Alþýðublaðið - 07.10.1955, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.10.1955, Blaðsíða 5
JFöstudagur 7. október 1955 AlþýSubtaSiS 6 Irygve Lie um Paíesffnuméíið: ÖRL I MARZMÁNUÐI 1947 barst rnér vitneskja um. að brezka ríkisstjórnin mundi fara þess á leit, að Palestínumálið yrði tek- ið á dagskrá allsherjarþingsins þá um haustið. Lét stjórnin þess og óformlega getið, að nauðsyn bæri til að kveðja þingið áður til aukafundar, þar sem með- ferð málsins yrði undirbúin. „Árum saman höfum við glímt við þetta vandamál“, sagði Sir Alexander Cadogan. „Og þar sem allar tilraunir okk ar hafa hingað til reynzt árang- 'urslausar, leggjum við málið fyrir Sameinuðu þjóðirnar í þeirri von, að þessum samtök- nm takist þar betur en okkur. Þannig hófst einhver átaka- mesti kaflinn á fyrstu sögublað i síðum Sameinuðu þjóðanna, — skipting Palestínu og stofnun nýríkisins ísrael. Þegar frá upp 3iafi beitti ég öllum embættis- áhrifum mínum að framkvæmd samþykktra ákvarðana varð- andi það mál, en ekki var alltaf 'um svipaða festu að ræða af Jhálfu annarra aðila. MARGÞÆTT VANÐAMÁL Þetta vandamál var hið flókn asta. Kristindómur, Múhameðs frú og gyðingdómur eiga ræt- iir sínar að rekja til hebrezkr- ar fornmenningar, og þegar frá 'upphafi gætti trúarbragðalegra andstæðna mjög í deilu þessari. En mannréttindi voru og snar jþáttur í því vandamáli, fyrir þær ofsóknir, sem Gyðingar höfðu orðið að þola öldum sam- an og náðu hámarki sínu í við- leitni Hitlers til að gereyða gyð Ingdómi og Gyðingakyni í Evr- ópu. Hins vegar varð að gæta þess, að ekki væri á neinn hátt íyrir borð borinn réttur þeirra Araba, sem nú byggðu hina fornu fósturjörð Gyðinga. Of- stæki menguð þjóðerniskennd, sem jafnan ber mest á í ungum ríkjum, kynti og undir deilunni. í þennan margslungna vef stjórnmálalegs, trúarlegs og sagnfræðilegs ágreinings ófust svo átökin með hinu forna, aust ræna lénsskipulagi og þjóðfé- lagshugsjónum tuttugustu ald- arinnar. Einnig var um hernað- arleg áhrif að ræða, þar eð ekki var ólíklegt, að steinolía fynd- ist í Palestínu, og höfðu öll stór veldin nokkurn áhuga á máli þessu. Að síðustu var sú þrautin, sem þyngst var og vandleyst- ust, — enn höfðust tugþúsund- Ir Gyðinga við í flóttamanna- búðum, og gátu kjör þeirra ekki á neinn hátt talizt mannsæm- andi. Þá skiptu þeir Gyðingar og hundruðum þúsunda, er ekki rnáttu til þess hugsa að dveljast áfram í Evrópu, eftir að þeir höfðu orðið að þola þar ógnir fangabúðanna og óttann við gasklefana. Glæpurinn var Hitl ers, en krafan um hjálp þessu hrjáða og þjáða fólki til handa skírskotaði til sarnvizku allra manna. HLUTLAUST SJÓNARMIÐ Það var ekki auðvelt að líta Hutlaust á þetta mál, en ég held, að mér hafi tekizt það. Hinar trúarbragðalegu ástæður ollu mér ekki sérlegum áhyggj- um. Öllum trúarsöfnuðum bar jafn réttur til áð hafa frjálsan aðgang að helgistöðum Palest- ínu. En ofsóknirnar, sem Gyð- ingar höfðu orðið að þola, voru mér hugsta:tt atriði. Þrotlaus barátta Wergelands fyrir mál- : ÞEGAR bók Trygve Lie; ; „Syv ár for Freden“ kom út • I í Noregi á sínum tíma, vekti: I hún alheimsathygli. Sem að- ; ; alritari Sameinuðu þjóðanna • ■ hafði Lie verið talsvert um-: : deildur, og í fyrrnefndri bók: ; rekur hann gang ýmissaJ • þeirra mála, sem mesta at-I ' • • J hjrgli höfðu vakið, skyrir: ; vafningslaust frá baktjalda- ; ; mangi og hrossakaupum og ■ J deilir oft miskunnarlaust á ; ; Ieiðtoga stórveldanna í því; ;sambandi. Bók þessi er vænt J J anleg á íslenzku innan I ; skamms, og fjallar um Palest J ; ínudeiluna, tekinn úr bók- J Trygve Lie. stað Gyðinga hafði haft sterk áhrif á mig sem barn. Til arbísku „fellahna“, — leiguliðanna, — þekkti ég lítið, en vissi þó, að lénsdrottnarnir, sem ekki bjuggu að gózum sín- j um, beittu þá oft arðráni, og italdi ég, að þessir leíguliðar myndu njóta góðs af þeim fram kvæmdum, sem Gyðingar höfðu í undirbúningi í Palest- ínu, og friðsamleg lausn tryggja rétt þeirra til hlítar. En fjand- skapur sá, sem arabísku ríkin höfðu þegar í byrjun sýnt Gyð- ingum í Palestínu, var fyrir- boði torveldra örðugleika. G-erði ég samt sem áður ráð fvrir, að Arabar myndu taka tillit til þess, hve fúsar Sam- einuðu þjóðirnar höfðu reynzt ' að veita þeim aðstoð til að halda nýfengnu frelsi og sjálfstæði, og hlýta þeifn ákvörðunum, er þær kynnu að samþykkja, og það því fremur, sem þeir voru mjög þurfandi fyrir aðstoð þeirra vegna innanríkis vanda- mála. Ég hugði einnig, að stór- veldin myndu sjá sóma sinn í að sameinast um lausn þessa vandamáls, enda þótt samkomu lag þeirra væri tekið að kólna. I Zionistaþjóðfélagið í Palest- ínu naut líka alþjóða viðurkenn ingar allt frá því er Þjóða- bandalagið fékk Bretum um- boðsstjórn á þessu landsvæði árið 1922, en tilgangurinn með þéirri ákvörðun var meðal ann ' ars sá að búa Gyðingum þar at- hvarf sem þjóð, þar serti öllum íbúum yrði tryggð borgaraleg og trúarleg réttindi, án tillits til kynþátta eða trúarbragða. En Bretar urðu brátt á milli íveggja elda, þar sem annars vegar var mótspyrna Araba, en kröfur Gyðinga hins vegar, og hermidaráðstafanir af beggja hálfu. Að síðustu gáfust Bretar upp. Allar málamiðlunartil- raunir höfðu reynzt þeim árang urslausar, og þá var leitað til Sameinuðu þjóðanna. Á MILLI TVEGGJA ELDA Ég sá þegar, að skjótra að- gerða þurfti við. í rauninni hafði ég þegar beðið Ralph Bunehe að athuga færar leiðir til lausnar málinu. Hins vegar var ég ekkert áfram um að alls- herjarþingið jrrði kvatt til auka fundar í þeim tilgangi að setja undirbúningsnefnd á laggirnar. Hélt ég því fram við Breta, að það væri ekki nein raunhæf lausn, auk þess sem það mvndi óhjákvæmilega hafa. mikinn kostnað í för með sér. Ég hafði fyrst í huga, að skipuð yrði rannsóknarnefnd, og væru með limir hennar valdir úr starfs- liði stofnunarinnar, en stakk að lokum upp á því við Breta, að ég sneri mér til átta meðlima- ríkja, þeirra á meðal stórveld- anna fimm, og bæði þau að koma sér saman um skipun und irbúningsnefndar. Féllust fasta meðlimir öryggisráðsins á þá tillögu, kvaðst ég mundu senda öllum meðlimaríkjunum sím- skeyti og spyrjast fyrir um það, hvort þau hefðu nokkuð við þá tillögu að athuga, og svo fremí, sem færri en þriðjungur þeirra hreyfði mótmælum, myndi ég gera það að tillögu minni, að nefndin yrði skipuð og tæki til starfa. Ekki reyndust þessar tillögur mínar njóta míkils fylgis af hálfu stórveldanna fimm. PALESTÍNUNEFNB SETT Á LAGGIRNAR Þann 2. apríl 1947 bað brezka ríkisstjórnin „aðalritara Sam- einuðu þjóðanna að skrá Palest ínumálið á dagskrá næsta reglu legs allshérjarþings". Ríkis- stjórnin mundi þá leggja fyrir allsherjarþingið skýrslu um framkvæmd verndargæzluum- boðs Þj óðabandalagsins og fara þess á leit, samkvæmt 10. grein (Frh. á T. síðu.) OLAFUR THORS hefur oft- ar en nokkur annar núlifandi íandsmanna farið með skip- stjórn íslenzku þjóðarskútunn- ar, og nær alltaf hefur farið á einn veg: hann hefur siglt uop í fjöru, strandað skútunni. Því iber hann strandkapteinsnafnið !með réttu. I Það er sama í hvaða stétt og flokki menn eru nú, öllum far ast orð á einn veg, þann að nú sé efnahagsöngþveitið orðið slíkt hérlendis, að hrunið eiít muni framundan,-Enn sé Ólaf-. ur kominn upp í fjöru. I Það orkar því talsvert bros- lega á mann, þegar síðasti ,,Is lendingur1* lýsir þannig klukku tíma ræðu, er strandkapteinn- inn flutti nýlega á Dalvik: j „Aðalræðu mótsins flutti ÓI | afur Thors, forsætisráðherra, j og fjallaði hún um þróun I stjórnmálanna síðustu svo ára ! tugi og viðhorfin í ciag. Ræádi hann m .a. kosti og galla sam- stjórnanna, en vegna flokka- skipunar í landinu hefðum við Iengst af orðið að búa við slík- ar stjórnir. Sjálfsíæðisflokkur inn hefði ýmist einn eða í fé- lagi við aðra flokka farið með' stjórn landsins sl. 15 ára. And stöðuflokkar hans teldu slíkt mjög miður farið og reyndu að telja þjóðinni trú um að á engu riði henni meira en að losna við áhrif og híutdeild Sjálfstæðisflokksins í ríkís- stjórn. Þjóðinni gangí seiní að skilja þessa kenningu, enda svaraði hún henni með þvi að síauka fylgi Sjálfstæðisflokks- ins og vinna honum ný kjör- dæmi. Þessi þróun væri eðíí- leg, þegar litið væri í kringum síg. Aldrei hefði þjóðinni vegn að betur en nú, eftir 15 ára þótttöku Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Á þessu tíma- bili hefði Sjálfstæðisflokkur- inn löngum haft stjórnarfor- ustuna og mótað stefnuna, eg aldrei hefðu svo stórsíígnr framfarir orðið í landinu og þá. Fólkið byggi við stórum betrí kjör en áður og meira at vinnuöryggi. Það byggi í beíri og vistlegri húsakynnuin, væri betur klætt en áður, neytíi betri fæðu, stritaði minna. Rækfunin hefði marg faldast, skipaflotin tvöfaldast, stór iðjuver verið reist og stór- virk, vélknúin tæki ynni nú þau störf, er áður hefðu verið unnið með frumstæðum á- ! höldum. Þegar fólkið hug- Ieiddi þetta allt, ætti það erí itt með að skilja hina flokk- ana, er þeir töluðu um þaö sem aðkallandi nauðsyn að losa þjóðina við áhrif Sjálf- stæðisflökksins í stjórn lands ins“. Svo mörg eru þau orð, en hvað segja staðreyndirnar? í fyrsta lagi vita allir, að at kvæðamagn Sjálfstæðisflokks- ins hefur farið hlutfallslega sí- minnkandi. í öðru lagi dettur víst engum í hug, nema þá Ólafi Thors sjálf um, að þjóðartekjuaukning ís- lendinga á stríðsárunum og upp úr þeim hafi verið verk Sjálfstæðisflokksins. Þar voru alþjóðleg öfl að verki, eins og' hver viti borinn maður veit. En a£ þessari þjóðartekjuaukningu hefur fyrst og fremst flotið sú , aukna velmegun, sem íslending ur segir, að Ólafur Thors hafi viljað þakka Sjálfstæðisflokkn um. „Þessar fullyrðingar verða því sjálfstæðisflokknum ekkert til atkvæðaveiða einnar út af fyrir sig, og sjálfsagt veit Ólaf ur Thors þetta, því hann kann vel til áróðurs. Og því bætir hann líka við þriðju fullyrðing unni, sem er að vissu marki sönn, og hann ætlast til að sann. indi hinna: leikur hennar yfirskyggi ósann Hið míkla peningaflóð, sem nú er í landinu, er Sjálfstæðis flokknum verulega að „þakka“, að því leyti sem það stafar frá herdvalarframkvæmdunum, því að enginn flokkur ber jain mikla ábyrgð á dvöl erlends hers nú í landinu og Sjálfstæð isflokkurinn. ' í krafti þessárar vitneskju. (Frh. á 7, siðu.l Leikhús Helmdaiíar HINN 27. JANUAR næstkom ’ andi eru Mðin 200 ár frá því að • Wolfgang Amadeus Mozart fæddist, og mun þess atburðar , verða minnst um allan heim. Það var því vel til fallið, að * „Leikhús Heimdallar" skyldi ríða á vaðið og minnast 200 ára afmælis snillingsins Mozarts með því að kynna verk eftir ..þennan mikla meistara. „Töfra ! drykkurinn“ (Bastien og Basti- enne), sem „Leikhús Heimdall- ar“ hefur flutt að undanförnu á Mozart að hafa samið þegar |hann var aðeins 12 ára gamall. | Texti óperunnar er eftir F. W. j Weisker og er sagður vera skop stæling á verki eftir franska heímspekingínn Jean Jacques ’Rousseau. Efnið er ekki upp á [ marga fiska, hinn margsoðni grautur m ástina. Óperan fer fram í sveit og segir frá ungum ’elskendum. Unnustinn hefur I reynzt unnustu sinni ótrúr og j horfir nú heldur óvænlega, en 1 þá kemur töframaðurinn til skjalanna og kemur þeim sam- an á ný svo allt fer vel að lok- um. Óperan er í einum þætti og tekur flutningur hennar rúman klukkutíma. HLUTVERK. Hlutverkin í óperunni „Töfra maðurinn“ eru aðeins þrjú. Elskendurnir eru leikín og sung in af þeim Þuríði Pálsdóttur (Bastienne) og Magnúsi Jóns- syni (Bastien), en töframaður- inn Colas af Kristni Hallssyni. Allir eru þessir ágætu söngvar- ar kunnir fyrir hina frábæru frammistcðu í óperunni „La Bohéme“, sem sýnd var í Þjóð- leikhúsinu í vor. Hefur þýzkur músíkant sagt mér, að flutn- ingur á þeirri óperu hefði verið með slíkum ágæturn, að hann hefði sómt sér hvar sem væri í Þýzkalandi og er þá mikið sagt. Það var því eðlilegt, að maður væri fullur eftirvæntingar að hlýða á þessa efnilegu söngv- ara á ný. SÖNGUR OG LEIKUR Hinar ágætu raddir þess- ara söngvara nutu sín hér ekki sem skyldi. Rödd Magnús- ar er björt og fögur, en leikur hans var viðvaningslegur. — Söngur Þuríðar Pálsdóttur var mjög hrífandi auk þess sem hún hefur mikinn sjarma til að bera 1 á léiksviði. Leikur Þuríðar var inokkuð hikandi til að byrja með, en hún náði sér fljótt á strik. Leikur Kristins Hallsson ar var hressilegur á köflum, en honum hættir við að gefa laus- an tauminn í leik sínum. Rödd Kristins er frábær og var eink- um skemmtilegt að heyra Iiann syngja galdrasönginn, en hann var með ágætum. Einar Pálsson, hinn djarfi og duglegi leikstjóri, hefur sett óperuna á svið og haft á hendi leikstjórn. — Hinn snjalli íslenzkumaður Karl ís- feld hefur þýtt textan, en því miður var textaframburður söngvaranna ekki sem skvldi. Kvintett undir stjórn hins á- gæta listamanns Björns Ólafs- sonar lék undir af mikilli prýði, en F. Weisshappel annaðist raddsetningu fyrir strokkvint- ettirm og stjórnaði auk þess söngnum. Leiktjöld • málaði. Lothar Grund og eru þau gerð ^ af mestu smekkvísi. Á undan (óperunni var leikinn kafli úr : „Eine kleine Nachtmusik" eft- ir Mozart. Að lokum skal lista- j mönnum þakkað fyrir ánægju- lega kvöidskemmtun. Arktos. !

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.