Alþýðublaðið - 15.02.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.02.1955, Blaðsíða 4
 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. febrúar 1355 S S \ S S s s s s s s s b s s s 5 s s s s s s l s s 5 s s i i s s S s s s s S s s s 1 S s s s s s s s s s s s I í s s s S S s s S s S s s S ) ■J s s s s s s s Utgefandi: Alþýðuflo]{\urlnn. Ritstjóri: Helgi Scsmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Ásþriftarverð 15,00 á mánuði. í lausasölu 1/10. Jóhann og Eiríkur FÁTT er nauðsynlegra en sanrtgjörn- ■ og ■ ■ rökstudd gagnrýni á menn og stofn- anir, sem starfa í þágu al- uennings. Hún kemur mjög í hlut 'blaðanna eins og vera ber. Oft er brugðizt illa við þessari afskiptasemi, enda íöngum litið á hana sem þátt í stjórnmálabaráttunni. Samt er miklu algenggra en ýmsir ætla, að gagnrýni þessi beri tilætlaðan árang- ur á lengri eða skemmri tíma. Góður málstaður sigr- ar, ef hann er sóttur og var inn af fesitu og drengskap. Alþýðublaðið hefur oft undanfarin ár fjallað um rekstur strætisvagnanna í Reykjavík og krafizt úr- bóta í því efni. Þetta er stórmál, þar eð flestir bæj arbúar nota strætisvagn- ana meira eða minna. Þeirri þjónustu var ærið ábótavant í tfð fyrrver- andi forstjóra Strætis- vagna Reykjavíkur. Al- þýðublaðið fann þess vegna harðlega að starfi hans. Málgögn bæjar- stjórnarmeirihlutans köll- uðu slíkt persónulega of- sókn og töldu um allt of mikla tilætlunarsemi að ræða. Þau Iitu á það sem pólitíska skyldii sína að halda hlífiskiltli yfir fiór- stjóranum, enda um á- hugasaman flokksmann að ræða og síyrka fjárhags- stoð í kosningum, ef að líkum lætur. En Alþýðu- blaðfð bar hagsmuni Reyk víkinga fyrir brjósti og hélt þv£ áfram að gagn- * rýna rekstur strætisvagn- anna og.þjóniústúna í sam bandi við þessi samgöngu tæki bæjarbúa. (lagnrýn- inni fylgdu að sjálfsögðu hugmyndir og tillögur. Bæjarstjórnaríhaldið tók þessum málfluíningi ó- sköp fálega og þrjózkaðist við í lengstu lög. En al- menningur gerði sér Ijóst, að hér var breytinga þörf, og kom þeirri afstöðu sinni iðulega á framfæri. Eigi alls fyrir íöngu urðu svo forstjóraskipti hjá Strætisvögnum Reykjavík- ar. Við tók ungur maður, og vakti valið nokkra afhygli, ?n þó litla gagnrýni af hálfu blaðanna. Þeim mun hafa þótt rétt og skyit að gefa hinum- nýja forstjóra kost á að reyna sig, enda sjálfsögð iágmarkskrafa. Alþýðublað- ;ð hefur af þessari ástæðu iátið umræður um strætis- vagnana minna til sín taka en oft áður. Nú er nokkur reynsla fengin af starfi Eiríks As geirssonar sem forstjóra Strætisvagna Reykjavík- ur. Hún er með þeim hæíti, að um gerbreytingu er að ræða. Nýi forstjór- inn hefur rækt starf sití af áhuga og hugkvæmni og þegar fengið mi.klu áork- að. Mun þa'ð almennt álit meðal bæjarbúa, að þjón- usta strætisvagnanna sé nú allt önnur og betri en áður var. Auðvitað eru mörg verkefni óleyst og eftir að ráða fram úr ýms um vanda, en kyrrstaðan hefur breytzt í heillavæn- Iega þróun. Bæjarsfjórnar meirihlutinn virðist hafa verið heppinn í vali, þeg- ar hann fól Eiríki rekstur strætisvagnanna. Hann og forstjórinn eiga kröfurétt á viðurkenningu, og hún skal fúslega í té látin. Gagnrýni Alþýðublaðsins á rekstur strætisvagna/na átíi sannarlega fullan rétt á sér. Hún hefur borið árang- ur beint eða óbeint og leitt til stórbættrar þjónustu við þá bæjarbúa, sem ferðast dag hvern með strætisvögn- unum. Sú úrbót hefur ekki V'er.'ð neinn hægðarleikur, því að vöxtur höfuðstaðarins er ævintýralega ör og marg þættur og nauðsyn bættra samgangná þess vegna mik- íl. En erfiðleikarnir hafa ekki reynzt hinum nýja for- stjóra ofurefli. Hann hefur gengið að starfi sínu af hug og dug og er þegar orðinn vinsæll og viðurkenndur af framtaki sínu. Æskan hefur leyst ellina af hólmi með á- gætum árangri. En það hefði þurft að gerast miklu fyrr. Reynslan hjá Strætis- vögnum Reykjnvíkur ætti erindi í sumar aðrar bæiar- stofnanir. Þær einkennast of margar af kyrrstöðu og gömlum vana og veita ekki bá þjónustu, sem vera ætti. Jóhannarnir eru enn of margir og Eiríkarnír of fáir. Gerist áskrifendur blaðsins. Talið við afgreiðsluna. — Sími 4900 AlþýðublaSiS SÚ FREGN hefur fcreiðst út eins og eldur í sinu, að nýj asta gerð Packardbifreiðanna hafi engar fjaðrir, hvorki blað fjaðrir né höggdeifara. Þess í stað hefur verið upp tekið nýtt fjaðurkerfi, það. er að segja, — tvær stengur, sem liggja udir allri yfirbyggingunni, báðum megin. Þetta kerfi hef ur vakið hina mest.u athygli bifreiðaframleiðenda um víða verö’d, einkum þó í Bandaríkj unum. Evrópumenn taka, eins og kunnugt er, slíkum nýung gum með meiri stillingu. Þetla kerfi er heldur ekkí með öllu óþekkt í Evrópu, í vissri mynd að m.nnsta kosti. Citroenverksmiðjurnar hafa til dæmis gert ýmsar tilraunir á því sviði, og Mercedes-Benz verksmiðjurnar hafa einnig tekið það til athugunar. Engu að síður liggja margar orsakir til þess, að útfærsla Packard verksmlðjanna á þessu kerfi, er hin athyglisverðasta. Meö henni hafa orðið þau straum hvörf á þessu sviði, sem aðrir bd f re i 2j(:| l r amlei ðe n du r hljóta. að verða að taka tillit til án tafar, að minnsta kosti þeir banda rísku, eigi þeir ekki að dragast aftur úr í hinni hörðu sam keppni. Er nú útllt fyrir, að Studebaker-Packard verksmiðj unum takist að jafna þann ósigur í samkepnninni, sem þær biðu á síðastliðnu ári. I stuttu máli er þetta jafn vægiskerfi í því fólgið. að tvær langstengur bera uppi yflr byggingu bifreiðarinnar, en fram og afturhjól eru tengd stöngum þessum með sveiflu- örmum, en frá sveffluörmun um afturhjólanna ganga auk Nýi Packardinn — model 1955 þess tvær langstengur, um einn metra hver á lengd. Þær eru síðan tengdar þverstöngum, undir mdðjum vagni. Þversteng ur þessar eru aftur tengdar litlum rafhreyfli, sem tekur tíl starfa um leið og jafnvægi bif reiðarinnar haggast, og togar þá í vlðkomandi stöng. unz yfirbyggingin hvífcr aftur lá- rétt á sveifluörmum hjólanna. Fyrir bragðið halzt yfirbygg ing'.n alltaf í furkomnu jafn- vægi, hvort sem um ökuhrist- ing eða mishleðslu er að ræða. Hið isíðarnefnda hefur vie^ð mikill gal’i á bandarískum bif- reiðum til þessa, einkum ef ek- ið er í myrkrb Sé bifreiðin þungt hlaðin að afran, beinast ljós hennar svo upp á við, að þaú blinda þann, sem á móti ekur, auk þess sem bifreiðin fer þá mun ver á vegi. Packardverksmiðjn.rnar hafa bví gengið iskpefi lengra en Mercedes-Benz, en þar er um hreyfilknúnar jafnvægissteng ur að ræða undir afturvagnin um. Munurinn er sá, að hreyf- illinn, sem togar þær í jafn- vægi, er ekki sjálíræstur, held ur verður bifreiðarstjórinn að þrýsta á rofa til þess að hann taki í strenginn. Enn einn kost ur er það við þessa tilhögun, að stengurnar eru ósýnilegar utan frá. Þetta fjaðrakerfi hefur nú verið sett í glæsibifreið Pack- arverksmiðjanna, Carribbean, sem er knúin 275 ha. V8- hreyf’i. Auk þess er hægt að* fá allar dýrari gerðir Packard bifreiðanna þannig búnar gegn aukagjaldi. Hinsvegar eru ó- dýrustu bifreiðartegundirnar enn búnar fjaðrablöðum. Hinn nýi Packard-hreyfill V8 260 ha. er sterkasti bifreiðarhreyf ill, sem nú er fram’eiddur í Bandaríkjunum, og er því hald ið fram í fullri alvöru, að bif- reiðin geli haldið af stað í þriðja gír, í hvað miklum bratta sem er. Að öðru leyti er hin nýja Packardbifreið bú;n öllumi hugsanlegum, sjálfvirkum tækjum, og talin með afbrigð- um fullkomin. SALTFISKSALAN OG SIF VEGNA villandi blaðaskrifa undanfarlð um saltfisksölur til Ítalíu, vill stjórn og fram- kvæmdastjórar S.Í.F. taka fram eftirfarandi: Samkvæmt hinni opinberu aflaskýrslu Fiskifélags íslands, nam saltfiskframle;ðsla lands- manna þann 15. júní s.l. tæp- um 32.000 smál., þar af var tal inn stórfiskur rúmar 29.000 smál. Af fiskmagni þessu hafði S, Í.F. þá selt um 14.000 smál., og átti því að vera éftir óselt um 15.000 smáL af stórfiski. Nokkrum dögum síðar, eða þann 23. júní, átti S.Í.F. kost á að selja 78 000 smálestir af stórfiski til viðbótar, og voru allir stjórnendur sölusam takanna sammála um að taka þeirri sölu, enda allmikill salf fiskur;, sem þá var talin n á land kominn, samt óseldur og ólofaður eins og framangreind ar tölur sýna. Auk þess mátti gera ráð fyrir mik'lli viðbót síðari hluta ársins. Hafði salt- fiskaflinn árið áður, 1953, reynzt vera rúmar 16.000 smál. frá 15. júní til ársloka. Hér var því ekki um neina gálausa fyr irframsölu að ræða. Þegar fram á sumar kom og miklum hluta bins selda fisks hafði verið afskipað, kom það óvænta í ljós, að stórfiskblrgð- irnar myndu ekki nægja til þess að uppfylla gerða samn- inga. Var þess samt lengi vænzt, að haust-aflinn myndi varla geta orðið svo rýr, að tll 'vanefnda þyrfti að koma. í árslok varð þó sú raun á, að rúmar 4.000 smál. vahtaði af útflutningshæfum stórfiski til þess að uppfyha hina gerðu samninga, sem að fráman get- ur. Ástæður fyrir bessari óeðli- legu fiskþurrð reyndust vera sem hér segir: 1) Fiskeigendur höfðu gefið Fiskifélagi íslands upp meira flskmagn en þeir áttu, og mun sá mismunur hafa numið 4— 5000 smáþ. 2) Að saltfiskur var síðast- ’iðið ár lakari að gæðum en undanfarið og meira af honum óhæft til útflutn'r.gs sem ó- verkaður saltfiskur en áður. Frysting fisks var miklu meiri en nokkru sinni fyrr og mikið áf lélégum. fiski saltað, sem ekki var hæfur til frystingar. 3) Mik’u hærri hundraðs- hluti aflans reyndist smáfisk- KVENFÉLAG Alþýðuflokks ins í Reykjavík gengst fyrir kvöldskemmtun fyrir eldra fólk í Alþýðuhúsinu við Hverf isgötu í kvöld og hefst hún kl. 8.30 með sameiginlegri kaffi- drykkju. Til skemmtunar verður: Ávarp, tvennir sam- kveðlingar: Magnús Pétursson, ur en fram var ta]inn á skýrsl- um. 4) Heita mátti, að haust-afl inn brigðist gjörsamlega, þar sem menn fengust ekki til salt fiskvelða á togaraflotann. svo að þátttaka togaranna á salt- fiskveiðum var hverfandi lítil. Kaupendur að þessum ca. 4.000 smál., sem óafhentar voru um áramót, voru 20 ítalsk ir fiskkaupendur, og var svo um samið, áð S.Í.F. átti völ á því, hvort heldur það vlldi af- henda fisk eftir áramótin af þessa árs framleiðslu upp í það, sem á vantaði, og greiða cngar skaðabætur, eða að greiða fyrirfram ákveðna upp- hæð, miðað viðhverja smálest, sem ekki yrði afhent. S.Í.F. valdi síðari leiðina, af þeirri e'.nföldu ástæðu, að fisk- verð hafði hækkað það mikið, að yfirvbrð jþað, sem náðist (Frh. á 7. síðu.) Ágúst Guðjónsson, Pálína Þor finnsdóttir o. fl. Séra Þor- steinn Björnsson syngur ein- söng og sýnd verður kvik- mynd frá för forsetahjónanna s.l. sumar. Eldri félagar eru beðnar að fjölmenna og taka með sér gesti og vitja aðgöngu miða í skrifstofu Alþýðu- flokksins í Alþýðuhúsinu. , , Flokksstarfið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.