Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 5. febrúar 1965 TÍMINN 7 Hafnarmannvirki á Eskifirði. JÓHANN KLAUSEN: Hitaveitufram- kvæmdir / ár Á borgarráðsfundi hinn 26. jan. legu áætluninni, sagði hitaveitu- greindi hitaveitustjóri frá því, að stjóri. áformaðar framkvæmdir hitaveit Til framkvæmdanna á þessu ári unnar á þessu ári væru 94,9 millj. hefur Hitaveitan sjálf 43,4 millj. kr. Lyki þar með fimm ára áætlun og búið er að fá lán hjá Alþjóða um hitaveituframkvæmdir, sem bankanum til framkvæmdanna að hófust árið 1961. Heildarkostnað upphæð 21,5 millj. kr. Vantar þá ur hefði upphaflega verið áætlað 30 millj., sem ekki hefur verið ur 240 millj. kr. en með þeim 94. aflað enn. Samþykkti borgarráð að 9, millj. sem nota ætti á þessu ári, fara þess á leit við stjórn Atvinnu færi kostnaður upp í 298,9 millj. leysistryggingasjóðs, að hún veitti en í þeirri tölu væri kostnaður við lán á þessu ári til hitaveitufram- nokkrar framkvæmdir, sem ekki kvæmdanna að upphæð 15 millj. hefði verið reiknað með í upphaf kr. Hvað aflast 1965? 3) 20 X 20 X 20 Fiskveiðarnar eru svo stór þátt- ur x atvinnulífi okkar, að með þeim stendur og fellur allt ann- að. Veiðitækni fleygir fram og aflamagn á land borið fer vax- andi. Þetta ár slær öll fyrri met. Nokkuð ber samt á því, að van- treyst sé hinum gjöfulu miðum og menn telji, að fiskistofnar gangi brátt til þurrðar — stór- iðja sé það sem koma skal. Að sjálfsögðu ber að hafa opin augun fyrir sem flestum möguleikum at- vinnulífsins, en um stóriðju var ekki ætlunin að skrifa að sinni. Sem betur fer eigum við enn marga möguleika til að lifa góðu lífi í landi okkar, fæstir þeirra eru nýttir nema lítillega. Hefur mikið verið rætt og ritað um að fullvinna sjávarafla í vaxandi mæli og er orð að sönnu. í því felast verkefni, sem menn tekur áratugi að vinna upp. Þrátt fyrir sterka stofna, þá eru fiskigöngur misjafnar frá ári til áís á hin ýmsu mið. En með okkar veiðitækni og skipum er náð til fiskjar, þar sem óhugsandi hefði verið fýrir fáum árum og má þar nefna þorsk- og síldveið- ar með nót langt til hafs. Afla- hrotan s.l. vetrarvertíð er í fersku minni, þegar vinnslustöðvar á SV- landi höfðu ekki undan. Hvað ger- ist svo á komandi vertíð, þegar flest skip búast til slíkra veiða? Er virkilega* ekki ástæða til að geta forðað frá öngþveiti 1 tíma með skipulögðum ráðstöfunum til flutnings á aflanum í aðra lands fjórðunga? Þrátt fjrrir smæð norsk-íslenzka síldarstofnsins þá hefur aldrei bor izt jafnmikið á land af síld og á þessu ári. íslenzkir, norskir og rússneskir fiskifræðingar eru sam- mála um, að stofninn sé nú vax- andi og verði aftur kominn í há- mark eftir ár, trúlega þá nokkrum sinnum stærri en hann er 1 dag. Slíkur úthaldstími sem á síld veiðum eystra þetta ár er áður óþekktur. Nú er samt ljóst, að miðin má nýta miklu betur og svo mun verða. Næstu ár mun sú ver tíð standa a.m.k. 7 — 8 mán. Um árangur fer að sjálfsögðu eftir því, hvernig háttað verður um losun aflans. Á mannfundum, í blöðum og á sjálfu Alþingi gerist nú tíðrætt um þessi mál og ekki að ástæðu lausu. Það er býsnast yfir þessum rúml. 3 millj. málum og tunnum, sem nú hafa á land borizt og vill hver fá sinn hlut heim á hlað að ári. En má ekki ætla, að þá geti hann orðið á bak og fyrir? Menn virðast ekki viðurkenna þá möguleika, sem felast í stór auknum síldveiðum frá því, sem var á þessu ári. En fullkomnum veiðiskipum fjölgar enn, kunnátta og leikni sjómanna verður stöðugt meiri, síldarstofninn vex ár frá ári og úthaldstími skipanna leng- ist um helming. Ástand sjávar og jveðurfar ræður að sjálfsögðu |miklu um, en flest annað er þeg ; ar til staðar, svo að hægt sé að ; margfalda nokkrum sinnum það er veiðzt hefur á þessu ári, — ann að en móttaka í landi. Svo sjálf sagt sem það er að gera auknar ráðstafanir til síldarflutninga á hagkvæmastan hátt, þá gildír það sama um auknar fjárfestingar á síldariðnaði næst veiðisvæðunum. Gripið er til hinna fáránlegustu röksemda gegn þvi að á Austfjörð um sé komið upp myndarlegri að- stöðu og möguleikum til sQdar- móttöku sem í öðrum landshlut- um, svo sem, að bygging nýrra síldarverksmiðja þar muni lækka síldarverðið. Rétt eins og síldar- flutningar kringum land séu ókeypis. Ekki skal þó elta ólar við þá „hreppapólitík“ að sinni. En man nokkur slíkt gerningaveð ur, þegar þær verksmiðjur voru byggðar við Faxaflóa, sem nú standa aðgerðarlausar? Það er eng in tími til, enda ástæðulaust að bítast um, hvernig skipt skuli 3 millj. mála milli landshluta, þeg ar möguleikar eru á margföldu því magni. Það er skilningur manna á þessu, sem á veltur. Allt verður að gera, sem fært er til að losun aflans gangi sem greiðast og veiðigetan nýtist. Svo mikið er í húfi fyrir þjóðina alla. Við Austfirðingar, sem lítt stönd um í stórræðum, höfum barizt harðri baráttu fyrir að koma upp síldarmóttöku. Gildir það fyrir firðina alla. Nokkuð hefur áunnizt, minniháttar síldarverksmiðjur komnar upp víðast, mest fyrir sam tök heimamanna, og segja má, að S.R. á Seyðisfirði og Reyðarfirði séu til orðnar fyrir þessa baráttu. Þá hefur síldarsöltun aukizt mjög, en möguleikar til annarrar hagnýt ingar ekki. Er undravert. hversu þungur sá róður hefur verið, þeg ar haft er í huga, að um mörg s.l. ár hefur síldveiðisvæðið verið sunnan Langaness. Mætti þó ætla að stjórnarvöld vildu allt til vinna, að veiði gengi sem bezt og aflinn hagnýttur. Nú hefur verið stuðlað að innflutningi fjölmargra glæsilegra fiskiskipa, en það þarf líka að sjá um, að þau notist. Vægast sagt virðist gæta skilnings leysis hjá stjórnarvöldum, og má í því sambandi nefna, að um nokkur undanfarin ár hefur hreppsnefnd Eskifjarðar unnið að því að koma upp 'síldarverksmiðju, en verið neitað um ríkisábyrgð til slíkra athafna og ekkert þvi til fyrirstöðu að margfalda út- flutningsvérðmætið. Full ástæða er til að vekja at- »hygli Alþingis á, hvernig viðhorf in eru. Verði ekki hvoru tveggja gert, síldarflutningar skipulagðir og stórlega auknir móttökumögu- leikar á öllu Austurlandi, neitum við að viðurkenna staðreyndir, köllum yfir okkur ömurlegt ástand og höfnum þeim auðæfum, sem síldveiðiflotinn er fær um að ausa upp, auðæfum, sem gætu lagt grundvöll að beirri „stóriðju'*. sem hentar íslenzkum aðstæðum bezt í náinni framtíð. Jóhann Klausen Eskifirði. Ný byggingaraöferð Blaðinu hefur verið skýrt frá, að ný byggingaraðferð, uppruna- lega til þess ætluð að flýta fyrir húsbyggingum í vanþróuðum ríkj um, verði kynnt hér á næstunni. Þetta er holsteinabygging, en í stað þess að festa steinana sam an með steinlími eða steypu eru þeir fylltir með sérstakri kvoðu, sem harðnar og bindur steinana í veggnum. Gert er ráð fyrir að steypa stern ana á byggingarátaðnum, og þarf þá tvær vélar til að byggja, aðra' til að steypa steinana og hina til að blanda efnið, sem holrúmið er fyllt með. Gerðir steinanna eru þrjár, veggsteinar opnir í báða enda og hálfir og heilir homsteinar. Steinninn er tilbúinn til hleðslu jafnótt og hann harðnar svo hann verði meðfærilegur, og gert er ráð fyrir að bæta fjögra feta hleðslu daglega á veggina og fylla steinana jafnóðum. Slík hleðsla er talin allt að 50% sterkari en venjuleg, og því er haldið fram, að aðferðin dragi úr byggingarkostnaði. Lúðrasveit verkalýðsins Lúðrasveit Verkalýðsins hélt aðalfund sinn fyrir skömmu. Frá- farandi formaður flutti skýrslu um starfsemi sveitarinnar sem var mikil síðastliðið starfsár, en stjóraandi er Sigursveinn D. Krist insson, tónskáld. Lúðrasveitin lék á skemmtunum ýmissa félaga Reykjavík. auk þess sem hun fói i hljómleikaferð ir til staða utan Reykjavfkur, m. a. að Reykjalundi og um Suður- nes. Þá lék hún einnig við opin- ber hátíðahöld að venju Á þessu starfsári er gert ráð fyrir mjög aukinni starfsemi félagsins Fyrirhugað er að festa kaup á nýjum hljóðfærum og einnig hafa nýjir félagar gengið í sveitina, sem fá kennslu og þjálf un í hljóðfæraleik án endurgialds Reikningar sýndu að þörf er á að efla fjárhag félagsins betur af þessum sökum og hafa ýmsar ráð- stafanir verið gerðar, sem gefa góða von um að það megi takast. Ný stjórn tók við fundinum Um níu ára skeið hefur Ólafur L. Kristjánsson gegnt formannsstörf um. en hann hafði nú beðizt und an endurkjöri vegna anna. Var honum þakkað tyrir hönd sveitar innar langt starf í þágu hennar og honum flutt stutt ávarp Hin nýkjörna stjórn er skipuð þessum mönnum: Bjarni Guðmundsson rurmaður Ólafur L. Kristjánsson. varafor- maður, Kristján Sigurðsson gjald keri. Atli Magnússon. ritari, og Pétur Ágústsson áhaldavörður. í umræðum. sem á eftir urðu kom í ljós mikiil og eindreginr vilji til að efla lúðrasveitina Lúðrasveit Verkalýðsins var stofr uð 1953 af noKKrum áhugamönr um og hefur staríað óslitið síðan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.