Alþýðublaðið - 29.09.1955, Qupperneq 5
JFimmtudagur 29. sept. 1955
AlþýSublagiS
5
Gylfi Þ. Gíslason:
■ a
Onnur grein
ÞRÓUNIN hefði hins vegar
brðið með allólíkum hætti, ef
ekki hefði verið um neitt at-
vinnuleysi að ræða og engin
skilyrði til þess að lengja vinnu
tíma. Þá hefðu framleiðendur
framleiðsluvöru orðið að ná til
sín vinnuafli úr neyzluvöru-
framleiðslunni tií þess að geta,
hrint hinum auknu fyrirætlun-
um sínum í framkvæmd. Á
slíku hljóta jafnan að vera
nokkur tormerki. Það tekst
varla að fullu, og augljóst er,
að af því leiðir tilhneigingu til
hækkaðra vinnulauna. Kaup-
hækkunin hefur í för með sér
aukna eftirspurn eftir nevzlu-
vörum og aukinn peningasparn
að. En jafnframt minnkar fram
leiðsla neyzluvörunnar vegna
flutnings vinnuafls í fjárfest-
jngarstarfsemina. Það verður
því vöruskortur og tilhneiging
til verðhækkunar. Raunveru-
legar þjóðartekjur vaxa ekki,
en peningatekjur þjóðarinnar
aukast og verðlag hækkar. Verð
fcólga kemur til skjalanna. Und
irrótin er útþenslan í fjárfest-
ingunni, þar sem raunverulegar
jþjóðartekjur gátu ekki aukizt
sem henni svaraði.
Gerum ráð fyrir því, að fram
leiðendum fjárfestingargæða
takist að auka framleiðslu sína
um 150 millj. kr. Neyzluvöru-
eftirspurnin er 150 millj. kr. j
jneiri en framboðið. „Neytend-
ur“ geta þá ekki eytt öllum tekj
um sínum sökum vöruskorts,
svo að þeir neyðast til þess að
spara þeim mun meira en þeir
ætluðu sér eða 950 millj. kr., þ.
e, einmitt þá upphæð, sem fram
leiðsla fjárfestingargæðanna
aam. Ef verðlag neyzluvörunn-
ar hækkar vegna hinnar auknu
eftirspurnar, veldur það hagn-
aði hjá seljendunum, sém
leggst við sparnaðinn á hlið-
stæðan hátt. |
Hér verður því reynslan
einnig sú, að samræmi kemst á
xnilli fjárfestingar og sparnað-
ar. Sparnaðurinn verður í
xeynd meiri en ráðgert hafði
verið, en nú gerist það með
„dýrtíð'1 og „verðbólgu".
Nokkuð svipuð hefði þróun-
in orðið, ef borgararnir hefðu
ákveðið áð draga úr sparnaði
sínum, en aðrar áætlanir hefðu
verið óbreyttar. Þá hefði neyzlu
vöruframleiðsla aukizt á kostn-
að framleiðslu fjárfestingar-
gæða. Fjármagnsmyndunin
hefði orðið minni og sparnaður
xneiri en ráðgert hafði verið.
MINNKUN FJÁRFESTING-
ARFYRIRÆTLANA VELDUR
VIÐSKIPTAKREPPU
Nú skulum við taka annað
dæmi, þ. e. gera ekki ráð fvrir
því, að fyrirætlanir séu uppi
um það að auka fjárfestingu,
heldur að draga úr henni. Borg
ararnir búast við 3000 millj. kr.
tekjum og ráðgera 2200 millj.
kr. eyðslu og 800 millj. kr.
sparnað. Neyzluvöruframleið-
endur ætla áð framleiða fyrir
2200 millj. kr. eins og áður, en
framleiðendur fjárfestingar-
gæða ætla að draga saman segl-
in og nota ekki nema 600 millj.
kr. eða þá að þeir eru neyddir
til þess með samdrætti lána af
hálfu bankanna. Þegar þessar
fyriræílanir koma til fram-
kvæmda, minnka tekjur þeirra,
sem við fjárfestinguna hafa
unnið. Þeir geta varla bætt sér
það upp með vinnu við nevzlu-
vöruframleiðslu, því að þar er
síður en svo ástæða til fram-
leiðsluaukningar, þegar ljóst
verður, hvert stefnir í fiárfest-
ingarmálunum. Þjóðartekjurn-
ar minnka því, bæði raunveru-
lega og í peningum reiknað, um
200 millj. kr. Tekjulækkun
þeirra, sem atvinnuna missá,
veldur væntanlega því fvrst og
fremst, að sparnaður þeirra
minnkar eða verður jafnvel nei
kvæður, þ. e. þeir taka að eyða
af sparifé sínu eða taka neyzlu-
lán. Auk þess má gera ráð fyr-
ir, að eftirspurn þeirra eftir
neyzluvörum minnki. Gerum
ráð fyrir, að lækkun sparnaðar-
ins nemi 150 millj. kr. og
neyzluvörukaupin minnki um
50 millj. kr. Heildarsparnaður-
inn verður þá 650 millj. kr.
Framleiðendur fjárfestingar-
gæða nota 600 millj. kr., en hjá
neyzluvöruframleiðendum safn
ast 50 millj. kr. birgðir, svo að
heildarfjárfestingin verður
einnig 650 millj. kr. eða sama
upphæð og sparnaðinum nam.
Þótt ekki hafi verð ráðgert, að
fjárfesting og sparnaður yrði
sama upphæðin, verður svo í
reynd. Sparnaðurinn verður
minni og fjárfestingin meiri en
ráð var fyrir gert. Hér er um
að ræða kreppuástand, vaxandi
atvinnuleysi og tilhneigingu til
lækkaðs verðlags og lækkaðra
launa.
I Svipað hefði orðið uppi á ten-
ingnum, ef fyrirætlanir borgar-
anna um ráðstöfun tekna sinna
hefðu breytzt á þá lund, að þeir
ákvæðu að auka sparnað sinn,
en minnka neyzluvörukaup. Þá
mundu fyrst safnazt fyrir birgð
ir í neyzluvöruframleiðslunni.
Framleiðendurnir mundu þá
væntanlega draga úr fram-
það minnka og þá um leið sparn
leiðslu sinn.i tekjur mundu við
aður verða minni en fyrirhugað
j var.
SKILYRÐI FULLKOMINS
JAFNVÆGIS
í reynd mun ávallt vera mis-
ræmi milli fyrirætlana um fjár-
festingu og sparnað. Það er ó-
hjákvæmileg afleiðing skipu-
lagshátta þjóðfélagsins. En
dæmin sýna, að engu að síður
verður raunveruleg fjárfesting
og raunverulegur sparnaður
sama upphæðin. „Verðbólga"
eða ,,viðskiptakreppa“ sér fyrir
því. Þá og því aðeins að svo
vildi til, að fyrirætlanir borg-
aranna um ráðstöfun tekna
sinna og fyrirætlanir framleið-
1 enda féllu saman, yrði komizt
hjá verðbólgu eða viðskipta-
kreppu. Ef við gerum enn ráð
fyrir því, að borgararnir vænti
3000 millj. kr. tekna og þeir
hyggist eyða 2200 millj. kr., en
spara 800 millj. kr., yrði því að
eins komizt hjá verðbólgu eða
viðskiptakreppu, að framleið-
erjdur hyggðust einmitt fram-
leiða neyzluvörur fyrir 2200
millj. kr. og fjárfestingargæði
fyrir 8C0 millj. kr. Þá seldust
allar neyzluvörunar, og fjárfest
ingin yrði þá nákvæmlega eins
og áætlað hafði verið, án þess
að nokkur tilhneiging yrði til
verðhækkunar eða verðlækk-
unar eða breytinga á kaup-
g-jaldi eða atvinnu. Hér væri
þjóðarbúskapurinn í fullkomnu
,,jafnvægi“.
í raun og veru eru aðstæður
auðvitað ekki eins óbrotnar og
gert hefur verið ráð fyrir í þess
um þrem dæmum, og kemur
ekki eins skjótt til verðbólgu
eða viðskiptakreppu og ætla
mætti af þeim. Utanríkisvið-
skipit valda t. d. því, að aukn-
ing eða minnkun erlendra inn-
! eigna og lántökur eða lánveit-
ingar erlendis og erlend efna-
; hagsaðstoð geta stuðlað að sam-
ræmingu f járfestingar og sparn
j aðar án þess að til verðbólgu
eða viðskiptakreppu komi.
Kvikmynd um Sfræfisvaps
Reykjavíkur sýnd í skóiunum
SAMRÆMI FJÁRFESTING-
AR OG SPARNAÐAR
Hvaða ályktanir ber nú að
draga af þessum dæmum? Mik-
ilvægasta ályktunin í því sam-
bandi, sem hér er um að ræða,
er án efa sú, áð í reynd verður
ávallt samræmi milli fjárfest-
ingar og sparnaðar, þótt svo
kunni að fara, að það náist á
annan hátt en þann, er búizt
hafði verið við og jafnvel óskað
hefði verið. í aðeins einu til-
felli reynist samræmingin
verða án áhrifa á verðlag, at-
vinnu og þjóðartekjur, þ. e. þeg
ar fyrirætlanirnar um sparnað
og fjárfestingu er hinar sömu,
en gera má ráð fyrir því sem
| algerri tilviljun, ef svo væri. í
• öðru tilfelli reynist samræming
in eftir á geta orðið án áhrifa á
verðlag, þ. e. þegar fyrirætlanir
um fjárfestingu eru auknar og
1 atvinnuleysi hefur verið fyrir
hendi eða hægt er að lengja
vinnutíma. Þá. verður hins veg-
ar aukning á þjóðartekjum frá
(Frh. á 7. síðu.)
UM leið og líður að þeim
tíma, að skólarnir hefji starf
' sitt, býr Slysavarnafélag ís-
lands sig undir það að geta
' veitt nemendum þeirra gott og
jgagnlegt fræðsluefni, svo sem
1 nýj ar kvikmyndir, umferðar-
bækur, skuggamyndir o. fl.
UMFERÐARBÓK FYRIR
HJÓLREIÐAMENN
Nú er í prentun nýr bækling
ur, sem sérstaklega er ætlaður
hjólreiðamönnum og skelli-
nöðrueigendum. Bæklingurinn
verður prentaður í litum, og
! þar birtast í fyrsta sinn á
1 prenti öll umferðarmerki
landsins í litum. Bók þessi mun
og skýrðar af
^kosta félagið um 15 þús. kr.,
enda upplagið stórt, og verður
’ úthlutað ókeypis til nemenda
skólanna, og er það að þakka
því, að trvggingafélögin í
Reykjavík veittu SVFÍ allríf-
lega styrki á þessu sumri til
umferðarmála.
SKUGGAMYNDA-
SAMSTÆÐUR
Þá er það og nýjung, að öll-
um skólum landsins verða
sendar ókeypis skuggamynda-
samstæður eftir Gunnar Rún-
ar, og eru þær að mestu leyti
teknar eftir umferðarbók barn
anna, sem SVFÍ gaf út fvrir
tveimur árum, en til að gera
efnið enn aðgengilegra fyrir
yngri börnin, verða umferðar-
myndir þessar nú sýndar sem
skuggamvndir
kennurum.
I
| KVIKMYND UM SVR
Nýlega mátti sjá þá Jón Odd
geir Jónsson og Óskar Gísla-
son að verki á Lækjartorgi. Og
er Alþýðublaðið forvitnaðist
um, hvað þeir væru að aðhaf-
ast, kom það í ljós, að þeir
voru að byrja að taka fyrstu •
þættina í nýja kvikmynd um
strætisvagna Reykjavíkur, og
| umferðarreglur í sambandi við
þá. Hefur bæjarráð og forstjóri
: strætisvagnanna nýlega sam-
þykkt að veita 3500 kr. til SVFÍ
; í því skyni að taka slíka mvnd.
[Oft er það áberandi, þegar fólk
jþyrpist að dyrum strætisvana,
•að þá virðist enginn muna þá
Igóðu reglu, sem þó er að jafn-
1 aði í heiðri höfð við kvikmvnda
húsin, að mynda biðröð. Þetta
var það atriði, sem þeir félagar
voru að kvikmynda, og mun
verða haldið áfram næstu
daga, því að ætlunin er að sýna
þessa mynd í barnaskólum í vet .
ur.
UMFERÐARKVIKMYND
í LITUIM
í næstu viku verður SVFÍ
búið að fá í sínar hendur nýtt
eintak með tali og tónum af
umferðarmynd þeirra Gunnars
R. Hansen og Óskars Gíslason-
ar, sem þeir tóku í fyrra og var
sýnd þá í skólum, en mörgum
þótti þá á skorta að hafa ekki
hljómlist og tal á myndinni.
Kvenfrelsiskona í Kópavogi-.
ÞAÐ er nú svo með okkur
konurnar, að við erum karl-
mönnunum aðeins til trafala,
að þeim finnst, þegar þeir
stofna til stórræða, enda þótt
við séum fullgóðar þar fyrir ut-
an. Ég fór á íramboðsfundinn
í Barnaskólanum síðastliðinn
sunnudag, en ég er nýkomin
hingað, og lék mér því hugur á
að vita um hvað væri deilt og
hvernig. Þegar á fundinn kom,
vakti það þegar furðu mína, hve
lítið bar þar á konunum. Það
rifjaðist upp fyrir mér, sem ég
heyrði haft eftir einum nágrann
anum, þegar ég var í bernsku,
„þegi þú, fróða kona“, sagði
teflir fjöltem í Skátaheimilinu í kvöld klukkan
8 stundvíslega. — Öllum heimil þátttaka.
Tafíféfag Reykjavíkur.
hann jafnan við konu sína, þeg 1
j ar svo bar við, að hún vildi eitt1
hvað leggja til málanna, og var
þetta haft að orðtæki.
j En ég hafði líka veitt öðru
j athygli, aðeins einn af þeim
flokkum, sem þarna stendur að
| framboðum, hafði sýnt okkur
jþá sjálfsögðu kurteisi, að hafa
! konu á lista sínum, það ofarlega
í sæti, að hugsanlegt sé, að hún
nái kosningu til hinnar nýju
. bæjarstjórnar. Höfum við kon-
^ ur þó margsýnt og sannað, að
. ekki eru tillögur okkar lakari
en þeirra karlmanna, sem mest
gaspra. Vil ég því, með þessum
fáu línum, beina þeirri spurn-
ingu til allra kynsystra minna,
hvort ekki væri rétt, að við
slægjum skjaldborg um þessa
konu, sem sæti á á A-listanum
og koma henni í bæjarstjórn.
Lízt mér þannig á hana, að ekki
muni hún bregðast málstað okk
ar. Við erum það margar, kon-
urnar hér í kjördæminu, að það
ætti að vera okkur leikur einn,
ef við erum samtaka, að sýna
Kópavogsbúum, að það, sem við
viljum, það verður.
! Á fyrrnefndum framboðs-
’ fundi var einmitt þessi kona 4Ín
af þeim, sem tók til máls. Hún
ræddi þar mál, sem hlýtur að
vera eitt af helztu áhugamálum
okkar, sem eigum börn á skóla-
skyldualdri, og eftir að hafa
hlýtt máli hennar, var mér það
ljósara en nokkru sinni fyrr, að
vegna öryggisskorts barna okk
ar og ýmissa atriða annarra, er
I einmitt komu fram í ræðu henn
! ar, veitir okkur ekki af því, að
eiga konu að fulltrúa í bæjar-
stjórn, er léti þessi mál af al-
I vöru til sín íaka. Því er nú einu
sinni þann veg farið, að konur
^ hafa meiri skilning og nær-
gætni til að bei’a gagnvart slík-
I um málefnum en karlmenn yf-
irleitt; meiri samúð í garð
þeirra, sem eru minnimáttar, og
1 svo virðist mér, sem einmitt á
j
því sviði sé hér nægt verkefni
1 fyrir hendi. Við konurnar höf-
| um bæoi starfsþrek og vilja til
' að leggja hverju góðu máli lið,
• og við getum áreiðanlega varla
lagt öllum góðum málum hér í
kjördæminu betra lið á annan
hátt en að kjósa þessa konu í
bæjarstjórn og styðja hana þar
tii starfs og áhrifa.
Þess er og meiri von, að hún
Framhald á 7. síðu. ,