Alþýðublaðið - 29.09.1955, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.09.1955, Blaðsíða 6
6 Alþýðublaftið Fimmtudagur 29. sept. 1955 Útvarpið 20.30 Erindi: Út á Stóra-Skæl- ** ing; seinni hluti (Jónas Árna- son). 20.50 Einsöngur: Kathleen Ferr ier syngur. (plötur). 21.10 Erindi: 75 ára framfara- félag, eftir Halldór Pálsson frá Nesi (Sig. Árngrímsson). 21.40 Tónleikar: Valsar eftir Chopin (plötur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lífsgleði njóttu, saga eftir Sigrid Boo; XIX. 22.25 Sinfóniskir tónleikar af plötum. 23.05 Dagskrárlok. Pilnik (Frh. af h. síðu.) byltinguna. Kvaðst hann vozia, að komin yrði þá á ró og spekt í landinu, en hins vegar hefur hann ekkert frétt af fjölskyldu sinni. Pilnik fer þó ekki beint heim því að lokinni dvöl sinni hér er förinni heitið til Júgó- Slavíu á stórmeistaramót, sem hefst þar 25. okt. Tekur Botvinnik m. a. þátt í því móti. HAUSTMÓTIÐ. Haustmót Taflfélags Reykja víkur hefst 20. okt. kl. 1,30 eins og blaðið hefur áður skýrt frá. Einnig hefur áður verið skýrt frá hverjir taki þátt í móti þessu að tveim undanteknum. Eru það þeir Arinbjörn Guð- ínundsson og Jón Einarsson. Mótið fer frarn á Þórscafé og verða tefldar 4 umferðir í viku. Teflt verður alla daga nema fimmtudag og laugardaga. Er búizt við að mótið standi í 3, "víkur. Að því loknu verður ein vígi við Friðrik Ólafsson eins og áðúr hefur verið skýrt frá. Verða tefldar tvær skákir. Kvað Pilnik sér það ánægju að fá að tefia við hinn unga ís- lenzka skákmeistara þar eð hann hefði þégar unnið sér nafn í heimi skáklistarinnar. TEFLIR ÚTI Á LANDI Auk þeirra móta er nefnd hafa verið er ákveðið að Pilnik tefli fjöltefli við 10 beztu skák inennina. Einnig teflir hann fjöltefli í Hafnarfirði og víðar úti á iandi. — Að lokum lét Hermann Pilnik í ljós ánægju með að vera kominn hingað til lands og bað fyrir kveðjur til ís lenzkra skákunnenda. í á telpur og drengi. Grillonefni. ; Verð frá kr. 143,00. ledo Fischersundi. AlþýfS'iblaðinp Rosamond Marshail: Á FLÓTTA 66. DAGUR út að glugganum. Fangelsisgarðurinn og strætið fyrir framan hann var krökkt af fólki. Margir báru logandi kyndla. Hverjir voru hér á ferð? Hvert var erindi þessa mannfjölda? Eg þrýsti andlitinu út að rimlunum og rýndi ákaft. Eg sá nú, hvers kyns var: Fremst voru raðir af börnum. Hundruð! Mörg hundruð! í skipulögðum röðum. Og þau sungu með. Það sá ég núna. Systir aríta! Systir Carita! Systir Carita. Þau, sem .fremst fóru voru komin fast upp að fangelsinu. Eg sá þau mæna upp í glugg- ana, opnum munnum. Systir Carita, systir Carita! Varðmenn þustu út úr fangelsinu til þess að reyna að hafa hemil á manhgrúanum. En þeir megnuðu ekkert. Mannfjöldinn ýtti þeim til baka. Hann ruddist fram eins og flóðbylgja. Hingað og' þangað innan um mannfjöld- ann sá ég gula hatta. Það var einkenni „Úlf- anna“, hinna fornu áhangenda Ciacomo munks! Systir Carita! Systir Carita! æpti múgurinn einum rómi. Það var enginn vafi á því, að fólkið var að gera uppreisn gegn einveldi sjö manna ráðs- ins. Vopnaðir menn réðust óskipulega á fylk- ingarnar, en voru þegar í stað ofurliði bornir. Nokkrir menn með gula hatta höfðu þegar reist upp stiga og byrjað að klifra upp fangelsis- veggina. Á hallarvegg andspænis mér sá ég mann, sem ég þegar kannaðist við. Það var Gino, hinn hugaði foringi „Úlfanna." Þeir voru komnir til þess að frelsa systur Caritu. Eg skundaði til dyra og barði á þær með krepptum hnefum. Varðmaður! Varðmaður, kallaði ég eins hátt og ég gat. En mér var ekki anzað. Skyndilega lægði háreystina úti fyrir. Eg hljóp yfir að glugganum aftur til þess að vita hverju það sætti. Eg sá mann á hvítum hesti ryðja sér braut gegnum mannfjöldann. Það var svo bjart yfir mannþyrpingunni sem hádagur væri; kyndl- arnir voru svo margir og bjartir. Eg þekkti riddarann þegar. Það var Lorenzo erkihertogi og enginn annar. Koma hans hafði komið mannfjöldanum mjög á óvart. Það átti ekki von á að hann þyrði að láta sjá sig á þessum slóðum. Sú ein ályktun varð þó af því dregin, að hann hefði skipað sér undir merki fjöldans. Hapn, Lorenzo erkihertogi, í uppreisnarfylkingu ,,Úifanna“! Hver skyldi hafa trúað því? Honum var ákaft fagnað. Lýðurinn dáðist að hugrekki hans. Einhver hrópaði: Lifi erkiher- toginn! Og lýðurinn tók undir: Lifi erkiher- toginn! Riddarinn lyfti hattinum og stóð stilliléga af hvíta hestinurn. Augnabliki síðar opnuðust dyr fangaklefans. Erkihertoginn gekk inn og blysberi á hæla hans. Þú mátt fara, Aldino, sagði hann virðu- lega og stillilega, eins og hans var vandi. Hann snéri sér að mér og brosti hinu sér- kennilega brosi Medisínanna; það minnti mig á bróður hans, hinn látna fyrrverandi elsk- huga minn, Giuliano. Bianca. í kvöld ljómar stjarna þín mjög skært yfir hinni fögru borg okkar. Hann þagnaði og við hlustuðúm á mann fjöldann, sem nú var aftur tekinn að syngja fagnaðar- og sigursöngva. Svo hóf hann máis á ný. Einu sinni hef ég neitað alþýðu Florens borgar að gefa henni líf manns nokkurs, sem hún trúði að væri sér sendur af guðlegum máttarvöldum. Eg sver við himininn, að það skal ég ekki láta henda mig í annað sinn. Hún vill þig írjálsa, jafn innilega og sjö manna ráðið vill þig feiga. Þrætueplið er bók nokkur, sem sumir kalla helga bók. Sjö manna ráðið telur hana hins vegar koma frá hinum vonda. Láttu mig varðveita hana, Bianca. Eg vil gera kaup við þig. Öryggi og velferð munaðarleys- ingjanna þinna skal tryggð, en hin heilaga ritning á fólksins eigin tungu skal hér eftir í minni vörzlu. Hvaða tryggingu hef ég fyrir því, að bókin verði ekki brennd á báli, Lorenzo erkiher- togi? Eg er vinur lista og vísinda; líka heilagra trúarbragða. Og þó léztu það viðgangast, að þúsundir ein- taka af þessari sömu bók voru brennd á báli. Hann hnyklaði brýrnar. Kæra frú. Stundum eru jafnvel hendur keisara og konunga bundn- ar. „Þekking er frelsi“ stendur einhvers stað- ar. Til eru þeir, sem halda því fram, að of mikið frelsi geti leitt á villigötur. Eg hef heyrt þetta sagt á annan hátt, erki- hertogi: „Þekktu sannleikann, og hann mun gera yður frjálsan." Hann horfði fast á mig, stórum, gáfulegum og vingjarnlegum augum. Bianca, láttu mig varðveita bókina. í minni vörzlu skal henni vera óhætt, „þar til tíminn kemur“, eins og í henni stendur. Orð hans færðu mér frið, frið, sem ég hafði aldrei fundið áður. Eg vissi að ég gat treyst honum. Eg mun fá þér öll auðæfi þín aftur. Þú getur varið þeim í þágu munaðarleysingjanna þimia að eigin vild. Og heilög ritning verður ekki lengur bitbein fanta og fúlmenna. Eg hneigði höfuð mitt til samþykkis. Han:i leiddi mig út að glugganum. Sjáðu, Bianca, hlustaðu! Mannfjöldinn rak upp siguróp, þegar við birtumst hlið við hlið í skærum bjarma kyndl anna. Lengi vel yfirgnæfðu hyllingarópin fyr- ir velferð erkihertogans, en smátt og smátt fór að bera meira á: Lifi systir Caríta! Lifi systir Caríta! Sic transit gloria .... mælti erkihertoginn lágri röddu. Bein mín munu eyðast í moldu. Sjálfur mun ég öllum gleymast. En minningih um þig mun að eilífu vara og aldrei yfir hana fyrnast. Mér segir svo hugur um, að jarð- neskar leifar þínar verði varðveittar í gullnu skríni. Skráð í marmarann, .... ekki Bianca, ekki hin Ijósa Bianca, né heldur hin fagra Bi- anca, ekki Binanchissima, jafnvel ekki Syst- ir Carita. Heldur mun þar standa: Ii e i 1 a g a C a r i t a . — Endir. — (Dvalarheimili aidraðraí sjómanna i Minningarspjöld fást hjá: $ Happdrætti D.A.S. Austur b ctræti 1, síml 7757. ) Yeiðarfæraverzlunjn Verð w andi, sími 3786. > Sjómannafélag Reykjavík.) ur, sími 1915. ^ Jónas Bergmann, Háteig*-> veg 52, sími 4784. ) Tóbaksbúðin Boston, Laugaf veg 8, sími 3383. > Bókaverzlunin Fróði, ) Leifsgata 4. ) Verzlunin Laugateigur, ^ Laugateig 24, sími 81666 ) Ólafur Jóbannsson, Soga«) bietti 15, sími 3096. ) Nesbúðin, Nesveg 39. ^ Guðm. Andrésson gullsm^s Laugav. 50 sími 3761. S f HAFNARFIRÐI: ^ Bókaverzlun V. Long, s limi 9288. > S s j0ra*viðgerðlr. s s s s ) Fljót og góð afgreiðsla. S ; GUÐLAUGUR GÍSLASON. S Laugavegi 65 S Sími 81218 (heima) r Minningarspjöld \ Barnaspítalasjóðs HringsinsS eru afgreidd I Hannyrða- S verzl. Refill, Aðalstræti ’2S (áður verzl. Aug. Svend-S sen), í Verzluninni Victor, S Laugavegi 33, Holts-Apð-1) tekl, Langholtsvegi 84, ) Verzl. Álfabrekku við Suð-) urlandsbraut, og Þorsteina-^ KtiA ClnorroKraiTt A1 • • ■ S S s s s s búð, Shorrabraut 61. Smurf brauS og snlttur. Nesiispakkar, ódýrast og bezt. Vin-s samlegast pantiS m*8 S fyxirvara. ) MATBARINN 1 5 jff* ? Lækjargötu I, \ Sími 80340. $ Hás og íbúðir \ af ýmsum stærðum bænum, úthverfum bæj.$ arins og fyrir utan bæinn) til sölu. — Höfum eiúnig) til sölu jarðir, vélbát*, \ faifreiðir og verðbréf. S Nýja fasteignasajan, ^ Bankastræti 7. s Sími 1518 S j*,.,.,.,.,..) Slysavarnafélags íslanda ^ kaupa flestir. Fást hjá V slfsavarnadeildura om ■ Reykavík í ^ Bamúföarkort land allt. f Reykavík í Hannyrðaverzluninni, { Bankastræti 0, Verzl. Gunn f þórunnar Halldórsd. og • skrifstofu félagsins, Gróf- ( in 1. Afgreidd í síma 4897. j' — Heitið á slysavarnafélag ■ 18. Það bregst ekld. í,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.