Alþýðublaðið - 29.09.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.09.1955, Blaðsíða 4
4 Alþýgublagjg Fimmtudagur 29. sept. 1955 Útgefandi: Alþýðuflofyurinn. Ritstjóri: Helgi Scemundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samáelsdóttlr. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu 8—10. ’Ásþriftarverð 15,00 á mánuði. í lausasölu IJ30. Hefur Franco breytzt? STJÓRN Francos á Spáni sækir um upptöku í banda- lag hinna Sameinuðu þjóða ásamt nokkrum öðrum ríkj- um, og verða inntökubeiðn- irnar afgreiddar á allsherjar þinginu innan skamms. Mála leitun Spánar þykir mest- um tíðindum sæta og veldur sjálfsagt deilum. Líklegt er talið, að ríkin í Suður-Am- eríku greiði því atkvæði, að Spánn fái aðild að samtökun um, og Bandarkjastjórn hef- ur kunngert, að stuðningur hennar sé fyrir hendi. Brezka stjórnin vill ekkert láta uppskátt um afstöðu sína að sinni, en vitað er, að mörg þátttökuríkin eru and- víg aðild Spánar. Jafnaðar- menn eru þar í fylkingar- brjósti, enda hefur alþjóða- samband jafnaðarmanna for dæmt þessa hugmynd oftar en einu sinni. Rök þeirra, sem eru and víg nærveru Francos í bandalagi hinna sameinuðu þjóða, hafa áður reynzt sigursæl á allsherjarþingi. Það gerðist á fyrsta ails- herjarþinginu 1946, þegar Iýst var yfir þvu, að Spánn fengi ekki inngöngu í bandalag hinna sameinuðu þjóða, meðan einræðis- stjórn Francos væri þar við völd. Ástæða þeirrar ákvörðunar lá öllum í aug- um uppi. Tilgangur banda- Iags hinna sameinuðu þjóða og stofnana þess er lýðræði og mannréttindi. Stjórn Francos á Spáni er hins vegar einræðisklíka, sem brotizt hefur til valda með uppreisn og fulltingi Hitlers og Mussolini. Hún beitir enn í dag miskunn- arlausri kúgun og hefur andúð á mannréttindum. Þetta eru leifar fasismans í Evrópu. Upptaka Francos í bandalag sameinuðu þjóð- anna væri því brot á sátt- mála bandalagsins og móðg un við þá Spánverja, sem orðið hafa að flýja land undan ófreskjunni. Ráðamenn landanna í Vesturheimi eru auðvitað sjálfráðir, ef þeir vilja taka upp samvinnu við Franco og félaga hans. En þeir geta ekki ætlazt til þess, að lýð- ræðisríkin í Evrópu breyti afstöðu sinni til Francos. Hann hefur ekkert breytzt. Stjórn hans á því hvorki heima í bandalagi hinna sam einuðu þjóða né Atlantshafs bandalaginu. Einræðisklíka, sem revrir fjötur kúgunar og ofsóknar að þjóð sinni, á ekkert erindi í samfélag frjálsra manna. Og því verð- ur ekki trúað, að meirihlut- inn á allsherjarþinginu falli frá þeirri afstöðu, sem mót- uð var og rökstudd 1949 og er enn í sama gildi og þá. Þeir, sem vilja viðurkenna athæfi Francos, verða að gera það á eigin ábyrgð og með öðrum hætti en þeim að bjóða hann velkominn í samfélag þeirra þjóða, sem muna hugsjón lýðræðisins og skylduna við hana. Heimsókn Pílníks ISLENZKIR SKÁKMENN hafa getið sér mikinn orðs- tír heima og erlendis undan- farin ár. Nú er vetrarstarf- semi þeirra að byrja og hefst með heimsókn argentínska skákmeistarans Pilniks, sem er hingað kominn af stór- meistaramótinu í Gautaborg. Þeirri gestakomu verður á- reiðanlega mikil athygli veitt. Pilnik er einn af kunnustu skákmönnum heimsins og þess vegna mikils virði að fá hann hingað. íslenzkir skák- menn geta af honum lært um leið og snjöllustu mönn- um okkar í þessari skemmti- legu og vinsælu íþrótt gefst kostur þess að reyna sig við frábæran afreksmann. Heim sóknin sýnir og sannar, að skákmenn okkar hyggja djarft í vetrarstarfseminni, og það er vel. farið, hversu vandað er til mótsins í til- efni af komu Pilniks og þátt- töku hans. Þetta er viðburð- ur, sem mun setja svip á bæ- inn og verða öllum aðilum til sóma. ÍBÚÐ Rúmgóða og skemmtilega kjallaraíbúð í Yogahverfi hefi ég til sölu. Laus eftir samkomulagi. Baldvin iénsssn fíri. Austurstræti 12 — Sími 5545 r Olafur Ketilsson: Fyrri grein amí UM margra ára skeið hefur verið rætt og ritað um sam- göngumál okkar Sunnlendinga. Koma þar fram mörg sjónar- mið, svo sem venja er. Þar fer ekki ævinlega saman þekking á vegstæði eða vegalengdum, ekki heldur athugun á því, hvert er gildi þess, að vegurinn sé lagður þar sem minnstar eru brekkur, snjóalög og skafrenn- ingur. Ekki er heldur minnzt á það, hversu mikils það er vert að losna við þá veðurhæð, svo og haustþokur í náttmyrkri, sem verður ævinlega á hæstu fjöllum. Ég vil leyfa mér að segja nokkur orð um okkar gömlu vegi og vegleysur, því að ég hef kynnzt því nokkuð síð- ast liðin 27 ár á austurleiðum. Ég hef áður gjört nokkra lýs- ingu á vegunum bæði í viðtöl- um og bréfum. Á austurvegum er ég búinn að stríða við snjó og skafla, bæði í brekkum og á sléttlendi og kynnzt árennslum og úrrennslum. Ég er búinn að sjá margt reiðileysið og ráðleysið, þar sem sumar hæðir og hólar mynda sama skaflinn áratug eftir áratug án þess að nokkuð sé að gert. Já, og aðra staði hef ég séð, þar sem unnið er að endurbótum ár eftir ár, breikk- aður og hækkaður og hækkaður og breikkaður vegur og veg- bútur. Þá staði sjáum við enn á austurleið, sem alltaf rennur úr þegar leysingar eru að vetri til, og oft um sumur líka. Ég sá það árið 1930 og á hverju ári síðan, að sum af þeim skolrör- um og skolprörum, sem lögð voru í gegnum veginn, hafa ekki getað fíutt það vatn, sem þeim var ætlað að flytja, og jafnlengi hef ég séð, að sumir frárennslisskurðirnir, sem voru 25 til 30 cm. á hæð og breidd, hafa ekki heldur getað flutt það vatn, sem með þarf, og þeir geta það ekki enn, því að hæðin og breiddin er sú sama enn í dag og úrrennslin því mjög lík. Já, vegamálastjórnin er víst sú hin sama, og hefur ekki verið talin neitt hugsanarík. Margar ræður og rit um vega mál snúast mjög að því, hversu Krýsuvíkurvegur sé snjóléttur, og hversu miklu verðmæti hann hafi bjargað í samgöngu- kerfi Suðurlands. Vel má vera að svo hafi verið, en ekki finnst mér hægt að ganga fram hjá því, hversu kostnaðarsamur sá flutningur er á þeirri löngu og slæmu leið, þar sem vegalengd armunur hefur ævinlega kostað 10 til 16 þúsund kr. á hverjum degi, þegar hann er ekinn. i Krýsuvíkurvegur er eitt af þeim verkum, er unnin hafa verið á seinni árum, sem er mjög misheppnaður. Veginn þarf að Iaga. í fyrsta lagi þarf að breikka hann, frá Suður- nesjavegi suður að Vatnsskarði, og taka af honum beygjur, svo og gera betri útskot. Vatns- skarðsbrekkuna verður að laga, sprengja niður í skarðinu um 6 til 8 metra og 60 til 70 m. breitt. Gjöra uppfyllingu neðst á henni, færa brattann til og minnka hann niður í 1 m. móti hverjum 16 til 18 lengdarmetr- um. Stefnishöfða, emils- og geirsbeygju á milli höfðanna ásamt Syðri-Stapa, verður að David C. Wiiliams: Negraofsóknirna í Bandaríkjunu SÝKNUN þeirra tveggja Suðurríkjabænda, sem sakaðir voru um að hafa myrt fjórt- án ára svertingjadreng, hefur valdið undrun og' hneyksli í Bandaríkjunum, ekki síður en annars staðar í heiminum. Hverjum hlutlausum áhorf- anda hlaut að virðast sem ó- yggjandi sannanir væru fyrir því, að viðkomandi bændur hefðu gerzt sekir um þennan hræðilega glæp. Forsaga glæpsins er flestnm kunn. Sagt er, að drengurinn hefði aldrei blístrað á hvíta stúlku. Þess utan var hann úr Norðurríkjunum, í kynnisíör til ættingja í Mississippi, en það varð til þess að espa hér- aðshrokann, — þessi Norður- ríkjanegri var illa upp alinn að áliti þeirra í Suðurríkjun- um, þar eð hann sem Negri Vissi bersýnilega ekki „hvað til síns friðar heyrði.“ Honum var rænt af heimili frænd- fólks síns, og spurðist ekkert til hans síðan, unz lík hans fannst. Fyrir fimmtíu árum komst svertingjaprédikari einn þann- ig að orði: „Þetta er víðlent ríki, og réttlætið virðist ekki j ná sérlega langt suður á bóg- inn.“ Barátta svertingjanna' í 1 Suðurríkjunum fyrir viður- ! kenningu þeirra réttinda, sem þeim eru áskilin samkvæmt stjórnarskránni, hefur verið bæði Iöng og hörð. Þó hefur nokkuð orðið á- gengt, einkum á síðastliðnum árum. Skrílmorðin, sem áður voru svartasti bletturinn á þjóðlífi í Suðurríkjunum, eru svo til úr sögunni. Negrar í Suðurríkjunum sækja sömu æðri skóla og hvítir menn. Þeir njóta kosningaréttar í sí- fellt vaxandi mæli, og sums staðar hafa negrar verið kosn- ir til að gegna þar opinberum embættum. Suðurríkjamönn- um er nú að skiljast það, að úrskurður hæstaréttar í barna- skóladeilunni hlýtur fyrr eða síðar að hafa það í för með sér, að hvít börn og svört í Suðurríkjunum sæki sömu barnaskóla. En engu að siður er því enn þannig farið suður þar, að enginn dómari eða dóm stóll virðist fáanlegur til að dæma hvítan mann sekan um glæp gegn svörtum manni. Á undanförnum árum hefur það hvað eftir annað komið fyrir, að lögregla í Suðurríkj- unum hefur neitað að hafa nokkur afskipti af slíkum mál- um, og yfirvöld viðkomandi borgar eða héraðs hafa neitað að taka hinn seka höndum, enda þótt hver maður vissi, hver hann var, og hvar hann var. Ef slíkt glæpamál kom (Frh. á 7. síðu.) gjöra sömu skil. Það er mjög auðvelt að taka Stefánshöfð- ann mikið niður svo að brekkan minnki þar verulega, bæði til norðurs og suðurs. Á sama hátt verður að sprengja burt Syðri-Stapann. Það má furðu gegna, að okkur skuli vera skipað að aka svo slæmar brekkur, eins og þar eru nú, meira og minna fullar af snjó, sem ævinlega eru ekki færar til aksturs nema send séu þangað og látin moka mokstr- artæki, þegar í stað, þá er við flýjum af Hellisheiði vegna snjóa. | Nokkuð fyrir austan landa- merki Krýsuvíkur var vegur- inn lagður of nærri Geitahlíð- inni í slæmri brekku, þar þarf að færa veginn til, suður á hraunsléttuna, til þess að losna við þann hættustað. Alkunnugt er hversu brekkan er slæm við Hlíðarvatn og hættuleg, bæði í snjóum og skriðuföllum. Þetta hættusvæði þarf að laga og það helzt með því að færa veginn alla leið suður fyrir Hlíðar- vatn. | Margir hafa heyrt talað um j Selvogsheiði. Hún er skráð 180 'm. há, en landslag skammt suð austur og nær sjó liggur á sléttu og er hagstætt vegstæði. | Það óhapp vildi til þá er verkfræðingar okkar voru send ir til að mæla fyrir veginum þar í kring, að djöfullinn narr- aði þá upp á Selvogsheiði, sýndi þeim ríki veraldar og þess snjóa dýrð, sem varð til þess, að veg- stæðið var ákveðið þar. Síðan. höfum við orðið að stríða þar við snjó og brekkur og brekkur . og snjó í marga vetur, en hve- nær er von til, að við losnum við slíkt? Jú, það verður þegar Þorlákshöfn hjá Torarensen er orðin það stór, að byggð- in nær alla leið út í Selvog. Haldið þið, lesendur góðir, að það geti orðið fyrr? En hver lifir svo lengi? Jú, næsta kvn- slóð. Fyrir nokkrum mánuðum rit aði ég grein í Tímann um hinn gamla Hellisheiðarveg, en svo einkennilega vildi til, að blaðið sleppti úr greininni fjórum málsgreinum, þrátt fyrir það, þó að búið væri að loía mér að birta hana orðrétta. Út í þá sorgarsögu, sem ég sagði þar, og sleppt var úr greininni, ræði ég ekki hér, en aðrar hlið- ar á vegamálinu tel ég rétt að minnast á. Ég fæ máské önnur blöð til að birta þá grein orð- rétta. Þann 15. apríl 1946 voru sam þykkt lög á alþingi um nýjan austurveg. Jafnframt því var vegamálastjóri látinn gera kostnaðaráætlun um veginn, sem varð svo há, að alþingis- mönnum hefur víst svimað við, en eru þó ýmsum tölum vanir. Til framkvæmda með vegalagn ingu hefur enn ekki komið, en öðru hvoru höfum við heyrt og séð, að alþingismenn rámar eitthvað í það, sem þeir hafa lögíest um veginn. Taka þeir þá það ráð að rita greinarstúf í blöð og flytja tillögúr á alþingi um veginn. Skal hér minnzt á daemi. Þann 24. október 1948 ritar Emil Jónsson ráðherra grein í Alþýðublaðið, sem var svargrein frá 22. s, m. þar sem getið er um vanrækt hans í þrjú sumur, að hafa ekki byrjað framkvæmdir á Austurvegi. í kafla úr svari sínu segir ráð- (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.