Alþýðublaðið - 29.09.1955, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.09.1955, Blaðsíða 8
Viðtal við Mermann Pilnik stórmeistara Fimmtudagur 29. sept. 1955 Hefur feflt í 30 ár eg er nú einr ðf bezlu skákmönnum heims ARGENTISKI stórmeistarinn Hermann Pilnik kom til Reykjavíkur í fyrrakvöld. Teflir hann i kvöld fjöltefli í Skáta- heimilinu en 2. október hefst Haustmót Taflfélags Reykjavík ur með þátttöku hans og 9 beztu skákmanna íslendinga fyrir utan Friðrik Olafsson, sem er veikur. Guðmundur S. Guðmundsson formaður Taflfélags Reykjavík ur bauð blaðamönnum í gær að ræða við Pilnik, Blaðamenn spurðu Pilník 'hvernig hann skýrði það að Argentína ætti í dag svo mörg um skákmeisturum á að skipa. Hann kvað að auðskýrt: Síðustu olympíuleikarnir í skák fyrir stríð, leikarnir 1939 fóru fram í Argentínu. Voru þar þá saman komnir all ir beztu skámenn heims. En meðan mótið stóð sem hæst braust heimsstyrjöldin út og fáir áttu afturkvæmt heim. Allir Þjóðverjar urðu eftir og fjöldi annarra þekktra skák- manna, þ. á. m. Svíinn Stahl- berg sem dvaldist í Argentínu frá 1938—1948, Pólverjinn Naidorf, Austurríkismaðurinn Elise Kases og Þjóðverjinn r Ludvig Engels. AIls munu hafa orðið eftir í Argentínu 50 þekktir erlendir skákmenn'og „ég var einn í hópnum“, seg- ir Pilnik. Það er eðlilegt að allir þess ir skáksnillingar hafi lyft skáklistinni upp í Argentínu. Eitt mótið tók við af öðru og hinir Evrópsku skákmeistarar sem ekki áttu afturkvæmt til heimkynna sinna urðu flestir hverjir atvinnumenn í skák og þannig fór fyrir Hermann Pilnik. TVISVAR SKÁKMEISTARI ARGENTÍNU Pilnik komst fljóstlega í fremstu röð skákmanna í Arg entínu og árið 1941 varð hann skákmeistari lansins. 1954 hlaut hann þann titil aftur en síðan hefur t i aldnast verið með á meistaramótum Argen- tínu, enda oftast erlendis á al- þjóðlegum smákmótum. VANN SMYSLOV OG PETROVITS Pilnik hefur síðan unnið marga sigra en persónulega tel ur hann frammistöðu sína hafa verið einna bezta í Budapest 1952 er hann tók þátt í stór- meistaramóti með þátttöku 5 beztu skákmanna Rússa. Voru það þeir Boyvinnik, Smyslov, Keress, Geller og Petrovirs. Vann Pilnik bæði Smyslov og Petrovits og var að vonum á- nægður með það. Varð Pilnik 7. á mátinu og skaut Petrovits aftur fyrir sig. FER í KANDITAKEPPNINA. Pilnik tók eins og kunnugt er þátt í svæðakeppninni í Gauta borg og varð 6.—9. í röðinni. Tekur hann því þátt í kanditata keppninni sem fram fer í marz n.k. en sigurvegari hennar hey ir einvígi við heimsmeistarann Botvinnik. Geta má þess, að Botvinnik hefur óskað eftir því, j að fá að vera með í kanditamót | inu en ekki er víst að hann fái það. EKKERT FRÉTT AF FJÖL- SKYLDU SINNI. Blaðamenn spurðu Pilnik hvernig honum litist á, að hverfa aftur til Argentínu eftir (Frh. á 6. síðu.) Myndin er af erlendri sjálfsafgreinðsluverzlun. Eins og glögglega sést á myndinni geta við- skiptavinirnir gengið rakleitt að vörunum og afgreitt sig sjálfir. Það er ekkert borð sera stíar þeim frá afgreiðslufólki verzlunarinnar. En við útgöngudyrnar er borð þar sem greiðsla fer fram. Er augljóst hversu hentugra það er fyrir viðskiptavinina að geta sjálfir valið vör- urnar í stað þess að þurfa að benda afgreiðslumönnunum á þær. , Hermann Pilnik Slaríseml Bridgefélags Hafnarfjarðar haíin TÍUNDI aðalfundur Bridge- félags Hafnarfjarðar var hald- inn þriðjudaginn 27. september í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Á fundinum ríkti eining um öll félagsmál. Starfsemi félagsins verður með svipuðu sniði og undanfarið. Spilakvöld verða á hverjum þriðjudegi kl. 8 e. h. í Alþýðuhúsinu. Hið fyrsta verð ur n.k. þriðjudag. Á fundinum var kosin ný stjórn og skipa hana Vagn Jóhannsson for- maður og meðstjórnendur María Ólafsdóttir, Guðmundur Atlason, Pétur Auðuns og Sveinn L. Bergmann. 4 sjáifsafgreiðslu-malvöru*1 verzlanir opnaðar hér í haissf í Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri og Selfossi FJORAR sjálfsafgreinðslu-matvöruverzlanir verða opna'ffi ar hér á landi síðar í haust, og eru þær á vcgum Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga og þriggja kaupfélaga, á Akureyri, Seí fossi og Hafnarfirði. Þar sem þetta verða fyrstu, fullkomma sjálfsafgreiðsluvcrzlanir í landinu og fleiri munu á eftir koma, þykir vanta gott nýyrði í íslenzkt mál fyrir slíka gerð verzl- ana. Hefur SIS því ákveðið að efna til samkeppni um slíkt ný- yrði og veita 5.000 krónur fyrir beztu tillöguna. Víðkunn dönsk lisfakona heldur sýningu hér á nokkrum verka sinna Kirstin Kjær sem kunn er fyrir andíitsmyndir DÖNSK LISTAKONA, Kristin Kjær, kom hingað með Gullfoss um síðastliðna helgi. Ungfrú Kjær er víðkunn fvrir andlitsmyndir sínar, hefur farið víða um hei mog efnt til sýn- inga á verkum sínum í mörgum stórborgum. Hún er kona gædd miklum skaphita að sögn, og gengur undir nafninu „hálfsyst ir Heklu“ meðal kunningja sinna. Blaðamenn áttu tal við lista- konuna að Hótel Borg í gær. Dvelzt hún hér á vegum prests hjónanna að Holti undir Eyja- fjöllum. Er í ráði að hún haldi sýningu á nokkrum verkum sínum hér innan skamms. Því miður er það safn ekki jafn fjöl breytt og efni Staifda til, því að mikið af verkum hennar var skemmt og eyðilagt í vetur leið. HLUTI SAFNSINS SKEMMDUR. Þannig stóð á, að listakonan dvaldist um hríð norður á Finn mörk í fyrravetur, og leigði íbúð sína í Kaupmannahöfn á meðan. Einhvernveginn komst geðveikur maður inn í íbúðina, og eyðilagði verulegan hiuta myndasafnsins, sem listakonan átti þar geymt. „Veslings mað- urinn hlýtur að hafa verið al- varlega geðbilaður“, segir lista konan, þegar hún sýnir blaða- mönnum nokkrar myndir, sem orðið hafa fyrir barðinu á „list- hneigð“ gestsins. LANGDVÖLUM ERLENDIS Kirstin Kjær hefur dvalizt langdvölum á Majorka, norður á Finnmörk og víðsvegar í Bandaríkjunum. Hún kveðst yfirleitt forðast frægar lista- borgir, kærir sig ekkert um að verða fyrir áhrifum frá Picassó eða öðrum dáðum snillingum meira en góðu hófi gegnir, þó hún meti þó mikils að öðru leyti. Þess utan sneiðir hún hjá Spáni, því að hún hefur litlar mætur á Francó, — en Karl Ein^rsson Dunganon, sem út- varpshlustendur hér fengu að kynnast ekki alls fyrir löngu, telur hún einhvern göfugasta og gáfaðasta mann, sem hún hefur kynnst. Spilakvöld SIGRÍÐUR HANNES- DÓTTIR heldur spilakvöld í Breiðfirðingabúð (uppi) kl. 8 í kvöld. Allt Alþýðuflokks fólkk velkomið nieðan hús- rúm leyfir. Sjálfsafgreiðsluformið hefur að vísu verið notað í ýmsum greinum sérverzlana hér á landi um nokkuð árabil, og eru til dæmis flestar bókaverzlan ir og sumar smávöruverzlanir byggðar að nokkru leyti á þess ari skipan. En með mattvöru- verzlunum þessum verður hin nýja skipan reynd í fyrsta sinn í sinni réttu mynd: fólk rnun geta gengið að öllum vörum verzlananna og valið sjálft það, sem því þóknast, en vörunum verður pakkað inn og þær greiddar við eitt eða fleiri af greiðsluborð við útgöngudyr. : AUSTURSTRÆTI 10. | Verzlanirnar, sem opnaðar verða í haust eru í Austur- stræti 10 í Reykjavík, aðal j verzlun Kaupfélags Hafnfirð- inga við Strandgötu, matvöru- verzlun í aðalbyggingu Kaupfé lags Árnesinga á Selfossi og ný verzlun Kaupfélags Eyfirðinga að Brekkugötu 2 á Akureyri. ERLENDIR SÉRFRÆÐINGAR Kaupfélögin og SÍS hafa und irbúið þessar nýju verzlanir vandlega og fengið hingað íil lands færustu sérfræðinga á svið sjálfsafgreiðsluverzlana í Danmörku og Svíþjóð, auk þesa sem forstöðumenn allra hinna nýju verzlana hafa dvalizt er lendis og kynnt sér rekstur slíkra verzlana. 1 Tillögur um nýyrði fyírir sjálfsafgreiðsluverzlanir ber a-5 senda til Fræðsludeildar SÍS fvrir 1. nóvember næstkom- andi. 13. ár fjórðungsþingsins í STJÓRN Fjórðungsþings Austfirðinga eru nú þessir menn: Gunnlaugur Jónsson, gjald- keri, Seyðisfirði, og er hann for seti þlngsins, Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri, Nesi, Kristján Benediktsson, bóndi, Einholti, Lúðvík Ingvarsson, sýslumað- ur, Eskifirði og Þorsteinn Sig- fússon, bóndi, Sanbrekku. ’í Yfirstandandi ár er 13. stavfs ár fjórðungsþingsins. Gróður ekki minni en venju- lega á afrétti Gnúpverja í GÆR átti blaðið tal við Jóhann Kolbeinsson á Hamars heiði í Gnúpverjahreppi, cn hann hefur um langt árabil ver ið „fjallkóngur“ Gnúpverja. Kvað Jóhann gróður ekki vera minni en venjulega og af réttinn ekki mikið bitinn. Enn er gróður ekki mikið farinn að falla. Inn undir jökli var þá lít ill gróður nema í blautum ver- um. Mjög þurrt er inni við jök ul. Eins og Skeiða- og Flóa- 1 menn fundu Gnúpverjar dauða 1 gæsarunga í hrúgum og marga, sem voru að dragast upp. 8 ÞÚS FJÁR. Hreppamenn fengu ágætt ' veður allan tímann á fjalli. Gizkaði Jóhann á, að þeir hafi komið fram með um 8 þús. fjár Yfirleitt virðist féð af afréttun um rýrt þótt ekki sé það tiltak anlegt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.