Alþýðublaðið - 18.11.1955, Blaðsíða 2
3
Föstudagur 18. nóv. 1955.
AiþýSubHaðið
tilkynna hér mcð heiðruðum viðskiptavinum sínum, að
vegna skorts á rekstursfé og örðugleikum á innheimtu,
verður eftirleiðis aðeins SELT GEGN STAÐ-
GREIÐSLU, nema sérstaklega sé um annað samið.
G. J. Fossberg, Vélaverzlun h.í.
Járnvöruverzlun Jes Zimsen h.f.
Ludvig Storr & Co,
Málning & Járnvörur.
Slippfélagið í Reykjavík h.f.
Veiðarfæraverzlunin Geysir h.f.
Veiðarfæraverzlunin Verðandi h.f.
Verzlim 0. Ellingsen h.f.
Verzhm Vald. Poulsen h.f.
Verziunin Brynja.
Útbreiðið Alþýðublaðið -
HAsDæðisiDðliH
(Frh. af 8. síðú.)
reisa bráðabirgðahúsnæði líkt
og „Höfðaborgina“. Á sam-
kvæmt tillögum íhaldsins að
reisa 200 íbúðir í „sambyggð-
um smáhúsum, einnar hæðar“.
Er ætlunin að framleiða hús
þessi að nokkru á verkstæðum.
Sagði Alfreð að reynslan af
timburhúsunum í Höfðaborg
væri ekki slík, að heppilegt
væri að reisa slík hús á ný.
BARNASAGAN — 20.
u
c
&
Nú fór að smákafa aftur.
FJOLBíNN ALGERLEGA
HÚSNÆÐISLAUS
Alfreð lagði á það áherzlu, að
tala braggabúa væri ekki algild
ur mælikvarði á húsnæðisá-
standið í bænum, þar eð í fyrsta
lagi væri fjöldinn allur í öðru
óhæfu húsnæði og í öðru lagi
væru margar fjölskyldur alveg
á götunni og hefðu orðið að
leysa upp heimili sín.
ENGIN LAUSN AÐ SELJA
ALLAR ÍBÚÐIR
Aðrir fulltrúar minnihluta-
flokkanna tóku í sama streng.
Kom sú skoðun einnig fram, að
húsnæðisvandræði þeirra, er
verst væru staddir, yrðu ekki
leyst með því að selja allar í-
búðirnar, þar eð hinir efna-
minnstu hefðu. ekki efni á því
að kaupa íbúðir. Til þess að
koma til móts við þá yrði bær-
inn að leigja íbúðirnar og það
með hagkvæmum kjörum.
Bruni á Akureyri
(Frh. af 1. síðu.)
betur fór tókst að verja „Ber-
lín“, því að þar eru a. m. k. 4
íbúðir og býr þar mikill fjöldi
fólks.
TRYGGING NYLÆKKUÐ
Trvgging á húsi þessu hafði
verið lækkuð nýlega ofan í 287
þús. krónur, þar eð það mun
varla hafa talizt íbúðarhæft,
enda mjög gamalt orðið. Eftir
af húsinu stendur aðeins reyk-
háfurinn og hluti af norður-
vegg, en hann mun hafa haldizt
uppi vegna þess, að hann var
lagður smásteinflögum. Ekkert
var kunnugt um eldsupptök í
gærkveldi.
MAÐUR MEIDDIST
Aðeins einn maður mun hafa
meiðst við bruna þennan. Var
það Jónas Hallgrímsson ljós-
myndasmiður, sem bjó þarna í
húsinu. Skarst hann illa á hand
leggjum.
Þetta hús, gamla Hótel Akur
eyri, var byggt eftir að elzta
Hótel Akureyri brann árið
1901.
Karlman
skór
svartir og brúnir.
Fjölbreytt úrval
Hagkvæmt verð
Skóverzlim
Pélurs
Andréssonar
Laugaveg 17
Skéverzlunin
Framnesvegi 2
Helgi losaði af sér rokkinn og dró hann með hiið
sér. Hann hélt hikandi áfram.
Það hvein í veðrinu uppi í hálshailanum.
Öskrandi kafbylur var skoiiinn á óðar en varði.
Og nú var svo hvasst, að Helgi réði sér varla. Hann
setti rokkinn í fönnina og hljóp á stað undan veðrinuj
. VI.
„Og það vildi ég nú, að hann birti ekki upp aftur'V
sagði Helgi uppbátt. „Ég rata heim, ef ég aðeins ræð
mér fyrir veðrinu“.
Helgi þurfti ekki að biðja þessa. Nú skipt!
ekki éijum, og ofankafaldið var eftir veðurhæðinrti.
Helgi hentist áfram á
undan bylnum og
saup hveijur í sífellu.
„Ég rata ekki í bæ-
inn í þessum sorta“,
hugsaði hann. „En
niður í dalinn kemst
ég“.
Loks fór að halia
undan fæti.
„Að ég skyldi ekki hafa hann Stutt með mér!
í DAG er föstudagurinn 18.
nóvember 1955.
FLUGFERÐIR
Loftleiðir.
Saga, millilandaflugvél Loft-
leiöa, er væntanleg til Reykja-
víkur kl. 7 í fyrramálið frá New
York. Flugvélin fer áleiðis til
Bergen, Stavanger og Luxem-
burgar kl. 8. Einnig er væntan-
leg til Reykjavíkur Hekla kl.
18.30 annað kvöld frá Hamborg,
Kaupmannahöfn og Osló. Flug-
vélin fer áleiðis til New York
kl. 20.
SKIPAFRETTIR
Ríkisskip.
Hekla er á Austfjörðum á
norðurleið. Esja kom til Reykja
víkur snemma í morgun að aust
an úr hringferð. Herðubreið á
að fara frá Reykjavík í kvöld
til Hornafjarðar. Skjaldbreið er
í Reykjavík. Þyrill er á leið frá
Noregi til íslands. Skaftfelling-
ur fer frá Reykjavík síðdegis í
dag til Vestmannaeyja. Baldur
fer frá Reykjavík síðdegis í dag
til Búðardals og Hjallaness.
Skipadeilcl SÍS.
Hvassafell losar kol á Norð-
urlandshöfnum. Arnarfell er í
Reykjavík. Jökulfell fór í gær
frá Austfjörðum áleiðis til Bou-
logne, Rotterdam og Ventspils.
Dísarfell fór 16. þ. m. frá Seyð-
isfirði áleiðis til Cork, Rotter-
dam og Hamborgar. Litlafell er
í olíuilutningum á Faxaflóa.
Helgafell er í Genova. Egaa lest
ar í New York 19.—23. þ. m.
til Reykjavíkur. Werner Vinnen
lestar í Rostock.
Eimskip.
Brúarfoss kom til Gdynia
16/11. Fer þaðan 19/11 til Ham
borgar. Dettifoss fór frá Siglu-
firði 16/11 til Vestfjarða og
Keflavíkur. Fjallfoss fór frá
Hamborg 16/11 til Hull og
Reykjavíkur. Goðafoss fór frá
Keflavík 10/11 til New York.
Gullfoss fer frá Kaupmanna-
höfn á morgun til Leith og Rvík
ur. Lagarfoss lcom til Reykja-
víkur 14/11 frá Rotterdam.
Reykjafoss fór frá Hamborg
13/11. Var væntanlegur til Rvík
ur í morgun. Selfoss fór frá
Reykjavík 15/11 til Patreks-
fjarðar, Þingeyrar, ísafjarðar,
Siglufjarðar, Akureyrar og
Húsavíkur. Trölafoss fór frá
Vestmannaeyjum 12/11 til New
York. Tungufoss kom til Rvík-
ur 16/11 frá Gibraltar.
DAGSKRA ALÞINGIS
Sameinað alþingi: 1. Milliliða
gróði. 2. Hlutdeildar- og arð-
skiptifvrirkomulag í atvinnu-
rekstri. 3. Austurvegur.
— 4- —
Sóívangi berst minningargjöf.
Frú Ásta Guðmundsdóttir,
Suðurgötu 33, Hafnarfirði, hef-
ur fært Sólvarigi gjöf til minn-
ingar um frú Unu Vagnsdóttur
og frú Sigríði Arnþórsdóttur.
Gjöfin rennur í skógræktarsjóð
Árlunds. Fyrir þessa myndar-
iegu gjöf færi ég gefandanum
beztu þakkir. Forstjórinn.
Útvarpið
20.30 Daglegt mál ,Eiríkur
Hreinn Finnbogason cand.
mag.).
20.35 Kvöldvaka: a) Þórarinn
Grímsson Víkingur flytur frá
söguþátt: Á heljarslóðum —
fyrri hluti. b) Karlakórinn
Fóstbræður syngur, Jón Hall-
dórsson og Jón Þórarinsson
stjórna (plötur). c) Séra
Björn O. Björnsson les kvæði
eftir Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi. d) Andrés Björns
son flytur erindi eftir Þormóð
Sveinsson: Bardagamaðurinn
frá Bjarnastaðahlíð.
22.10 Þjóðtrú og þjóðsiðir (Bald
ur Jónsson cand. mag.).
22.25 Dans- og dægurlög.
Almennur fundur verður haldinn að Röðli föstudaginn
18. þessa mánaðar kl. 22.
FUNDAREFNI:
1. Uppstilling til stjórnarkjörs.
2. Uppstilling frá fulltrúum á þing S.M.F.
3. Kosning kjörstjórnar.
4. Önnur mál.
STJÓKNIN.