Alþýðublaðið - 15.09.1955, Síða 3
Fimmtuclagur 15. sept. 1955
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
i*
Líkan af hinni fyrirhuguðu kirkju Óháða fríkirkjusafnaðarins.
Turninn verður 15 m. hár. Teikningu gerði Gunnar Hansson.
Fyrirhuguð kirkja verður í núfíma
stíl með viðbyggðu félagsheimili
Óháii frtkirk|iLas@fiiylÍyritiii reiSubúinn
að hefja kirkjubyggingu, aðeins
f járfestingarieyfi vantar.
TEIKNING af fyrirhugaðri safnaðarkirkjxi Óháða fríkirkju
safnaðarins er nú fullgerð og verður bygging kirkjunnar hafin
hjá vatnsgeymunum sunnan við Sjómannaskólann strax og
fjárfestingarleyfi er fengið. Söfnuðurinn á 200 þús. krónur hand
foærar, 700 dagsverkum hefur verið lofað og öll Ieyfi eru í lagi
fil að hefja byggingarframkvæmdir — en fjárfestingarleyfi
vantar.
Kirkjuna teiknaði ungur arki
tekt, Gunnar Hansson, og verð-
ur hún með nýtízku sniði eins
og flestar kirkju, sem reistar
ANNES A EOBNINDOÖ0ÖÖ00Ö^
Vettvangur dagsin$
i Leynilögreglumenn í sjálfri umferðinni — Bif-
[ reiðastöðvarnar burt úr Miðbænum — Eru ó-
f! þarfar þar, og um leið skaðlegar
B. B. SIÍRIFAR: „Ég vil láta
í Ijós ánægju mína yfir tillög-
um, sem fram komu í pistli þín-
um fyrir nokkru og f jölluðu um
öngþveitið í umferðarmálunum.
Sérstaklega vil ég láta í ljós á-
nægju mína með tillöguna um
að taka upp ökuleyfissviptingu
fyrir slæm umferðarbrot. Það
er staðreynd, að sektirnar hafa
tiltölulega lítið að ségja. Hvað
munar ríka menn um það að
foorga nokkrar krónur í sekt?
Slík áhætta kemur ekki vitund
við þá.
ÞAÐ ERU FYRST og fremst
hinir „fínu selskabsmenn“, sem
eru teknir fyrir ölvun við akst-
ur. Þeir sitja boð, þiggja vín —
og aka heim eins og ekkert
hefði í skorizt. Og hvaða áhrif
halda menn að nokkurra króna
sekt hafi á unga mqnn, sem
koma í bifreið sinni til dans-
leika, drekka þar vín — og
bjóða stúlkum að aka þeim
heim að dansleik loknum? Ekki
vitund.
ÞAÐ ER ALVEG RÉTT, sem
sagt er í pistli þínum, að það á
að taka ökuleyfi af mönnum um
tíma þegar við fyrsta brot fyrir
ölvun við akstur — og fyrir að
brjóta settar reglur eða sýna
þjösnaskap í umferðinni. Við
annað brot á að svipta hinn
brotlega ökuleyfi í lengri tíma
og við þriðja brot um enn lengri
tíma. Ég læt löggjafanum eftir
að ákveða tímana.
•
ÞL TALAR LM, að það sé
ekki nóg að lögregluþjónar sitji
í merktum lögreglubifreiðum á
umferðarhornum og grípi söku-
dólgana. það þarf að hafa borg-
aralega menn í ómerktum bií-
reiðum í sjálfri umferðinni og
grípa níðingana. Það er orðið
alveg eins nauðsynlegt fyrir
okkur að hafa leynilögreglu-
menn i þessu starfi eins og aðr-
hafa verið vestan hafs og aust-
an á síðustu árum. Kirkjan rúm
ar um 230 manns í sæti, auk
þess er viðbyggt félagsheimili,
sem hægt er að bæta við með
því að renna til færanlegu þili,
sem verður milli þess og sjálfr-
ar kirkjunnar. Auk þess verða
í byggingunni skrifstofa, skrúð
hús, snyrtiherbergi og fleira.
Söngflokkur kirkjunnar og
orgel eiga að vera inni í kór,
hægra megin við altarið. Fé-
lagslíf hefur jafnan verið mik-
ið og margþætt innan safnað-
arins og leggja forráðamenn
hans mikla áherzlu á að hafa
félagslífið í framtíðinni í bein-
um tengslum við kirkjuna, und
ir sama þaki. Kirkja með við-
byggðu félagsheimili er nýjung
hér á landi og má vænta hins
bezta af þeirri nýjung, bæði
fyrir kirkjuna og félagslífið.
MIKIÐ STARF
AÐSTAÐA.
ERFIÐ
Það er oft talað um það að
nútímafólk vilji lítið á sig
leggja vegna kirkju og kirkju-
(Frh. á 6. síðu.)
ar þjóðir með sjálfri hinni opin-
beru lögreglu.
ENN FREMUR vil ég segja
þetta út af bifreiðastæðunum:
Allar bifreiðastöðvar eiga að
hverfa úr miðbænum. Bifreiða-
símarnir hafa gert þær óþarfar.
Hundruð bifreiða standa dag-
langt á þessum stöðvum og
þekja stór svæði í miðbænum.
Þarna væri hægt að leggja
einkabifreiðum og taka þær um
leið af sjálfum umferðargötun-
um. Miðstöðvar bifreiðanna
geta alveg eins verið í úthverf-
unum eins og í miðbænum.
ÉG SKIL EKKERT í því, að
á þetta skuli ekki hafa verið
minnzt, því að mér finnst þetta
liggja svo í augum uppi. Hér er
alls ekki verið að þrengja kosti
bifreiðastöðvanna, því að sann-
leikurinn er sá, að í 90 tilfellum
af hverjum 100 eru bifreiðar
pantaðar gegnum síma. Það
kemur sárasjaldan fyrir, að bif-
reiðar eru teknar á sjálfum að-
alstöðvunum, enda geta menn
alveg eins komizt í síma í mið-
bænum til þess að panta sér bif
reið eins og annars staðar í bæn
um — og um nætur geta bif-
reiðar gjarna verið á ferð í stað
þess að standa á stórum svæðum
í sjólfum miðbænum. Menn
hljóta að sjá, að ef þetta væri
gert, þá myndi það verða til
þess að rýma mjög til fyrir bif-
reiðunum.“
ÞETTA ER IIÁRRÉTT, Ég
skora á yfirvöldin í umferðar-
málunum að taka þessar tillög-
ur til athugunar. Bifreiðastöðv-
arnar, allar nema Bæjarleiðir,
hafa lagt undir sig stór svæði í
] miðbænum. Þetta er ekki aðeins
óþarfi, heldur beinlínis skaðlegt
j eins og nú er komið bifreiða-
fjöldanum og þrengslunum í
miðbænum.
Hannes á horninu.
s <*■
Ur ðllum
Iflum.
í DAG ev fimmtudagurinn 15
september 1955.
FLUGfESÐIK
Loftleiðir h.f.
Edda er væntanleg frá. New
York ld. 9.00, flugvélin fer. kl.
10.30 til Stavanger, Kaupmanna
hafnar og Hamborgar.
Einnig er væntanleg Saga úr
aukaflugi nr. 5 í eftirmiðdag frá
New York, Flugvélin fer eftir
stutta viðdvöl til Stavanger.
Þá er væntanleg Hekla frá
Noregi kl. 17.45, flugvélin fer
til New York kl. 19.30.
SKIPAFRETTIfoí
Eimskip.
Brúarfoss fró frá Hull 12.9.
til Reykjavíkur. Dettifoss fór frá
Hamborg 13.9. til Hull og Rvík-
ur. Fjallfoss fer frá Akureyri á
morgun 15.9. til Reykjavikur.
Goðafoss fór frá Reykjavík 12.9.
til Vestfjarða, Austfjajrða, og
þaðan til Hamborgar, Gdynia og
Ventspils. Gullfoss fer frá Rvík
kl. 22.00 í kvöld 14.9. Lagarfoss
kom til Reykjavíkur í morgun
14.9. frá Hamborg. Reykjafoss
kom til Hamborgar 14.9. frá
Hamborg. Reykjafoss kom til
Hamborgar 14.9. frá Rotterdam.
Selfoss kom til Lysekil 12.9. fer
þaðan til Gautaborgar, Flekke-
fjord og Faxaflóahafna. Trölla-
foss fór frá New York 8.9. til
Reykjavíkur. Tungufoss fór frá
Lysekil 12.9. til Stokkhólms og
Hamborgar.
Skipadeild SÍS.
Hvassafell fór 9. þ.m. frá Hjalt
eyri áleiðis til Finnlands. Arn-
arfell fór 12 þ.m. frá Siglufirði
áleiðis til Helsingfors og Ábo.
Jökulfell er í New York. Dísar-
ifeli fór 10. þ.m. frá Keflavík
áleiði stil Hamborgar, Rotter-
dam og Antwerpen. Litlafell er
í Reykjavík. Helgafell er í Rvík.
Seatramper er væntanlegur til
Keflavíkur í dag. St. Walburg
lestar kol í Stettin.
Ríkisskip.
Helda er væntanleg til Reykja
víkur árdegis í dag frá Norður-
löndum. Esja verður væntan-
I lega á Akureyri i dag á austur-
I leið. Herðubreið fer frá Reykja
! vík í dag austur um land til
! Vopnafjarðar. Skjaldbreið er í
Breiðafirði. Þyrill er í Reykja-
vík. Skaftfellingur fer frá Rvík
á morgun til Vestmannaeyja.
Maðurinn minn,
iAGNÚS KJARTANSSON,
málarameistari, andaðist að heimili sínu, Öldugötu 13, Hafn~
arfirði, þann 13. þessa mánaðar.
Þorgerðúr Einarsdóttir.
Bezta skemmtun ársins IS5S
Aðgöngnmiðasalan heldur áfram í dag
kl. 4 fyrir laugardag kl. 7 og 11,15 og
sunnudag kl. 7 og 11,15.
Tilkynning
frá Bæjarsíma Reykjavtkur
um símapantanir.
Allir þeir, sem sótt hafa um síma hjá Bæjarsíma
Reykjavíkur, og ekki fengið hann, þurfa vegna undirbún
ings línukerfisins, að endurnýja símapantanir sínar. End-
urnýjunin fer fram í Góðtemplarahúsinu (uppi) í Reykja
vík, og hefst fimmtudaginn 15. september 1955, og lýkur
föstudaginn 23 sama mánaðar.
Opið verður hvern virkan dag, frá kl. 15.30 til 20.00
(einnig laugardaginn). Á sama stað verður einnig tekið á
móti nýjum símapöntunum. Þær pantanir, sem ekki verða
endurnýjaðar, skoðast sem niður fallnar.
Athygli skal vakin á því að endurnýjun símapantana
þýðir ekki það, að nú þegar sé hægt að afgreiða nýja
síma, heldur mun afhending þeirra væntanlega hefjást
seinni hluta næsta árs.
Síðar á þessu ári mun verða auglýst eftir nafnabreyt
ingum í sambandi við næstu útgáfu símaskrárinnar.
Reykjavík, 15. sept. 1955.
P E L S
til sölu
Krlstfnn Kristjánsson feldskeri
Tjarnargötu 22. — Sími 5644.