Alþýðublaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 5
f>riöju«Iagiir 4,- okíóber 1955 A 8 þ ý gi u b 1 a g> 8 S FRAKKAR eru fornfræg jnenningarþjóð, og meðal þeirra átti vestrænt lýðræði upptök sín, en land þeirra hefur orðið iyrir stórfelldu tjóni í tveimur lieimsstyrjöldum og sundrung og flokkadráttur spillt stjórn- arfarinu. Nú er því öldin önn- ur en áður var. Samt ber öllum sð minnast þess, að frönsk list ' er unaðsleg og margt hrífandi skemmtilegt í fari þjóðarinnar. Hins vegar gerast forustumenn jhennar seinheppnir, þegar þeir aieita að ræða málefni Algier á allsherjarþinginu. Við þá á- kvörðun fellur svartur blettur á fána franska lýðræðisins. Þessi ákvörðun stafar auðvit að af því, að málstaður frönsku íiýiendustefnunnar er átakan- lega slæmur. Frökkum getur jþó ekki blöskrað, að aðrar þjóð ir hafi andúð á henni, þar eð íranskir hermenn leggja niður vopn og neita að hlýðnast þeim fyrir&kipunum yfirboðara sinna að drepa fólk fyrir þær sakir að krefjast frelsis. Sjálfsagt er að viðurkenna, að mótspyrnan í nýlendunum er ofstækisfull <og ómannúðleg, en sú staðreynd breytir engu um það, að fram- ferði Frakka er hneyksli, sem er og verður þessari mikilhæfu þjóð til skammar. Hún ætti að sninnast eldsins, sem á henni forann í síðustu styrjöld, þegar bjarta hvers frelsisunnandi manns fann til með Frökkum í þrengingum þeirra. Kúgunin er eú sama, hver sem beitir henni. límatal. Þjóðviljinn og Frjáls þjóð iiafa undanfarið sagt ýmsar fréttir af heimili Tímans og komizt að þeirri niðurstöðu, að Þórarinn Þórarinsson eigi að víkja frá ritstjórn blaðsins, en Haukur Snorrason ritstjóri Hags á Akureyri að taka við af honum. Alþýðublaðið veit með vissu, að þessar upplýsingar eru mjög orðum auknar. Tíminn mun Etækka upp úr áramótum og Haukur Snorrason verða rit- stjóri hans ásamt Þór- arni Þórarinssyni. — Hins vegar er það alrangt, að Þórarinn sé fallinn í ónáð eins og Þjóðviljinn og Frjáls þjóð gefa í skyn. Hann verður eftir sem áður stjórnmálarit- stjóri og ábyrgðarmaður blaðs- ins. Liðsaukinn er ekkert undr- 'unarefni fremur en það, að Iveir ritstjórar starfa við Þjóð- viljann og tveir menn hafa ann azt ritstjórn Frjálsrar þjóðat. Orsök þessa fréttaburðai er íllar hvatir. Viðkomandi aðil- ar reyna að gera pólitískan and stæðing íortryggilegan, móoga hann og særa. Hér er endurtek in sú gamla saga að skjóta eit- urörvum persónulegrar óvild- ar í stað þess að deila drengi- lega um málefni. Sú baráttu- aðferð hefur of lengi einkennt islenzka blaðamermsku og ætti sannarlega að hverfa. fíl gjalds! kenndu metorðagirnd að gera kjötið að útflutningsvöru. Ýms um hefði fundizt viturlegra að láta eta kjötbirgðirnar heima á íslandi, en „malbiksbændurn- ir“ fara sínu fram, hvað sem hver segir. Sumt af þessu útflutta kjöti á að hafna á borðum Banda- ríkjamanna. Islendingar eiga með öðrum orðum að greiða skatt til þess að ríkasta þjóð heimsins geti keypt frónskt kindakjöt ofan i sig eða hund- ana sína. Hingað til hafa stjórn arflokkarnir verið beininga- menn og sníkt af Bandaríkja- mönnum eins og volaðir aum- ingjar. En nú er fundin gjöf til gjalda, og hún er íslenzka kjöt- ið. Hér eftir geta valdsmenn okkar borið höfuðið hátt í betli- ferðum sínum vestan hafs og spurt húsbændurna, hvort þeim bragðist ekki gjafakjötið bæri- lega. Og þennan brúsa eiga neyt endur að borga. Miklir menn erum við, Hrólfur minn! Greiðr vi$ Brefa. En Bandaríkjamenn verða. ekki einir um að njóta þessarar rausnar íslendinga. Bretar eiga líka að fá sinn skammt af gjafa kjötinu. Landsfeðurnir ætla að sanna vestrænu stórveldunum báðum megin Atlantshafsins höfðingsskap sinn. Minna má ekki gagn gera. Hins vegar er ósköp hætt við því, að sumum íslenzkum neyt- endum finnist hér of fljótt að verki verið. Var ekki hægt að bíða með að gefa Bretum að borða þangað til þeir sættu sig við íslenzku landhelgina? Og hefði ekki farið betur á því að gefa þeim fisk en kjöt? Gjafa- sendingar á þorski og ýsu hefðu kannski rofið löndunarbannið á j Bretlandi! j Undanfarið hafa ýmis Evr- ópuríki sent fátæklingum í Asíu | og Afríku matvæli til að bæta úr hungursneyð. íslendingar geta hins vegar ekki hugsað sér svo lítilmótlega greiðasemi. Þeir taka ekki minna í niál en gefa Bandaríkjamönnum og Bretum að borða. En hví ekki 1 að láta borðbúnað fylgja — diska, hnífa, gaffla og skeiðar frá íslendingum? ihatdið og ÍSÍ. íhaldið virðist hafa mikinn hug á að leggja undir sig ýmis menningarfélög. Nú mun röðin komin að íþróttasambandi ís- lands. Sumir forustumenn íþróttafélaganna í Reykjavík þjóna þar ímynduðum hags- munum Sjálfstæðisflokksins, og varð þeirrar viðleitni vart með sögulegum hætti á síðasta ársþingi ÍSÍ, þó að erindi yrði ekki sem erfiði. Þetta er fram- hald hernaðaraðgerðanna frá í 'vetur, þegar íhaldið olnbogaði sig til valda í Norræna félaginu og íslenzk-ameriska félaginu, svo að tvö dæmi séu nefnd. íþróttahreyfingin á að standa utan við stjónmálabaráttuna og sameina fólk með ólíkar þjóð- málaskoðanir innan vébanda sinna. Ella verður hún vígvöll- ur borgarastyrjaldar og reyn- ist ekki hlutverki sínu vaxin. Ábyrgir menn ættu þess vegna ’ að virða að vettugi fyrirmæli þeirra stjórnmálaforingja, sem vilja rjúfa pólitíska friðhelgi i (Frh. á T. síðu.) ALÞJOÐABANKI Samein- uðu þjóðanna hefur nýlega birt tíundu ársskýrslu sína. Fjár- hagsárið, en því lauk 30. júní s.l., varð mesta starfsár bank- ans. Er þess getið í ársskýrsl- unni, að fjárhagslega hafi ver- ið um framfarir að ræða víða um heim. Á síðastliðnu starfsári lánaði Alþjóðabankinn 410 milljónir dollara. Hreinar tekjur bank- j ans námu á sama tíma 25 millj- ónum dollara. Tveir þriðju hlut ar útlánsfjárins var notað til að byggja vegi eða aðrar sam- gönguæðar og raforkustöðvar. Sjötti hluti lána bankans fór-til landbúnaðarframkvæmda og af gangurinn til ýmissa iðnaðar- framkvæmda. t Bankinn veitti meðal annars lán til endurbóta á Kyrrahafs- járnbrautinni í Mexíkó: til járn brauta og hafnargerða i Aust- ur-Afríku, vegagerða, járn- bráutalagninga og flugvalla- gerða í Ástralíu, skipaskurða í Belgíu og hafnarmannvirkja í Antwerpen. Sjö þjóðir: Ceylon, Indland, Pakistan, Colombía, Italía, Finnland og Austurríki tóku lán til raforkustöðva. Finnar fengu að láni í þessu. skyni 4 milljónir dollara. Auk þess tóku Finnar 8 milljón doll ara lán til að byggja trjákvoðu og páppírsverksmiðjur. Norð- menn tóku 25 milljón dollara lán til að endurnýja iðnver sín. Tekið er fram í skýrslunni, að einkafjármagnið hefði sýnt Alþjóðabankanum meiri áhuga en áður og það orðið til þess, að bankinn gat selt talsvert af lánum sínum til einkabanka og stofnana. Um 100 milljónir doll ara voru þannig yfirfærðir gegn um bankann á annarra hendur, en það er nærri jafnstór upp- hæð og Alþjóðabankanum tókst að koma yfir á aðrar lánastofn anir fyrstu átta árin, sem hann starfaði. ÍÞRÓTTAÞING ÍSÍ, haldið í Hlégarði 10.-11. sept. ’55, fagn- ar þeim framkvæmdum, sem fara nú fram að Laugarvatni til öflunar húsnæðis og valla fyrir íþróttakennaraskóla ís- lands og skorar á alþingi og ríkisstjórn að stuðla að því, að framkvæmdir geti haldið áfram og að skólinn eignist sem fyrst íslenzkir neytendur hafa dæmzt til þess að greiða furðu- legan skatt. Þetta eru verðupp- bætur á útflutt kjöt. Forustu- Biönnum landbúnaðarins er mikið metnaðarmál, að kjöt verði útflutningsvara á ný. En það reynist ekki seljanlegt er- lendis við svipuðu verði og hér heima. Þá er gripið til þess ráðs að hækka verðið á innanlands- markaðinum til að hægt sér að fullnægja þeirri minnimáttar- HUNDRUÐ bæklaðra her- manna dvöldust á sjúkrahúsinu Jefferson Barracks í Bandaríkj unum. Sumir röltu eirðarlausir um gangana, en aðrir sátu uppi í rúmum sínum og höfðu ekkert fyrir stafni. Ur augum þeirra allra skein vonleysi og deyfð. Þeir höfðu verið fluttir helsærð ir á þetta sjúkrahús, og þeim hafði verið hjúkrað eins vel og kostur var á. Öllum virtist mjög annt um þá. En síðan þeim tók að batna, hafði þeim verið sýnd minni umhyggja. Þeir revndu að drepa tímann með spilum og öðrum dægradvölum, en þeim leiddist og fæstir fengu fullan bata. En morgun nokkurn, þegar forstöðumaður sjúkrahússins gekk að venju um stofurnar, sá hann sér til mikillar undrunar, að nær öll rúmin voru auð. Sjúklingarnir höfðu komið sam an í einum ganginum og voru að fást við hljóðritunartæki. Það var dr. Howard Rusk, þá (1942) nýlega tekinn til starfa sem yfirlæknir við sjúkrahúsið, sem hafði komið auga á þá hættu, sem sjúklingum á bata- vegi stafaði af iðjuleysi og leið- indum. Hann reyndi eftir mætti að sjá svo um, að allir hefðu eitthvað fyrir stafni. Hann fékk vitneskju um áhuga- mál sjúklinganna og reyndi að koma því við, að þeir gætu stundað þau á sjúkrahúsinu. Árangurinn af þessu kom fljót- Howard Rusk. lega í Ijós. Þeir sjúklingar, sem voru undir handleiðslu hans, út skrifuðust miklu fljótar en áð- ur hafði gerzt. | Tveim mánuðum síðar var Rusk gerður að yfirmanni tólf sjúkrahúsa, sem sérstaklega voru ætluð hei'mönnum, sem voru illa útleiknir eftir stríðið. (Þegar hermennirnir komu, ivoru þeir undantekningarlaust mjög þunglyndir og vondaufir. Þeir voru sannfærðir um, að allt sitt líf yrðu þeir hjálpar- vana. En þeir náðu sér brátt og þunglyndið hvarf. Hjá Rusk sáu þeir, hvað örkumla maður getur gert, ef hann aðeins vill. |Þeir sáu hermenn, sem höfðu verið jafn limlestir og þeir. Nú gátu þeir risið á fætur, klætt sig, rakað sig og borðað, allt hjálparlaust. Að stríðinu loknu ákvað há- skóli New York borgar að stofna sérstaka deild, sem fjall- aði um meðferð á öryrkjum, og var Rusk boðið kennaraembætt ið við hana. Sulzberger, eigandi stórblaðsins New York Times, fékk hann til þess að skrifa fast | an dálk í blaðið um þessi mál, ' og þar með var Rusk kominn í samband við þær þúsundir bæklaðra rnanna, sem þörfnuð- ust hjáipar. Bellevue sjúkra- húsið bauð honum 100 rúm til umráða og þá gat starfsemih hafizt í raun og veru. Árið 1948 gekk Rusk á fund bandaríska auðmannsins Bern- hard Baruch og sagði honum frá nauðsyn þess, að setja á stófn sérstakt sjúkrahús, sem annaðist bæklaða sjúklinga. Hann þurfti akki að fara mörg- um orðum um málið. Auðmað- urinn hafði fylgzt með tiiraun- um hans og þótti mikið tii þeirra koma. Síðan tók hann upp ávísanaheftið og spurði Rusk, hvað mikið hann þyrfti. — En bygging stofnunarinnar kostaði meira en einn auðmað- ur gatborgað. Þá greip Rusk til þess ráðs, að bjóða fleiri auð- mönnum og öðrum ráðandi stór mennum að heimsækja sjúkra- húsið, þar sem hann hafði 100 (Frk á 7, síðu.) rúmgóðar heimavistir svo að í- þróttamenn geti fjölmennt á námskeið og til æfingadvala að skólanum. LEIÐBEININ GARSTARF Þingið fól framkvæmda- stjórninni að efna til leiðbein- enda- og leiðtoganámskeiða í samvinnu við íþróttakennara- skóla íslands og beindi þeim til mælum til framkvæmdastjórn- ar ÍSÍ að senda fultrúa sinn ,til sambandssvæða til þess að örva og styrkja hið félagsiega starf. ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ 1957 íþróttaþingið samþvkkti að fela framkvæmdastjórn ÍSÍ að leita samvinnu við stjórn UMFÍ og skólana um undirbún ing og framkvæmd íþróttahá- tlðar 1957. Þingið beindi þeim tílmæi- um til aðila íþróttasamtakanna að veita fréttamönnum, sem um íþrótamál fjalla á opinber- um vettvangi, beztu fyrir- greiðslu og aðbúnað. Þá skoraði þingið á alþingi að lögfesta 17. júní sem þjóð- hátíðardag íslendinga og fór auk þess fram á 1,8 millj. króna framlag tii íþróttasjóðs. SKEMMTANASKATTUR Að lokum samþykkti þingið að skora á alþingi að breyta lögum um skemmtanaskatt þannig að féiagsheimilasjóður hljóti 50% skemmtanaskattsins eins og hann hlaut í upphafi við setningu iaganna 1947. Ársþing ÍSÍ' 1955 samþykkir að skora á alþingi að hækka styrk sinn til ÍSÍ um kr. 18 000. Enn fremur samþykkir þingið að fáist ekki þessi hækkun frá alþingi, heimili hún sambands- ráði að gera ráostafanir til myndunar fasts tekjustofns, þar með talin hækkun skatts- ins frá sambandsaðilum. íþróttaþing íþróttasambands íslands 1955 samþykkir að kennslukostnaður ÍSÍ, allt að kr. 10 000, skuli greiddur að fullu af fé því, er ÍSÍ er úthlut að af íþróttanefnd til kennslu- kostnaðar, áður en skipting fer fram til sambandsaðila. .•

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.