Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 2
TÍMINN FÖSTUDAGUR 5. febrúar 1965 Fimmtudagur, 4. febrúar. NTB-París. — De Gaulle lagði til á blaSamannafundi sínum í dag, að haldin yrði fimmvelda ráðstefna í Genf til þess að „rétta Sameinuðu þjóðirnar við‘c. Þá sagði hann, að hverfa ætti aftur að gullstuðlinum, en miða ekki peningagildið við dollarinn eða pundið eins og nú er gert. NTB-Vientiane. —Ríkisstjórn in í Laos náði í dag algjörum yfirráðum í Vientiane, höfuð borg landsins. Hermenn stjórn arinnar sigruðu uppreisnar- menn í götubardögum þar í dag og lögreglustöðin, þar sem lokabardaginn fór fram, er í rúst. NTB-Moskvu. — Kosygin, for sætisráðherra Sovótríkjanna, dvelur í nótt í Irkutsk í Síb eríu, en á morgun flýgur hann til Peking, og ræðir við Chou En Lai, utanríkisráð- herra. Fer hann þaðan til Hanoi, höfuðborgar N-Víetnam. Er talið, að Sovétríkin muni veita N-Vietnam mikla hem- aðaraðstoð í framtíðinni. NTB-London. — í dag fóru fram aukakosningar í þrem kjördæmum í Bretlandi. Eru þau talin örugg íhaldskjördæmi en þó er úrslitanna beðið með nokkurri eftirvæntingu vegna ófara Verkamannaflokksins í aukakosningunum I Leyton ný- lega. Munu úrslitin nú segja til um að einhverju leyti, hvort ó- sigurinn í Leyton hafi verið tákn um almenna óánægju Breta með verkamannastjórn- ina. NTB-Bodö. — í dag var enn leitað eftir togaranum Boy Nil sen, sem hvarf á sunnudaginn, en leitin bar engan árangur. Fundizt hefur einn af björg unarbátum togarans. Leitinni verður haldið áfram á morgun. 14 manna áhöfn var um borð í togaranum, og voru margir þeirra náskyldir, þ. á. m. voru feðgar. NTB.Seattle. — Sterkur jarð skjálfti varð fyrir utan Alaska í nótt og mældist hann 8.5 stig á Richtersmæli í Uppsöl- um. Var hann því jafn sterkur og jarðskjálftinn í Alaska 28. marz í fyrra. Flóðbylgjan náði til margra landa, en olli litl- um skemmdum. NTB-Bielefeld. — Heinrich Klausturermeyer, fyrrum SS- . liðþjálfi, var í dag dæmdur í lífstíðar betrunarvinnu fyrir morð á 9 Gyðingum í Varsjá árin 1941—43. Genf.— Alþjóða rauði krossinn hefur skýrt svo frá, að hann ætli að halda áfram með verk efni sitt að leita að fólki, sem hvarf í heimsstyrjöldinni. Þessi ákvörðun var tekin eftir að Bretland, Bandaríkin, Þýzka- land og Frakkland gengust inn á að framlengja samninginn um þessi mál frá 1955. Stofnunin hefur lista yfir 25 millj. manna sem hurfu í stríðinu, en þar af hafa 8 millj. verið fundnir. Skora á SR að kaupa tankskip Mikið hefur nú verið rætt um flutninga á sfld landshluta í milli, svo veiðiskip þurfi ekki að tefjast vegna löndunarerf- iðleika. Hafa nokkrir aðilar þegar gert ráðstafanir til þess að fá skip til slíkra flutninga og nú hefur Útvegsmannafé- lag Reykjavíkur gert sam- þykkt, þar sem skorað er á Sfldarverksmiðjur ríkisins að útvega eitt eða fleiri slik skip fyrir næstu sumarvertíð. Hér fer á eftir samþykkt, sem gerð var á fundi í fé- laginu 30. janúar síðastliðinn: Fundurinn skorar ' á stjórn Síldarverksmiðja Ríkisins að leggja eða kaupa eitt eða fleiri tankskip með dæluútbúnaði til flutninga á síld sumarið 1965. f greinargerð segir: Á síðasta sumri fékkst mjög góð reynsla á flutningum með síld á dæluskipi, sem meðal annars tók síldina úti á mið- unum, og sýndi að sú aðferð mundi stórauka aflamöguleika veiðiskipanna. Nú er þegar vitað að nokkr- ir einstaklingar sem reka verk smiðjur hafa hafizt handa um að láta smíða og, eða leigja sikip til slíkra flutninga. Sýn ist þá ekki verjandi að Síldar- verksmiðjur Ríkisins sitji hjá, þar eð engum ber meiri skylda til að bæta hag útgerðarinnar, og auka útflutningsverðmæti þjóðinni allri til hagsbóta. Fálkinn skiptir um eigendur Vikublaðið Fálkinn hefur ný verið skipt um eigendur, og ewin- ig hafa orðið breytingar á rit- stjórn blaðsins. Hefur Sigurjón Jóhannsson verið ráðinn ritstjóri Fálkans í staðinn fyrir Njörð P. Njarðvík, sem gegnt hefur rit stjórastörfum nú um skeið. í síðasta tölublaði Fálkans sem kom á mánudaginn er skýrt frá þessum breytingum, og jafnframt ber það blað með sér að tölu- verðar breytingar hafa orðið á útliti blaðsins, og þar hafa skot- ið upp' kollinum nýir þættir. Framkvæmdastjórn blaðsins skipa nú þeir Georg Amórsson, sem sér um daglegan rekstur, Knútur Bruun formaður stjórn- arinnar og Njörður P .Njarðvík. Krjúl-Bolungarvík, miðvikudag. Hér er að hefjast námskeið til meiraprófs bifreiðastjóra og mun það vera fyrsta námskeið sinnar tegundar, sem haldið hefur verið á Vestf jörðum, utan ísaf jarðar.; Eru það minnaprófsbifreiðastjór-! ar héðan úr Bolungarvík, sem! fyrir þessu námskeiði standa.1 Aksturshæfnipróf hefur þegar j farið fram og hafa allir þátttak- endur staðizt það. Námskeiðið sækja um 30 Bolvíkingar og að auki þrír aðkomumenn. Aðalkennari námskeiðsins verð ur Vilhjálmur Jónsson, frá Ak-, ureyri, hann hefur áður veitt slíkum námskeiðum forstöðu, nú síðast fyrir jólin á Selfossi. Þá er hingað kominn frá Bifreiða- eftirliti ríkisins Bergur Am- bjömsson frá Akranesi. Jón Tóm asson lögreglustjóri hér kennir umferðgrlög og reglur og Hannes Ó. Hannesson bankafulltrúi á ísa-; firði mun kenna hjálp í viðlög- um. Fyrirhugað er að námskeið- ið standi í sex vikur. Á sunnudaginn var stofnuð slysavarnadeild kvenna hér í Bolungarvík. Formaður hennar er frú Ásgerður Hauksdóttir, ritari frú Hólmfríður Hafliðadóttir og gjaldkeri frú Guðríður Benedikts dóttir. Sex bátar stunduðu héðan róðra í janúarmánuði, fimm með línu og einn með net, og öfluðu þeir samtals rúmlega 408 lestir. Aflahæstur varð Einar Hálfdáns með 108 lestir i 19 róðrum, Þor- lákur Ingimundarson fékk 79 lestir í 19 róðrum, Heiðrún 78 lestir í 18 róðrum. Hugrún 77 lestir í 16 róðrum og Guðrún 31 lest í 12 róðrum. Þessir bát- ar voru allir á línu. Bergrún var á netum og fékk 34 lestir í 14 róðrum. SP;Vogum, þriðjudag. í janúar hefur einn bátur róið héðan, Ágúst Guðmundsson II. Afli hefur verið frekar rýr, frá 6—7 lestir i róðri. f dag er sunn- an stormur og landlega. Atvinna hefur verið frekar rýr hér í janúar. Vonir standa til að úr því rætist, þegar vertíðin fer að hefjast. í gær komu hér 10 Færeyingar, 6 til starfa á bát- unum og 6 í landi. SJ-Patreksfirði, miðvikudag. Einn bátur héðan, Helga Guð- mundsdóttir, er byrjaður á net- um og kom í gærkvöldi úr fyrstu ferðinni með góðan afla, 20 tonn. Aflinn fékkst í þrjár trossur, en | skipstjórinn sagði mér að hann \ hefði verið með fjórar en misst1 eina, hefði togari sennilega tek-j ið hana. Reikna má með að nú í vikulokin taki hinir þrír bát- arnir héðan einnig net. í janúar voru hér miklar ógæft ir nema síðustu vikuna, þó öfl- uðu tveir bátar héðan talsvert í mánuðinum, Seley, sem fékk 145 tonn og Dofri, sem fékk 143 tonn. Sæborg stundaði veiðar hluta af mánuðinum og aflaði sæmilega miðað við róðrafjölda. Mestan afla í róðri fékk Dofri, 16 tonn. Hér er ekkert verkfall, þar eð samningarnir frá ísafirði voru samþykktir hér hvað snertir ver tíðina, en hins vegar voru snur voðarsamningarnir ekki staðfest- ir hér og verður því að semja um það mál er kemur fram á vorið. Nú er færst bílum hér inn- sveitis og í Víkur og til Rauða- sands og einnig í Tálknafjörðinn. Barðaströndin er illfær, en þó hefur hún verið farin á sterkum bílum á snjó, en nú mun það mikill krapi kominn að vafasamt er að hún sé fær. ÞB—Kópaskeri, þriðjudag. Hér var kominn svo mikill snjór að bflar komust ekkert um héraðið, og voru menn orðnir heldur olíulitlir, en nú hefur hlán að og snjórinn hefur sigið mikið, þótt ekki hafi mikið tekið upp enn sem komið er. Nú er orðið bflfært alla leið til Reykjavíkur og austur á Raufarhöfn, en þó er hálfvont á kafla hér fyrir aust- an yfir blár og svell, sem ekki halda. Víða er enn jarðlítið, mikið svell og hjarn, þó mun ástandi heldur betra hér frammi í sveit- unum. Hér er dauft yfir öllu um þetta leyti að venju, fátt heima af ungu fólki, helztu skemmtanir eru Sigurjón Jóhannsson er ritstjóri, og með honum á ritstjóm blaða- mennirnir Steinunn Briem, Ragn ar Lárusson sem teiknar líka í blaðið og Runólfur Elentínusson ljósmyndari og útlitsteiknari Fálkans. Sigurjón Jóhannsson hjónaböll og þorrablót. Unga fólk ið flykkist alt í burtu á vetuma, ýmist í skóla eða á vertíðina. ÞH—Laufási, Keldúhv., miðvikud. Löndum hefur heyrzt illa í Rík- isútvarpinu hér í Norður-Þing- eyjarsýslu, en nú í vetur voru settar upp tvær endurvarpsstöðv- ar, sem staðsettar eru á Kópa- skeri og Skúlagarði. Áttu þær að nægja vesturhluta sýslunnar, en svo hrapalega hefur tekizt að lít- il sem engin bót er að þessum stöðvum, hvað sem því veldur. Menn á allra næstu bæjum heyra eitthvað skár, en þegar frá dreg- ur eru engin not að þessum stöðv um. Verður fólk hér um slóðir því enn að láta sér nægja afleit hlustunarskilyrði. NYJUNGAR HJA SILD OG FISK KJ-Reykjavík. fimmtudag „Jæja vinur, hérna geturðu t'engið grilla'ða lambasteik alla iaga á venjulegum búðartíma, og þetta er einmitt „grillið“ sem gerði lambakjötið frægt á Tiatvælasýningunni í London á 5.1. hausti.“ Það er Þorvaldur 3uðmundsson í Síld og Fisk. sem hefur orðið í verzlun sinni við Bergstaðastræti, sem opn uð var í dag eftir miklar endur- bætur. Á myndinni hér að ofan er Þorvaldui að sýna Hauki Björnssyni njá Kaupstefnunni þennan forlái.a grip, sem „grill- ofninn“ er. Þá býður Síld og fiskur viðskiptamönnum sínum einnig upp á fleiri nýjungar, svo sem spaghetti með kjöt- sósu, kínverska réttinn „chop- chui“, blandaða sjávarrétti með kokkteilsósu og fleira góðgæti. Þetta verður stöðugt á boðstól- um, og grillaða kjötið afgreitt í sérstökum aluminium pokum. sem halda kjötinu heitu í klst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.