Alþýðublaðið - 05.11.1955, Síða 2

Alþýðublaðið - 05.11.1955, Síða 2
s AlbýgufoSatnS Laugardagur 5. nóvember 1033 við miðbæin-n. Arkitektar eða verkfræðing ar sitja fyrir. Upplýsingar eftir kl. 7 á kvöldin í síma 5773. S. A. S. A. X. Pansleikur í kvöld kl, 9 í Iðnó. Aðgöngumiðasala frá kl. 5. — Sími 31S1. SASS SA» Reykjavíkur heldur fund í Sjálfstæðishúsinu á morg'un, sunnudag- 6. nóvember klukkan 2 síðdegis. Umræðuefni: Friðsamleg nýting kjarnorkunnar. Frummælendur eru eðlisfræðingarnir Magnús Magnús- son M. A. og Þorbjörn Sigurbjörnsson, mag. scient_, framkvæmdastjóri rannsóknarráðs ríkisins. Til skýringar efninu verða notaðar kvikmyndir og skuggamyndir. Að lokinni framsögu er fundarmönnum heimilt að leggja spurningar fyrir frummælendur varðandi fund- arefnið. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Stjórnin. Lisidansskóli \ 1 INNRITUN fer fram sem hér segir, en kennsla getúr ekki hafist fyrr en síðar og verður þá auglýst. ÞRIÐJUÐAG 8. NÓV. KL. 4 síðdegis fyrir nemend- ur sem voru síðastliðið ár í A, B og C flokkum, aila, sem þátt tóku í sýningum á Dimmalimm og ennfremur alla, sem hafa verið í Listdansskóla Þjóðleikhússins þrjá vetur eða lengur og ætla að vera í skólanum í vetur. MIDVIKUDAG 9. NÓV. KL. 4 síðdegis fyrir alla aora nemendur, sem hafa verið í Listdansskóla Þióð- leikhússins og ætla að vera í skólanum í vetur. FIMMTUDAG 10. NÓV. KL. 4 síðdegis fyrir nýja nemendur, sem óska að taka þátt í kennslu í vetur, og hafi þeir með sér leikfimiskó. Börnin hafi með sér stundatöflur sínar, þannig að þau viti á hvaða tíma þau geta verið í skólanum, þar sem reynt verður að skipa í flokka um leið og innritun fer fram Innritun fer EKKI fram á öðrum tíma en að ofan greinir og EKKI í SÍMA. Inngangur um AUSTURDYR upp í æfingasal Þjóð- leikhússins. Lágmarksaldur er 7 ÁRA. — Kennslugjald er kr. 100,00 á mánuði og greiðist fyrirfram. Kennarar verða LÍSA og ERIK. BIDSTED bailet- meistari. Kennslan stendur væntanlega yfir til apríl-loka. 'Leikhúsið getur ekki skuldbundið sig til að taka alla þá nemendur, sem kunna að gefa sig fram. Þ J Ó Ð L E I K H Ú S I Ð . Laxness s s s s s s s s s s i s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s • V s s s s (Frh. af 1. Mðu.) ingju með verðskuldaðan frama. Ég tel fara vel á því, að sam- tök listamanna og alþýðu fagni þér, er þú stígur á land. En það gera fleiri —- það gerir þjóðin öll: verkamaðurinn við vinnu sína, sjómaðurinn á hafinu, bóndinn að búi aínu, iðnaðar- maðurinn við iðju sína — allar stéttir þjóðarinnar. íslenzka þjóðin dáir þig, gerir til þín miklar kröfur, væntir mikils af þér sem manns á bezta aldri.'1 Að lokum bað hann skáldið lengi lifa og viðstadda að hrópa ferfalt húrra fyrir því. Þegar forsetinn hafði lokið máli sínu mælti Laxness nokkur orð og þakkaði fyrir sýndan sóma og sagðist enn einu sinni vilja fara með ofurlitla tilvitnun, sem hann hefði farið með áður, um skáldið, sem flytur ástmey sinni ljóð. „Þakka þú mér eigi fyrir þessi ljóð. Það varst þú, sem gafst mér þau öll saman.“ Síðan þakkaði hann þjóð sinni, íslenzkri alþýðu, fyrir tryggð við sig. FÆÐINGARBÆR SKÁLDS- INS FLAGGAÐI EKKI Þrátt fyrir það að Laxness hafi með afreki sínu aukið hróð ur landsins um allar jarðir meira en nokkur annar íslend- ingur, var ekki flaggað fyrir honum í fæðingarbæ hans á þessum merkisdegi. SAMTÍNINGUR DOLLY, fræg hryssa í Englandi, er dauð. Allt var gert til að bjarga henni, en það kvað ekki hafa tekizt. Hryssa þessi varð fræg fyrir þær sakir, að gerð- ur var á henni augnauppskurð- ur. Hann lánaðist, og fyrir því var henni ekki lógað þá. Eitt blaðanna í London birti frá- sögn um þetta, og vakti hún geysiathygli. Bárust hryssunni kveðjur og heillaóskir frá börn um víðs vegar að. Hún var kerruhestur hjá skransala nokkrum. * * * ÓVENJULEGT SLYS vildi til á knattspyrnukappleik á Jót- landi fyrir skemmstu. Einn leikmanna spyrnti knettinum út af vellinum og lenti hann í röðum áhorfenda. Lenti haun þar í stúlku af svo miklu afli, að hún hándleggsbrotnaði. En ekki 'nóg með það: Stúlkan, sem fyrir slysinu varð, var unn. usta leikmannsins, sem spyrnti knettinum út af, en hann heit- ir Tony Lundgaard. Skal það þó tekið fram, að slysið olli ekki heitrofum. YNGSTA BARNIÐ á heimilinu var í kyrrð og spekt að risla sér með gullin sín og heyrðist tauta fyrir munni sér: Þó að pabbi vilji og guð vilji og ég vilji, þá fáum við samt ekki pönnukökur, ef mamma vill það ekki. Útvarpið BARNASAGAN — 9. 'JénHmi: Samtalið datt niður milli hjónanna. GMi fór út í fjarhúsin eins og vant var, þegar hann var búinn a'ö borða. Helgi malaði um daginn og kvað hátt viö kvörnina. Hann sótti hestana um kvöldið, svo gegndi hann fjós- verkum, og enginn nefndi rokkinn. En Helgi gat ekki gleymt samtali hjónanna. Hann vakti langt fram á nótt, og var að hugsa um rokkinn og Stein á Tóftum. Það var ljótt að Steinn var ekki nær, hann sem þurfti svo dæmalaust oft að gera við eitt og annað fyr- ir Hlíðar-hjónin. ,,Ó, ég vildi að Tóftir væru hérna frammi á stekknum, þá skyldi ég ekki vera hissa á að hlaupa þangað, þó skafbylur væri. Nei, ég vildi heldur að ég væri orðinn stór og eins góður smiður og hann Steinn, þá skyldi ég gera við ailt, sem brotnar hér, þá skyldi ég smíða allt sem Gísli þyrfti að láta smíða. Það er annars ómögulegt að hann Gísli fari að senda mig yf- ir hálsinn núna, það gæti orðið til þess að ég yrði úti. Ef ég ætti pabba! Já, ef ég ætti föður, þá væri ég ekki sendur svona út í byljina. Ur öHum áttum 12.50 Óskalög sjúklinga (Ingi- björg Þorbergs). 16.30 Veðurfregnir. Skákþáttur (Guðmundur Arnlaugsson). 17 Tónleikar (plötur). 18 Útvarpssaga barnanna: „Frá steinaldarmönnum í Garpa- gerði“ eftir Loft Guðmunds- son, III (höfundur les). 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tónleikar (þlötur). 20.30 Einsöngur: Tveir danskir söngvarar, Ove Barfod og Börge Lövenfalk, syngja. 20.50 Leikrit: „Frakkinn", göm- ul saga eftir Nikolaj Gogol; l Max- Gundermann bjó til út- varþsflutnings. Leikstjórif ojg: - þýðandi: Lárus-Þálssonv ■ • 22.10 Danslög (plötur). í DAG er laugardagurinn 5. nóvember 1955. FLXJGFERÐIR Loftleiðir. Saga, millilandaflugvél Loft- leiða, var væntanleg til Reykja- víkur kl. 7 í morgun frá New York. Flugvélin fer áleiðis til Bergen, Stavanger og Luxem- burgar kl. 8. Einnig er væntan- leg til Reykjavíkur Edda kl. 18.30 í dag frá Hamborg, Kaup- mannahöfn og Osló. Flugvélin fer áleiðis til New York kl. 20. Flugrfélag íslands. Millilandaflug: Millilandaflug vélin Sólfaxi fór til Glasgow og Kaupmannabafnar í morgun. Flugvélin er væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 19.30 á morgun Innanlandsflug: í dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Bíldu- dals, Biönduóss, Egilsstaða, ísa- fjarðar, Patreksfjarðar, Sauðár- króks, Vestmannaeyja og Þórs- hafnar. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar og Vest- mannaeyja. SKIPAFRÉTTIR Ríkisskip. Hekla fer frá Reykjavík á morgun austur um land í hring- ferð. Esja verður væntanlega á Akureyri í dag á austurleið. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið er á Breiðafirði. Þyrill var í Keflavík í gær- kveldi. Skaftfellingur fór frá Reykjavík síðdegis í gær til Vestmannaeyja. Eimskip. Brúarfoss fór frá Seyðisfirði í gærmorgun til Norðfjarðar, Eski fjarðar, Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar. Dettifoss fór frá Akureyri 3/11, kom til Reykja- víkur í gær. Fjallfoss fór frá Reykjavík 2/11 til Rotterdam, Ilamborgar, Antwerpen, Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá ísafirði i gærkveldi til Siglu- fjarðar, - Súgandafjarðar, Vest- mannaeyja, Keflavikur, Akra- ness og Reykjavíkur. Gullfoss kom til Reykjavíkur í gærmorg un frá Leith. Lagarfoss kom til Antwerpen í gær, fer þaðan til Rotterdam og Reykjavíkur. Reykjafoss fór frá Reykjavík í gærkveldi til Hamborgar og það an til Reykjavíkur. Selfoss fór frá Leith 31/10 til Reykjavíkur. Tröllafoss kom til Reykjavíkur 29/10 frá New York. Tungufoss fór frá Genúa 3/11 til Barce- lona og Palamos. Drangajökull kom til Reykjavíkur í gærmorg un frá Antwerpen. MESSUR A MOKGUN Dómkirkjan: Fermingarguðs- þjónusta Háteigssóknar kl. 11. Séra Jón Þorvarðsson. Síðdeg- ismessa kl. 5. Séra Jón Auðuns. Hallgrímsprestakall: MesSa kl. 11 f. h. Séra Stepha.n Neill biskup prédikar. Séra Sigurjón Þ. Árnason þjónar fyrir altari, Messa kl. 2 e. h. Séra Jakoto Jónsson. Háteigssókn: Ferming kl. 11 f. h. í Dómkirkjuni. Séra Jón Þorvarðsson. Bústaðaprestakall: Messa í Háagerðisskóla kl. 2. Séra Gunn ar Árnason. Laugarneskirkja: Messa kl. 11 f. h. (ath. breyttan messutíma). Séra Garðar Svavarsson. Elliheimilið: Guðsþjónusta kl. 10 f. h. Séra Jón Auðuns dóm- prófastur. Fríkirkjan: Messa ld. 5. Séra Þorsteinn Björnsson. Hafnarfjarðarkirkja: Messa kl. 2. Séra Garðar Þorsteinsson, FUNDIR Verkakvennafélagið Fram- sókn heldur fund á mánudags- kvöldið kl. 9 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Eggert Þorsteins- son alþm. flytur ræðu um launa mál kvenna í Bandaríkjunum. Birger Oldsson frá Svíþjóð talar í. Fríkirkj- unni í kvöld og annað kvöld kl. 8.30. Fíladelfíukórinn sýngur und ristjðrn Áfna Arinbjarnár- sonar. (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.