Tíminn - 03.02.1965, Side 12

Tíminn - 03.02.1965, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 1965 TÍIV81NN Bjarni Sigurðsson F. 26. 6. 1875 — D. 26.1. 1965 í dag verður til moldar borinn Bjarni Sigurðsson. Ökrum við Nes- veg, sem lézt 26. jan. s.l. á 90. ald- ursári. Hann átti að baki langa ævi, ekki ævi stórra viðburða eða mikils veraldarframa, heldur ævi látlausrar elju í sveit og borg, ævi harðrar lífsbaráttu á því erfjða greiðvikni hans og hjálpsemi öðr- um til handa. Því er engin furða að hann var vinsæll maður og vin- margur hvar sem hann fór, og margir eru orðnir gestir þeirra fajóna á sex áratugum. Valgerður kona Bjarna, sem lifir mann sinn, var honum tryggur lífs- förunautur. Þau eignuðust fjögur börn, Salbjörg dóttir þeirra lézt fyrir tæpum 30 árum, en hjá hin- um Steinari trésmið og Önnu, hafa gömlu hjónin átt athvarf síðustu árin og séð sístækkandi hóp bama bama og barnabarnabarna vaxa úr grasi. Sá vaxtarbroddur var Bjarna mesta gleði í ellinni, og þá um- bun langrar og eljusamrar ævi faygg ég að hann hafi vitað bezta. Bjarni kunni ávallt vel við sig í hópi yngri manna, því átti hann marga vini ofan moldar til æviloka og þeir minnast hans með þakk- látum huga. Hann var svo heill og fareinn í gleði sinni og bjartsýni að hann hlaut að láta aðra nióta góðs af. Slíkir menn eru sjálfum sér og öðrum gæfumenn. Jakob Benediktsson. STÚLKA AÐ NAFNI . . . Framhald ai 9. síðu. um í opinberu stjórnmálalífi, verður maður að læra að lifa við þá staðreynd, að ekkert er venjubundið frá degi til dags. Eina tilbreytingarleysið, sem hægt er að tala um í því sam- bandi er það, að það er sífelld og stöðug tilbreytni. Fáum mánuðum eftir að við giftum okkur varð ég mjög hugfangin, þegar ég hlustaði á Jack flytja ræðu um hin miklu vandamál í sambandi við skipaleiðina um St. Lawrence. Mér fannst ég vera svo illa upplýst, að ég innritaði mig í Gergetown University og lagði stund á bandaríska sögu. Ég var republíkani, þegar ég gifti mig. Jack sneri mér og gerði mig að demókrata. Þú verður að hafa verið republik- ani til að vita, hve gott er að vera demókrati." Er Jack Kennedy var spurð ur að því einhverju sinni, af hverju hann hefði gengið að eiga Jackie, svaraði hann, snöggur upp á lagið eins og venjulega: ..Hún var að verða allt of góð og áhrifamikil blaða kona. Hún hefði getað ógnað stjórnmálaframa mínum. Ég varð að koma í veg fyrir það.“ tímabili, sem nú er orðið íslenzkri æsku álíka fjarlægt og torskilið og miðaldir. Bjarni Sigurðsson var fæddur á Stóra-Vatnsskarði í Skagafirði 26- 6. 1875, sonur hjónanna Sigurðar Bjarnasonar og Salbjargar Sölva- dóttur. Hann var af skagfirzkum bændaættum langt í kyn fram, kominn í beinan karllegg af Hrólfi sterka á Álfgeirsvöllum; föðurafi hans var garpurinn Bjarni skytta Jónsson á Sjávarborg, sem snemma varð þjóðsagnahetja í Skagafirði. Bjarni Sigurðsson fór ungur að heiman og lengra en þá var titt, var um skeið í þjónustu Benedikts sýslumanns Sveinssonar á Héðins- höfða og síðar vinnumaður hjá sr. Jakobi Benediktssyni á Hollfreð- arstöðum. Hann sneri þó bráðlega aftur til Skagafjarðar, varð vinnu- maður hjá Jóni hreppstjóra Jóns- syni á Hafsteinsstöðum árið 1900 og kvæntist dóttur hans Valgerði þremur árum síðar. Þau reistu bú í Glæsibæ 1903 og bjuggu þar í níu ár; síðan áttu þau heima á Sauðárkróki þangað til þau flutt- ust búferlum til Hafnarfjarðar 1925, ári síðar settust þau að í Reykjavík og áttu þar heima eftir það. Bæði á Sauðárkróki og í Reykja vík vann Bjarni að margvíslegum störfum, en þó einkum að smíðum, enda var hann prýðilega lagfaentur til allra verka, sem hann tók hönd um til, bókband stundaði hann cig öðru hverju allt fram á síðustu ár. Alla tíð var hann starfssamur og ötull að hverju sem hann gekk og lét sér ekki verk úr hendi falla I meðan heilsan leyfði. Bjarni var maður óvenju glað- lyndur og bjartsýnn, hann var manna gestrisnastur og hrókur alls fagnaðar, bæði heima og heim an. Söngelskur var hann alla ævi og góður söngmaður á yngri árum var m.a. einn af stofnendum Bændakórs Skagfirðinga, seim mik ið orð fór af í þá daga. Hann var hreinn í lund og falslaus, skap- gerð hans var slík að hann lét aldrei andstreymi eða erfiðleika á sig ganga, ekkert af því tagi fékk dregið úr bjartsýni hans eða heft Benedikt Hafsteinn Jóhann Jakobsson F. 29. ágúst 1952. D. 27. janúar 1965. Hann var sonur lijónanna frú Steinunnar Kristiánsdóttur frá Einholti, Hornafirði og Jakobs Jóhannssonar frá Færeyjum. f dag fer fram iarðarför þessa hugljúfa drengs, sem um stund er horfinn sjónum okkar með svo sviplegum hætti. Hin stutta en fagra ævisaga þessa unga vinar míns mun verða geymd sem helgur dómur í syrgjandi hjörtum foreldra hans og syst- kina, og ylja þeim um ókomin ár. Það var þegar sýnt, að í honum bjó afbragðsmannsefni, sem hefði mátt vænta mikils af, hefði hon um auðnazt lengra líf hér á jörðu. Snemma bar á starfslöngun hjá honum, svo að sl. haust byrjaði hann að vinna ásamt barnaskóla- námi sínu og leysti það hvort tveggja af hendi með einstakri kostgæfni og prýði. Eg minnist þess að eitt s'inn sem oftar er við mættumst nam hann staðar og heilsaði eins og hann var alltaf vanur að gera, þegar hann tók eftir mér, ég veitti því athygli, að hann myndi eiga mjög annríkt að þessu sinni og innti hann eftir ástæðu, þá Ijómaði hann allur og sagði með nokkru stolti, að hann væri farinn að vinna hjá SÍS. Nú eins og þá veit ég ekki hve- nær við sjáumst næst en sjálfsagt verður hann fyrri til að taka eftir mér þegar þar að kemur. Loks vil ég enda þessi fátæklegu orð mín með innilegri samúðarkveðju til foreldra og systkina, ömmu og afa hans bæði á Hornaf. og í Færeyj- um og bið góðan Guð að hugga og styrkja þau öll í þessum mikla harmi. Þér Hafsteinn minn þakka ég góð kynni og óska þér Guðs bless- unar og góðrar ferðar heim til Guðs föður okkar allra. Vertu sæU. ÁG. VIÐ ÓÐINSTORG — SÍMI 20-4-90 GB—Reykjavík, mánudag. Sýning á 35 myndum eftir Eyborgu Guðmundsdóttur listmálara var opnuð í Bogasalnum um helgina, að viðstöddum fiölmörgum gestum, og verður sýningin opin daglega kl. 14—22 fram að næstu helgi. Myndirnar eru flestar nýjar af nálinni, en nokkrar þó frá öllum fimm árunum, sem Eyborg hefur dvalizt í París, en á þeim tíma hefur hún átt myndir á tiu samsýningum í Frakklandi, Belgíu og Þýzkalandi. Eyborg dvelst hér tll vors, en þá fer hún aftur til Parísar tfl að taka þátt i 20. vorsýningu „Salon Réalité Nouvelles“, og verður það þriðja vorið, sem Eyborg á verk á þelrrl sýnlngu. Þessa mynd af Eyborgu tók KJ Ijósmyndari Tímans í Bogasalnum. Í HLJÓMLEIKASAL Einsöngur I sáBíííM iicmu.* Á tónleikum Tónlistarfélags- ins þ. 26. jan., söng ungur Spán verji, Francicc Lazaro, ítalskar og franskar óperuaríur með að- stoð Árna Kristjánssonar. Ten- ór-rödd söngvarans er mikil, og raddsviðið jafnt. Er honum mjög sýnt um túlkun og innlif- un í hin mismunandi verkefni, sem hann flutti. — Að vísu býr rödd hans ekki yfir þeirri blæ- fegurð, sem stundum fyrir- finnst hjá óperusöngvurum af þessari gerð en það bætir hann upp með öruggri og smekklegri túlkun. I fyrri hluta efnisskrárinnar mátti merkja að söngvarinn væri ekki vel fyrirkallaður og gætti nokkurs óöryggis á háum tónum, en eft- ir því sem á sönginn leið, vann F. Lazaro hann það fullkomlega upp, og túlkaði hann t.d. aríur úr Tosca, sérlega vel. Yfirleitt fór söngvarinn mjög vel með hin- ar velþekktu aríur, er hann flutti, og var víða um glæsilega frammistöðu að ræða. Árni Kristjánsson aðstoðaði söngv- arann mjög vel og smekklega. Það er varla nema hálfsögð sagan, að hlýða á óperusöng í konsertflutningi án alls þess ytri búnaðar sem leiksviðið og hljómsveitin veita, og er því stutt í að slíkur flutningur verði heldur einhliða. Viðtök ur áheyrenda voru svo innileg- ar, að greinilegt var að söngur á langmest ítök í áheyrendum hér í okkar Dæ. Unnur Arnórsdóttir. LÍNUBRENGL LEIDRÉTT í grein minni „Bréf til Lárusar Jónssonar um skólamál“(Tíminn 29.1.) eru nokkrar prentvillur. Sumar eru þess eðlis, að auðvelt er að lesa í málið. En á nokkrum stöðum hafa orðið meinleg línu- brengl og niðurfelling orða, sem valda því, að framsetning fer úr skorðum. Eg vil því biðja Tímann vinsam- legast að endurprenta eftirfarandi málsgreinar: I. Upphafsorð greinarinnar eiga að vera þannig: Uppsalabréf þitt í Tímanum 7. jan. gefur mér tilefni til þess að skrifa þér á síðum þessa blaðs fáeinar línur til þess nr. 1 að þakka þér það, sem jákvætt er í bréfi þínu, og nr. 2 til þess að skýra fyrir þér það. sem þú virðist mislesa og misskilja í stefnu minni í skóla- og menntamálum. Hélt ég þó, að slíkt væri alveg óþarfi. II. 4. dálkur bls. 7- Erfiðleikarnir eru mestir í sam- bandi við flutning gamalla og gró- inna stofnana og það kann jafn- vel í mörgum tilfellum að reynast ómögulegt að koma við flutningi þeirra, þó að slíkar stofnanir kynnu að hafa verið eins vel stað- settar utan Reykjavíkur sem inn- an, ef þess hefði verið gætt í upp- hafi að staðsetja þær annars stað- ar. Kann að vera ómögulegt, segi ég, og þá er að taka því. III. 4. dálkur bls. 12. Eg læt mér því ekki nægja þá skýringu eina, að ástæðan til lang- dvalar þeirra í öðrum löndum sé sprottin af því, hversu íslenzkir læknar njóti mikils í kjörum og mannvirðingum erlendis. Því mið- ur — vil ég segja — skýringin er ekki í því einu fólgin- Eitthvað svipað má segja um verkfræðing- ana. Með þökk fyrir birtinguna. Ingvar Gíslason.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.