Alþýðublaðið - 15.04.1955, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.04.1955, Blaðsíða 5
JFösfudagur 15, apvíl 1055 ALÞÝÐUBLAÐI0 Cleveland, Ohio, 27. marz. KALDUR norðanstormur með frosti og .snjókomu mælti fulltrúum þeim, sem hingað eru komnir til þess að sitja 15. þing verkalýðsfélags starfs- manna í bifreiða;ðriaði Banda ríkjanna og Kanada, er hófst hér í morgun. Margir fulltrú- anna höfðu tafizt af völdum veðursins og komu því seint til ráðstefnunnar, þar eð all- margar flugvélar urðu að nauð lenda og eimreiðum seinkaði. Næturlestin, sem ég kom með frá New York, tafðist um nær því tvær klukkustundir sökum snjólaga á brautinni. Ég kom því of seint til þess að vera viðstaddur opnun þingsins og gat þess vegna eigi heyrt Walter Reulher flytja opnun- arræðu sína og varð að láta srnér nægja að lesa haiia. Walter Reuther hefur verið íormaður þessa félags síðan 1946, en hann er einnig forseti ClO-sambandsins. sem er ann- að stærsta landssamband verka lýðsfélaga’ í Bandaríkjunum. Við því starfi tók hann er Philip Murray lézt fvrir þrem- ur árum síðan. Walter Reuther er löngu kunnur víðs vegar um heim sem frjálslyndur og framsæk- ínn verkalýðsleiðtogi. og saga þessa risaslóra verkalýðsfélags aindanfarin níu ár er fyrst og fremst saga þeirrar mikilhæfu forustu, sem hann hefur veitt félaginu og verkalýðsmálum Bandaríkjanna í heild. 3 ÞÚS. ÞINGFULLTRÚAR. Félag starfsmanna í bifreiða Sðnaðinum er langstærsta verkalýðsfélag Bandaríkjanna og telur meir en 1 500 000 með iimi og eru þá meðtaldir þeir meðlimir, sem búsettir eru í Kanada, en þar starfar þetta félag einnig. Hér eru því sam an komnir rúmlega 3 þúsund þingfulltrúar víðs vegar að úr Bandaríkjunum og Kanada. Fé lag þetta er því eitt hið áhrifa ríkasta innan bandarísku verka lýðshreyfingarinnar .og þing það, sem nú er saman komið, er eitt hið mikilvægasta og mun án efa reynast eitt hið sögulegasta í sögu þessa félags. Það mun því fylgzt með þessu þíngi . af hinni mestu athygli ibæði í blöðum og útvarpi, og sneðal vinnuþega og atvinnu- rekenda víðs vegar um Banda- ríkin og víðar. Tala blaða- amanna og fréttamanna, sem iiér eru saman komnir til þess að fylgjast með störfum þings- íns og senda út frétt.ir um um- ræður þær, sem hér fara fram, og fylgjast með ákvörðunum þingsins, ber þessu hvað ljósast rvitni, enda eru þeir milli eitt Dg tvö hundruð að tölu. KRÖFUR UM ÁRS KAUPTRYGGINGAR. Ástæðan fyrir þvi, að þinv það, sem nú situr hér í Cleve- land, mun reynast eitt hið mik filvægasta í sögu félagsins, er ffyrst og fremst sú, að skömmu eftir að þinginu lýkur munu Siefjast nýjar samningaumleit- anir við tvo stærstu vinnuveit endur í bifreiðaiðnaðinum, en Jhað eru Ford og General motor verksmiðjurnar í Detroit, en þessi tvö risafyrirtæki hafa í þjónustu sinni samtals 465 000 meðlimi, en það svarar til hér um b!l briðja hluta af heildar- tölu félagsmanna. Samninga- jumræður við General motor verksmiðjurnar hefjast hinn 7. apríl, en hjá þeim starfa 325 000 meðlimir. Umræður við Fordverksmiðjurnar hefj- 0sí hinn 12. apríl, og hjá þeim starfa 140 000 meðlimir. Það, sem skiptir þó mestu máli í 6 þessu sambandi, er að stjórn félagsins hefur ákveðið að bera undir þingið lillögu um að gera kröfu til árslangrar kauptryggingar . fyrir starfs- menn í bifreiðaiðnuðinum. Að vísu er þessi hugmynd ekki al- gjört nýmæli. Einstaka félög og atvinnurekendur í sérstök- um iðngreinum hafa haft samn inga, er tryggja starfsmönnum kaup árlangt, en þetla er í fy.rsta skipti, sem jafn fjöl- mennt og áhrifam-kið verka- lýðsfélag kemur íram með slíka kröfu, og bykir sumum teflt nokkuð djarft. Þessi krafa um tryggingu fyrir fullu kaupi í heilt ár hef- ur valdið meiri og háværari umræðum og blaðaskrifum en nokkur önnur krafa, sem verka lýðsfélög Bandarikjanna hafa borið fram .síðan fyrir sex ár- um; er þau komu fram með kröfur um, að v'nnuveitendur ættu að greiða koslnaðínn af að koma á fót efLraluna- og sjúkrasjóðum fyrir verkamenn, en þær ollu á sínum tíma víð- tækum verkföllum í stáliðnað- inum og öðrum mJklvægum iðngreinurn. Þing félags starfsmanna í bifreiðaiðnaðinum í Bandaríkjunum og Kanada sett í Cleve]and. 0.80 til kr. 1,60) í'ynr hverja unna klukkustund. Hver slarfsmaður, sem hefur vinnu hjá vinnuveitanda í fyrsta sinn, verður í byrjun að inna af hendl 90 daga reynslu- tíma, án þess að geta átt von á neinni kauptryggingu. Ef hann vinnur síðan t. d. 26 HIN ÖRA ÞRÓUNAR- TÆKNI í BIFREIÐAIÐN- AÐINUM. Eitt af þeim verkefnum, sem fyrir þessu þingi liggja, er hverja afstöðu félagið á að taka gagnvarl hinni öru þróun tækninnar í bifreiðaiðnaðin- um og þá fyrst og fremst auk- „en hún getur ekki keypt Ford bifíeiðar," I þessu svari felst e. t. v. einn ríkasti og mikil- vægasti þáttur hins þróttmiMa óg auðuga efnahagsiífs Banda- ríkjanna, þ. e. að gera hinn. vinnandi mann. og þá um leið fjöldann, að kaupanda fram- leiðslunnar, hverju nafni sem hún nefnist. ÓVÍST UM ÚRSLIT. En ennþá er ekki hægt að spá um úrslit þeirrar kaup- deilu, sem fyrir dyrum stend- ur sirax að þessu þingi loknu. Ford og General motor verii- smiðjurnar og aðrir atvinnurelc endur á sviði bife*ðaiðnaðar- ins eru ekki vanir að láta und- an í fyrstu atlögu. Nýir samningar verða að vera undirritaðir fyrir 1. júní n.k.j ef ekki á að koma lil verik falls, og margt getur skeð á tíu vikum. Auk þess á Reuther við ýmsa erfiðleika að etja iirm an síns eigin félags og þá eirik ■um vegna þeirrar deildar, sera ! starfandi er innan Fordverk- 'smiðjunnar við River Rouge, en þar eru kommúnistar eixa allháværir og þeir vilja gera mikið hærri kröfur en stjóm félagsins hefur ákveðið að fk samþykkt þingsins fyrir, og tm Þórður Einarsson: Yerkalýð AUKIN AFKOST í BIF- i REIÐAIÐNAÐINUM. Walter Reuther hefur sjálf- ur látið í ljós það ál’t, að ekki muni koma til víðtækra verk- falla að þessu sinm og ástæðan fyrir því sé sú, að biíreiðafram leiðendur í Bandaríkjunum framleiði nú fjórar bifreiðar fyrir hverjar þrjár á s.l. ári og salan í janúar og febrúar þessa árs hafi verið 43% meiri en á sama tíma í fyrra. Eigi að síð- ur vill Reuther verá við öllu búinn. og hann og stjórn hans hefur ákveðið að biðja þingið um heimild til þess að hækka félagsgjöldin það m.kið næstu sex mánuðina, að félagið geti á sama tíma komið upp verk- fallssjóði. er nemur 25 millión dollurum, til viðbótar þeim verkfallssjóðum, sem fyrir eru í eign félagsins. Áætlun sú um kauptrygg- ingu, sem félagið gerir kröfu til að komið verði á fót, er í stórum dráttum þannig, að hver vinnuveilandi þyrftl að greiða ákveðinn hundraðs- hluta af útborguðum lauiium í kauptryggingarsjóð. Er gert ráð fyrir, að þetta gjald muni nema fimm til tíu sentum (kr. I Wal/er P. Reu/her. vikna tímabil og er þá sagt upp 1 vinnu, þá á hann kröfu á við- bótarkaupi í 13 vikur. Það mesta, sem hann getur vonazt eftir, er 52 vikna kaup. Ef starfsmaður er atvinnu- laus.. þá fær hamt í flestöllum fylkjum landsins einhverja at vinnuleysistryggingu, við þetta verður vinnuveitandinn síðan að bæta því, sem svarar lil mismunarins á alvinnuleysis- tryggingunni og venjulegu vikukaupi. SÉRFRÆÐINGAR í ÞJÓN- USTU FÉLAGSINS. En nú munu eflaust margir spyrja hvernig verkalýðsfélag- ið geti gert slíkar kröfur og vonast til þess að fá þeim fram gengt, án þess að sliga fram- leiðendur og stofna iðnaðinum í voða. Engum er jafnannt um að halda iðnaðjnum ,og fram- leiðslunni í góðu horfi og verka mönnum sjálfum, því að þaðan fá þeir sitt lífsviðurværi. Fé- lagið hefur' ótalmarga sérfræð- inga í sinni þjónusiia — hag- fræðinga, iðnaðavverkfræð- Inga, viðskiptafræðinga — sem fylgjast stöðugt með framgangi mála á því sviði efnahagslífs- ins, sem að félaginu snýr. og þessir menn hafa á undanförn- um þremur árum unnið að því að rannsaka. hvort mögulegt væri að koma þessari áætlun í framkvæmd. án þess að eiga á hætiu, að 'ðnaðurínn sligist undan þeim kröfum, sem hún felur í sér. En fvrs.t og fremst liggur svarið í þeim geysimiklu tækni legu framförum og hinni sí- auknu verknýtingu eða fram- leiðni (oroduktiviteí), sem átt hefur sér stað í sviði bifreiða- iðnaðarins á undanförnum ár- um, og eðlilega gera verkalýðs- félögin kröfu lil bess að verða aðnjótandi bætira kjara af þeim sökum. Og tæknin heldur sífellt áfram að þróast og auk- ast. inni notkun sjálfvirkra fram- leiðsluvéla. Fordverksmiðjumar geta nú framleitt blokk í bílhreyfil á 14,6 mínútum án þess að mann leg hönd komi þar nokkurs staðar nærri. Á lelkniborðum sánum hafa verkfræðingarnir nú nýjar uppfinningar, sem munu gera vélar þær, sem nú eru í notkun, að safngripum eftir 5 ár. Sú saga er sögð, að Henry Ford yngri hafi ekki alls fyrir löngu farið með Walter Reut- her og sýnt honum eina. af þess um undravélum og spurt hann, hvort honum Htist ekki vel á gripinn. .,Jú,“ svarað; Reuther, efa myndu leiða til langvar- andi verkfalla, ef fram væru bornar. Annars hafa áhrif kommún- ista innan þessa fjölmenna fé- 'lags farið mjög minnkandi síð an Reuther tók við forusta , þess, en er hann var fyrst kos- inn formaður árið 1946 mv/iaði mjóu, að kommúnisíar næðu forustunni. og um skeið gat Reuther lítið beitt sér sökum, þess, hve áhrif kommún'sta innan stjórnar félagsins voru. mikil. En með skeleggri og já- kvæðri barátlu. svo og vel skipulagðri fræðslu- og upplýs ingastarfsem; hefur Reuther og stjórn’hans tekizt að mestu að vinna bug á áhrifum kommún- ista, enda þótt þeir séu erm starfandi innan einslakra deilda félagslns og skapi hættu, sem stjórn félagsins verður stöðugt að vera á verði gegn. í næslu grein mun ég svo ræða lítillega önnur mál, sem fyrir þessu þingi liggja og aí- greiðslu þeirra. ÞórViur Einarsson. ; ÞAR SEM vetrarúðun irá- gróðurs ér hafln,. þj'kir mér rétt að vékja athygli fólks á því, að lyfið Oviside, sem not- að er til eyðingar sko.rdýra- eggja, e:r tjöruolíubianda, er getur stórskemmt eða jafnvel drepið laufgaðan gróður. Það má því ekki úða lyfinu á barr- tré. Blöndun lyfsins er: 1 lítri Ovisidt í 15 lítrum ‘vatns. Úða skal í þurnx frostlausu veðri. Ekki má úða með Ovi- s.'de eftir að brum taka að iþrútna og því síður, er þau fara að springa út. Sumai-úðun er eftir sem áð- ur nauðsynleg, ef vart verður við trjámaðk eða blaðlús. Bifreiðaeigtndur! M.jög erf- itt er að hrelnsa bletti af lakki, ef lyfið úðast yfir bifreiðir. Látið því bíla ekki standa ná- lægt görðum, sem vtrið er að úða. Húsmæður! Lokið gluggum, meðan úðun stendur yfir í garðinmm, þar sem hvimleitt er að fá lyfið í gluggatjöld. Garðyrkjumenn! Gætið var- úðar, ef fólk er. á gangi frarn- hjá görðum, sem þið eruð að úða. ■ Munið að sótthreinsa trja- klippur og sagir eftir að lokto er klippingu á sjúku tré. Nemið burtu trjágreinar, er- vaxa út yfir gangstéttar, ef þær valda gangandi fólki óþægind-< um. G aríPy rkj uráðunautur Reyk javíkur. s f. ur «! á börn og fullorðna. I0LEDQ Fischersundi, \ S S s s s s s s ; S s s s s s' s V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.