Alþýðublaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 3
th‘i&jiKÍagur 4:. október 1955 AlþýStrbfaSiS í* T vantar unglinga eða fullorðið fólk til að bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfum: Kleppsholti Grímsstaðaholti Rauðarárholti » Seltjarnarnesi Skerjafirði Smáíbúðahv erfi Vogahverfi Laugarnesshverfi Kársnesbraut Lönguhlíð Ur öllum állum 00<><><><Sk>4 X>JK>OOOC Sendisveinn óskast nu þegar. HANNES A HORNIN U'lli VETTVANGUR DAGSINS Hvers vegna ekki til Hnífsdals? — Þakkir til út- varpsins — Kaupin á Kolviðarhóli — Framtíð hans — Hvers vegna ekki tekið gjald fyrir bílstæði- FRÆ HNÍFSDAL hef ég feng- ið eftirfarancli fyrirspurn til Rík isútvarpsins: „Hvernig stendur á Jjví, að listamenn þeir, sem eru á ferðalagi um Vestfirði á veg- um Ríkisútvarpsins, eru ekki láfnir koma við hér hjá okkur í Hnífsdal? Við höfum þó nú upp á að bjóða glæsilegt skólahús til Jjess að halda í svona hljómleika og er það búið nýju og góðu org eli. Um þetta hefði alþingis- manni okkar átt að vera kunn- ugt, en hann á, eins og kunnugt er, sæti í útvarpsráði.“ AF TILEFNI þessa bréfs vil ég segja þetta: Þessi nýja starf- semi útvarpsins er mjög' góð. útvarpið fer út til þjóðarinnar með hina glæsilegu starfsemi sína. Ao vísu gerir útvarpið það einnig gegnum hljóðnemann, en hún verður enn ánrifameiri með þessari nýju tilhögun. Ég vil ekki láta hjá líða, að þakka út- varpinu fyrir þetta. Hins vegar verður það vandasamt að upp- fylla óskir alira. REVKJAVÍKURBÆR hefur ákveðið að kaupa Kolviðarhól. Ég fagna þessari ákvörðun. Kaupverðið er alls ekki hátt. Eignin getur orðið milljón króna virði í framtíðinni. Nú ríour á því að þarna sé komið upp hag- kvæmri starfsemi fyrir Reykvík inga og Reykjavíkurbæ. Ég hef áður skrifað um Kolviðarhól og hugmyndir um það hvers konar starfsemi ætti að fara þarna fram. Ég vænti þess að forráða- menn bæjarins hafi nú augun opin fyrir öllum möguleikum. EF BÚSKAP verður komið upp á jörðinni mundi það verða heppilegt að efna til víðtækrar uhgMngavinnu þarna. Þangað ættu piltar á skólaaldri að fara á hverju vori og dvelja þar við Jandbúnaðarstörf sumarlangt. Þarna ætti að koma upp kúabúi, alifuglarækt og svínabúskap í stórum stíl og tengja starfið við aðra starfsemi bæjarins og í bænum: sjúkrahúsin og vinnu- stofnanir. Ég er enginn sérfræð- ingur í slíkum málum, en við ættum að fá ráð hinna beztu manna til að nytja Hólinn, hinn gamia og góða áningarstað for- feðra oltkar og formæðra. „FÓTGANGANDI ÚTSVARS GREIÐANDI“ Skrifar: „Ég var á gangi niður í miðbænum í dag. Við allar götur og á öllum lóð- um stóðu bílar. Mér varð á að hugleiða, hvað mikið það mundi kosta bæinn að leggja til ,,stæði“ fyrir alla þessa bíla. Lóð hótel íslands, sem bærinn keypti fyrir stórfé nýlega, er lánuð endur- gjaldslaust nokkrum bílaeigend um. Og öll bílastæðin við Lækj- argötu eru einhvers virði. Við, hinir fáu fótgangandi útsvars- greiðendur, borgum bílastæðin fyrir hina. HVAÐ Á ÞETTA að ganga lengi? Því byrjar bærinn ekki að taka leigu fyrir bílastæðin? Mér er sagt, að víðast hvar er- lendis verði menn að greiða gjald fyrir bílastæði og það ekki svo lítið. T.d. sé það algengt í stórborgum Bandaríkjanna, að bílaeigendur verði að greiða 25 centa gjald á klukkustund fyrir bílastæöi. Því er þessi siður ekki. tekinn upp hér?“ AF TILEFNI bréfsins vil ég segja þetta: Hugmyndin er rétt, en það þarf meira til en að segja þetta. Mann þarf að hafa til þess að selja réttinn til bifreiðastæð- anna. Hann gæti að vísu selt rétt til margra bifreiðastæða í einu og farið svo eftirlitsferðir til þeirra við og við. En það virð ist að minnsta kosti ekki rétt að bærinn leggi til ókeypis bifreiða stæði í miðbænum. Hannes á horninu. I DAG er þriðjudagurinn 4. október 1955. FLUGFERÐIK Loftleiðir. Saga, millilandaflugvél Loft- leiða, er væntanleg til Reykja- víkur kl. 9 árd. í dag frá New York. Flugvélin fer áleiðis til Osló og Stavanger kl. 10.30. Einnig er væntanleg til Reykja- víkur Hekla kl. 18.45 frá Ham- borg, Kaupmannahöfn og Stav- anger. Flugvélin fer áleiðis til New York kl. 20.30. SKIPAFRÉTTIR Ríkisskip. Hekla er væntanleg til Reykjavíkur síðdegis í dag að vestan úr hringferð. Esja er væntanleg til Reykjavíltur í dag að austan úr hringferð. Herðu- breið fór frá Reykjavík kl. 16 í gær austur um-land til þórshafn ar. Skjaldbreið fer frá Reykja- vík á hádegi í dag vestur um land til Akureyrar. Þyrill átti að fara frá Siglufirði árdegis i dag til Frederikstad í Noregi. Skaftfellingur fer frá Reykjavik í gærkveldi til Búðardals og Hjallaness. Eimskip. Brúarfoss fer frá Keflavík í Brúarfoss fór frá Keflavík í gærkveldi til Reykjavíkur og frá Reykjavík í kvöld til Bou- logne og Hamborgar. Dettifoss fór frá Hafnarfirði í gærkveldi til Reykjavíkur. Fjallfoss fer frá Rotterdam í dag til Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fer vænt anlega frá Helsingfors 6/10 til Ventspils, Riga, Gautaborgar og Reykjavíkur. Gullfoss kom til Kaupmannahafhar í gærmorgun frá Leith. Lagarfoss fór frá Rvílt 26/9 til New York. Reykjafoss er í Hamborg. Selfoss fór frá Patreksfirði í gærkveldi til Bíldudals, Flateyrar, ísafjarðar og Hafnarfjarðar. Tröllafoss fór frá Reykjavík 29/9 til New York. Tungufoss kom til Reykja víkur 29/9 frá Hamborg. Baldur fór frá Leith.30/9 til Reykjavík ur. Drangajökull lestaði i gær í Rotterdam til Reykjavíkur. F U N D I R Kvenfélag Hóteigssóknar held ur fund í kvöld kl. 8.30 í Sjó- mannaskólanum. — * — Ólafur Einarsson héraöslæknir í Hafnarfirði sinnir öllum læknisstörfum mín um um óákvfeðinn tíma. Ólafur Ólafsson. Bridgefélagið í Hafnarfirði. Fyrsta spilaæfing Bridgefé- lags Hafnarfjarðar er í kvöld kl. 8. NámskeiÖ í heildverzlun óg vörugeymslu. Dagskrá: 1. hluti: Matvöruheildverzlun. — Mr. John R. Bromell. Þriðjud. 4. október kl. 16 Samstarf heild sala og smásala. Miðvikud. 5, október kl. 16: Sölustarf í mat- vöruheildverzlun. Fimmtud. 6. október kl. 16: Þjálfun og stjórn un sölufólks. 2. hluti: Matvöru- geymslur. — Mr. Richard Mc- Comb. Þriðjud. 4. okt. kl. 20: Skipulagning vörugeymsla. Mið- vikud. 5. okt. kl. 20 Iinnanhúss- flutningar og tæki (fyrirl. túlk- aður). Fimmtud. 6. okt. kl. 20: Rgkstur sskipul a g. Áheit áStrandarkirkju kr. 25 frá GJ. Áuglýsið i Jbvðubíaðir Systir okkar, KIRSTIN RLÖNDAL HJÚKRUNARKONA lézt 28. september: — Útförin hefur farið fram. Fyrir hönd okkar bræðranna. Lárus H. Blöndal. Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur vinsemd og samúð við andlát og jarðarför JÓHANNS FRIÐLAUGSSONAR KENNARA. ASstandendur. Oerlst áskrifendur blaðsins. Hk T Samband íslenzkra samvinnufélaga efnir hérmeð til almennrar samkeppni um nýtt íslenzkt heiti fyrir svo- kallaðar „sjálfsafgreiðsluverzlanir". Verða veitt 5000 krónu verðlaun fyrir beztu tillöguna um heiti, sem berst fræðsludeild SÍS fyrir 1. nóvember næstkomandi. í dóm- nefnd eiga sæti Þorkell Jóhannesson, háskólarektor, Halldór Halldórsson, dósent og Benedikt Gröndal ritltjóri. Nýyrðið, sem óskað er eftir, þarf að gefa til kynna, að um verzlun sé að ræða, og helzt lýsa einhverju ein- kenni hinna nýju verzlana. í tungumálum grannþjóða eru slíkar verzlanir venjulega kenndar við „sjálfs-aí- greiðslu" (self-service stores á ensku, selvbetjenings- butikker á dönsku), nema hvað Svíar kalla þær „snabb- kjöb“. Sjálfsafgreiðsluverzlun einkennist af því, að viðskipta- vinir geta gengið að öllum vörum verzlunarinnar, skoðað þær og handleikið. Þeir leggja það, sem þeir ætla að kaupa, í körfu eða kerru, en greiða vöruna og fá um hana umbúðir á þar til gerðum smáborðum við útgöngu- dyr. Þátttakendur í samkeppnihni skulu einkenna tillögu sína með dulnefni, en láta nafn sitt og heimilisfang í lokað umslag, sem einnig skal einkennan sama dulnefni. Öllum er heimil þátttaka, ungum og gömlum, og má sami ein- staklingur senda eins margar tillögur og hann vill. Berist margar tillögur um það orð, sem valið verður, mun dregið um verðlaunin milli tillögumanna. Tillögur skal senda til Fræðsludeildar SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík, og skal merkja umslögin „nýyrði“. Tillögurnar skulu póst- lagðar fyrir 1. nóvember næstkomandi. - Frœðsíudeild SÍS i 1 ) S ¥ H V V s % S A V V 1 s \ \ \ V s 1 1 j s 1 V s V V Sl S: V i I ! s s ■' r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.