Alþýðublaðið - 19.07.1955, Page 5
J>riSjudagur 19. jii/i 3955
ALÞÝÐUBLAÐIO
Pétur
Upphaf og
Hoffmann Saiómonsson:
endir síðusfu Isald
ÞEGAR jörðin var fyrir
löngu búin að fá það útlit, sem
hún hefur nú, gerast þeir nátt
úruviðburðir, sem kallaðir eru
ísöld. Vísindamönnum ber alls
ekki saman um, hvað lengi
hún stóð eða hvað hafi valdið
hinum mikla kulda, er varð
þess valdandi, að jökull iá yfir
alla Skandinavíu suður að
Alpafjöllum. Vísindin greinir
á um, hvað langt er síðan að
aftur hlýnaði. Sums staðar er
gizkað á 15 000 ár og allt upp í
50 000 ár og mun ekki vera
gott að áætla þeíta nákvæm-
lega og er það ekki ætlun mín
að gera það í þessari ritgerð að
geta þess til, hvað íangt er síð-
an hún byrjaði eða endaði,
enda ekki á mínu færi að
feggja dóm á það tímatal.
Eg kem hér fram sem hugs-
uður, en ekki sem vísindamað-
ur, því ég hef enga menntun
hlotið til þess að geta sannað
það, sem ég álít upphaf og endi
hinnar síðusíu ísaldar eða hinn
ar fyrstu og síðustu ísaldar,
sem eins gelur verið að sé ein
ísöld, sem staðið hafi óralangt
tímabil.
Eg ætla hinum lærðu jarð-
fræðingum hugsjónir mínar
til athugunar og umhugsunar,
fef þar fyndist eitthvað vísrnd-
unum til upplýsingar.
Við skulum nú hugsa okkar
heimskautið eins og það er nú
í dag og Pólarhafið, sem er að
mestu leyíi innilokað haf. Að
vísu er hafið milli íslands og
Grænlands mikið að vídd og
þreldd og mikill hafstraumur
ffer þar í gegn, svo er aftur haf-
ið mi.lli Bretlands og íslands
með Ermarsundi stór hafsvelg
ur, sem mikil áhrif hefur á út-
<0g innstreymi til og frá Pólar-
hafinu. Svo er og að athuga
Hudson-flóa og lönd, þar eru
3íka við og djúp hafsund, sem
einng gera út- og innstreymi
-lil Pólarhafsins.
Siðast er svo Beringssund,
sem er ekki mikið sund, en
gerir þó það, sem það verkar.
þótt það sé líiið í samanburði
Við áðurfalin höf, sem orsaka
út- og innstreym'. Pólarhafs-
íns.
Nú hef ég dregið upp þá
Itnynd, sem nú er öllum kunn
ef landabréfum, hvernig Af-
Ilantshafið streymir inn og út í
PóJarhafið. Svo vitum við auð
vitað, að Golfstraamurinn hef-
ipr svo langt sem vitað er
Efreymt norður með vestur-
fetrönd Evrópu norð.ur í Pólgr-
haf, líka um ísland og einnig
liorður í Hudsonflóa og hitað
fe.ió, loft og land um óratíð, og
fef bessi heiti hafstraumur
hætti allt í einu að ren.na þessa
3eið, er álitið, að skyndilega
ffnyndi kólna á norðurslóðum.
svo þar verði hvorki mönnum
hé húsdýrum líft, jöklar
istækka og hafið frjósa og ísöld
Ihefjast á ný.
' Lönd þau, sem umlykja Pói-
Brhafið eru að mestu leyti tvö
meginlönd. Strendur Danmerk
fU.r frá Norðursjó með strand-
lengju Noregs, svo tekur þar
við öll norðurströnd Síbiríu að
Eeringssundi, svo loks öll norð (
JUrströnd Norður-Ameríku (Ka
hada). í Atlantshafinu og langt
Jiorður í íshaf liggur Græn-
Jand, ísland og Færeyjar,
Hjaltlandseyjar, Orkneyjar,
BretJandseyjar og að mínum
idómi landfræðiJega séð er Pól-
GREINARHÖFUNDURINN, Pétur Hoffmann Saló-
monisson, er löngu landskunnur sjógarpur og mikið
hraustmenni, og hann brýtur einnig heil-
ann um mörg og merk vandamál forn og ný og reynir
að finrna svör við ýmsum þeim spurningum, sem fasl-
ast hafa leitað á mannkynið um ár og aldjr. Leikmanna-
þættir þeir, sem hér birtast, fja'lla um upphaf og endi
síðustu ísaldar, og setur Pétur fram í þvi sambandi
sérkennilegar og frumlegar athuganjr. Hann fjallar um
mál þetta rem hugsuður en ekki sem vísindamaður, en
sjálfsagt mun lærðum sem leikum pykja fróðlegt að
■kynnasl skoðunum hans og niðurslöðum. Greinin er
samin árjð 1952, þó hún komi ekki fyrir almennings-
sjónir fyrr en nú.
Minningarorð:
Ándrés Sveinbjörnsson
'i
•i
i
Pétur H. Salómonsson.
arhafið að mjög miklu leyti j
innhaf og miðpunktur þess;
norðurpóllinn, kaldasti staður;
jarðar er ekki fasfaland, held-1
ur víðáttumikið haf, sem í;
einni heild má kallast Pólar-
hafið.
Ég hef nú lýst Pólarhafínu
eins og það er nú og Norður-
heimskautinu og hverf nú frá
í bili til Suðurheimskautsins.
Þar er allt annað útlit. Suð- ]
urpóllinn er stórt meginland,
sem er jöklum þakið og að því
liggja öll úthöf jarðar, sem frá
upphafi þess útlits, sem nú er,
hafa þílt allan lagís og skrið-
jökla þá, sem falla í hafið, og
haldið því í jafnvægi frá upp-
hafi til þessa dags. Hugsum
okkur, að þetta mikla megin-
land Suðurpólsins nefði ekki
orðið til og Suðurhe mskautið
væri eitt reginhaf með Ind-
landshafi, Kyrrahafi og At-
lantshafi, væri ekki neinn ís á
Suðurpólnum, því þótt loft-
kuldi sé þar að vísu mikill,
myndi sá kuldi al.drei geta
valdið ísalögum. því hafstraum
ar myndu jafnóðum flytja
hann til varmari staða og þíða
hann. Svo er ég líka bess viss,
að í Staðinn fyrir opið haf en
ekki stórt meglnland ísiþakið.
m^mdi lofthitinn hafa orðið
svo mikill. að þetta stóra úthaf
hefði ekki getað frosið.
En svona er nú þetta, hið
stóra land Suðurpólsins er ísi-
þaklð og kuldinn þar hliðstæð-
ur við kulda Norðurpólsins og
þessi mikla íshella Suðurpóls-'
ins leggur frá sér mikinn,
kulda, sem verkar mjög á hiðj
syðra tempraða belli, sem þó |
er, eins og ég gat um, á alla |
vegu umlukt öllum hinum
stóru höfum jarðar vorrar. En
væri nú ekki þetta svona og
s!ór fastalönd lægju þar, sem
nú eru höf langt nor.ður í
tempraða beltlð, er ekki að efa,
að þau lönd væru nú ísi þakin.
Kuldinn frá þessari ísbungu
hefði valdið ísöld á suðurhelm-
ingi jarðar, sem gert hefði
jurta líf og dýra í núverandi
syðra hitabelti jarðar ekki svo
blómlegt, sem það hefur ver.ð
og er.
Eins og ég álít er það hafið,
sem bjargað hefur suðiirhelm-
ingi jarðar frá því að verða
kaldari en hann hefði annars
orðið og er í óratíma, sem ég
get ekkj gizkað á, hvað langur
er.
Þelta. sem ég hef nú hugsað
mér og lýst viðvíkjandi suður-
heimskáutinu, e.r skýrlng land
fræðilega séð í samanburði við
landslag og sjávar á Norður-
heimskautinu, því auðvitað er
ekki að efa og það hljóta allir
að skilja, að við báða þólana
(heimskautin) hefur í'rá upphafi
veraldar verið kaldara vegna
þess, að hiti sólar hefur ekki
náð að hita þá. sem að varan-
legu gagni kæmi, og svo eru
það árstíðirnar, er jörðin hall-
ar skautum sínum á víxl frá
sólu í hverjum umferðarííma
(Frh. á 7. síðu.)
ÞAÐ er sorg að Bárugötu 8, |
söknuður yfir dauða Andrésar |
Sveinbjörnssonar hafnsögu-
manns, sonarins, sem um ára-
tuga skeið bjó með aldraðrl
móður sinni, Ólöfu Andrésdótt
ur, og systrum sínum, Þórdísi
og Elínu, unz sú eldri giftist og
stofnaði eigið heimiii, sorg hjá
mágl Andrésar og sysvurbörn-
um, er litu á hann sem vin og
félaga, söknuður hjá frændum
og vinum yfir því að sjá á bak
drengskaparmanni og góðam
íélaga.
Vegir forsjónarinnar eru ó-
rannsakanlegir. og þegar menn
eru burtu kvsddir, þrátt fvrir
mikla starfs.löngun og góðan
starfsaldur, verður okkiir
mönnunum oft á að spvria:
Hvers vegna þú en ekki ég? En
þessari spurningu hefur aldrei
verið svarað og verður senni- j
lega aldrei. Hitt vitum við öll, á
hvaða aldri sem við erum, að
,.eitt sinn skal hver deyja“.
Andrés Sveinbjörnsson var
(fæddur að BíldsfelU í Grafn-
Ingi 1. febrúar 1895. Hann
varð því aðeins rúmlega sex-
tugur að aldri. Foreldrar hans
voru þau Ólöf Andrésdóttir, nú
komin yfir áttræít. og Svein-
björn Sveinbjörnssun, síðar
bóndi að Teigi í Fijótshlio.
Ungur að árum kom Ándrás
til Eyrarbakka, ólst upp á hinu
ágæta. prúða og snyrtilega
he'mili móður sinnar og fóstra
síns, Guðna Jónssonar verzlun
armanns, ásamt svstrunum
tveimur, Þórdísi og Elínu.
Árið 1910 fluttu þau hingað
til Reykiavíkur, en 1911 dc
Guðni, fósturfaðir hans. Það
kom því í hlut hins unga
manns, þá aðeins 10 ára að
aldri, að taka við húsbónda-
störfunum og veita heim linu
forstöðu með sinni þrekmiklu
móður og ungu systrum og
halda þeirri reisn á heimilinu,
sem þar hafði ávallt verið. þó
að ekk' væri alltai’ af miklu að
taka til að láta í askana. Þessu
Andrés Svei/íbjörnsson.
hlutverki sínu gegndi hann
með sömu trúmennsku og al-
úð, sem öðrum þeim störfum,
er hann vann meðan !íf og
heilsa entist.
Á æskuárunum á Eyrar-
bakka kynniist hann ógnum
hafsins við hlna brimi sollnu
strönd, sem verja verður með
öflugum varnargörðum. Þrátt
fyrir það slefndi hugur hans á
unga aldri til sjómennsku, en
svo var og um marga unga
menn þ-y um slóðir í þá tíð.
Þeir, sem heppnir voru á sjón-
um, fengu golt skiprúm, þeim
vegnaði yfirle tt betur en öðr-
um, enda höfðu þá um það
leyti, sem Andrés var á
bernskuskeiði kútterarnir kom
ið lil sögunnar og síðar boln-
vörpungar og mótorbátar. Og
eftir að hafa staðizt sínar próí-
rsunir á sjónum fór Andrés í
Stýrimannaskólann, lauk það-
an prófi og síðan t.I ‘starfa á
sjónum aftur ýmist við há-
seta-, stýrimanns- eða skip-
stjórastörf. Árið 1928 gjörðisi
hann hafnsögumaður við
Reykiavíkurhöfn og hefur
starfað ’bar síðan eða um 27
ára skeið. Af eig'in raun get ég
(Frh. á 7, síðu.)
Svfarnir unnu úrvalið með 4:1.
KNATTSPYRNUFLOKK- I
URINN Hácken frá Gautaborg
Iék fjórða og síðasta leik sinn
á föstu'dagskvöldið var, og þá
við úrval Ríeykjavíkurfélag-
anna. Úrvlalsliðið var skjpað
með líkum hætti og um dag-'
inn, er það „burstaði“ danska
landsliðið, sem eftirminnileg-
ast. Að vísu ivantaðS nú þá
Ólaf Hannesson og Hatldór
Halldórsson, en í þeirra stað
léku með þeir Hörður Felixs-
son og Magnús Snæbjörnsson,'
báðir úr Val.
Hellirigning var meira og
minna allan daginn, og mjög
mikið rign'di meðan á leiknum
stóð, svo völlurinn var bæði
þungur og erfiður. En það
digncÍL ekki aðeins miklu j
vatni, heldur og miklu af
mörkum yfir úrvalið, sem tap1
aði leiknum við næsta lítinn J
orðstír með 4 gegn 1. Og þetta
eina mark krækti það í með
vafasamri aukaspyrnu á víta-
teig. Fæstir munu hafa búist
við þessum úrslitum. Að úrval
Reykjavíkur léti það henda sig
að bíða svo gjörsamlega ósig-
ur fyrir „klúbbliði“, sem ný
er skriðjð upp úr 3. deild. Já,
og eiga þennan og þaðan af
meiri ósigur skilinn, vegna
sérlega aumrar frammistöðu.
Leikur þessi er ljóst dæmi
um hversu reykvísk ktiatt-
spyrna er tilviljanakennd, þar
sem nær sam.a liðið sjgrar ann-
an daginn harðsnúna mót-
herja, em bíður svo hinn. dag-
inn herfilegan ósigur fyrir 2.
deildar fél qfgsliði. Hér er
vissulega eitlhvað fyrir allar
þessar nefndir, ráð og stjórn-
ir, sem forystu skipa í knatt-
spyrnumálunum, að rýna í
og gera sér grein fyrir, hvern-
ig úr verði bætt.
Ekki voru liðnar nem atólf
mínútur af fýrri hálfleik, peg-
ar Svíar höfðu skorað 2 mörk.
Það fynra gerði vinstrj inn-
herjinn á 5. mínútu með góðu
skoti, eftir snögga sókn, þar
sem leikið var með stultum
sendjngum inn á vítateig. Hið
síðara kom svo 7 minútum síð
ar. Áður hafði Ólafuir varið
fast skot, en annað þrumaði
rétt á eftir og sendi knöttinn
í netið. Var það hægrj útherj
inn, sem það gerði. Áfram
héldu Svíarnir harðri sókn
góða stund, og munaði mjóu
að höfuðborgarúrvaliið þypftí
ekki í þriðja sinn, áður en 20.
mínútur væru af leiktíma, að
hirða knöttinn úr netj sínu.
Sérstaklega þó er Svíar fengu
aukaspyrnu rétt fyrir utan
vítateig og sendu á markið, en
Ólafur varði vel með útslætti.
Á 26. mínútu var það Hrejð-
ar bakvörður, en hann og Ein-
ar Halldórsson voru beztu
menn úrvalsins, sem óð upp
með knöttinn, óspart hvattur
af áhorfendum til að skora
sjálfur, en'dia skaut hann fast
og vel, en fram hjá. Var þetta
fyrsta hættan, fram að þe-ss-
um tíma leiksins, sem sænska
markið komst f. Loks á 33.
mínútu kom tækjfæri úrvals-
ins, þegar það fékk auka-
spyrnu, fyrir það, að mark-
vörðurinn hljóp of mörg skref
(Frh. á 7. síðu.).