Alþýðublaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 1
XXXVI. árgangur Þriðjudagur 4. október 1955 207. tbl. arnaskólum Reykjavfkur fre: Ricci ákaff fagnað í gærkvðidi. AMERÍSKI fiðluleikarinn Ruggiero Pácci hélt tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfé lagsins í Austurbæjarbíói í gær kveldi. Húsfyllir var og var listamanninum ákaft fagnað. Varð hann að lokurn að leika þrjú aukalög. vegnam Undanfarna fO daga hefur orðið vart hér mænusóitar; 8 sjúkiingar með lömun hafa verið skráðir; einn sjúklingur hefur láíizi, MÆNUSÓTTAR varð vart í Reykjavík fyrir 10 dögum. Hafa nú verið skráðir 8 sjúklingar með Iömun. Einn hefur látizt og var það barn. Vegna smithættu hefur fræðslumála- stjórn í samráði við heilbrigðisyfirvöldin ákveðið að fresta barnaskólum bæjarins til 15. október. Blaðinu barst í gær eftirfar-' gert ráðstafanir til að tryggja andi fréttatilkynning frá borg- sjúklingum sjúkrahúsvist og arlækni ásamt leiðbeiningum ‘ viðeigandi læknishjálp og til almennings: FLESTIR VEIKZT UM HELGINA hjúkrun, ef svo skyldi fara að faraldurinn breiddist út. Þegar mænusótt er á ferð- inni taka sýkingu miklu íleiri Undanfarna 10 daga hefur ’ en verða þess varir eða lamast. orðið vart mænusóttar í Reykja Smithætta stafar því ekki ein- vík og hafa 8 sjúklingar með göngu af sjúklingum, heldur lamanir verið skráðir, flestir nú um helgina. Einn hefur látizt. Ekki verður vitað fyrifram, hvort áframhald verður á far- aldrinum, en ætla má að fleiri sýkist, einkum með tilliti til þess, að langt er liðið síðan meiri háttar mænusóttarfarald ur hefur gengið. RÁÐSTAFANIR GERÐAR Heilbrigðisyfirvöldin hafa Lítil flugvél hrapaði í Borg- aríirði og slórskemmdisl Tveir menn voru í vélinni og slösuð- ust talsvert; orsök slyssins ókunn LÍTIL FLUGVÉL frá flugskólanum Þyt hrapaði á sunnu- daginn skammt frá Stóra-Kroppi í Borgarfirði. I vélinni voru tveir menn og slösuðust báðir mikið. Vélin stórskemmdist og er vafasamt að unnt verði að gera við hana. seint í gærkvöldi var hún eftir Stjórnandi vélarinnar, Á- mundi Ólafsson, hafði fengið hana lánaða hjá Þyt og flogið við annan mann upp í Borgar- fjörð. Lenti hann á Stóra- Kroppi. Var þar þá stödd frænka flugmannsins og bauð hann henni í flugferð yfir Borgarfjörðinn. Slysið mun hafa átt sér stað mjög íljótlega eftir að vélin tók sig aftur upp. Var það um 5 leytið; Mun vélin hafa fallið beint niður og stungizt í mýri skammt frá Stóra-Kroppi. Mölbrotnaði vélin og þau tvö, sem í vél- inni voru, stórslösuðust. — Voru þau bæði meðvitund- arlaus er að var komið. Flugvélar sendar eftir hinum slösuðu. Tvær flugvélar frá Þyt fóru þegar upp í Borgarfjörð að sækja hin slösuðu og voru þau flutt til Reykjavíkur og lögð inn í Landsspítalann. Er blað- ið spurðist fyrir um líðan þeirra atvikum sæmileg. Orsökin ókunn. Flugvélarflakið var rannsak- að í gær, en ekki varð neitt séð, er bent gæti til orsakar slyssins. einnig af fjölmörgum öðrum, þótt' þeir hafi engin einkenni sjúkdómsins. MIKIL SMITHÆTTA Þótt talið sé, að smit berist oftast frá manni til manns við beina snertingu, mun það einn ig geta borizt með dauðum hlut um, svo sem mat og borðbún- aði, ef ekki er gætt fyllsta hrein lætis við matreiðslu og fram- reiðslu. Reynsla sýnir, að mikil lík- amsáreynsla, vökur og kæling veldur því stundum, að lamanir verða meiri en ella. LEIÐBEININGAR Ástæða þykir til að beina til almennings eftirfarandi ráðlegg ingum: 1. Þvoið yður oft um hendur, einkum á undan máltíðum og er þér hafið notað salerni. 2. Gætið þess, að flugur ó- hrenki ekki matvæli, og þvoið mat, sem ekki verður soðinn, svo sem grænmeti og ávexti. 3. Forðist nána snertingu við fjölskydumeðlimi mænu- sóttarsjúklings fyrstu þrjár vikurnar eftir að hann veik ist (handaband, sameiginleg (Frh. á 7. síðu.) Verzlunarráð Islands krefil afnáms þeirra fáu veri i ði NYAFSTAÐINN aðalfund ur Verzlunarráðs íslands gerði eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur V.í. 1955 skorar á ríkisstjórnina að afnema nú þegar verðlags- ákvæði þau, sem enn eru í gildi samkvæmt auglýs- ingu Fjárhagsráðs nr. 7/ 1952, enda eru forsendurn- ar fyrir því að viðhalda verðlagsákvæðum á vörum þeim, sem hér um ræðir, fyrir löngu brottfallnar. Fundurinn telur misrétti það, sem skapast af nefnd- um verðlagsákvæðum, al- gjörlega óviðunandi.“ Sést af ályktun þessari, að enn telur verzlunarstéttin sig ekki hafa nógu frjálsar hendur til vöruokurs, enda þótt öllum almenningi finn- ist nóg um vöruverð. Þá gerði aðalfundur V.I. einnig eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur V.í. 1955 tel- ur nauðsynlegt, að girt verði fyrir innflutning á vörum, sem berast eftir ólöglegum leiðum, án þess að lögboðin aðfíutningsgjöld séu geidd af þeim. Fundurinn telur því nauðsyn bera til að herða á tollaeftirliti til að fyrir- byggja slíkan innflutning og felur stjórn V.I. að fylgja þessu máli eftir.“ Fengu 300 funnur síldar Larsensvörpuna I fyrrinóH Varpan virðist ætla að gefast vel. VESTMANNAEYJABÁT- ARNIR tveir, sem undanfar- ið hafa gert tilraunir með síld veiðar í Larsensvörpu, fengu 300 tunnur síldar í fyrrinótt. Er það bezti aflinn, sem þeir hafa fengið síðan tilraunirnar hófust fyrir nokkrum vikum síðan. Metmerkjasala á Berklavamadag MERKJASALA SÍBS á berklavarnadaginn reyndist meiri en nokkru sinni fyrr. Seldust blöð og merki fyrir alls Virðist Larsensvarpan ætla 211 þús. í Reykjavík. Hefur sal að gefast vel hér við land eins !an aldrei aður komizt yfir 200 , þus. kr. 1 Reykjavik. og erlendis. Tilraununum j gær var dregið um aðalvinn verður haldið áfram enn um ing dagsins, Morrisbifreið. Kom nokkurt skeið. i hún upp á merki nr. 69. -A&SÉ- GEFST VEL Allsherjarverkfall höfsl Klakksvík í gærmorgun Bæjarstjórnin lætur börn á brott ur flytja konur Klakksvík. og A MIÐNÆTTI I FYRRINOTT var lýst yfir allsherjarverk- falli í Klakksvík. Bæjarstjórnin í Klakksvík hefur látið festa upp auglýsingar, þar sem börnum er bannað að leggja leið sína niður að höfn. Þá hafa og borizt fregnir um það, að bæjarstjóvn- in í Klakksvík liafi í hyggju að flytja konur og börn á brott úr bænum. Átta skip voru í höfninni í Klakksvík þegar verkfallið hófst og hafa þau öll látið úr höfn. Hefst síldarsölfun við Faxaflóa á ný? Vidræöur eru hafnar milli ríkisstjórn- ar og síidarsaitenda um frh. söltunar VIÐRÆÐUR ERU NÚ HAFNAR milli ríkisstjórnarinnar og síldarsaltenda við Faxaflóa um grundvöll áframhaldandi síldarsöltunar. Virðist ríkisstjórnin hafa séð að sér og nú telja, að ef til vill væri ekki verra að salta meira upp í gerða samn- inga úr því að síldin er næg. En eins og Alþýðublaðið skýrði frá á sunnudag hafði stjórnin áður gefið Félagi síldarsaltenda algert afsvar um frekari verðbætur. síldarsaltendum einhverjar upp Ekkert verður enn sagt um árangur viðræðnanna, en ríkis- stjórnin mun þegar hafa boðið bætur, hvort sem þeir munu telja þær nægar eða ekki. Helmingur flotans hættur. Akranesi í gær. Um 500 tunn ur síldar bárust hingað á land í dag. Réru 8 bátar. Fór megin hluti aflans í frystingu en eng inn togari var inni með karfa. Eitthvað mun einnig hafa far- ið í „guano“. Annars er um það bil helmingur reknetaflot ans hér á Akranesi hættur veið um og þegar búið að afskrá sjó mennina vegna ákvörðunar r ík- isstjórnarinnar um að hætta að verðbæta saltsíld frekar. Sjómenn af fimmtíu færeysk um fiskiskipum, sem stunda síldveiðar nörður af Færeyjum hafa mótmælt í símskeyti að- förum dönsku lögreglunnar. Krefjast sjómennirnir, að all- ir lögreglumenn verði kvaddir á brott frá Klakksvík. Lands- stjórnin í Færeyjum hefur svar að áskorun skipverja á skipum þessum og neitað að verða _við tilmælum þeirra. Kveður landsstjórnin að skipverjar hafi fengið rangar upplýsing- ar af ástandinu í Klakksvík. Allsherjarverkfall í Færeyjum? Færeyska sjómannasam- bandið hefur rætt við verka- lýðsfélögin í Færeyjum um þá möguleika að koma á allsherj- arverkfalli í Færeyjum, ef ekki verði orðið við kröfuru færeysku sjómannaxma.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.