Alþýðublaðið - 27.09.1955, Síða 1
Eisenhower liggur sjúkur
Hlaut hjartaáfall; stífla í kransæðakerfi
EISENHOWER FORSETI Bandaríkjanna varð fyrir hjarta
áfalli sl. laugardag og liggur nú á sjúkrahúsi. Þjáist forsetinn af
stíflu í kransæðakerfi hjartans en ekki er hann talinn í neinni
lífshættu. Eru batahorfur taldar góðar en þó búizt við að for-
setinn verði frá störfum í eina svo mánuði.
Eisenhower var staddur í
Denver í Colorado, er hann
varð veikur og var hann lagð-
ur inn á sjúkrahús hersins þar.
Var einkalæknir forsetans, dr.
Snvder, með honum, er hann
veiktist. Þegar á laugardags-
kvöldið flaug Thomas W. Matt-
ingly I hjartasérfræðingur við
Walter Reed sjúkrahúsið íWash
ington til Denver til þess að
rannsaká forsetann. Síðan kom
hin'n heimsfrægi hjartasérfræð
ingur dr. Poul Dudley einnig
til Denver. Hefur Dudley nú
látið svo ummælt, að forsetinn
sé úr allri hættu og batahorf-
ur séu góðar.
Nixon varaforseti hefur þeg-
ar tekið við. störfum Eisenhow
ers og var í gær búizt við úr-
skurði dómsmálaráðuneytisins
um það, hvaða mál heyrðu únd-
ir Nixon.
BEÐIÐ FYRIR EISEN-
HOWER.
Margir þjóðhöfðingjar hafa
(Erh. á b. síðu.)
XXXVL árgangur.
Þriðjudagur 27. sept. 1955
201. tbl.
Bœjarstjórnarkosningarnar í Kópavogi:
ramboðsiundurinn iofar m
um úrslifin iynr
nn
Akurnesingar skora annað mark sett í bæjarkeppninni. Hörður Óskarsson bakvörður Reykja-
víkur reyndi að bjarga en knötturinn hrökk í mark af fæti hans.
Þó tókst að renna f lugvélinni á land og bjarga
!; áhöfninni; miklar skemmdir
BANDARÍSK SJÓFLUGVÉL var hætt komin í lendingu á
Elliðaárvogi í gær. Komst leki að flugvélinni og var hún kom ^
in' að því að sökkva. En þó tókst að renna henni á land og bjarg '
aðist því öll áhöfnin.
Flugvélin, sem var af Grum
an Albatros gerð, var úr björg
Unarsveit Bandaríkjahers á
Keflavíkurflugvelli. Var hún
að æfa lendingu á Vognum er
slysið varð um 6 leytið í gær.
RIFNAÐI MIKIÐ.
RENNT Á LAND.
Er flugvélin var komin á
móts við Keili var hún tekin að
síga mikið og þótti því ráðleg-
ast að renna henni hið skjótasta
á land. Kom þarna kranabíll
(Frh. á 6. síðu.) 1
\ Sfuðningsmenn
A-lisfans!
j STUÐNINGSMENN A-list-
: ans í Kópavogi eru minntir
; á að kosningarskrifstofan er
; opin daglega, sími 6990. Eru
J stuðningsmenn beðnir að
; hafa samband við skrifstof-
■ una og gefa henni allar þær
: upplýsingar, er að gagni
: mættu koma við kosningarn
; ar.
Kommúnisfar fóru mikla hrakför á fundinum
ALLIR FLOKKAR, sem standa að framboði til bæjar-
> stjórnar í Kópavogi efndu til framboðsfundar í barnaskóla-
húsi hreppsins síðastliðinn sunnudag. Var fundurinn fjölsótt-
ur, eða alls munu hafa verið þar um 400 manns, og umræður
fjörugar allt til kvölds. Fór fundurinn einkar vel fram og voru
umræður hinar prúðmannlegustu, og munu margir Kópa-
vogsbúar telja, að sá óvenjulegi atburður spái góðu um úrsiit
kosninganna.
Alþýðuflokkurinn og fram-
bjóðendur hans áttu þarna sýni
lega miklum vinsældum að
fagna, en þeir deildu allhart á
alla hina flokkana. Fóru komm
únistar þarna hrakför mikla,
enda var almennt talið, að
aldrei hefði málflutningur
þeirra verið aumari nú, eða
snauðari að rökum.
HÓTANIR ÍHALDSINS.
Fulltrúar íhaldsins léku við
lélegar undirtektir áheyrenda,
gömlu plötuna, þar sem kjós-
endum er ógnað með því, að
þeim muni allar peningastofn
anir lokaðar, og engin ráð
bjóðast til að fá fé til fram-
kvæmda, svo fremi, sem þeir
kjósi ekki stærsta flokk lands
ins, — Sjálfstæðisflokkinn.
Framsóknarflokkurinn, sem
að undanförnu hefur ekki lát-
ið sér nægja að skreyta blað
sitt „glansmyndum“ af Hann-
esi Jónssyni á fermingaraldri,
en hefur nú tékið að birta þar
„seríumyndir“, sem þar eru
taldar vera af afrekum Fram-
sóknarflokksins í Kópavogi,
og hafa áður verið birtar í
Tmanuni, stóð sig illa á fund-
inum, enda var málflutningur
hans líkur og myndavalið, því
að margar þeirra sýna fram-
kvæmdir annarra flokka og
einstaklinga, sem framsókn
og Iiannes hafa jafnvel hvergi
nálægt komið. En myndir þess
ar voru átta talsins, og mest
gumað þar af því, að fram-
sóknarmenn væru nú að reisa
16 íbúðir í Kópavogi, — en
hins vegar hefur gleymzt að
geta þess, að um 400 íbúðir
eru nú í byggingu í Kópavogi,
á vegum verkamanna, og
manna úr öllum flokkum, og
verður því afrek Hannesar og
framsóknar hlutfallslega held
ur smátt, eða um 4 %, og eykzt
heldur lítið, þótt ljósmyndað
sé.
VIÐURKENNING
HANNESAR.
Ýmislegt kom þó fram þarna
á fundinum af afrekum Hann-
esar og framsóknar, sem
gleymst hefur að ljósmynda, —
meðal annar það, að hann hef-
ur, í skjóli embættis síns sem
stjórnskipaður eftirlitsmaður
með lóðaúthlutun í Kópavogi,
séð bæði konu sinni og kunn-
ingjum fyrir jarðnæði þar, og
(Frh. á 6. síðu.)
Akranes vann y
Reykjavík 3:2
AKURNESINGAR UNNU
Reykvíkinga í bæjarkeppninni
s.l. sunnudag með 3:2. Gerðu
Akurnesingar öll sín mörk í
fyrri hálfleik og lyktaði honum
3:0 fyrir Akranes. í síðari liálf-
leik skoruðu Reykvíkingar sín
tvö mörk.
Mjóikurskömmtun i vetur
Mjólkurmagn töluvert minna en í fyrra og
íalið víst að það minnki enn
ALLAR LÍKUR ERU á að því, að skammta verði mjólk í
Reykjavík í vetur. Um leið og venjulegir skömmtunarseðlar
verða afhentir í Reykjavík verður útbýtt mjólkurskömmtun-
arseðlum „með því að gert er ráð fyrir að ef til vill þurfi að
skammta mjólk einhvern hluta vetrar“.
Flugvélin lenti fram und
an Áburðarverksmiðjunni í
Gufunesi. Rifnaði vélin mik
ið í lendingunni en ekki er vit
að hvort hún hefur rekizt á
eitthvað. Mikill sjór komst
þegar í vélina og var óttazt að
liún kynni að sökkva. Flug-
mennirnir sigldu henni þó
þegar í áttina til lands. Kom
bátur frá Áburðarverksmiðj-
unni til 'aðstoðar og fylgdi
henni til lands.
MIKILL VIDBÚNADUR.
Helikopter af Keflavíkurflug
velli kom einnig á vettvang og
önnui’ Albatros vél. Einnig
voru sjúkrabifreiðir og slökkvi
liðið til taks ef eitthvað kynni
út af að bera. Vakti þessi við
búnaður að sjálfsögðu mikla at
hygli í Kleppsholti og Voga-
liverfi.
Mjólkurmagn það, sem berzt
til bæjarins hefur verið mjög
jafnt undanfarið. Einnig hefur
nóg skyr fengizt og rjómi. Dag-
leg mjólkursala er tæpl. 60 þús.
lítrar.
Töluvert minni mjólk berst
til bæjarins nú en í fyrra. Talið
er þó víst, að það eigi eftir að
minnka töluvert, er kýrnar
verða settar inn, nú um mán-
aðamótin. Auk þess er heyið
bæði lítið og lélegt og óvenju-
lega mörgum kúm verður lógað
í haust. Reynt verður í lengstu
lög að komast hjá að taka upp I
mjólkurskömmtun og verður
fvrst dregið úr framleiðslu
skyrs og rjóma. Þegar hefur
mjólkurskömmtun verið ákveð
in á einum stað utan Reykja-
víkur, en búast má við að fleiri
verði og að grípa til skömmt-
unar. Víst er, að bæði verður
mjólkin lítil í vetur og rýr að
næringargildi.
Akurnesingar gerðu fyrsta
markið þegar á fyrstu mínútu.
Annars var sá háKleikur frem-
ur jafn, enda þótt markatalan
gefi annað til kynna. í síðari
hálfleik höfðu Reykvíkingar
hins vegar algera yfirburði og
fór leikurinn mest fram upp
við mark Akurnesinga. Fengu
Reykvíkingar mörg tækifæri til
þess að skora, en aðeins tvö
þeirra nýttust. — Fjölmenni
var á vellinum. Dómari var
Hannes Jónsson.
Dr. Kristinn formaður
NATO-ráðsins
UTANRÍKISRÁÐHERRA ís-
lands, dr. Kristinn Guðmunds-
son, hefur verið kosinn formað
ur Norður-Atlantsráðsins fyrir
næsta ár. .