Tíminn - 20.01.1965, Qupperneq 12

Tíminn - 20.01.1965, Qupperneq 12
12 T88VNN MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 1965 I { I MINNING Magnús Hákonarson frá Nýlendu Þann 21. okt. 1964 var til mold- ar borinn Magnús Hákonarson, að Nýlendu Miðneshreppi. Magnús var fæddur að Nýlendu þann 12. júní 1890, sonur hjón- anna Hákonar Tómassonar, Há- konarsonar, Vilhjálmssonar, Kirkjuvogi Höfnum og konu hans voru þau systrabörn. Hákon Tómasson var merkis- bóndi, eru mörg hnyttileg tilsvör eftir honum höfð og hafa meðal annars birzt í „íslenzkri fyndni.“ Sjósókn var löngum sú mest viðurkennda aðferð til sjálfsbjarg ar á Suðurnesjum. Tíu ára að aldri fór Magnús að stunda sjóróður á sumrin, en 14 ára gekk hann að starfi sem fullgild- ur háseti. Sjósókn varð einni<r að- alstarf Magnúsar framan af ævi, og fór hann ekki varhluta af hættum þeim, sem bví starfi fylgdu. Arið 1913 fórst skip, sem Magn- ús var háseti á. Drukknuðu 5 af áhöfn skipsins, en 3 björguðust. Bar það til með þeim hætti, að 2 þeirra sem komust á kjöl gátu haldið sér þar, þar til hjálp barst, sá 3. batt sig við lóðarbelt og lét sig reka. Magnús var annar þeirra sem hélt sér á kili. Er þeir höfðu velkzt í sjónum í tvo tíma og óll von virtist úti, sjá þeir úti við sjóndeildarhring reyk frá skipi. Þetta var enskur togari, sem af einhverri einskærri tilviljun tók stefnu beint á slysstaðinn. Þó að qkipið færi nærri héldu skipverj- 5r að þarna væru aðeins fuglar sem sætu á fleka, og skipið var að fara framhjá, er þeir áttuðu sig á, að þarna væru menn í sjáv- arháska. Er þeim hafði ver- ið bjargað gátu þeir gert aðvart um hinn 3. félaga sinn og ójarg- aðist hann einnig. Sagt er frá hrakningum þessum i bók- inni „Brim og boðar.“ Ekki mun hafa hvarflað að Magnúsi að fá sér hættuminna starf, heldur hélt hann áfram að starfa sem dugandi sjómaður Árið 1921 lenti har.n í hrakn- ingum öðru sinni. Hann var þá formaður á Sigurfara, en það skip átti hann í félagi við frænda sinn Kristin Jónsson frá Loftsstöðum. íþróttir Framhald af 13. síðu 5 ára. Framtíð F.H a knatt- spyrnusviðinu ætti því að vera tryggð. ef vei verður hlúð að þessum drengjum og séð um yngri flokkana. — Öll aðalstjórn knattspyrnu- deildarinnai var endurkosin, en hana skipa; Árni Ágústsson, formaður, Ragnar Magnússon, v.form., Bergþór Jónsson, gjaldkeri, 'Evar Harðarson, rit- ari og ingvar Viktorsson, spjaidskrárr í varastjórn vor>' kosnir Þórður Guðjónsson, Magnús Magnússon og Magnús Guðmundsson. — í lok aðalfundarins voru sýndar myndir, sem formaður- inn, Árni Ágústsson. hafði tekið við ýmis tækifæri a liðnu sumri. Myndir þessar voru all- ar teknar á AGFA-litfilmu. — Vakti sýmngin mikla og ó- skipta athygli fundarmanna, enda gáfu myndimar glögga og skemmtilega innsýn í félags- starfið. Er ætlunin, að áfram verði haldið á sömu oraut. Hrakningasögu þessari er gerð góð skil í bókinni „Frá Suðurnesj um“. í þeirri ferð sýndi Magnús sérstaka hugprýði og þrautseygju. Ekki bilaði kjarkurinn þótt hurð- skylli nærri hælum í það sinn. Hann hélt áfram sjómannsstarfi til ársins 1942, en þá lagðist trillubátaútgerð niður á Suður- nesjum. Jafnframt útgerð á opnum bát um, stundaði Magnús oúskap að Nýlendu. Það eru erfið ræktunar- skilyrði á Suðurnesjum, mest sandorpin hraun, þegar túnum sleppir. Þrátt fyrir erfið skilyrði braut hann nýtt land til ræktun- ar og bætti iörðina Allur bú- skapur hans bar vott um snyrtimennsku og reglusemi. Síðustu ár ævinnar var hann með- hjálpari við Hvalsneskirkju, en hann hafði alltaf verið kirkjuræk- inn og mun hafa verið trúaður. Magnús var kvæntur Guðrúnu Steingrímsdóttur, ættaðir úr Krísuvík, og lifir hún mann sinn. Voru þau hjón samhent í búskapn um, gestrisin. og var oft margt um manninn á heimili þeirra. Þeirra heimili hefur alltaf fylgt kröfum tímans um þrifnað og snyrtimennsku, hafa þau þar einn ig notið stuðnings bama sinna. Vil ég þar sérstaklega tilnefna elzta son þeirra, Hákon, sem með miklum dugnaði og reglusemi hef ur stutt viðleitni þeirra til fram- fara. Þau hjón hafa haft barnalán mikið. eignuðust 7 börn. Þau eru: Steinunn, gift Skúla Halldórssyni tónskáldi. Hákon kvæntur Svölu Sigurðardóttur býr að Nýlendu. Björg. gift Ólafi Guðmundssyni birgðaverði, hýr í Reykjavík. Einar Marinó járnsmiður kvæntur Helgu Aðalsteinsdóttur, býr 1 R.vík Gunnar Reynir löggiltur endur- skoðandi, býr í Kópavogi. Jára gift Brynjari Péturssyni bifreiða- stjóra, býr í Sandgerði. Sólveig skrifstofustúlka. býr i Reykjavik Magnús mun ekki hafa gengið heill tii sikógar alllengi, en þó. án i þess að kvarta. Er hann loks æit- aði læknis, kom í ijós að hann gekk með ólæknandi sjúkdóm. Hann mun hafa getið sér nærri um að hverju dró. .lann beið dauðans með beirri rósemd og hugbrýði, sem er aðdáunarverð 1 Hann andaðist þann 11. okt. 1964 á heimili Einars sonar síns. Naut hann þar nærroru eiginkonu og bama, er hann kvaddi þennan heim. Við fráfall Magnúsar er horfinn af Suðumesjum einn þeirra manna er setti svip á byggðina. Það var alltaf einhver hressandi gustur, sem fylgdi honum og glaðværð, þar sem hann gekk að starfi. Ég votta eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum og bama börnum mína innilegustu samúð. ÓIi Kr. Guðmundsson FLUGBJÖRGUNARSVEITIN rramhald al 8 síðu arneshreppi, en barnið hafði brennzt illa á gamlársdag, og sængurkonu að Lækjarmóti í Köldukinn 4. jan. — Þá fór snjóbíllinn 13. þ. m. út að Dal í Höfðahverfi og sótti þangað veikan mann sem koma þurfti í sjúkrahús, hafði hann skorizt á andliti er símastrengur slitnaði er verið var að strengja hann, með þeim afleiðingum sem fyrr segir. Ferðin gekk vel en tók tæpa fjóra tíma hvora leið. Bragi Svanlaugsson og Svan- laugur Ólafsson, bifvélavirkjar sjá um allt sem kemur vélknúnum flutningatækjum sveitarinnar við, og er það mikið verk. Ármann Helgi Alfreðsson og Jön Tómas- son sjá um aðrar eignir sveit- arinnar. Þá er sveitinni skipt í leitarflokka, sem hver hefur sín hlutverki að gegna. — Hafið þið fengið mörg út- köll frá upphafi, á s. 1. ári? — 15 sinnum hefur sveitin í heild, eða meirihluti hennar. ver- ið kallaður út til leitar. Auk þess hefur sveitin í vaxandi mæli að- stoðað við sjúkraflutninga í hér- aðinu, þegar venjuleg flutninga- tæki hafa ekki getað annað þeim, sökum ófærðar. Á síðastliðnu ári var sveitin tvisvar kölluð út til leitar, og farið var í nokkra sjúkraflutninga innanhéraðs. — Nýtur starfsemin ekki opin- berra styrkja? — Styrkir til sveitarinnar 1 s. 1. ári voru frá Akureyrarbæ: 30 þúsund ©g frá Ríkissjóði 50 þús- und. — Fá meðlimir sveitarinnar nokkuð annað en ánægjuna fyr- ir sína vinnu? — Meðlimirnir vinna kauplaust að öllum störfum sveitarinnar. Óhætt er að fullyrða, að sumir þessara manna hafa iagt fram vinnu fyrir tug þúsunda króna. T. d. hafa þeir Bragi og Svan- laugur smíðað sleða og byggt að nokkru yfir bílakost sveitarinnar án endurgjalds. — Vill ekki einhver ykkar lýsa útkalli með öllu tilheyrandi? Tryggvi Þorsteinsson vérður fyr ir svörum, og segir: — Útkallið getur vierið frá Flugmálastjórninni R.vík., ef um týnda flugvél væri að ræða. og kemur þá tilkynning frá henni gegnum Landssímann til for- manns. Ef útkallið viðkemur leit í héraði og er ekki um leit að týndri flugvél að ræða, verður það að koma til formanns sveitarinn ar frá lögreglu eða nánum að- standenda þess sem teitað jr að. — Formaðurinn lætur svo boð út ganga til leitarstjóra, en beir sjá svo um boðun til flokksstjóra. sem boða sína menn Hver ein asti meðlimur hefur nafnaskrá yfir sveitina, með heimilisföng- um, símanúmerum á heimilum og á vinnustað. Leitarmenn verða að mæta í aðalbækistöð sveitar- innar við Strandgötu og þaðan er leitin skipulögð. — Þar er hver maður, sem í leitina fer, skrásettur og útbú- inn eftir því sem þurfa þykir, með fatnaði og tækjum. Að loK- inni leit verða allir að mæta í leitarmiðstöðin til afskráningar. Héraðinu hefur verið skipt í leit- arsvæði og áætlaður mannskapur á hvert svæði og um leið og flokkurinn fer til leitar getur hann fengið skrifleg fyrirmæli um svæðið. — Nokkuð, sem þið vilduð taka sérstaklega fram að lokum? — Þótt útbúnaður þessarar sveitar sé með því bezta sem björgunarsveit hefur yfir að ráða, hér á landi, þá skortir hana til- finnanlega léttar talstöðvar og stöðugt þarf mikið fé til þess að halda öllu í horfinu og bæta við nýjungum, sem nútíma tækni krefst. — Þá viljum við nota tækifær- ið, án þess þó að nefna nokkur nöfn, og senda öllum þeim vel- unnurum Flugbjörgunarsveitar- innar okkar innilegustu þakkir | fyrir margháttaða fyrirgreiðslu ! fyrr og nú. Um leið og blaðið þakkar rabb- ið, óskar það sveitinni gæfu og gengis. H. S. BARNAMORÐ EramUald al ols 16. kvæmlega stillt, — skrifar Carlo Gregoretti. — Þegar hann var tilbúinn gaf hann suð- urafríska málaliðanum merki, og hann skaut litlu drengina þrjá. Þeir fáu uppreisnarmenn, sem í borginni voru, höfðu flú- ið löngu áður en hermenn ríkis stjómarinnar komu til bæjar- ins. En kvikmyndatökumennirn ir þurftu að fá mynd af því, þeg ar hermenn ríkisstjórnarinnar „frelsuðu“ hvíta fanga. Slík frelsun var því sett á svið. Kat- ólsku nunnurnar og munkarn- ( ir, sem dvöldu í bænum, i bjuggu um sig innst í trúboðs- stöðunni og málaliðarnir hófu skothríð. Einum kvikmynda-! tökumannanna tókst á síðasta j augnabliki að koima í veg fyrir, að málaliði skyti niður nokkr- ar nunnur, er krupu niður bak við, altarið. Síðan var trúboðs- stöðinni „bjargað“ og mynda- tökuimennirnir tóku myndir af grátandi munkum og nunnum, sem þökkuðu fyrir björgunina Einn uppreisnarmannna var handtekinn og ætluðu mála- liðarnir að pynta hann og skjóta síðan. En þeim aðgerð um var frestað til næsta dags. Það var myndatökumaðurinn, sem bað um frestunina — bon um þótti of dimmt til þess að taka fleiri myndir þann daginn. Uppreisnarmaðurinn var með þríbrotinn handlegg o>g skinnið hékk í pjötlum utan á honum eftir misþyrmingar málaliðanna. Honum var troð ið inn í hús eitt við fljótið, og um nóttina lézt hann af sár um sínum. Morguninn eftir var honum kastað í fljótið — og að sjálfsögðu tóku kvikmynda tökumenimir myndir af atburð inum. — Eg hef sannanir fyrir því, að hvert orð, sem ég hef skrif- að , er rétt — segir Carlo Gre- goretti. — Einn kvikmynda- tökumannanna heimsótti mig í hótelherbergi mitt í Leopold- ville og sagði mér frá þessum hryllilegu atburðum. Hann, og einn samstarfsmanna hans, sögðu þegar í stað lausu starfi sínu hjá kvikmyndafélaginu og flugu heim til Ítalíu —miður sín vegna grimmdar lands- manna sinna og málaliðanna. Eg hraðritaði nákvæmlega það, sem þeir sögðu mér í hótelher- berginu, og ég hef auk þess eitt vitni, sem var hjá okkur, og sem getur borið sannleikan um vitni. Yfirvöldin í Ítalíu hafa nú málið með höndum og velta því fyrir sér, hvort hefja skuli mál á hendur kvikmyndatöku mönnunum. Ef atburðurinn hef ur gerzt eins og Grogoretti seg- ir, þá getur svo farið að þeir verði ákærðir fyrir hlutdeild í miorði. — Við áttum engan þátt í þeim atburðum, sem áttu sér stað segir leiðangurssjórinn, Franco Prosperi. — Það er rétt, að drengirnir þrír og upp- reisnarmaðurinn voru drepnir af málaliðunum, en það var ekki gert vegna óska okkar. Við reyndum þvert á móti að bjarga drengjunum, en það var of seint. Við drápum engan — hvorki beint né óbeint Það eru málaliðarnir sem eiga sök ina. 1 óí?f r.skrifstofan I($nat$arbankahúsinu IV hæ«. Tómas Arnason og Vilhjálmur Árnason Störf tveggja ritara við sakadóm Reykjavíkur eru laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 25. þ- m. til skrifstofu saka dóms að Borgartúni 7, þar sem gefnar eru nánari upplýsingar um störfin. Yfirsakadómari. Útför föSur mins Magnúsar Jónssonar frá Víkingsstöðum fer fram laugardaginn 23. þ.m. Athöfnin hefst meS húskveSju að heimili mínu, Hveratúni Biskurpstungum kl. 1 e. h. JarSsett verður í Skálholti kl. 2. Fyrir hönd vandamanna, Skúli Magnússon

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.