Alþýðublaðið - 22.02.1955, Page 6

Alþýðublaðið - 22.02.1955, Page 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudaginn 22. febrúar 1955. FRÁNCES PARKINSON KEYES: KONUNGSSTUKAN .! 17 ars geta sér. *i ?:mm Markgreifanum til undrunar, þóttist hann merka snefjl af meinfýsi í orðum frú Lauru. Það hvarflaði að honum sem snöggvast að haga orðum sínum þannig, að fá nánar úr þessu skorið, en hætti við það. Á þessu stigi gat það verið óráðlegt. Hann fengi kannske þeirri for vitní sinni svalað seinna, af hverjum rótum væri runnin gremjan, sem í þeim fólst. Ég var búinn að bjóða þeim til Cheswiek á morgun, frú Whitford. Máske þér vilduð gera mér þá ánægju að koma þangað líka? Og þú jíka, Althea? Hilary ætlar að fara1, var hún búin að segja áður en hún vissi af. Já, náttúrlega kemur Hilary líka, sagði markgreifinn, lítjð eitt þurrlega. Ég vona að þér sjáið yður fært að slást í hópinn, frú Laura, enda þótt ég heyri að yður falli ekki félagsskap ur þeirra Castle hjónanna ,sem bezt í geð. En ef svo er ekki, þá mynduð þér að minnsta kosti koma í annan tíma. Það myndi vera mér sönn ánægja, og mikill heiður. En það má þá ekki dragast. Jengi. Garðurinn er í sínu feg ursta skarti sem stendur, en fer innan skamms að láta á sjá, því það er orðið áliðið hausts, JQ, mamma. — Gerðu það —. Jæja þá. En þú, hefðir ekki átt að samþykkja að fara nema að hafa ráðgast við mig fyrst. Og fyrst þú hefur gert það, þá . . . Máske þér vilduð gera svo vel að láta sækja okkur, de Valcourt? Láta sækja ykkur, — Nei frú Laura. Það geri ég ekki. Ég kem sjálfur og sæki ykkur. Og' þá getum við líka notað tímann og talað saman um ferðina til Frakklands. Ég er búinn að skrifa mömmu, og hún vill að ég komi með ykkur. Það er mjög fajlegt heima. Það er mun hlýrra í Chateau Vaujours heldur en hér, og blómin þrífast betur. Ég býst við að mamma skrifi yður sjálf og bjóði ykkur Og ég get fengið ieyfi til þess að fara, hvenær sem ég vij. Frú Laura dró andann léttara. Þetta var ekki hægt að misskilja. Herra de Valcourt gat ekki haft aðra ástæðu til þess að bjóð peim til Frakklands en þá, að hann hefði í huga að biðja Altheau, heima hjá sér með kurt og pí að frönsk um sið. Althea hennar myndi verða markgreifa frú de Valcourt. Glæsjleg tilhugsun fyrir fá tæka ekkju, að dóttur hennar skyldi bjóðast ekki aðeins sú tign, heldur líka mikil auðæfi. Og það var alls ekki af eigingirni að frú Laura hugði gott til að njóta elþdaganna í skjóli vell auðugrar dóttur sinnar, heldur af hreinni og ó blandinni ást á þessu einkabarni sínu og auga steini. Hún skyldi svo sannarjega leggja það á sig að umgangast þessi Castle hjón, ef það gæti orðið til þess að létta markgreifanum að fá fram fyrirætlun sína um að bjóða þeim mæðgunum til Frakklands. Ekki ,svo að skilja, að Frakk iandsferð myndi kosta hana meira en efnin ieyfðu. En eirihvem veginn myndi hún ráða fram úr því. Hún gæti þá frekar sannfært dótt ur sína um að það væri nauðsynlegt að losa sig við símann. Slegið tvær flugur í einu höggi. Ekkert myndj gleðja mig meira en þiggja boð móður yðar, sagði hún. Já, bara ef Hilary gæti fengið sig lausan og komið með okkur, greip Althea fram í prjózku legra en góðu hófi gegndi, eins og á stóð. Og áður en frú Laura gat svarað, nam bílþnn fram an fyrir Terry leikhúsið. Raoul, bílstjóri markgreifans, var þotinn út og búinn að opna fyrir þeim_ Á sama hátt og Baldwin Castle hafði Ahani sendiherra hug á að fræðast af samferðafólki sínu. Að sönnu hafði hann þegar orðið margs vísari, en honum fannst það ekki nóg. Þegar er þau Racinahjónin höfðu komið sér fyrir í bílnum á sem þægilegastan hátt, beið hann ekki boðanna lengur. Þér hafið, herra' Racina, orðið að leggja mikla vinnu í að kynna yður lífsferil herra Castle, fyrst yður var fengið það hlutverk að skrifa um hann, er ekki svo? Ég geri ráð fyrir að þær fjajli að miklu leyti um dvöl hans í landi mínu. Jú, því neita ég ekki. Þetta kemur svo sem ekki af sjálfu sér að skrifa slíkar greinar um þekkta menn. Það eru gerðar til peirra nokkr ar kröfur, sem við það fást. Það er alveg satt, maður verður stundum allmikið fyrir því að hafa. Annars nær maður engum árangri. Það er að vísu mikið að finna í „Hver er maðurinn“, en ekki nærri nóg. Ahani hallaði sér áfram. Vitanlega. Það er pað, sem ég á við. Það er nú til dæmis svo með mig, að allt og sumt, sem ég hef af vitneskju um hann, er hvar og hvenær hann var fædd ur, svo veit ég að hann stundaði nám í háskój anum í Oklahoma á olíukaupum í Artjsan fyrir land sitt, — og ég verð að segja að þeir voru á sinn hátt líka mjög hagstæðir fyrir okkur. En umfram það, veit ég ekki ... Afsakið að ég gríp fram í fyrir yður, sendi herra, sagði Júdith skyndilega. En það er nú svo með mig, að ég hef aldrei verið í London fyrr á ævi minni, og ég er að velta því fyrir mér, hvort þessi bannsett þoka hindri mann ekki einu sinni frá því að sjá, það sem gerist í kringum mann, heldur líka í að heyra. Það getur varla verið að hér á götunum sé eins þögult og virðist vera. Er það líka þokunni að kenna, eða hvað? Eitfhvað sérstakt, sem þú átt von að heyra, kona? spurði maður hennar. Það var allgreini leg stríðni í röddinni, en þegar hann um jeið leit á konu sína, þá mátti greinilega lesa úr svip hans ást og aðdáun. Sjötta skilningarvit hennar sagði henni, að maður hennar vildi tala sem minnst um herra Castle, og því gerði hún þessa tilraun til þess að fá sendiherrann, ef unnt væri, til þess að skipta um umræðuefni. Já, víst er það alveg sérstakt, sem mig langar til þess að heyra: Mig langar til þess að heyra í Bow Bells. Ég hef einhversstaðar lesið um það, að sá teljist varja til innfæddra Lundúnabúa, sem sé fæddur utan þess svæðis, þar sem heyr ist í Bow Bells. 1 Mér þykir fyrir því að hinn yngislegi farþegi minn skuli þurfa að verða fyrir vonbrigðum, sagði hendiherrann. En Bow Bells eru alls ekki í þessum hluta borgarinnar. Bow Bells er í LOKÁÐIDAG vegna jarðarfarar Gunnars E. Benediktssonar forstjöra. Ráðningarstofa Reykjavíkurbæjar. Innilega þakka ég öllum þeim, er sýndu mér vinsemd á 50 ára afmæli mínu 16. þessa mánaðar með gjöfum, skeytum og margvíslegum hjýjum kveðjum. EIRÍKUR ÞORSTEINSSON, Þingeyri. S S Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, skyldra og vanda • lausra, fjær og nær, er á ejnn eða annan hhátt glöddu ^ mig og auðsýndu mér vináttu og hlýhug, bæði með rausn S arlegum gjöfum, heimsóknum og heillaskeytum á áttræðis S S S s s s s s afmæli mínu þann 18. febrúar síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll fyrir að gera okkur hjónum þennan dag að ógleymanlegum gleðidegi. ÓLAFUR ÓLAFSSON Deild, Akranesi. Búfasala Mikið af alls konar bútum selt á lágu verði. . G. Gunníaupson & Co. SKIPAttTCCRO RIKISINS Helgi Helgason fer til Vestmannaeyja á morg un. Vörumóttaka dagjega. Skjaltíbreid vestur um land til Akureyrar siðari hluta vikunnar. Tekið á móti flutninga til Súgandafjarðar, Húnaflóa og Skagafj ar ðarhaf na, Ólafsfjarðar og Dajvíkur á morgun. Farseðlar seldir á föstudag. Esja vtestur nm land í jhringferð hinn 28. þ. m. Tekið á móti flutningi til Patreksfjarðar Tálknafjarðar Bíldudals Þingeyrar ' Flateyrar Ísafjarðar Siglufjarðar og Akureyrar í dag og árdegis á morgun. Farseðlar seldir árdegis á laugardag. FerSir Orlofs Framhald af 1. síðu. kostur á ferðalagi á úlföldum út í eyðimörkina og morgun )’n eftir að horfa á sóiarupprás ina. Ferðafólkinu verður og kynnf hið austræna nætur skemmtanalíf borgarinnar, því sýnt Mosque, guðshús Muham edstrúarmanna o. m. fl. RÚSTIR KARÞAGO. Tunis er næsti áfangastaður. Verður þar nokkurra daga dvöl og m.a.ó farið til rústa Karþagó borgar. Þar verður og arabískt kvöld á veitingahúsi með dausí arabískra meyjá og arabískri hljómisveit, er skemmta að. sið Austurlandabúa. í Algeirsborg gefst mönnum m.a. kostur á að vera viðstaddir kvöldguðs þjónustu Muhamedstrúar manna, og að fara til Bort Saada, borgar hamingjunnar í vin úti í sjálfri Sahara. NAUTAAT Á SPÁNI. í Madrid stendur svo á, að unnt verður að sjá nautaat, þjóðárílþrótt Spánverja, þótt sjaldgæft sé á þessum tíma. Borgin verður skoðuð og fárið til Toledo. í London dveljast menn einn dag, og hafa hann að mestu til eigin ráðstöfunar. Missfi meðvifund. w Frh. af 8. síðu.) gekk vasklega fram við slökkvi starfið, sem tók um 1 klst. —• „Síldin“ skemmdist töluvert að aftanverðu, en þó mun það ekki hamla bálnum lengi að stunda róðra. Eigendur „Síldar innar“ eru Steingrímur Bjarna son byggingameistari og Illugi Guðmundsson forstjóri.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.