Alþýðublaðið - 18.11.1955, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 18.11.1955, Qupperneq 1
Fundur utanríkis- ráðhcrranna í Genf er grein á 4. síðu. Síðari grcin E.G.Þ. (im verkalýðsmál í Bandaríkjunufn er á 5. síðu: r $ S s v. s s s s s s s XXXVI. árgangur Föstudagur 18. nóv. 1955. 245. tbJ. Aðalfundur LÍO hafinn. r' Uiveasmenn bera fram krö sma: AÐALFUNDUR Landssambands ísl. útvegsmanna hófst í Tjarnarcafé hér í Reykjavík kl. 14 í gærdag. Fundurinn er sóttur af yfir 70 fulltrúum útvegsmannafélaganna víðs vegar um land. Sem gestur á fundinum mætti forsætis- og atvinnu- málaráðherra, Ólafur Thors, og ávarpaði hann þinglfulítrúa. FORSÆTISRÁÐ- HERRA MISNOTAR ÚTVARPIÐ FAU tíðindi gerðust í Iol< fréttatíma útvarpsins í gær- kveldi, að tekið var að lesa útdrátt úr áróðursræðu Ólafs Thors, er hann hafði flutt á aðalfundi LÍÚ. Var ræða þessi frá upphafi til enda beinn áróður fyrir stefnu rík isstjórnarinnar og hatramm- ar ádeilur á stjórnarandstöð una. Hefui- ræðan því fremur átt heima í þingsölum alþing is en fréttatíma útvarpsins og verður að áteija harðlega þessa freklegu misnotkun ráðherrans á útvarpinu. i Formaður samtakanna, Sverr | ir Júlíusson, setti fundinn. í upphafi minntist hann útvegs- manna og sjómanna, sem látizt hafa á árinu. Risu þingfulltrú- ar úr sætum í virðingarskyni við hina látnu. I setningarræðu sinni rakti formaður 'afkomu útvegsins á síðastliðnu ári. Vék hann að aflabrögðum o'g sölu sjávarafurða og skiptum íslend inga við aðrar þjóðir og sam- keppni um markaðina. ÓHEILLAÞRÓUN í EFNAIIAGSMÁLUM Þá minntist formaður á hina gífurlegu samkeppni, sem nú er um vinnuafl landsmanna og hina óheillavænlegu þróun, sem nú virðist vera að ná tök- um á efnahagsmálum lands- manna. Benti hann á hinn stöð ugt hækkandi framleiðslukostn (Frh. a 3. síðu.) Forseti íslands og frú hans buðu í gær Nóbelsverðlaunaskáldinu Halldóri Kiljan Laxness og frú hans til hádegisverðar að Bessastöðum. í upphafi samkvæmisins ávarpaði forseti Hall- dór Kiljan Laxness nokkrum orðum, en skáldið flutti síðan þakkarorð. Meðal gesta voru menntamálaráðherra Bjarni Benediktsson, sendiherra Svíþjóðar, hr. von Euler, og nokkrír fulltrúar rithöfunda og listamanna. Frumv. Alþýðuflokksins um sömu laun karla og kvenna til umræðu Réttlætismál að frv. nái fram að ganga TVEIR AF ÞINGMÖNNUM Alþýðuflokksins, Hannibal Valdimarsson og Eggert G. Þorsteinsson, hafa flutt frumvarp á Alþingi, um að konum verði tryggt sama kaup og körlum fyrir sama starf. Kom frumvarpið til 1. umræðu í neðri deild í gær og flutti Hannibal Valdimarsson framsöguræðu fyrir málinu. Rakti framsögumaður ýtar- ^___________________ lega þá þróun, sem átt hefði sér stað í mannréttindabaráttu Klakksvíkingar I NOKKUR fiskiskip frá j Klakksvík komu í gær til; Þórshafnar. Var sendinefnd | gerð út á fund ríkisumboðs-1 mannsins og krafa borin; fram um það að Hrólfur | kraki verði á brott frá I Klakksvík hið skjótasta. ; kvenna, og sagði m. a. að þeir, sem á sínum tíma hefðu staðið á móti þeim málum, vildu nú sem minnst láta á því bera og margir óskuðu sjálfsagt eftir því að nöfn þeirra yrðu ekki nefnd í sambandi við það mál. Þannig myndi það og verða í framtíðinni, því að í hugum almennings væri launajafnrétt ið jafn sjálfsagt og það, sem þegar hefði áunnizt. TILGANGUR FRUMVARPSINS Aðaltilgangur frumvarpsins er að við öll störf og sýslanir á vegum ríkis eða bæjarfélaga og annarra vinnuveitenda skuli konum greidd sömu laun og . körlum fyrir sömu störf og skulu öll sérákvæði í samning um stéttarfélaga um lægri ka upgj aldsákvæði kvenna falla úr gildi við gildistöku laganna. Frumvarpinu var að lokinni framsögu vísað til 2. umræðu og heilbrigðis- og félagsmála- nefndar með 22 samhljóða at- kvæðum. Skorfur á ofnum er þegar orðinn tii- (verzi unum ns Góifdúkar uppseldir sums staðar, en eitthvað til af Ieyfum fyrir þeim, svo að ekki á að verða algjör skortur. MENN hafa komið að máli við blaðið að undanförnu og tjáð því að skortur á bygg- ingarefni væri farinn að gera vart við sig. Hringdi blaðið því í gær til byggingavöru- verzlana hér í bænum og spurðist fyrir um ástandið í þessum málum. SKORTUR Á OFNUM Fékk blaðið þær upplýsing- ar, að skortur væri einkum fyrr en eftir nýár. Hefur blað ið frétt, að búið sé að semja um a. m. k. 300 tonn af ofn- um frá Austur-Þýzkalandi, en afhending mun dragast svo sem fyrr segir fram yfir nýár. Hingað til hafa ofnar verið keyptir frá Frakklandi, Belgíu og Vestur-Þýzka- landi, en engin leyfi munu hafa verið gefin út til inn- flutnings á þcim þaðan að undanförnu. orðinn á ofnum og lítið væri EKKI SKORTUR A RORUM orðið um gólfdúka, a. m. k. í sumum verzlunum. Ofnar mega nú heita þrotnir og er þess varla að vænta, að þeir komi í verzlanir hér afiur Ekki mun vera hætta á að skortur verði á rörum eða steypust.yrktarjárni, enda er það hvort tveggja flutt inn frá Rússlandi. Það íóksf með erfiðismunum að bjarga næsta húsi. Neistaflugið barst út á Oddeyri. MESTI BRUNI, sem orðið hefur á Akureyri síðan réít eftir aldamót, varð í fyrrinótt, er húsið Aðalstræti 12, sem áður var Hótel Akureyri, brann til kaldra kola ofan af um 19 manns, sem bjuggu þar. Hús þetta var tveggja hæða timburhús á kjall- ara og var það með portbyggðu risi. Var slökkviliðið kallað þangað rétt fyrir kl. 1 um nóttina. _________________________+ Eldurinn mun hafa komið upp í suðvesturenda hússins og breiddist örskjótt út. Var neistaflug svo mikið af eldin- um, að næsta hús fyrir norðan, sem kallað er „Berlín“, var í stórri hættu og hefði slökkvi- liðinu vafalaust reynzt ókleift að verja það, ef ekki hefði kom ið til hinn ágæti nýi slÖkkvi- bíll, sem það hefur nýlega feng ið. Neistaflugið var slíkt, að það barst allt norður á Oddeyri og um tíma kviknaði svolítið í efnagerðinni 3ána, sem stendur a. m. k. 100 metra í burtu. Hvasst var á suðvestan og magnaði það mjög eldinn, í gömlu og skraufþurru húsinu auk þess sem veðrið bar neist- ana þessa löngu leið, sem áður getur. 9 MANNA FJÖLSKYLDA í húsinu bjuggu alls um 19 manns. Á neðri hæð í norður- enda bjó Þorkell Ottesen þrent ari með konu og 7 börnum, en annars staðar í húsinu bjuggu um 10 manns, flest einhleypt fólk. Bjargaðist ekkert af þeirra eignum, en eitthvað náð ist af eignum Ottesens. Sem (Frh. á 2. síðu.) Yfirleitt mun vera nokkurt kapphlaup um bátagjaldeyris vörur og fékk blaðið þær upp lýsingar hjá einni bygginga- vöruverzlun, J. Þorláksson & Norðmann, að þrátt fyrir hækkaðan bátagjaldeyri mundu vörur þeirra ekki hækka í verði. Um gólfdúka er það að segja, að samkvæmt upplýs- ingum, sem blaðið hefur feng ið, mun nokkuð vera a£ gólf- dúka-leyfum í umferð, svo að ekld á að þurfa að koma til algjörs skorts á þeirri vöru í bili. Þó mun vera fremur lít- ið um dúka eins og er.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.