Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 6
TÍMINN FOSTUDAGUR 5. febrúar 1965 LARUS JÓNSS0N: f UPPSALABREF Lesendum óska ég farsældar á hinu nýbyrjaða ári. Það er með fádæmum hví- líka athygli alþingiskosningarn ar hér hafa vakið á íslandi., Fjöldl langhunda hafa dunið yfir lesendur Tímans síðustu mánuðina. Þær eru þar með útræddar frá minni hálfu, nema hvað ég vil geta þess, að ég er ekki höfundur þeirrar nafnlausu greinar, sem birtist ekki alls fyrir löngu. Nú eru þeir fcomnir á prent frændur mínir í Eyjum vestur. Þeir Jökull og Baltasar hafa kveðið þeim drápu þekkilega. Það er tæplega að bók þeirra verði talin til heimilda, kann svo að vera, að eitt ártal eða tvð bsfi misritazt. Hitt er vízt að búningur sá, er þeir hafa fært eyjalífið í, er hinn hugn- anlegasti. Ég hef alltof sjald- an átt þess kost að heimsækja Eyjar, en ég þekki hverja mynd og svipmynd í bók þeirra úr mínum eigin hugarsjónum. Andrúmsloftinu hafa þeir náð. ÞaS er bara að þakka þeim félögum bókina, og foreldrum ánægjulega jólagjöf. . Hitt er svo athyglisverð spurning, að hve miklu leyti þetta er grafskrift yfir Flat- eyjarhrepp einan. Hve margar era þær sveitir á íslandi, sem eru í sömu aðstððu í dag? Þeg- ar er of seint að skrifa anda- slitrasðgu sumra byggðarlaga. Enn er annað mál, hvort þessi sorgarsaga er óumflýjan- leg. Efalaust er hún það á mörgum stöðum. Þróun þjóð- félagsins er slík, hvort sem manni líkar betur eða verr. Hvað um Breiðafjarðareyjar? Mig dreymir um það, að ein- hverntíma snúa út til ís- lands, og þá eiga þess kost að eyða sumarleyfi í Eyjum. Ein- hvern veginn sýnist mér að Breiðafjarðareyjar hljóti að eiga sér mikla framtíð sem hvíldarsvæði fyrir horgarbúa, ég á bágt með að ímynda mér betri aðstöðu tii þess að hvíla sig en þar. Sýnt er þó, að breyting verður að verða á þjóðháttum íslendinga áður en hægt er að gera stóriðnað úr sumarleyfum landsmanna, eink um þó að þeir geti lifað af einföldum dagvinnutekjum og þó átt afgang fyrir sumarleyf- ið. AUtaf er dapurlegt þegar verðmæti fara í súginn, eins og þarna á sér stað.. En ef þau geta ekki veitt nýtendum sínum þau lífskjör, sem þeir krefjast, ja, þá dugar ekki langt, að enn eru til fáeinir einstaklingar, sem annað hvort af nægjusemi eða ráðdeild og dugnaði ennþá hjara á hrím- anum. Mér þykir trúlegt, að enn sem fyrr megni Vestureyiar að fæða stærri hóp en bann, sem nú situr þær. Hitt hygg ég þyngra á metum, að cinangr- unin, þjónustuleysið (verzlun, læknir, póstur, prestur) kæfir fólk, einkum yngra fólk. Það verður ekki í dag lifað á beim fiski, sem forðum gekk í Breiðafjörð. Það er sjálfsagt að leggja allt kapp á að við- halda byggð sem víðast, en allt, sem til þess er gert, verð ur að byggjast á atvinnutækj- um, seni til lengdar eru sam- keppnisfær og lífvænleg að eig- in rammleik, þótt stuðning þurfi í upphafi. Allt annað er óraunhæft og verður okkur sams konar minnisvarði og Gíslagrjótið í Flatey er upp- hafsmanni sínum óbrotgjarn varði um skrum og óábyggileg loforð. Tvær hefi ég haft framhalds- sögurnar: Helander og Wenn- erström. Nú er búið að reikna út að Helander eigi inni hjá ríkinu hálfa milljón sænskra króna. Það eru biskupslaun og önnur fríðindi. Ekki er nóg með þetta, sagt er að gamli maðurinn hafi grætt á öllu saman, því að sektirnar hefðu orðið til muna hærri, ef hann hefði haft biskupslaunin af að taka. Hér fer sektarupphæðin eftir tekjum. Um þessar mundir er verið að sleppa út yfirheyrslugerðum frá máli réttvísinnar gegn Wennerström, þeim er heimu- lega haf a verið varðveittar. Ég hef ekki kynnt mér þetta sér- staklega, sé bara að blöð og útvarp skýra svo frá að tæki- færið skapi ekki bara þjófa, heldur og njósnara. Saklaust grín (og svo mótstöðuleysi gagnvart peningum) var upp- haf þess njósnaferils, er lengi mun í minnum hafður hér á landi. Jafnframt er nú ljóst að hann hefur njósnað einnig fyr- ir Bandaríkjamenn, á kostnað Rússa. Rússar uppgötvuðu þetta smám saman, og létu sér hvergi bregða. Dómur hefur nýskeð fallið í máli, sem beinlínis á rætur að rekja til Wennerströms. Það var gefið í skyn á meðan á réttarhöldunum stóð, að hann hafi haft starfsbróður í Evrópu. Einn góðan veðurdag birtist svo greinaflokkur í einu víðlesnasta vikublaði landsins um þennan starfsbróður Wenn erströms. Hann hafði verið i heimsókn hjá ofurstanum á heimili hans í Stokkhólmi og því auðvelt að finna hann með hjálp hreingerningakonu Wennerströms, sem þegar er fræg orðin fyrir framgöngu sína í leitinni að sönnunum gegn Wennerström, sem og vegna allra frásagna hennar í hinum ýmsu vikublöðum og kvöldblöðum, sem öll hafa reynt að gera sér kerlingar- greyið og Wennerström að fé- þúfu. Henni hafði sýnzt gest- urinn heldur skuggalegur. Og hvers vegna að þegfa yfir því? Þetta orð skuggalegur er í með ferð vikublaða eins og dúsa í munni kornbarns. Það má lengi sjúga og smjatta á því. Nefnt vikublað sendi blaða- konu eina út af örMnni og eft- ir ákafar og tímafrekar rann- sóknir birtist svo greinarflokk- urinn. Þar var lýst þeim fer- legasta vágesti sem hugsast má. Sá glæpur mun vart upp- fundinn enn í dag, sem mann- tetrið var ekki kenndur við. Þótt ekkert nafn væri birt mátti engum, sem til bekkti, dyljast hver maðurinn er. Þetta ásamt því, að varla var nokkurt orð satt í ^reina- f lokknum varð . örlagaríkt ábyrgðarmanni vikublaðsins. Sá sem lýst var gaf sig til kynna og sótti ábyrgðarmann- inn til saka fyrir meiðyrði. Hann hefði trúlega getað feng- ið ríflegar skaðabætur, en lét sér nægja að krefjast þess, að dómurinn yrði birtur í blað- inu. Ábyrgðarmaðurinn tapaði málinu og fékk mánaðarlangt fangelsi. Það mun sárasjáld-, að svo þungir dómar séu dæmd ir í slíkum málum, en svo kvað greinaflokkurinn hafa verið einstakur í sinni röð. Af örlög- um blaðakonunnar hefi ég ekki haft neinar spurnir, en hún var að sjálfsögðu ekM sótt til saka. Það eru fleiri fallin stór- menni hér en ritstjórinn og Wennerström. Maður er nefnd- ur Hilding Hagberg, mjög svo jafnaldra félaga Krúséf af Moskvu. Þeir eiga fleira sam- eiginlegt en aldurinn. Hild- ing var þar til í vor sem leið formaður Kommúnistaflokks Sviþjóðar. Honum var sparkað og inh settur Hermansson hinn háli, sem áður var rit- stjóri málgagns flokksins „Ny Dag." Hann Hermansson af- neitaði Moskvu ákaflega í kosn ingabaráttunni og vildi stjórna þjóðlegum kommúnistaflokki, sem sjálfur skapaði sínar línur, enda væri þá minni hætta á línubrenglum, en ef elta þyrfti þær austur um Eystrasalt. Hann gagnrýndi Moskvu ein- arðlega fyrir aðferðimar við forystuekiptin. Hvað um þetta, Hermansson heldur sig að heldri manna sið og nú standa yfir hreinsanir í flokknum. Hann hefur látið orð að því liggja, að nafnskipti væri hugs- anlegt og að vinstri sósíalistar sé meira réttnefni en kommún istar. Þetta hefur r.ð sjálfsögðu . valdið úlfaþyt meðal eldri kommúnista. Mér er ekki kunnugt um það, hvort Hagberg hefur ver-. ið sakaður um fjölskyldupóU- tík, en Hermansson vill sýni- lega byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í. Hann lætur leggja niður málgagn flokksins a.m.k. sem dagblað. Þetta er fjárhagsatriði að sjálf sögðu, flokkurinn ekki stór og fjár vant í stað þess, sem áður gerðist að senda fólk á flokks- skóla til félaga Ulbrichts í Austur-Þýzkalandi hefur flokk urinn komið á fót skóla hér innanlands. Ekki virðist þetta vera vinsælt meðal allra flokks manna, mun jafnvel Hagberg hafa hrist höfuðið. Hagberg hverfur nú af þingi eftir langa setu og hefur gef- ið í skyn, að hann muni skrifa um utanríkisstefnu Svía á striðsárunum. Hefur látið að því liggja, að ekki muni allir kætast af því, að upp sé rifjað hvað þeir hafi sagt þá. Annars komst hann í blöðin rétt fyrii jólin með því að skýra frá því að Krúséf hafi fengið aðsvii á meðan á Svíþjóðardvölinni stóð. Hann vill þó ekki segja hvort það var fyrir eða eftir róðurinn á Harpsundssjó. Eng inn annar sænskur hefur orðið nokkurs var, er styðja má sög- una. Hitt er þó í minnum haft, að gesturinn var eeðillur nokk uð á stundum. AUt síðan á dögum Hammar skjðlds, og raunar löngu fyrir andlát hans hafa Svíar getið sér miMnn orðstír í herferð- um til verndar friði í verðld vorri. Það er Kórea, Gaza, Kongó og nú seinast Kýpur, að þeir hafa látið friðardúfur sínar ganga á milli striðandi þjóðarbrota. Hér er um fjölds þúsunda að ræða, og er það bara að vonum að misjafn er sauður í mörgu fé. Því skyldi engan undra, að slíkt gat kom- ið fyrir, sem frægt er orðið, að tveir af hetjum úr liði hans hátignar, liðsforingjar báðir, freistuðu bess að smygla vopn- um til Tyrkja á Kýpur. En sjá, þetta kom allavega ákaf- lega á óvart Svíar eru (ajn.k. að eigin áliti) heimsmeistarar í hlutleysi og yfir slíkt hafnir. Þetta er allt svo aldeilis fá- heyrður endemis skandali, sem engar afsakanir mátti finna fyrir. Þeir lautinantarn- ir áttu ekki upp á pallborðið hjá löndum sínum, þeir hofðu flekkað mannorð allrar sænsku þjóðarinnar á þann hátt að seint mátti bæta. Þeir voru að sjálfsögðu dregnir fyrir lög og dóm með miklum bumbuslætti blaða og sjónvarps. Það var auðvitað, að þeir fengu þyngstu refsingu, sem lög leyfa fyrir þau afbrot, sem kæran hljóðaði upp á, eða tveggja ára fangelsi og reknir úr hernum. Piltarnir, sem höfðu haldið ¦ því fram, að þeir 'hefðu kennt í brjósti um Tyrkjagreyin, sem hlutu svo slæma meðferð af Makariosar hálfu, það var hrein og tær manngæzka, sem lá að baki afbrotinu, þeir áfrýj uðu dóminum. Milliréttur lækk aði hegninguna ni'our í þriðja hluta, eða átta mánuði. Kann- ski hefur honum fundizt minna til um ærnmissi sænsku þjóð- arinnar en undirrétti, það veit ég ekki, en piltar áfrýjuðu til hæstaréttar. Þótt þeir kumpánar væru lítt í hávegum hafðir í Sví- þjóð, þá var þyí annan veg farið í Tyrklandi og eitt dag- blað þarlenzkt bauð þeim í hvíldarför þangað suðureftir á meðan þeir biðu úrslita í mál- um sínum. Þeir voru komnir til Kastrup í Kaupmannahöfn, þegar einhver framgjarn dóm- ari í Stokkhólmi lét lögregluna senda þá heim og stakk þeim í gæzluvarðhald vegna hættu á að þeir myndu aldrei snúa til Svíþjóðar aftur. >essu neit uðu þeir að sjálfsögðu. Þetta olli miklum úlfaþyt, þar eð dómstóllinn Iiafði ekki tak- markað ferðafrelsi þeirra. Hér má ekki halda fólki í gæzlu- varðhaldi nema takmarkaðan tíma án dóms og laga.. Því var enn kallaður saman dómstóll og þeim sleppt, en settir í ferðabann, þar til hæstaréttar- dómurinn yrði kveðinn upp. Átta mánaða fangelsisdómur milliréttar var svo staðfestur skömmu fyrir jól, en þeir héldu sér utan fangelsismúr- ana yfir helgina með þvi að sækja um náðun, pem enn er ekki afgreidd. Auðvitað verður aldrei raeð vissu sagt, hvort þeir fyrirhug- uðu flótta eða ekki, enda skipt ir það varla máli. Sjálfur kysi ég heldur átta mánvði í sænsku fangelsi en ævilanga útlegð í Tyrklandi, en smekkur ?ianna er jú misjafn. Hitt er og Ijóst, ið hefðu þeir flúið, hefði Er- 'ander eignazt sína fyrstu flóttamenn. 1 ¥ Heiöurs- félagi Fl Á síðasta skemmtifundi félags- ins var tilkynnt, að félagssrjórn in hafi kjörið Ósvald Knudsen málarameistara, heiðursfélaga í Ferðafélagi íslands. Svo sem kunnugt er, hefur Ósvaldur gert margar merkilegar kviksnyndir af landi og þjóð og með þeim bæði kynnt fjölda manna fegurð og imikilleik íslenzks landslags og nátúru, og ekki síður bjargað miklum fróðleik um lífskjör fólks og forna atvinnuhætti, sem nú eru sem óðast að hverfa. í því sam- bandi má minna á kvikmyndir hans frá Hornströndum, Uliar- band og jurtalitun, Vorið er kom ið, Tjöld í skógi, Sogið, um Heklu gos og Öskjugos og nú síðast Sveitin milli sanda,. auk f jölda annarra kvikmynda. Þetta land- kynningarstarf inn á við er mjög í anda stefnuskrár Ferðafélagsins, og auk þess hefir Ósvaldur alla tíð verið mikill vinur félagsins og leyft því að frumsýna fíestar mynd ir sínar. Ferðafélag íslands hefir áður kjörið aðeins 7 heiðursfélaga, þá Ögmund Sigurðsson, skólastjóra, Daniel Bruun hðfuðsmann, Vil- hjálm Stefánsson landkönnuð, Björn Ólafsson fyrrv. ráðherra, Skúla Skúlason ritstjóra, próf- essor N.E. Nörlund og Þorsteta Þorsteinsson sýslumann. Lántökur á vegum Rvíkur Á borgarráðsfundi hinn 26. þ. m. var samþykkt að taka 10.millj. kr. lán hjá Tryggingastofnun ríkis ins. Verður lánið til 15 ára með fasteignalánavöxtum. Er áforcnað að verja 7,5 millj. af láni þessu ttl Borgarsjúkrahússins og 2,5 millj. til bygginga barnaheimila. Þá var og samþykkt á sama fundi að taka 5 millj. kr. lán hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur til 10 ára aieð fast- eignalánavöxtum. Ekki er enn á- kveðið, hvernig því láni verður ráðstafað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.