Tíminn - 03.02.1965, Qupperneq 16
bm greiða sjómem atkræði
Hvað verður um forn-
ritaútgáfu Neison's?
BÓ-Reykjavík, þriðjudag.
Bókaforlagið Thomas Nelson
and Sons Ltd. í London og New
York hefur nú verið selt, en þar
með er allt á huldu um fram-
hald bókaflokksins „Nelson's Ice-
landic Texts“, sem þetta forlag
hefur gefið út undir ritstjórn
prófessors Sigurðar Nordal og G.
Turville-Petre.
Þrjú bindi íslenzkra fornsagna
eru þegar komin út í þessum
flokki, með enskum og forníslenzk-
um texta hlið við hlið sitt á hvorri
síðu.
f bókaþætti tímaritsins The
American-Scandinavian Review,
Framsóknarvist
í Súlnasalnum
Markús
Björn
Framsóknarfélögin í Reykjavík
halda spilakvöld í Súlnasal Hótel
Sögu, fimmtudaginn, 4. febrúar
n.k. Spiluð verður Framsóknar-
vist og glæsileg verðlaun veitt.
Marbús Stefáns. stjómar vistinni
Bjöm Pálsson, bóndi og alþingis-
maður á Löngumýri flytur stutta
ræðu. Dansað til kl. 1 eftir mið-
nætti. Boðsmiðar eru afhentir í
skrifstofu flokksins að Tjarnar-
götu 26. Sími 15564 og 16066. —
Stjórnir Framsóknarfélaganna.
desemberhefti 1964, birtist ritdóm
ar um Heiðreks sögu og Jóms-
víkinga sögu, sem út komu í þess-
um bókaflokki 1960 og 1962. Und-
irritaður er Hedin Bronner, starfs
maður bandaríska sendiráðsins í
Kaupmannahöfn. Hann lýkur lofs-
orði á þennan bókaflokk og seg-
ir meðal annars: „Now the
general editors of „Nelson's Ice-
F'ramih. á bls. 14.
KJ-Reykjavík, þriðjudag.
Sáttafundur hélt áfram í sjó-
manndeilunni í gærkveldi eftir að
talin höfðu verið atkvæði útvegs-
manna og sjómanna um sáttatil-
lögu þá, er sáttasemjaramir lögðu
fyrir deiluaðila. Lauk fundinum
undir morgun með því að undir-
ritað var samkomulag, með fyrir-
vtara um að félagsmenn deiluaðila
samþykktu samninginn.
Myndin hér að ofan var tekin á
fundi hjá Sjómannafélagi Reykja-
víkur, sem haldinn var síðdegis í
dag í Iðnó, en þar var rætt um
samkomulag það, sem samninga-
Sjómannafélagið í spilið
Aðils-Kaupmannahöfn, þriðjudag.
Fréttaritari Tímans og séra Jón-
as Gíslason voru staddir um borð
í Gullfossi í dag klukkan 12 á há-
degi, þegar hásetamir þrír af
Jarlinum komu þangað til þess
að fá sér að borða. Annar vél-
stjóri, sem hefur nú verið látinn
laus, stendur vakt um borð í dag.
Hásetamir þrír eru Jóhann Örn
Matthíasson frá Siglufirði og Við-
ar Halldórsson og Sigurður Ketils-
son frá Reykjavík.
Séra Jónas Gíslason, sem er
þekktur hér fyrir hjálpsemi sína
og fómfýsi hlustaði á sögu háset-
anna og varð mjög undrandi, og
fór þegar með þá á Kristeligt
Dagblad, þar sem Rytgaard rit-
stjóri, sem er fréttaritari Morgun-
blaðsins, skrifaði frásögn þeirra
niður. Hann hlýddi með athygli
á frásögn hásetanna, sem stað-
festir allt, sem staðið hefur í Tím-
anum. Því næst ók ég hásetunum
aftur um borð í Gullfoss, en trún-
aðarmaður Sjómannafélags Reykja
víkur um borð, Pétur Thoraren-
sen, hafði þá hringt í Sjómanna-
félagið til að fá það til að leita
eftir samþykki Gunnars Halldórs-
sonar fyrir því að hásetarnir
Rauimaginn kominn
tií Húsavíkur....
ÞJ—Húsavík, þriðjudag.
Rauðmaginn kemur jafnan
snemma til okkar Húsvíkinga, og
nú er farið að bera svolítið á hon-
um hérna. Hann veiðist rétt utan
við kaupstaðinn, og þótt lítið sé
um hann ennþá, líður varla á
löngu unz hann fer að veiðast hér
að gagni.
Gæftir hafa annars verið fremur
stopular hér, og þegar gefið hefur
á sjó, hefur afli verið tregur. 7
þilfarsbátar, 15—20 tonn, stunda
veiðar héðan, og svo- nokkrar
trillur.
Vegir hér um héraðið em orðnir
mjög sæmilegir, fært er austur
á Raufarhöfn og suður um.
mættu þegar halda heim. Hásetarn
ir bíða nú um sexleytið eftir svari
að heiman. Þeir munu snæða
kvöldverð um borð í Gullfossi og
Pétur Thorarensen hefur sagt
mér, að hann muni beita sér fyrir
því að hásetamir fái einhverja
peninga til nauðsynja, ef þeir fá
ekki þegar í stað svar upp á það
að þeir megi halda heim. Það skal
tekið fram, að fréttin í Morgun-
blaðinu á sunnudaginn um það,
að fleiri hefðu verið handteknir,
er á einhverjum misskilningi
byggð, því aðeins einn háseti hef-
ur verið settur í gæzluvarðhald.
Ekkert áfengismagn hefur fund-
izt í skipinu, umfram það, sem
sagt var frá í Tímanum, enda
engin frekari leit farið fram.
Fundu fjórar kindur
eftir allar hörkurnar
MB-Reykjavík, þriðjudag.
Á laugardaginn fóru tveir bænd
ur úr Fljótshlíðinni, Ámi Jóns-
son í Hlíðarendakoti og Sæmund-
ur Úlfarpson á Heylæk, í eftirleit
inn á afrétt þeirra Fljótshlíðinga.
Fundu þeir fjórar kindur inni á
miðjum afrétti og voru þær ár
Holtunum, en fé þaðan er sjald-
fundið á þessum slóðum. Féð var
eðlilega illa á sig komið, enda
verið þarna í algerri hagleysu unz
hlákan kom um daginn.
Sæmundur Úlfarsson sagði blað
inu í dag frá ferð þeirra félaga
og fer frásögn hans hér á eftir:
Við lögðum af stað snemma á
laugardagsmorguninn óg ætluðum
að koma heim aftur um kvöldið.
Við bjuggumst ekki írekar við
fé á þessum slóðum, þótt nokkuð
vantaði af fé héðan úr sveitinni,
en tókum þetta upp hjá sjálfum
okkur á föstudagskvöldið, þegar
Iveðurútlit og spá voru góð. Við
I fómm gangandi, þar eð ekki er
! unnt að koma þarna við hestum
eins og færið er núna, en gang-
færi var hins vegar prýðilegt.
Eing og ég sagði áðan ætluðum
......og loðnan
tii Hornafjarðar
AA—Höfn, þriðjudag.
Héðan stunda nú fimm bátar
línuvejðar og hafa aflað sæmilega,
frá 7—10 lestir í róðri og mest
12 lestir. Sjómenn hafa orðið nokk
uð varir við loðnu í fiskinum og
er það óvenjulega snemma. 2 bát-
ar héðan eru á síldveiðum, eru
það Ólafur Tryggvason og svo Jón
Ejríksson, sem er nýr bátur hér,
hét áður Ljósafell. Það er um 90
lesta bátur. Þrír bátar héðan hafa
beðið átekta, ætluðu á troll, ef
Framhald á 14 síðu.
SILDIN
EJ—Reykjavík, þriðjudag.
Sæmileg síldveiði var í nótt í
Meðallandsbugtinni, og fór mestur
hluti síldarinnar í vinnslu. Nokkr
ir bátar sigldu með síldina til
hafna á Reykjanesskaganum, og
sum komu hingað til Reykjavíkur.
Blaðinu er kunnugt um afla 15
skipa, sem fengu samtals um 10
þúsund tunnur.
Skipin eru þessi: Jón Finnsson
600, Halldór Jónsson 650, ísleifur
IV 1300, Huginn II 1200, Gullberg
700, Kristbjörg 500, Margrét 600,
Hafrún 400, Reynir 500, Svein-
björn Jakobsson 300, Engey 600,
Bjarmi II 1300, Margrét 500, Ófeig
ur II 500 og Snæfugl 400.
TÍU SÝNINGAR Á VIKU
MB—Reykjavík, þriðjudag.
Óvenjumikið er nú um að vera í
Þjóðleikhúsinu. Þar eru nú fimm
leikrjt í gangi, og í þessari viku
verða alls tíu sýningar á sviði
Þjóðleikhússins sjálfs og á Litla
sviðjnu í Lindarbæ. Munu aldrei
fyrr í sögu Þjóðleikhússins hafa
verið svo margar sýningar á einni
viku. Alltaf er uppselt á sýnjng-
amar á Litla sviðinu, en þar eru
sýnd leikritin Nöldur og Sköll-
ótta söngkonan. Mjög mkil aðsókn
er einnig að Hver er hræddur við
Virginíu Woolf? og einnig er ágæt
aðsókn að Stöðvið heiminn, en á
þeim leik hafa verið mjög margar
sýningar undanfarið. Sardasfurst-
innan er nú sýnd einu sinni í viku.
Fimmta leikritið er svo Kardi-
mommubærjnn, sem enn sem fyrr
nýtur mikilla vinsælda meðal ungu
áhorfendanna.
nefndirnar höfðu undirritað.
Höfðu verið gerðar breytingar á
ákvæðunum um skiptasprósent-
una, frá því sem var í sáttatillög-
unni og sjómennirnir felldu.
Skiptaprósentan er nú sem hér
segir í samningnum, sem undir-
ritaður var með fyrirvara og sjó-
menn eru að greiða atkvæði um:
Þegar veitt er með línu skal hún
vera a) á 12—20 rúml. bátum 40%
þegar 7 menn eru á. B) 34% á 20
—30 rúml. bátum þegar 8 menn
Framh a ois 14.
við upphaflega að koma heim um
kvöldið, en það gátum við ekki,
fyrst við fundum féð og myrkur
var skollið á, er við komum í sælu
húsið á Einhyrningsflötum, og
tunglslaust var.
Framh. á bls. 14.
Danir ætla
nú að nýta
grænlenzka
laxinn
Aðils—Kaupmannahöfn,
þriðjudag.
Vegna þess að þorskveiðin
hefur brugðizt við Grænland
tvö síðustu árin eru Danir
nú farnir að ræða um, hvað
til bragðs skuli taka, svo
einhver atvinna verði í landi
í sambandi við sjávarafla.
Eftir því sem Berlingske
Aftenavis skýrir frá í gær
eru nú á prjónunum ráða-
gerðir um að hefja nýtingu
grænlenzka laxins í stórum
stíl.
Þessi þróun í þorskveiðun
um er svo uggvænleg, að
ekki er talið ráðlegt að
draga það lengur að leggja
fjármagn í aðrar veiðar við
Grænland. Á mánudaginn
sótti Grænlandsmálaráðu-
neytið því um leyfi til að
mega leggja fimm milljónir
danskra króna í verksmiðju
í Frederikshaab, þar sem
frystur verði lax, og ýmsar
aðrar fisktegundir verkaðar,
svo sem steinbítur, karfi,
heilagfiski og rækjur.
Frederikshaab er sunnar-
lega á vesturströnd Græn-
lands.
Hádegisklöbburinn
kemr saman í dag á sama tíma og
venjulega. í Tjarnargötu 26.
Skrifstofustjóri
Útvegsbanka ísl.
Á fundi bankaráðs Útvegsbanka
íslands í gær var Gunnar Davúðs-
son aðalgjaldkeri ráðinn skrifstofu
stjóri bankans í stað Henriks Thor
arensen, sem fengið hefur lausn
frá starfi vegna veikinda, Gunnar
Davíðsson hefur starfað í Útvegs
bankanum undanfarin 23 ár og
verið aðalgjaldkeri bankans s.l. 9
ár.