Alþýðublaðið - 18.11.1955, Page 8

Alþýðublaðið - 18.11.1955, Page 8
Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson og forsetafrúin komu í gær á listiðnaðarsýningu frú Sigrúnar Jónsdóttur, sem haldin er í bogasal þjóðminjasafnsins. Sýndu þau mikinn áhuga á listiðnaðarmununum, eigi sízt hinni kirkiulegu list, sem þar er að sjá. — Á myndinni hér að ofan sjást forsetahjónin, ásamt frú Sigrúnu, lengst til vinstri, og tengdamóður hennar, frú Guðfinnu Sigurðardóttur (konu Emils Jónssonar fyrrv. ráðherra) og' dætur frú Sigrúnar, Guðfinna Svava (hin eldri) og Sigurborg. Húsnœðismál rœdd í bœjarstjórn: vill reisa aðra „Höfða 452 íbúðir eru í bröggum, ®n auk þess ©r í foæiniaan fjöidi amiarra óbæfra íbúða „Átak“ íhaldsins í húsnæðismálum hrekkur því skammt tii lausnar* HÚSNÆÐISMÁL REYKJAVÍKUR voru til umræðu í bæjarstjórn í gær. Voru á dagskrá fundarins tillögur Sjálfstæð- ásflokksins um íbúðabyggingar bæjarins. I»að upplýstist á fund- inum, að verulegur liluti íbúða þeirra, er bæjarstjórnaríhaidið hyggst reisa á að vera til bráðabirgða, húsnæði, sem ódýrt og fijótlegt verði að koma upp en ekki að sama skapi eins vandaö og varanlegt. Gagnrýndu minnihlutafiokkarnir harðlega þessa fyrirætlan bæjarstjórnaríhaldsins að ætia nú að reisa aðra „Höfðaborg“ eða „Póla“ til þess að leysa liúsnæðisvandræði bæjarbúa. Jóhann Hafstein fylgdi til- ♦----------------------- lögum íhaldsins úr hlaði. Vék hann fyrst að ákvörðun bæjar- stjórnar frá 13. apríl 1954 um raðhúsabyggingar og íbúða- byggingar í Bústaðahverfi til „útrýmingar herskálum“. Áttu raðhús þessi að vera fokheld fyrir alllöngu síðan, en Jóhann afsakaði tafir þær, er orðið hefðu á raðhúsabyggingunum á ýmsan hátt. 452 ÍBÚÐIR í BRÖGGUM Þá upplýsti Jóhann, að 452 íbúðir væru nú í bröggum í Reykjavík. Hins vegar gat hann ekki um fjöida skúraíbúða og annars heilsuspillandi húsnæð- is,enda þótt vitað sé, að ekki er minna um það. Virtist Jóhann álíta, að 600 nýiar íbúðir á 4 árum (1954—58) myndu nægja til þess að útrýma öllu heilsu- spillandi húsnæði í bænum! ÞYRFTU AÐ VERA FLEIRI Alfreð Gíslason gagnrýndi harðlega þá ákvörðun bæjar- stjórnaríhaldsins að ætia nú að (Frh. á 2. síðu.) Aðalfundur FUJ í Hafnarfirði. AÐALFUNDUR FUJ i Hafnarfirði verður haldinn sunnudaginn 20. nóv. kl. 1.30 e. h. í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Á dagskrá fund- arins eru venjuleg aðalfund arstörf, en einnig mun Stef- án Gunnlaugsson bæja-'stjóri flytja erindi og sýnd verður kvikmynd um verkalýðsmál. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Föstudagur’ 18. nóv. 1955. Frv. um kvikmyndastofnun verði að hafa vín u hönd í opinberum veizlum Tillaga Alfreðs Gíslasonar í bæjarstjórn ALFREÐ GÍSLASON bar á bæjarstjórnarfundi í gær íram tillögu um það, að hætt yrði að veita áfenga drykki í veizlurn bæjarins eða fyrirtækja hans. Flutti hann við þetta tækifæri ýtarlega ræðu um áfengismál. Hér fer á eftir útdráttur úr ; sé. Hitt er annað mál, að henni hefur ekki tekizt að leysa þenn an vanda, enda við ramman reip að draga. ræðu Alfreðs: FÉLAGSLEGT VANDAMAL íslendingar hafa fyrir löngu gert sér það ljóst, að drykkju- skapur þeirra er félagslegt vandamál, sem þeim hefur enn ekki tekizt að leysa. Þetta er þjóðinni til lofs og það því frekar. sem áfengisneyzla henn ar er ekki meiri en annarra menningarþjóða, nema síður ENN EITT BANASLYSIÐ: , lona verður fyrir strætisvagn og hiur samsfundis bana SÁ hörmulegi atburður gcrðist í gær á Miklubraut, við gatnamót Stakkahlíðar, að kona, Guðrún Sigríður Pét ursdóttir, Bólstaðarhlið 13, varð fyrir strætisvagni, er var á vesturleið, og beið hún sainstundis bana. Gerðist at- burður þessi um kl. 16,30. Er þetta 7. dauöaslysið í Reykja- vík á þessu ári. ERFIÐLEIKAR DANA Þar til fyrir fáum árum héldu Danir, að þeir væru fyr- irmynd um meðíerð áfengra drykkja, en þá varð antabus- 1 lvfið til þess að opna augu þeirra. Við tilkomu þessa lyfs glæddust vonir um áhrifaríka lækningu ofdrykkjunnar, og gífurlegur fjöldi sjúklinga streymdi til læknanna. Þá sáu Danir, að áfengisvandamál þeirra voru stór. SLÆMT ÁSTAND í FRAKKLANDI Vínyrkjulandið Frakkland, var annálað fyrir hófsemd í á- | fengisneyzlu þangað til fyrir þrem árum. Þá komst heilbrigð ismálanefnd Sameinuðu þjóð- anna að því, að undangenginni rannsókn, að böl drykkjuskap- ar var óskaplegt í Frakklandi 1 (Frh. á 3. sífu.) ! Flutniogsmenn 3 þm. Alþýðuflokksins. ÞRÍR ÞINGMENN Alþýðuflokksins, þeir Hannibal Valdi - marsson, Eggert G. Þorsteinsson og Gylfi Þ. Gíslason flytja ú Alþingi frumvarp um þióðnýtingu á innflutningi kvikmynda og rekstur kvikmyndaliúsa. Kom frumvarpið til 1. umræðu í gær og mælti Hannibal Valdimarsson fyrir frumvarpinu, og rakti rök þau, sem liggja flutningi þess til grundvallar. sem stofnunin léti gera. Með þessu væri hið áhrifamikla fræðslu- og menningártæki, kvikmyndin, gerð þjóðlegra og máttugra til áhrifa á alla lands menn, eldri og yngri, án tillits til kunnáttu í erlendum. tungu málum. FRÆDSLUKVIKMYNDIR í fjórða lagi er hið r.ána sam- starf, sem í frumvarpinu er gert ráð fyrir milli kvikmynda rekstrarins og skólahaldsins í landinu, mjög þýðingamikið at riði. Hannibal taldi menn verða að svara þessum tveim spurn- ingum: 1) Er það rétt að láta gróða- sjónarmið einstaklinga ráða því, hvaða kvikmyndir eru fluttar hingað til lands og sýnd ar almenningi? 2) Er það rétt, að einstakling ar raki saman stórfelldum gróða á kvikmyndahúsarekstri? Hann kvað flutningsmenn svara báðum þessum spurning um neitandi. Þeir telja, að kvik myndainnflutningurinn eigi að vera í höndum ríkisins, og verði rík áherzla lögð á það, að vali kvikmynda ráði einungis listræn og menningarleg sjón- armið. Fjársöfnun einstaklinga af kvikmyndahúsarekstri ætti heldur ekki neinn rétt á sér. Þá er miklu eðlilegra, að bæjar- félögin reki kvikmyndahúsin og verji gróðanum af rekstri þeirra í þágu borgaranna til að- kallandi framkvæmda í al- mannaþágu. En eðlilegast virðist þó að nota það mikla fjármagn, sem almenningur leggur af mörkum í kvikmyndahúsunum, til al- mennrar og þjóðlegrar menn- ingarstarfsemi, sem að öðrum kosti verður vanrækt og látin sitja á hakanum sökum fjár- skorts. Það er eitt af nýmælum fruiv varpsins. að ríkið eitt sjái um innflutning allra þeirra kvik- mvnda, sem ætlunin er að sýna í íslenzkum kvikmynda- húsum. Þessi innflutningur á að vera undir yfirstjórn mennta málaráðuneytisins til þess að tryggt verði menningargilai þeirra. ALMENN MENNINGÁRSTARFSEMT Annað nýmæli er það, að kvikmyndastofnun ríkisins skuli beina öllu því fjármagni, sem gegnur gegnum kvik- mvndahús landsins, til almennr ar menningarstarfsemi í þjón- ustu allra landsmanna. — Hún skal reka kvikmyndahús sem víðast um landið og halda uppi ferðasýningum kvikmynda, þar sem ekki eru skilyrði fvrir rekstri fastra kvikmnndahúsa. Hún skal einnig sjá skólum landsins fyrir fræðslukvikmynd um og aðstoð við sýningar slíkra kvikmynda. Þar sem kvikmyndastofnunin þarf ekki að taka tillit til gróðasjónar- miða einstaklinga, — en þau hafa fram að þessu mjög ráðið vali kvikmynda, — hefur hún ólíkt betri aðstöðu til að tryggja þjóðinni fagrar og mannbæt- andi kvikmyndir og bægja burt siðspillandi, óþjóðhollum og menningarsnauðum kivkmynd- um. ÍSLENZKIR TEXTAR Þriðja nýmæli frumvarpsins er það, að nokkrum hluta kvik myndafjármagnsins verði farið til að gera íslenzka talmáls- texta við erlendar kvikmyndir og til að gera íslenzkar kvik- myndir, hvort sem er af önd- vegisskáldverkum íslendinga að fornu og nýju eða almennar frétta-, landkynningar- og fræðslukvikmyndir. Auðvitað á einnig að kynna íslenzka tón- list með þeim kvikmyndum, Athugað, hvort unnt sé að vinna kísil úr botnleðjunni í Mývatn Ýms verðmæt efni í leðju vatnsins. Fregn til Alþýðublaðsins. AKUREYRI í gær. UNDANFARIÐ hefur Tómas Tryggvason jarðfræðingur unnið að því að kanna botnleðju Mývatns. Er talið að ýms verðmæt efni finnist í leðjunni, einkum kísill. Tómas mældi leðjulagið og reyndist það 8—10 metrar í Ytri flóanum, en um 12 metrar í Syðri flóanum. UNNT AÐ DÆLA LEÐJUNNI? Talið er, að ef til vill sé mögulegt að dæla botnleðjunni frá Reykjahlíð upp í Náma- skarð. Væri þá unnt að reka kísilvinnsluna þar með hvera- gufu. Virðast hér miklir mögu- leikar í sambandi við áburðar- vinnslu og væri unnt að nota kísilinn við framleiðsluna í Áburðarverksmiðj unni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.