Alþýðublaðið - 13.02.1955, Qupperneq 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Sunnudagur 13. febiúar 1355.
Útgefandi: Alþýðuflo\\urinn.
Ritstjóri: Helgi Sœmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emma Möller.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10.
Ásþriftarverð 15,00 á mánuði. í lausasölu 1,00.
ÓTTI ÍHALDSINS
HUGMYNDIN um vinslri
stjórn veldur íhaldinu ærn
um áihyggjum þessa dagana.
SVforgunblaðið ræöir málið í
forustugrein sinni í gær og
vandar svo sem ekki sam-
starfsflokknum kveðjurn-
ar. Það kallar hann Fram-
sóknar-Skj-öldu. sem sé óal.
andi og óferjandi, ef vinstri
samvinna takist. Hins veg-
ar er Framsóknarflokkur-
inn auðvitað mesta nytja-
skepna í fjósi íhaldsins!
Morgunblaðið kemur tkki
auga á nein þjóðnýt verk-
efni vinstri stjórnar. Það
virðist lifa í þairri trú, að
ekki sé hægt að stjórna
landinu nema með þátttöku
og þá helzt forustu Sjálf-
stæðisflokksins. Þó hefur
núverandi ríkisstjórn van-
rækt meginverkefnin í þjóð
félaginu með þeim afleið-
ingum, að hrun og öngþveiti
blasir við. Ný stjórn yrði
að freista úrræða í þessum
ífnum.
Ef vinstri samvinna
tekst, þá verðtir hlutverk
hennar að tryggja rekstur
og afkomu atvinnuveg-
anna og forða njrri geng-
islækkun. Nú er atvinnu-
lifi’ð eins og brotin vél, og
sjálfur forsætisráðherr-
ann hótar nýrri gengislækk
un. Þetta sýnir, að Sjálf-
stæðisflokkurinn er ekki
þedm vanda vaxinn að
stjórna landinu. Ástæðan
er sú, að hann þjónar hags
munum hinna fáu ríku.
Hann beitir sér fyrir vax-
andi stéttaskiptingu og
auknu þjóðfélagslegu rang
læti. Ný stjórn yrði að
beita þeim úrræðum að
leggja byrðarnar á þá,
sem breiðust hafa bökin.
Þetta óttast Sjálfstæðis-^
flokkurinn. Þess vegna má
honum ekki verða tjl þess
hug.sað, a’ð Framsóknar-
Skjalda slíti «sig lausa og
brjótist út úr fjósi íhalds
ins. Sú afsiaða stafar auð
vitað ekki af umhyggju
fyrir Framsóknarflokkn-
um eins og Morgunblaðið
gefur í skyn. íhaldið er að
hugsa um isjálfi sig eins
og fyrri daginn.
Val AlþýðuHokksins er
auðvelt. Hann viil nýja og
farsælli stjórnai’sttfnu. Á
honum mun því ekki standa,
;f Framsóknarflokkurinn
Ijær máls á nauðsynlegri
stefnubreytingu. Alþýðu-
flokkurinn markar ekki af-
stöðu sína með nytina úr
Framsóknar-Skjöldu fyrir
augum eins og Morgunblað
ið gerir. Hann lítur ekki á
samstarfsflokk sem mjólk-
urkú sína. En hann vill
fylkja liði tll baráttu gegn
þeirri hættu, sem vofir yfir
landi og þjóð. Framsóknar
flokkurinn á um það að
velja, hvort hann vill held-
ur sklpa sér í þá sveit eða
halda áfram samstarfinu
við íhaldið. stm kallar hann
Framsóknar-Skjöidu og
heimtar frekjulega nytina
úr kúnni.
Ástandið í aívinnulífi
okkar og efnahagsmálum
er með þeim hætti, að
stefnubreyting er óhjá-
kvæmileg, ef allt á ekki að
hryf.ja í rústir. fhaldinu
má ekki verða til slíkrar
stefnubreytingtr hugsað.
Það vill fljóta sofandi að
feigðarósi efnalegs sjálf-
stæ'ðis þjóðarinnar, og það
an er skammt og auðfarið
í gröf stjórnfrelsisins. Al-
þýðuflokkurinn hefur áð-
ur sýnt, að hann gat lagt
vinstri stjórn til málefni.
Hann hefur sannað í
verki, að hægt er að
stjórna landinu án íhalds-
ins og miklu betur en nú
er raun á. Alþýðuflokkur-
inn lætur málefi ráða af-
síöðu sinni til sérhverrar
X’íkisstjórnar. Hann er nú
verandi stjórn andvígur
vegna stefnu hennar og
verka. Og ný og farsælli
stjórnar.^tefna mun vissu
lega ekki stranda á .hon-
um.
Ótti íhaldsins er beztu
fram koninu meðmæli hug-
myndarinnar um vinstri
stjórn. Því má ekki verða
til þess hugsað að missa
Framsóknar-Skjöldu úr fjósi
sínu. En vill Framsóknar-
flokkurinn halda áfram að
mjólka íhaldinu? Úr því
fæst væntanlega skorið áð-
ur en langt um hður. Af-
siaða hans sker úr um,
hvort hann ætlar að vtrða
stækkandi eða minnkadi
tungl íslenzkra stjórnmála,
svo að enn sá vitnað til
hinna skáldlegu samlík-
inga forustugreinar Morg-
unblaðsins í gær.
Gerist áskrifendur blaSsins.
TaliS við afgreiðsluna. — Sími 4900
ísak Hallgrímsson (Knox), Jó-
hann Már Maríusson (Catter-
mole) og Bernharður Gu’ð-
mundsson (Gibson).
Sigurður Þórðarson (Harry), Gísji Alfreðsson (Donglas),
Inga Birna Jónsdóttir (Edith) og Auður Inga Ós'karsd. (Eva).
Herranótt menntaskólans 1955:
Einkarifarinn effir Charles Hawfrey.
HINAR árlegu leiksýningar
menntaskólanemenda eru um
margt sér.stæðar og ekki
ómerkur þáttur í ltiklistar-
lífi bæjarbúa, og einhver
merkasti þátturinn í fé-
lagslífi Menntaskó’.ans, svo
Valur Gústafsson í gerfi Einka
ritarans, Róbert Spalding.
sem að líkum lætur. Á
hverju á'ri stíga á "fjárirnar
gömlu í Iðnó fætur ungra leik
enda, sem ýmist koma þangað
sjaldan eða aldírei aftur eða!
þá þeir helga Thaliu líf sitt'
að mestu upp frá því. Úr hópi j
menntaskólanemenda hafa
komð ýmsir beztu leikararj
þjóðarinnar. og tíðum hafa
þeir leikið sín fyrstu hlutverk
í menntaskólaleikjunnm — bar
hafa þeir ,,fundið sjálfa sig“.
Og ekki er útlit á öðru en á
því verði framhald — það gef-
ur Herranótt 1955 til kynna.
Á hverju hausti er hafizt
handa í skólanum um undir-
búning leiksýninganna: leik-
nefnd kosin. leikrit lesin og
valin og ieikurum safnað sam
an. Og þegar búið er að ná í
leikstjóra hefjast æfmgar út í
fjósi (eða svo var það a. m. k.
í minni tíð). Og út á þær eru
ærið mörg fríin siegin. Þar
svitast ýmsir, sem aidrei hafa
komið nálægt leiklist fyrr og
gera það jafnframt í síðasta
sinn. Úr þessum efniviði vinn-
ur síðan leikstjófinn. Þeir
munu óta’dir, sem hafa leikið
í menntaskólaleikjunum og
tru nú enda dreiíðir um allar
.iarðir í nýjum hlutverkum.
Öllum verður þeini þó vafa-
laust „hugsað heim“ á hverj
u.m vetrö þá leiksýningar
Menntaskólans hefjast.
Ýmsum kann að þykja þess-
ar leiksýningar ekki merkileg.
ar. Hvað sem um það er, þá at
hugist, að vitaskuld valda hin-
ir ungu og óvönu leikendur
ekki leikritum. sem. eru í
fremstu röð, né he1dur er hægt
að mæla frammistöðu þeirra
sama kvarða og atvinnuleík-
ara eða þrautrevndra áhuga-
leikara. Samt er nú svo, að
heildarsvipurinn á þessurn
leiksýningum batnar ár frá
ári; áður fvrr voru einn, tveir
eða þrír góðir, en allir hin-ir
talsvert síðri. Nú eru flestir
góðir og einn eða tveir bera
af. Og a’llaf eru leikritin í
Framhald á 7. síðu.
Hver er maðurinn?
Alþýöublaðið
Guðrún KrisSinsdófSir píanóleikari
UNGFRÚ Guðrún Kristins-
dóttir frá Akureyri efndi fyrir
skömmu til píanótónleika hér
í höfuðstaðnum, á vegum Tón-
listarfélags Reykjavíkur, og
vakti mikla athygli áheyrenda
fýrir kunnáttu sína. listræna
þróttmikla lúlkun og innsæi,
enda hlaut hún hina beztu
dóma tónlistargagr.rýnenda.
Áður höfðu borizt fregnir af
tónleikum, er húr. efndi til í
Kaupmannahöfn, við mjög
góðan orðstír.
Guðrún Kristinsdótlir er
með okkar yngstxi píanó'eikur
um. Hún er fædd að Akureyri,
þann 23. nóv. 1930, dóttir
Lovísu Pálsdóttur og Kristins
Þorsteinssonar, deíldarstjóra
hjá Kaupfélagi Eyfirðinga
og er móðir hennar systir
Gunnars Pálssonar söngvara.
sem flestum íslendingum er
kunnur.
Guðrún byrjaði nám í píanó
leik níu ára að aldri. Síðan
stundaði hún nám við Tónlist
arskóla Reykjavíkur veturna
1944 og 45, og var Árni Krist
jánsson píanóleikavi kennari
hennar, e.n þviínæst stundaði
hún í eitt ár nám hjá frú Mar-
gréti Eiríksdóttur, píanóleik-
ara á Akureyri.
Árið 1949 h’.eypti Guðrún
heimdraganum ög hélt til
Kaupmannahafnar. Þar stund
aði hún fyrst nám hjá prófess-
or Haraldi Sigurðssyni' í einka
tímum um eins árs skeið, en
gerðist síðan nemandi í tón-
listarháskólanum danska, og
var, prófessor Haraldur þar
kennari hennar.. Eftir að hafa
stilndað þar nám í fjögur ár,
'Íauk hún þar tilskrdu prófi
með hinum glæsilegasta vitnis
burði.
Það er föst venja. að þeir
nemendur tónlistarháskólans
danska. sem frain úr skara,
eíni til hljóm1eika á vegum
skólans, er þeir hafa lokið
prófi. Fara þeir hljómleikar
fram í salarkynnum skólans.
Guðrún Ki’istinsdóttir efndi til
slíkra hljómleika á vegum
skólans þann 30. nóv. - síðast-
liðinn, og hlaut. eins og áður
er sagt, mjög góða dóma gagn
rýnenda, .en þeir eru taldir
mjög strangir í Kaupmanna-
höfn. Þvínæslt efndi Guðrún
til ihljómleika hér, og einnig
í, Hafnarfirði, á vegum Tón-
listarfélagsins þar. Síð.an hef-
ur hún í hyggju að halda hljóm
leika heima á Akureyri, en
þar mun hún dveljast um sinn.
„Ég vona, að ég komist út til
framhaldsnáms áður en langt
um líður,“ segir Guðrún, og
það mun einnig ósk hinna
mörgu tónlistarunnenda hér í
bæ, sem binda miklar vonir
við þessa ungu og glæsilegu
listakonu.
Plymoufh model 1940
selst ódýrt, ef samisí er strax.
Bílasalinn
Vitastíg 10 — Sími 80059. j