef ykkur verður skipað að fara í bátinn, skuluð þið
segja, að þið viljið heldur halda kyrru fyrir um borð. Ég
vona, að við getum náð skipinu aftur. Herra Peckover
sagði: — Ef við verðum eftir, verðum við taldir meðal
sjóræningjanna, ég sagði nei, og sagðist skyldi bera
ábyrgð á þeim, sem yrðu eftir mér. Meðan við vorum að
tala saman, var Henry Hillbrandt í matarklefanum að
sækja brauð handa Bligh. Ég býst við, að hann hafi heyrt
samtalið og farið upp á þilfar og skýrt Christian frá því,
þvi að mér var þegar í stað skipað að fara í minn klefa.
77
Varðmaðurinn sagði mér, að Christian hefði samþykkt að
fá Bligh stóra skipsbátinn — ekki vegna Blighs, heldur
vegna þeirra, sem áttu að fara með honum. Ég spurði,
hvort vitað væri, hverjir ættu að fara með Bligh, en fékk
það svar, að þeir yrðu sennilega margir.
Skömmu seinna var okkur Peckover og Nelson skipað á
þiljur. Bligh skipstjóri stóð þá við skipsstigann. Hann
sagði: — Herra Fryer, þér verðið um borð í skipinu.
— Nei, svaraði Christian, — þér farið í bátinn, eða þér
verðið rekinn í gegn. Og hann míðaði á mig byssustingn
um. Þá bað ég Christian að leyfa Tinkler mági mínum að
fara með mér. Christian neitaði því í fyrstu, en sam-
þykkti það þó að lokum.
Ég man ekki, hvor okkar Blighs fór fyrr í bátinn, en
ég man það, að við vorum báðir við skipsstigann í einu.
Allan þann tinía viðhafði skipshöfnin hið hroðalegasta orð
bragð um herra Bligh. Við óskuðum eftir að fá byssur með
okkur í bátinn, en því var harðlega neitað. Því næst var
bátnum ýtt aftur með skipshliðinni. Er báturinn hafði leg-
ið þar stundarkorn, var fjórum sverðum kastað til okkar
og jafnframt því dundu á okkar skammaryrðin. Ég heyrði
marga segja:
Skjótið þorparann. Þeir áttu við Bligh skipstjóra. Herra
Cole, bátsmaður, sagði: — Ég held að bezt sé að koma
sér burtu sem fyrst. Bligh skipstjóri samþykkti þetta. Byr
var lítill, svo að við settumst undir árar og rerum burt
frá Bounty.
Um leið og við leystum frá skipinu, heyrði ég Christian
gefa skipun um, að vinda upp segl. Þeir sigldu sömu stefnu
og Bligh hafði fylgt svo lengi sem við sáum til þeirra.
Við vorum svo truflaðir yfir þessum óvænta viðburði,
að mér var ómögulegt að skrifa niður hjá mér nokkrar
athugasemdir.
Eftirfarandi menn sá ég vopnaða: Fletcher Christian, —
Charles Churchill, liðþjálfi, Thomas Burkitt, einn fang-
anna, Matthew Quintal, John Millward, einn fanganna,
John Sumner og Isaac Martin,. Joseph Coleman, ryðmeist-
ari, einn af föngunum — vildi fá að vera með í bátnum
og hrópaði til okkar, hvað eftir annað, til þess að
minna okkur á, að hann hefði engan þátt tekið í uppreisn-
inni. Charles Norman, einn fanganna, og Thomas Mclntosh,
ennfremur einn af föngunum, vildi líká fá að koma með
NYR HIMINN - NÝ JÖRÐ
EFTIR ARTHEMISE GOERTZ
88
maga. Það vera enn dndarlegra,
ef hún ekki verða veik.
Um leið og hún gekk út úr
stofunni sneri hún sér við og
mælti: — Sep segja það fari ekk-
ert skip í svona veðri. Frænka
yðar mikið reið /fir pví, að við
komumst ekki af stað í dag.-
Hann klæddi sig og gekk út á
hjallann. Regnið stóð upp á húsið
svo hann varð að fara inn aftur
eftir regnkápu sinni. Vatnsflaum
urinn var kominn langt upp fyrir
fjöruna og flæddi um allar götur.
Löðurkúfar huldu sjónhringinn
gersamlega og eldingar ráku hver
aðra en þrumudynkir drundu við
í sífellu. Langt út með ströndinni
grillti hann sem í móðu þá Al-
ceste Moreau og syni nans, sem
voru að berjast við að koma hát-
um sínum í hlé inni í gjánni.
Ennþá átti hann ýmislegt ogert
til þess að Jolivet gamla yrði svo
auðvelt sem unnt væri að starfa
þennan hálfa mánuð, sem hann
hafði lofað að vera. En Viktor
reyndi ekki að komast til viðtals-
stofu sinnar. Hann hafði ekki
trú á að neinn hætti sér út 1 ann-
að eins veður. Klukkan tíu var
ofviðrið svo gífurlegt, að tré rifn-
uðu upp með rótum og þeyttust
um loftið. Stormsveiparnir scmu
úr öllum áttum í einu. Regndemb-
ur og dyngjur af rennvotum grein
um þustu um allar jarðir. Tras-
flötin var þakin allskyns drasli,
milli þrumudynkjanna heyrðust
— usur aí greinum, sem óaflátlega
steyptust niður í vatnið og þegar
valhnetumar skullu á húsþakinu,
var sem skammbyssuskot kvæðu
við.
Viktor gekk niður að vinnufólks
bústaðnum til að vita hvermg
Cumbu liði. Þar var Kóletta farin
að hjálpa Nanaine til að skipta
um volg strokjárn, er þær vöfðu
inn í flónel og lögðu við ískalda
fætur gömlu konunnar. Cumba lá
kyrr og cautaði eitthvað kjökr-
andi fyrir munni sér.
— Kóletta — þú hefðir ekki átt
að hætta þér hingað, sagði hann.
— Það er varasamt að vera úti í
svona veðri.
—O, þetta er ekki íema rétt
yfir flötina, svaraði hún. Svipur
hennar var ólíkur því, sem verið
hafði vikum saman, og nú brosti
hún bjart og glaðlega. — Pabbi
og Leon eru úti. Þeir fóru niður
að Castain-vogi til að festa Svan-
inum í kvinni við sögunarmylluna.
— Það var þó gott, að þeir
reyndu ekki að fara yfir til borg-
arinnar í morgun.
— Ó, hann Leon vildi svo sem
endilega fara. Hún hló, næstum
hjartanlega. — Hann hafði boðið
sér sjálfur í brúðkaup.
— Var það? Alltaf var rekja
Leons jafn óþolandi hugsaði
læknirinr. Oe þc vpr r • i*t if
hans minni háttar göllum.
— Já, Leon sagði mér í gær
— Harry Lockwood — hann sagð-
ist ætla að fara að gifta sig —
Kóletta stamaði fram orðunum —
undir eins, áður en þau færu til
Chicagó .... Hún þagnaði skyndi-
lega.
Nanaine var í óðaönn að skipta
um strokjárn, en eigi að síður
hafði hún heyrt hvert orð.
— Það var rétt af þeim. Hún
rétti úr sér og hvessti augun á
þau. — Það er allt farið, svo er
guði fyrir að þakka. Gott að við
skulum vera laus við þau.
— Hérna, Kóletta. Læknirinn
tók regnvota kápu hennar af stól-
baki. þar sem hún hékk við hlið-
ina á kápu Nanaine. — Þú ættir
nú að fara heim, áður en veður
versnar enn meir. Þú gætir orðið
fyrir tré.
Hann sveipaði sláinu um hana
svo það huldi hárið og hékk nið-
ur fyrir mittið. Svo fylgdi hann
henni yfir fyrir limgerðið og leit
eftir að hún næði örugglega inn
í hús sitt. Þegar hann kom aftur
kom Gladys inn úr hliðarherberg-
inu, en þar hafði hún verið að
fægja lampaglös upp úr þurru
salti.
— Sep segir að það verði 'oða-
lega dimmt í kvöld. Hún hristi
höfuðið.
Flóðið jókst. Um hádegisbilið
náði vatnið inn fyrir garðshliðið.
Stór lækur rann inn garðsstiginn
— og eftir skamma stund var
grasflötin orðin að stöðuvatni.
Meðan þau sátu að snæðingi. tók
vatn að renna inn um þiljurnar
á neðri hæðinni og hríslaðist í
smásprænum um þvert gólfið. Dag
urinn var endalaust hálfrökkur.
svo þau urðu að kveikja ljós. peg-
ar þau voru að borða ábætinn,
svipti vindkviða burtu einum rimli
í handriðinu og flaug burt með
hann ofar öllum trjátoppum. Þau
hættu snæðingi í flýti.
Viktor fór úr skóm og sokkum,
braut upp buxumar og gekk nið-
ur til að loka hurðinni á vagna-
skúrnum. Hafði hún hrokkið upp
og sveiflaðist aftur og fram í og-
viðrinu. Ragnið barði hann í and-
litið og buldi á regnkápu hans.
Fuglar hvirfluðust um í loftinu,
eins og fjúkandi lauf.
Vatnið náði honum upp að
knjám, er hann óð til baka. Kjall-
arinn var eitt stórt stöðuvatn en
á því flutu borð og stólar aftur
og fram. Bátarnir höfðu hrokkið
niður af bitunum og flutu nú á
hvolfi í vatninu. Hann náði í Rep,
sem kom með kaðla, svo þeir gátu
rígbundið bátana við múrsLeins-
súlurnar á Mánaskini. Árarnar bar
hann upp og kom þeim fyrir i
horni á herberginu sínu. Hann
var því feginn, að hafa eitthvað
að gera. þakklátur fyrir að úga
of annríkt til að hugsa . . .
Vatnið var ein ólgandi öldukös,
með freyðandi löður á hverjum
toppi. Þeir Sep og Viktor stóðu í
vatni til mjaðma og horfðu sem
agndofa á þetta hervirki Baðhús
in flutu brott og bárust um eins
og leikföng. Þeir sáu risavaxna
öldu rísa fram undan baðhúsinu
á Mánaskini og — andartaki síð-
ar reif hún baðbryggjuna undan
Fagraskógi um koll og braut hana
í spón eins og eldspýtnastokk. Þeir
horfðu niður með ströndinni, út
til Karlshöfðakvíarinnar, en sáu
hvergi tangur né tötur eftir af
henni.
Þakið sviptist af vagnaskúrn-
um. Hnegg í dauðskelfdum hest-
um barst ógreinilega til þeirra
gegnum ofviðrið. Læknirinn fór
yfir til Ulysse, að sækja Rougette.
En frændi harðneitaði að hleypa
hesti sínum út, svo hann aæti
forðað sér. — Hann á að fafla í
orrustunni, eins og fræknum klér’
sæmir. Ofstæki hans jaðraði stund-
um við brjálsemi .... Þeir Sep
og skepnuhirðir Roussels hleyptu
út úr hesthúsunum í Fagraskógi
ásamt arabisku hestunum tveim,
sem Nanaine átti og orðnir voru
óðir af hræðslu. Komu þeir þeim
fyrir á lóð kaþólska skólans, sem
lá hærra. Þegar Sep kom aftur,
náði vatnið i fremri garðinum
honum í mitti.
Gegnum rúðurnar í dagstofu-
hurðinni horfði Viktor á, hversu
vatnið steig. Að baki hans sat Nan
aine við borð og lagði kabal. Hún
var sannfærð um, að öfviðrið
myndi ekki dirfast að verða of
nærgöngult virðingu duRochers
fólksins. Öðru hvoru gerði hún
hlé á, til að gera krossmark fyrir
sér, ef elding leiftraði eða tré
féll með braki og brestum. Gamli
læknirinn svaf í ruggustólnum,
stuttklippta tjúgurskeggið lá ofan
á bringu hans.
Löðrandi öldurót æddi um göt-
urnar. Og nú inni í garðinum. Þær
skullu á þriðja, fjórða og fimmta
þrepinu .... ’heil tré skullu á
stauragirðingunni þar úti, svo hún
riðaði við og nötraði. Viktor hugs-
aði til þess með kvíða, hve lengi
hún myndi standast. Brysti hún
myndu öll hús meðfram strönd-
inni sviptast út í flauminn.
Að hálfri stundu liðinni hafði
það gerzt, og vatnið fossaði inn
í garðinn með iðandi kös af staur-
um og stórtrjám í eftirdragi.
— Nú verðum við að fara, sagði
Viktor.
Nanaine leit til hans hvössum
augum. — Hvað ert þú að segja?
— Við verðum að forða okkur
héðan. Við getum komist yfir í
bankann.
— Yfirgefa Mánaskin. Ertu
orðinn vitlaus. Ég fer ekki héðan.
Hún tók aftur til við kabalinn
eins og ekkert hefði í skorizt.
Með aðstoð Seps fékk hann ílutt
Roussels-fólkið til skrifstofu Júl-
íens uppi yfir bankanum. ueon
veitti þeim ekki minnstu aðstoð.
Hann hafði marið sig í höndina,
er hann skyldi loka gluggunum
í sögunarmyllunni. Hann var líka
í versta skapi út af því, að meðan
hann átti í þessu óvenjulega erfiJSi,
hafði hann lagt dýrmætt og stein-
um sett vindlingahylki sitt ein-
hversstaðar frá sér og gleymt því.
Sat hann nú þögull og fúll í bát
með föður sínum og vinnufólki,
klæddur nýtízku frakka og til-
svarandi húfu, en Sep sá um róð-
urinn. Á undan þeim reri lækn-
irinn báti með þeim mæðgum. Dú-
dús hafði afsagt að skiljast við
Kólettu, sat hún nú fast við hlið
hennar og reyndi að verja hana
fyrir regninu er helltist úr loftinu.
Regnhlífum varð eigi við komið
sökum veðurofsans, og höfðu
konurnar einvörðungu sjöl sin og
regnslá sér til varnar. Meðal þeirra
dýrmætu gripa, er Olympe hafði
kosið að bjarga, var vindlinga-
pakki fyrir Leon. Og þar sem all-
ir vasar hennar voru troðfullir af
skartgripum, hafði hún fengið Kól
ettu hann til varðveizlu.
Þegar til bankans kom, lyfti
læknirinn Kólettu upp úr bátnurn
og bar hana inn á þurran blett
í stigaganginum. Hún þrýsti sér
að honum af áberandi ofsa og tók
ekki handleggina af hálsi hans eft-
ir að hann hafði sett hana niður.
Og er hann leit framan í hana.
hnykkti honum við að sjá svipinn
í augum hennar. Þetta var eitt-
hvað meira en eðlilegur kvíði eða