Alþýðublaðið - 18.11.1955, Síða 4

Alþýðublaðið - 18.11.1955, Síða 4
4 AlþýgublaSlg Föstudagur 18. nóv. 1955. Útgefandi: Alþýðuflok\uri»*. Ritstjón: Helgi Scemundsso*. Tréttastjóri: Sigvaldi Hjilmarsso*. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsso* og Loftur Guðmundsson. Áuglýsíngastjóri: Emilía Samáelsdóttir, Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprcntsmiðjan, Hverfisgðt* 8—10. ’Áskriftarverð 15J)0 á mánuðl. í lausatðl* IfiO. Davíð og Golíat MORGUNBLAÐIÐ fetar í fótspor Vísis og hellir úr skálum reiði sinnar yfir Al- þýðuflokkinn fyrir að vilja stjaka íhaldinu úr lands- stjórninni. Sú reiði er ofur mannleg. Sjálfstæðisflokk- urinn vill umfram allt deila og drottna og verður æfur, þegar reynt er að gera hann áhrifalausan. Alþýðuflokkur inn hefur til þess unnið, að íhaldið skipti skapi. En hann biðst engrar afsökunar á framkomu sinni. Stefna hans er sú, að íhaldið eigi að víkja, og hana reynir hann að framkvæma. Hins vegar er Morgun- blaðinu hollt að minnast þess, að hér er á fleira að líta en stærð flokkanna. Sjálf- stæðisflokkurinn er ekki stærri en það, að hann þarfn ast fulltingis annarra til að geta stjórnað landinu. Hér kemur því til sögunnar lög- málið um framboð og eftir- spurn. íhaldið hefur mikla velþóknun á því í verzlun og viðskiptum og ætti þar af leiðandi að sætta sig við það, að þess gæti einnig í stjórn- málabaráttunni. Viðhorf hennar eru þau, að stefna Sjálfstæðisflokksins leiðir til öngþveitis og hruns. Fram- sóknai'flokkurinn er orðinn dauðþreyttur á sambúðinni við íhaldið og þráir að stofna til annars búskapar. Þar gæt ir í æ ríkari mæli þeirrar skoðunar, að Framsóknar- flokkurinn eigi fremur sam- leið með Alþýðuflokknum og öðrum lýðræðissinnuðum andstæðingum íhaldsins en Sjálfstæðisflokknum. Þess- arar aðstöðu neytir Alþýðu- flokkurinn nú. Það er þetta, sem veldur gremju Morgun- blaðsins. Og stórmennsku- lætin leyna ekki minnimátt- arkenndinni. Morgunblaðið reynir að gera mikið úr því, að Al- þýðuflokkurinn hafi aðeins fengið einn kjördæmakosinn þingmann í síðustu alþingis- kosningum og virðist telja eins konar tilviljun, að hann hafi fengið fimm uppbótar- menn til viðbótar. Vill ekki Morgunblaðið gera heiðar- iegan samanburð í þessu efni með því að birta upplýsing- arnar um atkvæðafjölda þing manna flokkanna? Þá mun koma í ljós, að þingfulltrúa- tala Alþýðuflokksins sé frem ur van en of miðað við aðra flokka. Og stærðin ræður ekki alltaf úrslitum heldur vinnubrögðin og verkkunn- áttan. Alþýðuflokkurinn verður eins og sakir standa að sætta sig við að vera Davíð íslenzkrar stjórnmála baráttu. En hann öfundar Sjálfstæðisflokkinn ekkert af því að vera Golíat. Fallið er stundum því meira sem risinn er stærri. Sauðaþjófurinn TÍMINN segir í forustu- grein sinni í gær, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi sels- höfuð. Tilefnið er sýndartil- laga íhaldsins um opinbera rannsókn ■ á milliliðagróða. Um hana segir Tíminn, að tiltækið sé „sama eðlis og bragð sauðaþjófsins, er lædd ist í hóp leitarmanna, sem vildu klófesta hann, þóttist sjálfur ákafastur við leitina, en leiddi hana framhjá bæli sínu og slapp sjálfur“. Ekki munu skapsmunir í- haldsins batna við þetta. Hér ér Tíminn að boðá, að Fram sóknarflokkurinn ætli ekki að láta „sauðaþjófinn" glepja sér sýn. Og vissulega er tími til kominn, að bæli hans finn ist og þýfinu verði skilað réttum eigendum. íhaldið á ekki sjö dagana sæla um þess ar mundir sem betur fer. Og Alþýðuflokkurinn mun fyrir sitt leyti auka vanlíðan þess eins og stærð hans og geta leyfir. Langur vinnudagur ÞJÓÐVILJINN birtir í gær mynd af 102 ára gömi- um Rússa, sem er svo ern, að hann lyftir enn knatttré til höggs. Maðurinn vann í sjötíu ár niðri í kolanámu, en er nú löngu kominn á eft- irlaun samkvæmt upplýsing um Þjóðviljans. Þótti eng- um mikið. Eri hvað þurfa menn að verða gamlir til að hætta að vinna í kolanámum í Rússlandi og hvenær kemst fólk á eftirlaun í dýrðarríki kommúnismans? íslending- ur, sem vinnur erfiðisstörf í sjötíu ár, er sennilega kom- inn fast að níræðu, þegar hann sezt í helgan stein. Ætli kommúnistum hér þætti það ekki eðlilega langur vinnu- dagur? Utan úr heimi: Fundur utanrfkisrððherranna í GENF, 14. nóvember. — Járn tjaldinu verður ekki lyft. Það virðist því miður alltof augljóst af íundum utanríkisráðherr- anna í dag, að Sovétríkin ætla sér ekki að koma á nokkrum breytingum til batnaðar í sam- bandi við auknar samgöngur milli austurs og vesturs. Eftir átján fundi hafa sérfræðingarn- ir, sem útnefndir voru af utan- ríkisráðherrunum fjórum, til þess að kynna sér á hvern hátt bezt væri að koma á betri sam- göngum milli austurs og vest- urs, náð litlum sem engum raun verulegum árangri. Sovétríkin hafa ótvírætt gefið til kynna að strangri ritskoðun muni verða haldið áfram. Þau hafa neitað að ræða um, á hvern hátt hægt væri að auka friðsamlega verzl un við hin vestrænu lönd, og hafa gefið í skyn að ekki muni verða létt á þeim hömlum, sem nú hvíla á ferðamönnum, er ferðast vilja um Sovétríkin. VONIR HAFA BROSTIÐ. Fulltrúar Molotovs utanrík- isráðherra hafa aðeins látið í Ijós áhuga á einu málefni, en það er gagnkvæm skipti sendi- nefnda, sérstaklega á tækni- legu sviði. En þar sem slíkum skiptum hefur þegar verið kom ið á, er varla hægt að líta á þetta, sem nokkurt skref fram á leið. Þannig hafa brostið hinar háu vonir, sem menn höfðu gert sér um að árangur myndi nást, er rætt yrði um þriðja málið á dagskrá utanríkisráð- herranna. En vonbrigðin urðu því meiri sökum þeirrar stað- reyndar, að leiðtogarnir í Moskvu höfðu svo oft gefið í skyn, að þeir væru reiðubúnir og' væri jafnvel annt um, að koma á aukinni verzlun, aukn- um ferðalögum og auknum, skiptum á upplýsingum og hug myndum. HÖFNUÐU HINNI ÞOKU- KENNDU TILLÖGU. Afstaða Sovétríkjanna er samt sem áður í fullu samræmi við neikvæð svör Molotovs við tilraunum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands til þess að komast að samkomulagi um tvö fyrstu málin á dagskrá fundarins, en þau vöru sameining Þýzkalands innan öryggisbandalag Evrópu og afvopnunarmálin. Það ætfi því ekki að þurfa að verða neinum undrunarefni, þó að ekki hafi heldur miðað neitt í samkómulagsátt varðandi þriðja dagskrárlið fundarins. Það mætti kannske deila um hvort það hefði verið heppilegt frá pólitísku sjónarmiði séð, að utanríkisráðherrar vesturveld- anna hefðu fallizt á tillögu Molotovs þess efnis að fundur- inn gæfi út þokukennda yfirlýs- ingu á þá lund, að nokkurs kon ar almennt samkomulag hefði náðst um að efla samgöngur millum austurs og ves.turs. Það er lofsvert, að þeir skyldu neita að fallast á slíka tillögu. . Hinn kaldi sannleikur er sá, ]ð enda þótt leið hafi nú verið opnuð til umræðna um gagn- ltvæma samninga varðandi ákveðin málefni, þá hefur full- trúum f jórveldanna í Genf ekki tekizt að komast að neinu grund yallarsamkomulagi, og er ekki hægt að sjá að það stafi af öðru en stirfni og þrjózku Sovétríkj- anna. . JL. AFNAMI RITSKOÐUNAR HAFNAÐ. Sérfræðingar þeir, sem Molo- \ tov útnéfndi, tóku lítið eða ekk ert tillit til orðsendingar í 17 liðum, er utanríkisráðherrarn- ir Pinay, Dulles og McMillan lögðu fyrir þá hinn 31. október s.l. Orðsending þessi innihélt sundurliðaðar tillögur um bætt ar samgöngur millum austurs og vesturs. Sérfræðingar Sovétríkjanna reyndust jafn reiðubúnir með neitanir sínar og undanfærslur jog Molotov sjálfur. Þeir höfn- ■ uðu tillögum vesturveldanna um afnám á ritskoðun og um að Sovétríkin hættu að trufla alþjóðlegar útvarpsútsending- ar. Sérfræðingarnir héldu fast við það álit sitt að þetta væru innanlandsmál og kæmu Sovét- ! ríkjunum einum við. Er stungið var upp á lagfær- ingu á hinu óeðlilega gengi rúbl unnar, — sem gerir bað að verkum að ferðalög einstak- linga eru raunverulega útilok- uð 1 Sovétríkjunum — þá var það einnig fellt á þeim forsend- um, að þetta væri árás á vald Sovétríkjanna til að ráða sín- um eigin málum. Tillögur vest- urveldanna um að erlendir fréttaritarar fengju betri við- tökur í Sovétríkjunum voru að engu hafðar. Rússarnir færðust undan því að gefa ákveðið svar við tillögum um að teknar skyldu upp gagnkvæmar út- varpssendingar, sem ekki væru háðar ritskoðun. VILJA EKKI EÐLILEG VIÐSKIPTI. Er rætt var um verzlun á vör um, sem ekki eru hernaðarlegs eðlis, þá hófu Rússar pólitískar árásir um efni, sem ekki komu þessu máli við og ekki var ver- ið að ræða um, — sem sé regl- ur vesturveldanna varðandi eft irlit með útflutningi á tiltölu- lega fáum hernaðartækjum. Þetta er ekkert nýtt hjá Sov- étríkjunum. Það undirstrikar þá yfirlýstu sannfæringu þeirra, að heiminum sé skipt í tvo markaði, sem séu andstæðir hvor öðrum og geti ekki átt við- skipti saman. Dulles utanríkis- ráðherra hefur kynnt sér málið 1 og hefur látið í ljós þá skoðun jsína, að viðræður sérfræðing- anna hafi ekki getað skapað neinn grundvöll til verzlunar- samninga „vegna hinnar ein- földu staðreyndar, að Sovétrík- in halda áfram að vera á móti því, að komið verði á almenn- ,um og gagnkvæmum viðskipt- um milli austurs og vesturs.“ EKKI BEINAR FLUG- SAMGÖNGUR. Þá neituðu Rússar einnig að taka til greina tillögur vestur- veldanna um gagnkvæma samn inga, er miðuðu að því að koma á beinum flugsamgöngum milli Sovétríkjanna og hinna vest- rænu landa. j Hvers vegna er Sovétríkjun- ' um svo annt um að einangra sig — og að halda samöngum milli austurs og vesturs niðri eftir því sem unnt er? Dulles utan- ríkisráðherra svaraði þessum ' spurningum með eftirfarandi ! orðum: j „Leiðtogar Sovétríkjanna virðast óttast, að stjórnskipu- | lagi þeirra muni stofnað í voða, j ef fólk í löndum þeirra fær I frjálsan aðgang að þeim upp- lýsingum, sem veittar eru öllum almenningi í öðrum löndum. Að hafa beint samband við hinar mörgu milljónir manna, sem, stöðugt ferðast fram og aftur til þess að kynnast ýmsum þjóð um og löndum heims, og ef verzlun á neyzluvörum myndi færa rússnesku fólki heim vit- neskju um gnægð og gæði vara þeirra, sem framleiddar eru í þjóðfélögum, þar sem verka- menn eru frjálsir. Paul S. Ford. Áðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í 4. mgr. 3. gr. laga nr. 112, 28 .desember 1950, verður at- vinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt II. ársfjórðungs 1955, svo og viíí- bótarsöluskatt fyrir árið 1954, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á sinum vangreidda söluskatti ásamt áfölln- um dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóra- skrifstofunnar, Arnarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 17. nóvember 1955. Aðalsafnaðarfundur Hallgrímsprestakalls verður haldinn í kirkju safn- aðarins kl. 5 e. h. sunnudaginn 20. nóvember. D a g s k r á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefndin.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.