Alþýðublaðið - 07.10.1955, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.10.1955, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. október 1955 A K þ ý Su b I a ð i S ít vantar unglinga eða fullorðið fól-k til að bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfum: Kleppsholti Grímsstaðaholti Skerjafirði Vogahverfi Kársnesbraut Talið við afgreiðslima - Sími 4900 áfium ■XXXXXXX 5k><XX><>í>< 7. Byggingarmannvirki Mjólkárvirkjunar fyrir botni Arnarfjarðar, verða boðin út í byrjun næsta árs. Þeir sem hug hafa á að kynna sér staðhætti, áður en vetur gengur í garð, geta fengið nauðsynleg gögn á teikni- stofu Almenna byggingafélagsins h.f., Borgartúni 7. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS. Til sölu . Mjög stór hæð í einu stærsta og glæsilegasta húsi bæjarins, er stendur við tvær aðalverzlunargötur bæjar- íns, er til sölu. Tilvalið sem skrifstofur fyrir stórfyrirtæki. Nánari upplýsingar gefur Sigurgeir Sigurjónsson hrl. Aðalstræti 8 — Sími 1043 íH A N N E S A HOENINU i VETTVANGUR DAGSÍNS Hver er höfundur smásögunnar? — „Róa sjómenn ' j Heilbrigðisráðstöfun: — Brauð í umbúðum. HVER ER Jóhannes Helgi Jónsson? Þannig hafa nokkrir lesentíur minna spurt mig und- anfarna daga. Tilefnið er smá- saga, sem Gils Guðmundsson alþingismaður las í útvarpið í vikunni: „Róa sjómenn“, þessi smásaga var ein þeirra, sem send var af hálfu „Eimreiðarinnar“ í alþjóðasamkeppni um beztu smásöguna, sem amerískt stór- blað efndi til. JÓIIANNES HELGI JÓNS- SON er ungur maður, sonur Jóns Matthíassonar loftskeyta- manns, Ólafssonar alþingis- manns frá Haukadal í Dýrafirði. Jóhannes Helgi hefur aldrei, svo að ég viti fyrr komið fram sem smásagnahöfundur, en hann mun eiga um tíu smásögur í handriti og mun efni flestra þeirra frá sjónum, enda er höf- undurinn loftskeytamaður eins og faðir hans. „RÓA SJÓMENN“ er afburða yel gerð saga, þó að sumum kunni að finnast hún ,,ljót“, eins og stundum er komizt að orði. Saga Jóhannesar Helga mun koma í úrvalssafni samkeppnis- sagnaníia, sem ameríslct stórblað gefur út, en hún mun nú þegar hafa verið þýdd á ýms tungu- mál og verið birt. — Það er gaman að því, er ungir menn, áður óþekktir, vinna sér frama í listum eins og þessi ungi mað- ur hefur nú gert. HÚSMÓÐIR SKRIFAR mér: ;,Fljótt var brugðið við, er vitn- aðist um lömunarveikifaraldur- inn, enda er hér um einn váleg- asta sjúkdóm nútímans að ræða. En betur má, ef duga skal, og því sendi ég þér þessar línur. Borgarlæknir hefur gefið út var- úðai’reglur fyrir almenning, og sjálfsagt er að framfylgja þeim í hvívetna. MEÐAL þESS, sem þar er sagt, er fóíki ráðlagt að þvo matvæli, sem ekki verða soðin. En hvað þá með brauðmatinn? Hann er mjög viðkvæmur og ekki er hann soðinn. Hann er afgreiddur berum höndum a£ fólki, sem um leið meðhöndlar eina verstu sýklaberana: pen- ingana. Væri nú ekki tilvalið að krefjast þess, að öllum brauð- u:n verði pakkað inn í pappír? MÉR ER SAGT, að um þetta hafi verið rætt, og þó ekki af þessu nýja tilefni. En frestað mun að taka ákvörðun vegna þess, aö umbúðirnar myndu hæklra brauðin í verði, en það mundi aftur á móti ltoma fram í vísitölunni. ÉG ER EKKI í neinum vafa um það, að fólk vill greiða eitt- hvað meira fyrir brauðin inn- pökkuð en nakin. Og nú álít ég að framkvæma ætti þessa sjálf- sögðu heilbrigðisráðstöfun. Víð- ast erlendis er brauðmatur að- eins seldur í umbúðum og einu sinni fékk maður hveitibrauð þannig. En á þessu sem öðrum sviðum, í framleiðslu brauðmat- ar, erum við íslendingar á eftir tímanum.“ ÉG TEK eindregið undir þessi ummæli húsmóðurinnar. Hannes á horninu. I DAG er föstudagurinn október 1955. FLUGFERÐÍB Flugfélag íslands. Millilandaflug: Millilandaflug vélin Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 9.30 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísa- fjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmannaeyja. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Bíldudals, Blönduóss, Egilsstaða, ísafjarðar, Patreks- fjarðar, Sauðárkróks, Vest- mannaeyja og Þórshafnar. SKIPAFRÉTTIR Ríkisskip. Hekla fer frá Reykjavík í kvöld austur um land í hring- ferð. Esja fór frá Reykjavík í gær vestur um land til Akureyr ar. Herðubreið er á Austf jörðum á norðurleið. Skjaldbreið er á Húnaflóa á leið til Akureyrar. Þyrill er á leið til Frederikstad í Noregi. Skaftfellingur fer frá Reykjavík síðdegis í dag til Vest mannaeyja. Baldur fer frá Rvík í dag til Grundarfjarðar og Stykkishólms. Eimskip. Brúarfoss fór frá Vestmanna- eyjum í gærmorgun til Boulogne og Hamborgar. Dettifoss fór frá Reyltjavík í gærkveldi til Lyse- kil, Gautaborgar, Ventspils, Kot ka, Leningrad og Gdynia. Fjail- foss fór frá Rotterdam 5/10 til Hull og Reykjavíkur. Goðafoss hefur væntanlega farið í gær frá Helsingíors til Riga, Ventspils, Gautaborgar og Reykjavíkur. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn á morgun til Leith og Reykja- 'víkúr. Lagarfoss kom til New York 5/10 frá Rvík. Reykjafoss er í Hamborg. Selfoss’ fór frá Þingeyri í gærmrogun til Hafn- arfjarðar, var væntanlegur þang að í morgún. Tröllafoss fór írá Reykjavík 29/9 til New York. Tungufoss fór frá Reykjavík í gærkveJdj vestur og norður um land til Ítalíu. Baldur kom til Reykjavíkur 5/10 frá Leith. Drangajökull fór frá Rotterdam í gær til Reykjavíkur. BLÖÐ O G TlMARIT Tímaritið Úrval. Blaðinu hef- ur borizt nýtt hefti af Úrvali. Helztu greinar í heftinu eru: Stórborgin er orðin úrelt, Ævin- týrið um norska kaupskipaflot- ann, Upphafsefnið, Um talna- keríið, Draumar og draumaskýr ingar í Austurlöndum, Austur- ríki endurheimtir sjálfstæði sitt, Til prófs í læknisfræði, Framtíðin — opin bók? Vinátta milli hjóna, Ferilskyggnir blökkumenn, Merkilegar ellitil- raunir, Hvað finnst ykkur um aðrar þjóðir? Samanburður á evrópskum og amerískum eigin- konum, Þar sem faðirinn er leik bróðir barnanna, Bréf hinna dauðadæmdu eft.ir Thoms Mann, Lýst skurðaðgerð á lunga, Fíd- usinn er mín iylgikona! Arf- gengt hátterni tvíbura, og loks bókin: Konungur fjallanna, sjálfsævisaga indverska fjalla- mannsins Tenzings, þess sem kleif fjallið Everest. — * — Happclrætti. Kvennadeildar SVFÍ í Reykja vík. Flugferð til Hafnar 32850. 1 tunna olía 33224. % tonn kol 32886: Sama 19849. 1 poki hveiti 27110. 1 málverk (Matthías) 3288. Sama 749. 1 málverk (Egg ert) 7755. Drengjaúlpa 23505. 6 gafílar, 6 skeiðar, silfurplett 2091. Teborð 6163. 1 poki hveiti 14433. % tonn kol 20515. Skips- ferð, Ríkisskip 24714. Hlustun- STÚDENTAFÉLAG REYKJAVÍKUR. Kvöldvaka verður haldin í Sjálfstæðishúsinu, laugardaginn 8. októ- ber næstk. og hefst klukkan 9 e. h. 1. 2. 3. 4. Ávarp: Tómas Guðmundsson skáld. Ljóðasöngur: Lárus Pálsson leikari. (Ætlast er til að viðstaddir taki undir). Hljómsveit hússins aðstoðar. Einsöngur: Magnús Jónsson óperusöngvari. — Undirleik annast Fritz Weisshappel. Dans. ATH. Þetta verður að öllum líkindum seinasta kvöld- vaka félagsins fyrir áramót. Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu klukkan 5—7 í dag, föstudag, og klukkan 5—7 á morgun, laugard. Ágóði rennur í Sáttmálasjóð. Stjórnín. ódýrari en annars staðar. Eru framleiddir hér á landi. Stimplar frá oss eru framleiddir með nýjustu þýzkum vé.lum og framleiðsluaðferð, sem ekki hef- ur þekkst hér áður. — Fyllilega samkeppnisfær við erlenda stimpla, hvað verð og gæði sneríir. Umboðsmenn REYKJAVÍK: Bókabúð Norðra Bókabúð Kron Bókabúð M.F.A. HAFNARFIRÐI: Verzl. Valdimars Long AKRANESI: Bókav. Andrés Nielsson AKUREYRI: Bókav. P. O. B. VESTMANNAEYJUM: Bókav. Þorst. Johnson SELFOSSI: S. Ó. Ólafsson ÓLAFSFIRÐI: Brynjólfur Sveinsson SIGLUFIRÐI: Lárus Blömlal Pantið í dag « Tilbúið á morgun Sendum gegn póstkröfu urn Iarrd allt Skólafóík: Merkið bækur ykkar með gúmmístimplum frá STSMPLAGERÐmMi naóífsstræti 4 - Sí artæki 748. Kápa. 28178. Raf- magnskanna 28381. Klukka 20190. Kjötskrokkur 30698. Hansagluggatjöld 21322. Kjöt- skroltkur 20334. Regnhlíf 19813. Dívanteppi 19158. Eldhúsklukka 550. Útsaumað teppi 31378. ís- lenzkir þjóðhættir 14792. Lampi 3 4898. Gervitennur 31079. ■ Dömuúlpa 15579. Myndataka 15273. Permanent 15871. 50 kíló saltfiskur 8593. Silfursett á upp hlut 11452. Kjötskrok.kur 8439- Vinninganna sé vitjað í skrif- stofu félagsins, Grófinni 1, seno. fyrst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.