Alþýðublaðið - 12.10.1955, Page 4

Alþýðublaðið - 12.10.1955, Page 4
4 Afþýgubladið Miðvikudagur 12. okí. 1955 Útgefandi: Alþýðujloh\urin*. Ritstjórí: Helgi Scemundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir, Ritstjórnarsimar-: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. 'Á Iþýðupren tsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Ásfyiftarverð 15,00 á mánuði. í lausasölu 1J00. Sigvaldi Hjálmarssott: Bretlandsbættir. Játning Molotovs MOLOTOV, utanríkisráð- herra Rússa, hefur nýlega játað á sig fræðilega villu. Hann hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að aðeins væri verið að leggja grundvöll að kommúnismanum í Rúss- landi og leppríkjum þess. Valdhöfunum í Kreml fannst þetta lélegur vitnis- burður um starfsgetu sína og vinnuhraða, enda getur stjórnskipun kommúnism- ans naumast talizt þar ný af nálinni. Molotov varð að gera iðrun og yfirbót og lýsa yfir því, að grundvöllurinn að kommúnistmanum hefði verið lagður í Rússlandi 1936 og nú gengi fram- kvæmd hans samkvæmt á- ætlun. Orð hans verða varla skilin öðruvísi en svo, að framtíðarríkið sé komið til sögunnar. Þetta er athyglisverð játn- ing fyrir það fólk á Vestur- löndum, sem forðum batt miklar vonir við byltinguna í Rússlandi og ímyndaði sér, að stjórnskipun kommúnism ans myndi í framtíðinni marka heillarík og söguleg tímamót. Það trúði því, að lýðræði myndi leysa einræði af hólmi í Rússlandi, þegar fram liðu stundir. Þetta fólk tók kenningar frumherjanna alvarlega. En það hefur orð- ið fyrir sárum vonbrigðum. Einræðið er enn við lýði á Rússlandi og einkenni þess einn flokkur og einn listi við kosningar, en slíkt fyrir- komulag þykir löngu úrelt á ^Vesturlöndum. Molotov virð ist telja ástæðulaust að breyta þessu fyrst hann álít- ur framkvæmd kommúnism ans í algleymingi í Rúss- landi. Raunar þarf engin orð um þetta. Óheillaþróunin í Tékkóslóvakíu tekur af öll tvímæli. Þar brutust komm- únistar til valda í landi gagn- menntaðrar lýðræðisþjóðar og hrundi henni niður á stig einræðisins. Sá atburður sýn ir og sannar, að kommún- isminn er einræðisstefna og á ekkert skylt við vestrænt lýðræði. Örlög annarra Vest- urlandaþjóða, sem kunna að ganga kommúnismanum á hönd viljugar eða nauðugar, verða áreiðanlega hin sömu og Tékka. Sósíalisminn er ekki nema hálfur sigur^ef frelsinu og lýðræðinu er hafnað. Saga Rússlands eftir byltinguna sannar þetta ótvírætt. Þar þekkjast ekki Iýðræðislegar kosningar. Þar starfa ekki frjáls verkalýðsfélög. Þar eru öll mannréttindi þegn- anna komin undir náð stjórn arvaldanna. Mistök og yfir- sjónir varðandi framkvæmd sósíalismans er því aðeins hægt að leiðrétta, að valdhaf arnir rísi upp hver gegn öðr- um. Þess eru dæmi, en vilji fólksins fær ekki að ráða, því að um álit þess er aldrei spurt. Menn eru valdir og stefnan mörkuð af einræðis- herrum. Þeir hafa ekkert að- hald og þurfa aldrei að ótt- ast dóm þjóðarinnar nema hún rísi upp til byltingar. Og aðdáendum rússneska stjórn arfarsins þýðir ekkert að af- saka þetta með þeirri fullyrð ingu, að kommúnistar séu óskeikulir. Ýmsir valdamenn Rússlands hafa verið sekir fundnir um glæpi og van- rækslu að dómi fyrri sam- herja sinna í innsta klíku- hring. Verkin sýna merkin. Einræðið í Rússlandi er og verður framkvæmd sósíal- ismans þar fjötur um fót. Sósíalisminn hlýtur að fram kvæmast að vilja fólksins og fyrir fulltingi þess. Þess vegna er sá sósíal- ismi, sem boðlegur er frjáls- um mönnum, stjórnarfyrir- komulag jafnaðarmanna eins og það hefur verið fram- kvæmt víða á Vesturlöndum. Afrek Rússa þola engan sam anburð við þær framkvæmd- ir og þau mannréttindi, sem þar hefur verið á komið. Þetta er ekki sagt til að bera á móti iðnþróun Rússa og dugnaði þeirra á mörgum sviðum heldur til að benda á augljósa og sannanlega yf- irburði jafnaðarstefnunnar. Sigrar hennar stafa af því, að völd jafnaðarmanna eru háð vilja og fylgi fólksins. Bregðist þeir skyldu sinni og hugsjónum sínum að dómi fólksins, þá snýr það baki við þeim og velur nýja valdhafa. Stjórnarfyrirkomulag jafn- aðarmanna gerir miklar kröf ur til löggjafans og fram- kvæmdavaldsins með því að fela fólkinu völd, sem því ber og það á að nota. — Frels ið er sem sé sigrandi afl, þrátt fyrir áhættuna og til- ætlunarsemina. Og milli þess og kommúnismans verða Vesturlandabúar að velja. Það sýnir játning Molotovs. ur Clydeá GLASGOW, 30. sept. ÞAÐ er fróðlegt að sigla nið- ur eftir Clydefljótinu og virða íyrir sér skipin og skipasmíða- stöðvarnar við bakkana. Svo að segja hvert sem litið er blasa við augum stór skip og smá, stórar skipasmíðastöðvar og smáar. Og skipin, sem liggja hálfgerð við bakkann, sum ný- lega hlaupin af stokkum, en önnur enn ekki á floti, eiga að fara út um öll heimsins höf. Hér eru skip, sem Norðmenn og fleiri Norðurlandaþjóðir eru að láta smíða, en flest eru auðvitað brezk, þótt nöfn ýmissa ann- arra landa sjáist á nýmáluðum byrðingnum. SIGLING Á LÖGREGLUBÁTI Siglt var um ána á lögreglu- báti. Þetta var hraðskreiður yf- irbyggður bátur, sem var í tal- stöðvarsambandi við lögreglu- stöðina. Meðan við sigldum nið- ur eftir ánni heyrðist tilkynn- ing um rán, er framið hafði ver ið á viðkomustað sþorvagns. Ó- kunnur maður réðist þar á konu nokkra, er hafði meðferðis stór- fé, og rændi hana. Og lögreglan er auðvitað á hælum hans. Stór borgarlögreglan er ýmsu vön. Lögregluforinginn, sem bátn- um stjórnaði, bar heiðursmerki, og það hefur hann fengið fyrir að handsama vopnaðan bófa. BJÖRGUNARBÁTAR ÚR PLASTI En athyglin beindist fljótt Skipasmiðjur við Clydeána frá tilknyningum lögreglunnar. Voldugir hegrar skipasmíða- stöðvanna og vinnupallar við skipin, sem verið er að byrja að smíða, gnæfðu yfir ánni. Hér er skipasmíðastöð, sem hefur smíði tankskipa fyrir sérgrein sína. Og hér er önnur, sem ein- vörðungu smíðar björgunar- báta. Hún skilar frá sér 900 bátum á ári, og er nú byrjuð að gera tilraunir með björgun- arbáta úr plasti. Er talin mikil von um árangur á því sviði. STÆRSTU SKIP IIEIMSINS Þau eru ófá og ærið stór skip eftir ánni. in, sem síga niður Clydefljót í1 fyrstu ferð sína á ári hverju. Hér voru tvö stærstu skip heimsins smíðuð fyrir Cunard- , White Star línuna, Queen ^ Mary, sem er um 80 þús. tonn |að stærð, og Queen Elizabeth, sem er 83 þús. tonn að stærð. ^ En hér eru líka smíðaðir bát- arnir, sem eru í förum á fljót- inu. Þeir eru auðvitað fyrst og , fremst ætlaðir ferðamönnum, en Glasgowbúar nota þá ékki mikið síður, því að sagt er, að varla finnist meðal þeirra einn maður af hundraði, sem ekki hafi farið í skemmtiferð niður Sigvaldi. Auglýsið í Álþýðublaðinu VERDLA í HEIMSSTYRJÖLDINNI fyrri mun fyrst hafa verið kom- ið á verðlagseftirliti hér á landi, en það var afnumið í lok styrj- aldarinnar. Nokkru íyrir heims styrjöldina síðari var síðan aft- ur tekið að hafa opinbert eftir- lit með verðlagi, enda hafði þess þá orðið vart, að verulegr- ar tilhneigingar hafði gætt til óeðlilegrar verðhækkunar sök- um takmörkunar á innflutningi og vöruskorts á ýmsum sviðum. Þegar styrjöldin skall á, var verðlagseftirlitið aukið veru- lega. Árið 1943 var síðan fyrir íorgöngu utanþingsstjórnarinn- ar sem þá sat að völdum, sett mjög ýtarleg löggjöf um verð- lagsákvæði og verðlagseftirlit. Yoru verðlagsákvæði þá yfir- leitt látin ná til allrar innfluttr- ar vöru og innlendrar iðnaðar- vöru sem og margs konar þjón- ustu. Tveim næstu ríkisstjórn- um þótti sjálfsagt að halda á- fram eftirliti með verðlagi, enda er enginn vafi á því, að méð Tijálp verðlagsákvæðanna tókst að halda verðlagi fjöl- margra vörutegunda lægra en ella hefði átt sér stað, einkum meðan innflutningur var tak- markaður verulega. Þegar flokkar þeir, sem nú fara með ríkisstjórn, hófu stj órnarsamstarf, var það einn meginþáttur stefnu þeirra að gera innflutning til landsins frjálsan og hætta að mestu eft- irliti með verðlagi innanlands, en treysta því í þess stað, að samkeppni héldi verðlaginu inn an hóflegra takmarka. Þegar „bátagjaldeyriskerfið“ var tek- ið upp snemma á árinu 1951, var verðlagseftirlit með þeim vörum, sem undir það heyrðu, skyndilega afnumið, og nokkru síðar var farið eins að varðandi þær vörur, sem áður höfðu ver- ið settar á „frílista“. Verðlags- ■ ÞINGMENN Alþýðuflokks- ^ ^ins í neðri cít iítl, Gylfi Þ. ( ^ Gíslason, Hannibal Yaldi- ( ^marsson og Krisíinn Gunn-S ( arsson, flytja frumvarp til S Slaga um að tekið verði upp S S verðlagseftirlit á ný. Skal S S samkvæmt frumvarpinu ) S setja hámarksverð eða há- ^ S marksálagningu á hvers kon^ S ar vörur og verðmæti og • 'jfimm manna nefnd fara með^ • verðlagsákvarðanirnar, en í ^ S (ur nefndarinnar, forstöðu- \ ( menn innflutningsskrifstof- S ( unnar og tveir menn skip- S S aðir af ríkisstjórninni, ann- S S ar samkvæmt tilnefningu S S Alþýðusambands íslands og S S hinn sarrikvæmí tilnefningu S S Bandalags starfsmanna ríkis S S og bæja. ^ S Greinargerð frumvarpsins, ^ S sem er eitt af fyrstu þing- ^ • málum Alþýðuflokksins, er ^ • á þessa lund: s henni eigi sæti hagstofu-s stjóri, sem skal vera formað- s ur ákvæðin voru afnumin, meðan enn var mikill skortur á þeim vörum, sem verðlagið var gefið frjálst á, og varð það til þess, að álagning var hækkuð óhóflega, svo að gífurlegur gróði safnað- ist á hendur mílliliða. Þótt síðan hafi að vísu verið rýmkað mjög um innflutning, er samt fjarri því, að hann geti yfirleitt talizt „frjáls“. Á síðast liðnu ári voru 33% selds gjald- eyris fyrir vörum, sem háðar eru leyfisveitingum, 52% fyrir vörum á „frílista“ og 15 % fyrir vörum á „bátalista". Innflutn- ingur þeirra vörutegunda, sem eru á „frílista”, er þó langt frá því að vera frjáls, þar eð marg- ar „frílistavörur" má aðeins kaupa frá vöruskiptalöndum. Auk þess verða innflytjendur oft að bíða lengi eftir því, að bankarnir sinni yfirfærslu- beiðnum, þótt um „frílistavör- ur“ sé að ræða. Vörueftirspurn inni innanlands er því fjarri því að vera fullnægt í þeim. mæli, að hægt sé að búast við, að hörð samkeppni tryggi hóf- lega álagningu. Til þess að svo væri, þyrfti innflutningurinn að vera bæoi frjáls og ótakmark aður. En hann er nú í raun og veru bæði ófrjáls og takmark- aður. Undir slíkum kringumstæð- um er ekki við öðru að búast en því, að álagning milliliða verði meiri en þörf er á og verðlag þar af leiðandi hærra en á- stæða er til. Sannleikurinn mun og sá, að álagning sé nú hlut- fallslega miklu hærri en hún var, meðan verðlagsákvæði voru í gildi. Undanfarna mánuði hefur verðlag farið ört hækkandi. Fjölmörg fyrirtæki hafa hækk- að verð vöru sinnar og álagn- ingu sína og borið við kaup- hækkun þeirri, sem um samdist í verkfallinu í vor. Augljóst er þó í mjög mörgum tilfellum, að verðhækkunin er meiri en svar ar til kauphækkunarirmar. í samræmi við þá breytingu, sem gerð var á verðlagslögunum að (Frih. á 6, síðu.) ,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.