Alþýðublaðið - 29.09.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 29. sept. 1955
Alþýðublaði ð
7
Yegamál
(Frh. af 4. síðu.)
herrann: „í lögum um Austur-
veg, sem afgreidd voru frá al- ]
þingi 15. apríl 1946, eru engin
ákvæði um það, hvenær héfja
skuli verkið, en hins vegar sagt,
að framkvæmdir skuli (miðast
við, að verkinu verði lokið á 7
árum ef viss skilyrði, sem þar
eru nánar til tekin, séu fyrir
hendi.“ Þann 27. október s.m.
sendi Gunnar Thoroddsen al-
þingismaður svargrein til ráð-
herra. Kafli úr þeirri grein
hljóðar á þessa leið: ,,Hér hefur
ráðherrann óvart sleppt einu
orði, sem ekki er þýðingarlaust.
Lögin segja nefnilega „á næstu
7 árum“! : Framkvæmdir áttu
því að hefjast 1946 og nú ætti
að vera lokið 3/7 hlutum verks
ins.“
Þetta skeði 1948. Síðan eru
liðin 6 ár og væri því þörf fyrir
þessa ágætu menn að líta í og
lesa upp sín eigin lög, láta þau
síðan koma til framkvæmda,
eftir því sem þau reynast rétt
vera. Á síðasta alþingi í desem-
ber 1954 voru samþykkt fjár-
lög, svo sem venja er til. I þeirri
fjárlagasamþykkt var ekkert fé
veitt til austurvegar, er vinna
skyldi árið 1955. Þá er þeirri
fjárlagasamþykkt var að ljúka,
fluttu hinir hæstvirtu heiðurs-
menn þeir Sigurður O. Olafs-
son, Jörundur Brynjóifsson,
Jón Kjartansson, Helgi Jónas-
son, Gunnar Thoroddsen og Jó-
hann Hafstein þingsályktunar-
tiilögu um að hefja fram-
kvæmdir Austurvegar. Þó.áhug
inn á því augnabliki væri mik-
ill, létu þeir ekki hefja fram-
kvæmdir um hávetur með eng-
an pening í höndunum. Á síð-
asta alþingi í febrúar 1955
fluttu hinir sömu sómamenn
sömu þingsályktunartillöguna
frá desember 1954 um veginn.
Hvað svona vinnubrögð þýði í
vegamálum vita engir aðrir en
alþingsmenn. Ég vil vona að á-
hugi þeirra alþingismanna um
lagningu austurvegar haldist
fram á næsta fjárlagaþing og
þeir hafi þá hug til að flytja
hana í fjárveitinganefnd. Ég
vil benda þessum alþingismönn
um og öðrum á, að óþarft er
með öllu að láta okkur heyra
frá sér annað um austurveg en
aðeins eitt: Takið hann inn á
fjárlög og veitið til hans þrjár
milljónir króna, 3 000 000 krón
ur. Þá getum við Árnesingar
lagt veginn alla leið af Svína-
hraunsvegi yfir á Ölfusveg. Þar
með væri hægt að framlcvæma
vegalögin frá 1946 og ljúka því
verki, sem beðið hefur um ára
tugi.
Vegstæðið um svonefnda
Þrengslaleið hefur verið ákveð
ið sem leið liggur af Svína-
hraunsvegi norðan Draugahiíð-
ar, Bláholts og Lambafells, yfir
Þrengslin um Eldborgarhraun,
austur til Þóroddsstaða á Ölfus
veg. Mest af þessari leið er um
200—252 m. hæð yfir sjó og því
oftast mun snjóléttari heldur
en á Hellisheiði, sem er 122 m.
hærri, eða 374 m. há. 1 blaðar
greinum, sem birtar hafa verið
á síðast liðnum vetri, er mikill
ágreiningur milli manna um,
hvort leggja skuli nýjan veg yf
ir Hellisheiði, sem nefnd er
öðru nafni: bein og skemmsta
leið, eða um Þrengslaleið, sem
sögð er í blaðagreinunum 7 km.
lengri og af sumum miklu meir.
Þar sem lýst hefur verið odd-
krókum og Z-beygjum á veg-
linunni, svo sem frá Lögbergi
til Skíðaskála, frá Skíðaskála
suður að Vindheimum í Ölfusi.
Frá Vindheimum norður til
•Hveragerðis svo sem leið ligg-
ur til Selfoss.
ferðaritvélar, verð kr. 12/5
Garðar Gfslason h.f.
Reykjavík
Sparnaður
(Frh. af 5. síðu.)
því, sem gert hafði verið ráð
fyrir. Þegar fullri atvinnu er
náð, eru því að sjálfsögðu tak-
mörk sett, hversu mikið er
hægt að lengja vinnutíma til
þess að samræmi náist eftir
þeirri leið. Þegar hún lokast,
opnast vegur verðbólgunnar,
og vilji menn ekki breyta fyr-
]irætlunum sínum um fjárfest-
1 inguna og sparnaðinn, þegar sú
braut kemur í augsýn, ganga
menn út á hana ef til vill blind-
andi og halda eftir henni, þang
að til fjárfestingin og sparnað-
urinn reynist vera orðin jöfn,
þegar við er litið. Á hinn bóg-
inn kemur svo viðskiptakreppa
og vaxandi atvinnuleysi til
skjalanna, ef fyrirhugað er að
draga úr fjárfestingu, án þess
að sparnaður sé minnkaður að
sama skapi.
Rétt er að vekja athygli á
því, að þessi alkunnu og óvin-
sælu þjóðfélagsfyrirbæri, verð-
bólga og viðskiptakreppa, sigla
ekki eingöngu í kjölfar þess,
er framleiðendur auka fyrirætl
anir sínar um fjárfestingu eða
draga úr þeim. Hliðstætt mundi
gerast, ef borgararnir vilja
breyta ráðstöfun tekna sinna, t.
d. auka sparnað sinn eða draga
úr honm, án þess að um tilsvar-
andi fyrirætlanir sé að ræða í
fjárfestingarmálum. Aukinn
sparnaður er því ekki alltaf til
góðs. Hann getur leitt til við-
skiptakreppu, ef ekki er hugur
í framleiðendum til aukinnar
fjárfestingar. Minnkun sparnað
ar er jafneðlileg á tímum lítill-
ar bjartsýni og minnkandi fjár-
festingar og aukning sparnaðar
er bráðnauðsynleg á uppgangs-
tímum og samfara vilja til vax-
andi fjárfestingar.
TVÖ NÖFN Á EINU
FYRIRBÆRI
Af því, sem að framan hefur
verið sagt, sést, að í raun og
veru eru fjárfesting og sparnað
ur tvö nöfn hin sama: um er að
ræða sama fyrirbærið, en það
aðeins skoðað frá ólíkri hlið.
Það, sem sagt var um bú bónd-
ans að framan, á að þessu leyti
við í sama mæli um nútíma
þjóðfélag. Fjárfesting er sú upp
hæð, sem ráðstaíað hefur verið
til eignaaukningar í þjóðfélag-
inu, en sparnaðurinn táknar
eignarféttipn að þessari fjár-
munaaukningu. Ger menn sér
ljóst, að það kémur fram í sparn
aðinum, hverjir eignast eigna-
aukninguna í þjóðfélaginu,
verður þýðing þess enn augljós-
ari, með hverjum hætti sam-
ræmi kemst á milli ólíkra fyrir-
ætlana um fjárfestingu og
sparnað.
Flestir munu vera sammála
um, að æskilegt sé, að allir
vinnufærir menn hafi ávallt at-
vinnu, að framleiðslutæld séu
nýtt hæfilega, verðlag sé stöð-
ugt og að í sífellu sé aukið nokk
uð við eignir þjóðarheildarinn-
ar, ekki sízt við framleiðslutæki
hennar, þannig að skilyrði til
batnandi lífskjara séu að því
leyti fyrir hendi. Með þjóðum,
sem eru enn fátækar að fram-
: leiðslutækjum eins og íslend-
] ingar, er nauðsyn þess að auka
eign þeirra sérstaklega brýn. Ef
við af þessurn sökum leitumst
við að auka fjárfestingu ár frá
ári, er það, hvort eða að hversu
miklu leyti það tekst, ekki í
fyrsta lagi komið undir því, að
fyrir fram hafi átt sér stað eða
samtímis eigi sér stað tilsvar-
andi sparnaður, heldur hinu,
j hvort veitt eru bankalán til fjár
festingarinnar( og er hér eins
og áður gengið fram hjá hagnýt
ingu erlends lánsfjár, sem auð-
vitað mundi auka skilyrði til
fjárfestingar án verðbólgu). Af
þeirri fjárfestingu, sem í fram-
j kvæmd kemst, leiðir svo, eins
og áður var lýst, þann raunveru
lega sparnað, sem svarar til f jár
festingarinnar. Eðlilegt væri
nú, að einhver spyrði: En hvaða
máli skipta þá fyrirætlanirnar
um sparnaðinn, fyrst allt sam-
ræmist svona af sjálfu sér, er
tíminn líður? Að hvaða sök
kemur það, þótt t. d. fyrirætl-
anir um sparnað séu miklu
i minni en um fjárfestingu?
Negraofsóknir
Framhald af 4. síðu.
samt sem áður fyrir dómstól-
ana, voru vitnin beitt slíkum
hótunumr — sér í lagi, ef þau
voru negrar, — að þau þorðu
ekki að gefa neinar upplýsing-
ar.
En einnig hvað þetta snertir
hefur nokkuð áunnizt. Þeir,
sem taldir voru sekir, hafa
verið handteknir og viðkom-
andi dómari hefur að minnsta
kosti látið líta svo út, sem hann
gerði allt, er í hans valdi stcð,
til að fullnægja öllu réttlæti.
Hið athyglisverðasta í fyrr-
nefndu máli, er ef til vill það,
' að nú létu hvorki hvítir menn
né negrar bugast af hótunum.
heldur báru vitni gegn hinum
hvítu sakborningum. Frændi
jhins myrta sendi konu sína til
(Norðurríkjanna, svo að henni
yrði ekkert mein gert, og
1 enda þótt hún skrifaði honum
hvað eftir annað, og bæði
| hann að bera ekki vitni í mál-
inu, fór hann sínu fram. Hins
vegar gerir hann ráð fyrir því
að hann verði að flýja til Norð
urríkjanna áður en langt um
(líður, þar eð honum muni ekki
verða vært á býli sínu, þar sem
hann hefur búið alla ævi.
Vonandi er, að hugrekki við
kornenda og píslavætti negra-
! drengsins reynist ekki árang-
j urslaust, enda þótt nokkuð hafi
| unnizt á að undanförnu, hefur
; talsvert borið á því síðustu
árin að sækja vildi aftur í sama
horf, — jafnvel þeir, sem ötul-
ast höfðu barizt fyrir réttind-
um og réttlæti negrunum til
handa, voru teknir að þreytast
í baráttunni. Suðurríkjamenn
voru teknir að undirbúa varn-
| arráðstafanir, sögðu menn, og
' því myndi bezt að láta rétt-
lætiskröfurnar liggja í þagnar-
gildi um hríð til að firra vand-
ræðum. Margir, þeirra á meðal
Alstair Cooke, hafa haldið því
fram, að rétta leiðin væri að
reyna að vinna að aukinni
menntun meðal negranna, en
láta virka baráttu niður falla.
Þessir „hægfara umbóta-
(menn“ hafa nú hrokkið upp
] við vondan draum vegna harm
j leiksins í Mississippi. Vonandi
er, að þeir breyti nú um stefnu
og hefji á ný harða baráttu
fyrir því, að ákvæði stjórnar-
skrárinnar verði virt í Suður-
ríkjunum eins og New York og
Kaliforniu. Þetta mál er ekki
einkamál þeirra 1 Mississippi.
Það varðar alla þjóðina.
Huðleiðingar
(Frh. af 5. síðu.)
megi koma góðum málum í
framkvæmd, þar sem hún er á
lista Alþýðuflokksins. Sá flokk
ur hefur ekki aðeins sýnt það,
að hann er baráttuflokkur al-
þýðunnar, heldur og að hann
lætur, og hefur jafnan látið, sig
sjálfsögð réttindamál okkar
kvenna miklu skipta, um leið
og hann hefur jafnan veitt kon
um tækifær til að njóta hæfi-
leika sinna á sviði þjóðmálanna.
Nægir að minna á Laufeyju
Valdimarsdóttur og fleiri kon-
ur úr alþýðustétt, sem undir
merkjum Alþýðuflokksins háðu
sína þrotlausu baráttu fyrir rétt
lætis- og réttindamálum okkar
kver.na allt til dauðadags. Og
j Kvenfélag Alþýðuflokksins í
Kópavogi á einmitt þakkir
skilið fvrir það, að það hefur
dugnað og atorku til að taka
virkan þátt í þessum bæjar-
; stjórnarkosningum; það ætti að
1 vera okkur konum öllum, hvar
i í flokki sem við stöndum, hvatn
ing-til þess að fylkja liði til bar
áttu fvrir sigri þessarar konu,
!— sá sigur verður okkur kon-
1 um líka sigur.
í Konur í Kópavogi! Fylkið
■ liði fyrir sigri A-listans. Alþýðu
; flokkurinn einn sýndi okkur þá
sjálfsögðu tillitssemi á fyrr-
j nefndum fundi, að f á konur til
jað ræða þar sjónarmið okkar
og hugðarmál. Báðar sýndu þær
j okkur fram á hvers við meg-
i um vænta, ef við erum nógu
þroskaðar til að styðja okkar
, eigin málstað. Engum hinna
flokkanna leizt það ómaksins
vert, að fela konum að skýra
sín sjónarmið. Þannig hefur
það ailtaf verið og mun alltaf
jverða, ,að þessir flokkar sýna
okkur lítilsvirðingu og málstað
! okkar. Við byggjum kröfur okk
jar á frelsi, jafnrétti og þekk-
ingu. Þess vegna styðjum við
j Alþýðuflokkinn og Kvenfélag
■ Alþýðuflokksins við bæjar-
stjórnarkosningarnar, sem
i fram eiga að fara á sunnudag-
I inn kemur, þann 2. október, og
,komum frú Ólöfu Bjarnadóttur
í bæjarstjórn. Það á að vera
I okkur konum metnaðarmál og
1 kappsmál, að kona taki þátt í
uppbyggingu bæjarfélagsins
fyrir okkar hönd. Leggjumst all
ar á eitt! Komum okkar full-
trúa í bæjarstjórn og látum
ekkert verða til að aftra okkur
frá því, eða sundra kröftum
okkar.
ÚTBREIÐIÐ
ALÞÝÐUBLAÐIÐ!
fr********* **«•*'**
Mi$ar eru seldir: Skrifstofu Alþýðuflokksins,
Afgreiðslu Alþýðublaðsins
AlþýðubrauHgeröinni Laugavegi 61
Verzlun Valdimargs Long, Rafnarfirdi.