Tíminn - 20.01.1965, Síða 14
TÍMINN
MIÐVnOJDAGUR 20. janúar 1965
ViðræSur de Caulle
og Erhurds hufnur
Reykjavík, þrlSjudag. í kvöld kom upp eldur í litlu timburhúsi viB Álftamýri 8, en hús þetta stendur á milli
tveggja blokkhúsa. Ekki var búiS í húsinu, en gömul korna sem bjó þar áður notar húsið til að baka í því,
en þaS er atvinna konunnar. Húslð fór illa í eldinum, en brann þó ekki til grunna. Ekki er hægt að segja
tll um hvort borgi sig að gera við skemmdirnar. (Tímamynd KJ)
ARMSTRONG
Framhald af 1. síSu.
á sama stað og tíma, og að
morgni þriðjudagsins halda
þau svo aftur til New York.
Forsala aðgöngumiða hefst
fimmtudaginn 21. janúar í
bókabúðum Lárusar Blöndal
á Skólavörðustíg og í Vestur
veri. Er ekki úr vegi að hvetja
fólk til að verða sér úti um
aðgöngumiða í tíma, því lítill
vafi er á að færri en vilja kom
ast á hljómleikana, og útilokað
er að um aukahljómleika geti
orðið að ræða.
Eins og áður segir er verð
aðgöngumiða aðeins 325 krón
■ ur, og er hér þó tvímælalaust
um að ræða einhverja dýrustu
skemmtikrafta, sem nokkru
sinni hafa komið hingað.
Þeir sem leika með Arm-
strong eru þessir: Billy Kyle,
píanóleikari, hann hefur leikið
með Armstrong í tíu ár og
er löngu orðinn heimsfrægur
listamaður. Awell Shaw. bassa
leikari, ekki síður frægur en
Kyle, lék áður m. a. með
Teddy Wilson og Benny Good
man. Báðir þessir menn léku
með Armstrong í myndinni
High Society, sem sýnd var
hér fyrir nokkrum árum.
Danny Barcelona, trommuleik
ari, hefur leikið með Arm-
strong síðan 1958, en hafði áð-
ur sína eigin hljómsveit, Russel
„Big Shief“ Moore, trombone
leikari, hefur leikið með Arm
strong undanfarið, en áður með
mörgum þekktum hljómsveit-
um, Eddie Shu, leikur á clari
net, lék áður með Les Elgart,
Lionel Hampton, Charlie 3arn
et og Gene Krupa. Jewel
Brown söngkona, hefur sungið
með Armstrong undanfarið og
er mjög fær söngkona.
Þá er eftir að geta söng-
skrárinnar. Enn eru ’ögin ekki
fyllilega ákveðin fvrir "verja
hljómleika um sig, en kunnugt
er hvaða lög Louis og 'nljóm-
sveit flytja hérlendis. leðal
þeirra eru fiesta þau lög, sem
hann hefm orðið trægui tyrir
að syngja — eða eigum við
að segja, sem hann hefur gert
fræg — og skulu hér nefnd
nokkur þeirra: Hello Dolly, \
So Long Dearie, High Societv.
St. Louis Blues. Ain‘t Misbe-
havin, Rockin‘ Chair Kiss To
Build A Dream On, Mack
The Knife, Saint Go Marching
In, Don‘t Fence Me In, I Can‘t
Give You Anything But i.ove;
Twelfth Street Rag, Blueberry
Hill, Shadrak og fleiri og fleiri.
ISINN KYRR
MB-Reykjavík, þriðjudag.
Litlar breytingar hafa orðið á
ísnum fyrir vestan. Hann virðist
heldur hafa lónað frá og lítil
hreyfing hefur veirið á honum í
dag, enda veður stillt. Bátar á j
Vestfjörðum hafa sumir hverjir
ekki getað lagt eins djúpt og þeir
eru vainir vegna ísreks, og vissaira
er að fara með gát á siglingu
vegna þess.
f nótt og í dag, snjóaði talsvert
hér suntnanlands, en þó munu
vegir færir austur í Vík, en þung
færð er á Mýrdalssandi. Búið er
að ryðja Bröttubrekku oig er fært
í Búðardal, fært er í Skagafjörð
um Svínvetningahraut, og í dag
var verið að ryðja Öxnadalinn og
Öxnadalsheiði.
JOHNSON FORSETI
Framhald af 2. síðu.
setanum tekur varaforsetinn við
embætti.
Forsetinn hefur sérstaklega boð
ið þeim mönnum, sem hlotið hafa
friðarverðlaun forsetans. Þar á
meðal verður hinn kunni Frakki,
Jean Monnet, sem stundum er kall
aður „faðir Efnahagsbandalags-
ins.“ Þá verða og viðstaddir opin-
berir embættismenn, þingmenn,
sendiherrar og önnur fyrirmenni.
Ámokstursvél
skemmist í eldi
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
Um hálf-tvö í dag varð skamm-
hlaup í rafgeymi stórrar ámokst-
ursvélar frá Reykjavíkurhöfn, sem
var inni í Blesugróf. Komst eldur
í 300 lítra af benzíni í tank á
þaki vélarinnar, og varð af mikill
eldur. Ámokstursvélin skemmdist
mikið, leiðslur allar brunnu, vírar
ofhitnuðu, og fleiri skemmdir
urðu á vélinni. Maður, sem var við
vinnu í vélinni, slapp ómeiddur.
OLÍULEYSI
Framhald af 1. síðu.
að leita til nágrannaþjóða okkar
uim olíu til bráðabirgða, eðá á
náðir varnarliðsins, sem hér geym
ir alUaf töluverðar birgðir af
olíu-
Tímanum er kunnugt um, að
olíufélögin hafa gert sitt ítrasta
til að fá olíuna hingað í tæka tíð,
en aðstaða þeirra til að tryggja
öryggi í þessum efnum, virðist
vera veik, eins og fyrrgreind dæmi
sýnir.
Á leiðinni hingað eru svo fleiri
skip, en það sem nú landar hér og
er þess að vænta að úr rætist í
framtíðinni.
Vinningar
Vinningar i skyndihappdrætti
Framsóknarflokksins féllu á
þessi númer:
21471 Opel Rekord oifreið.
22585 Singersaumavél ,aG12
Singersaumavél, 4080 Singer
saumavél. 21252 ‘Hngersauma
vél, 11229 Levin rvstikista
25009 Levin frvstilcista 10001
Levin frystikista. 46500 evin
frvstikista. 39501 Smith Corona
(rafmagnsritvéD 2916) Smith
Corona rafmagnsritvél '45?
Smith Oorona rafmagnsritvM
20684 Smith Corona rafmagns
ritvél.
CHURCHILL
Framhald af l. síðu.
liðið var aukið í morgun, og Lord
Moran og fjölsikylda Churchills
fengu sérstaka lífverði.
| Meðal þeirra, sem söfnuðust sam
i an fyrir utan hús Churchills í dag,
var Winston Kesigton, 27 ára gam-
all Nígeríumaður. Hann sagðist
hafa verið látinn heita í höfuðið
á hinum aldna stjórnmálamanni.
— Við Nígeríumenn virðum Churc
hill mikils — hann var einn af
bjargvættum oikkar á stríðsárunum
— sagði hann við fréttamenn í dag.
Beðið var fyrir Churchill í dag
í Neðri deild brezka þingsins í
skólum landsins og á öðmm
mannamótum. Erkibiskupinn af
York, Donald Coggan, sagði að
hugsnair Breta snérust nú um
merkasta Breta vorra tíma, manns
sem lokið hefði lífsstarfi sínu og
væri nú að kveðja þetta líf. —
„Við þökkum Guði fyrir hina
styrku stjórn Sir Winston? Chure
hills á hættunnar stund og fyrir
, andleg afi hans og viljakraft" —
j sagði hann.
Lord Avon, fyrrum Sir Anthony
; Eden, sem tók við af Churchill
sem forsætisráðherra árið 1955,
heimsótti Churchili í dag. Hann
var aivariegur á svip, þegar hann
I hvarf þaðan 24 mínútum sí®ar.
NTB-París, 19. janúar.
Forsætisráðheirra V.-Þýzkalands,
Ludwig Erhard,. hóf í dag tveggja
daga viðræ’ður sínar við de Gaulle,
Frakklandsforseta. Fara viðræð-
uirnar fram í Rambou'illet höllimni,
sem er í fjögurra mílna fjarlægð
frá París. Helztu umræðuefnin
verða: Samband Þýzkalands og
Frakklands, eining Evrópu og ým-
is alþjóðleg vandamál.
Við komu sína til Parísar í dag
sagði Erhard, að viðræðurnar
mundu verða víðtækar. Þær yrðu
ekki einskorðaðar við samband
Frakklands og Þýzkalands, heldur
yrði líka rætt um Evrópu sem
heild og friðinn í heiminum. Þær
framfarir, sem þegar hefðu orðið
innan evrópskrar samvinnu, sér-
staklega í sambandi við kornverð-
ið, mundu gefa viðræðunum góðan
hljómgrunn.
Erhard og de Gaulle munu hitt-
ast mörgum sinnum þessa tvo
daga, sem Erhard dvelst í Frakk-
landi. Fyrsti fundurinn var síð-
degis í dag ag fyrir utan þá tvo
voru engir viðstaddir nema túlk-
ar. Stóð fundurinn allt fram til
kvöldverðar. I kvöld bauð de,
Gaulle Erhard að sjá einkakvik-
myndasýningu. Meðan þessu fór
fram, ræddust utanríkisráðherrar
landanna, Maurice Couve de Mur-
ville og Gerhard Schroeder, við
í tvo tíma í húsnæði franska utan-
ríkisráðuneytisins í París. Við-
ræður de Gaulle og Erhard eru
þær fjórðu síðan fransk-þýzki
samvinnusáttmálin var gerður ár-
ið 1963 í janúar. Samkvæmt sátt-
rrjálanum skulu æðstu menn þess-
ara tveggja landa hittast tvisvar
á ári, einu sinni í París og einu
sinni í Bonn.
Talið er líklegt, að sameining
Þýzkalands verði eitt af þeim mál-
efnum, er verður ofarlega á um-
ræðulistanum. V.-Þjóðverjar vona,
að hinn vestræni heimur samein-
ist um ákveðna afstöðu í þessu
máli, þannig að Frakkland, ? Bret-
land og Bandaríkin standi með
V.-Þýzkalandi í viðræðum, er orð-
ið geta um þetta mál.
Varnarmál Evrópu verða einnig
ofarlega á listanum, einkum í sam-
bandi við fyrirhugaðan kjarn-
orkuflota NATO. Sjónarmið Frakk
lands og V.-Þýzkalands í þessu
máli eru mjög frábrugðin. Erhard
mun án efa fara fram á, að de
Gaulle geri sér grein fyrir af-
stöðu Frakklands í sambandi við
þetta. Erhard mun einnig biðja
um ákveðið svar frá de Gaulle um
tillögur V.-Þýzkalands í sambandi
við stjórnmálalega einingu EBE-
landanna. Sambandið á milli
Frakklands og Þýzkalands hefur
versnað síðan Erhard var síðast I
París, ekki sízt vegna ósamkomu-
lagsins um kjarnorkuflota NATO
og um kornverðið innan EBE-
landanna. Þó vænkaðist ástandið
nokkuð, er samkomulag náðist um
kornverðið. Erhard og de Gaulle
munu hittast strax í fyrramálið, og
búizt er við skýrslu um fundinn
síðdegis á morgun, áður en Er-
hard snýr aftur til Bonn.
SVERTINGJAR TEKNIR
Framhaid ai 2 síðu.
tveim veitingahúsum, sem áður
voru einungis ætluð hvítu fólki.
Þessi bylting í hefðbundnum
umgengnisvenjum hvítra og
svartra á þessum slóðum fór frið-
samlega fram og án alvarlegra
átaka.
Breytingar á aðgreiningarhátt-
um hvítra og svartra í þessari
29.000 manna Suðurríkjaborg fóru
að gera vart við sig síðastliðið
sunnudagskvöld, þegar félag veit-
ingamanna í Selma ákvað að veita
blökkumönnum aðgang.
Hin nýja borgarstjórn í Selma,
sem setið hefur síðan í október,
gerir það, sem henni er unnt, til
þess að hvetja til umburðarlynd-
is og hindra óeirðir eins og þær,
sem urðu i júlí s.l. vegna sam-
þvkktar mannréttindalaganne
Martin Luther King hefur kært
lögreglustjórann fyrir yfirvöldun-
um. vegna framkomu hans við
negrana 60. Segir King handtök-
una vera eitt það rudda'egasta og
ómannúðlegasta sem hann hafi
séð og hann muni biðja ríkis-
stjórnina i Washington að senda
lögreglulið til Selma meðan á að-
gerðum negranra i sambandi við
mannréttindalögin stendur.
LEITAÐ AÐ OLÍU
Framhald aí Ois. ib
króna á mánuði. Eigi að ganga
I úr skugga um það, hvort olía
1 finnst í Norðursjó, kostar það
; að minnsta kosti 10—15 mánaða
j rannsóknir, Hver borhola, sem
grafin er á miklu dýpi kostar
20—30 milljónir norskra króna, og
j ef einhvers staðar finnst gas eða
olía, mun kosta í kringum 500
—710 milljónir norskra króna að
virkja holuna. Olíufélag, eitt eða
fleiri, sem hefur áhuga á olíu
leit í norskum höfum, getur eytt
að minnsta kosti 100—200 millj
ónum norskum krónum í leitina.
Þó að gas eða olía finnist ein-
hvers staðar á þessum slóðum, er
ekki víst, að hægt verði að nýta
hráefnið. Er það undir magn-
inu komið og eins því, hvort
erfiðleikar á vinnslu þess verði
mjög miklir. Því er eins víst,
að milljónunum verði eytt til
einskis, jafnvel þó einhver oHa
eða gas finnist.
Hinn alþjóðlegi sáttmáli, sem
skiptir undirstöðu meginlandsins
niður í strandríki miðað við mið
jarðarhafslínuna, er nú genginn
í gildi, og er England 22. aðilinn,
sem gerzt hefur aðili að sáttmál-
anum. í Noregi hefur nú verið
sett á stofn nefnd í þeim tilgangi
að gera áætlanir um hagnýtingu
þeirra náttúruauðæva, er kunna
að vera í undirstöðu meginlands
ins. Er gert ráð fyrir, að nefndin
skili áliti sínu í haust. Fram að
þessu hafa engin olíufélög fengið
leyfi til að leita að olíu á norsku
yfirráðasvæði, en í athugun eru
umsóknir um jarðfræðilegar rann
sóknir.
Evrópsk olíuframleiðsla er
nokkur hluti af heimsframleiðsl-
unni og fullnægir 6% af olíuþörf
um Evrópu. Þær olíulindir, sem
nú eru þekktar ættu að nægja
næstu 36 árin, ef miðað er við
ársnotkunina árið 1962. Miðað
við aukningu eftirspurnar munu
þessar olíulindir nægja í 17 ár
í viðbót, en jarðfræðingar eru á
þeirri skoðun, að það muni finn
ast 12—14 sinnum meiri olía eða
gas, en nú er fyrir hendi.
Borað er eftir olíu á sama hátt,
bæði til lands og sjávar. Notað
ur er 40 metra hár bortum. í
dag er mögulegt að bora á 300
metra dýpi af fljótandi fleka. Það
hefur verið borað 4,000 metra nið
ur á hafsbotn í 80 km. fjarlægð
frá landi. Borunarfleki getur ver
ið allt að 10.000 tonn á þyngd og
5.000 fermetrar á stærð með rúmi
fyrir 50 menn, sém vinna á 12
tíma vöktum.