Alþýðublaðið - 25.11.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.11.1955, Blaðsíða 4
4 AtþýSublaSiS Föstudagur 25. nóv. 1953 Útgefandi: Alpýðufloh\urinn. Ritstjóri: Helgi Scemundsson. Tréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samáelsdóttir, Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu 9—10. Aspriftarverð 15JÍ)0 á mánuði. í lausasolu lfiO. Afbrýðisemi íhaldsins Bók H. Harrers usti sjö ára dvöl í Tíbet kosttiai á ssienzkts. „SA flokkur, sem Fram- sókn slær ást sinni á, er glat aður,“ segir Morgunblaðið í forustugrein sinni í gær, en telur jafnframt ráðlegt að taka fram, að þetta eigi ekki við um Sjálfstæðisflokkinn! Þótti engum mikið. Enn er það staðreynd, að íhaldið sit- ur í stjórn fyrir náð Fram- sóknarflokksins. Morgunblað ið mun því hafa fyrirmæli um að stilla skap sitt gagn- vart samstarfsflokknum þangað til búið sé að sparka Ólafi, Bjarna og Ingólfi fram á gólf, en það er nú aðal- áhyggjuefni íhaldsins. Morgunblaðið þykist vilja Alþýðuflokknum ósköp vel, 'pegar það ráðleggur honum að fara ekki í stjórn með Framsóknarflokknum og koma þannig í veg fyrir völd og áhrif íhaldsins. En eigin- girni Morgunblaðsins leynir sér aðvitað ekki. Það er vita skuld að hugsa um sig og í- haldið. Hitt er nýtilkomið, ef það ber velferð Alþýðu- flokksins fyrir brjósti. Morg unblaðið getur þess vegna sparað sér ráðleggingarnar og látið við það sitja að hugsa veltandi vöngum um erfið- leikana á heimili Sjálfstæðis flokksins. Röksemdirnar eru líka broslegar: Framsóknar- flokkurinn er ágætur til samvinnu við íhaldið, og Sjálfstæðisflokkurinn þarf engu að kvíða í sambandi við hana. Hins vegar gerist Framsóknarflokkurinn óal- andi og óferjandi, þegar hann efnir til samstarfs við aðra flokka, og Alþýðu- flokknum á að stafa lífs- hætta af umgengni við hann. Málflutningurinn minnir helzt á viðbrögð refsins, sem dæmdi súr vínberin, sem hann náði ekki í! Jafnframt reynir svo Morgunblaðið að endur- segja blekkingar sínar um samstjórn Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins, sem sat að völdum 1934— 1937, og gengur allt að því svo langt að kenna henni um heimskreppuna og afleiðing- ar hennar. Sú tilraun er vonlaus með öllu. íslending- ar gera sér ljóst, að Morgun blaðið lofsyngur sérhverja ríkisstjórn, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur átt sæti í, en fordæmir allar aðrar. Og staðreyndirnar um árangur- inn af störfum ríkisstjórnar Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins eru í mikilli mótsögn við orð Morgun- blaðsins. Þá var mótuð svo farsæl stefna í erfiðu árferði og svo mörgu til vegar kom- ið, að Framsóknarflokkurinn vill enn í dag ganga í endur- nýjun þessara lífdaga. Þess vegna býr hann sig undir að hverfa úr vistinni hjá íhald- inu og taka höndum saman við Alþýðuflokkinn á ný um hliðstæð málefni og úrræði og 1934. Morgunblaðinu finnst þetta ömurleg tilhugs- un, en slíkt stafar af því, að það lætur stjórnast af til- finningum íhaldsins. Sjálf- stæðisflokkurinn fær sting í hjartað, þegar honum verð- ur til þess hugsað, að Alþýðu flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn freisti þess að stjórna landinu með hag og heill vinnandi stétta til sjáv- ar og sveita fyrir augum. En Alþýðuflokkurinn lætur sér þá hjartabilun íhaldsins í léttu rúmi liggja. Morgun- blaðinu þýðir ekkert að biðja hann eða ráðleggja honum að hafa ekki sam- vinnu við Framsóknarflokk- inn. Alþýðuflokkurinn spyr um málefni, en ekki pólitísk ar ástir. Og maddama Fram sókn er af svo góðum upp- runa og hefur fengið svo myndarlegt uppeldi, að hún er enn í húsum hæf, þegar hún segir upp vistinni á heimili íhaldsins og flytur sig búferlum. Og íhaldið mun áreiðanlega sakna henn ar. Það er þess vegna, sem Morgunblaðið hugsar með skelfingu afbrýðiseminnar til þess, að Alþýðuflokkurinn sé að taka ráðskonuna frá Sj álf stæðisflokknum. Hœglœti Torfa TORFI HJARTARSON hefur á hendi vandasamt trúnaðarstarf sem sáttasemj ari ríkisins í vinnudeilum. Vissulega er ástæða til þess að játa, að hann hefur oft reynzt miklum vanda vaxinn við að sætta atvinnurekend- ur og vinnuþiggjendur, enda maðurinn þróttmikill og úr- ræðagóður. Samt verður því ekki neitað, að Torfi virðist upp á síðkastið fara sér helzt til hægt í sáttatilraunum sín S um. Þetta hefur nú sannazt i einu sinni enn í verkfalli hljóðfæraleikaranna. Hvað kemur til þess, að sáttasemjari ríkisins lætur langan tíma líða án þess að hefja sáttatilraimir sínar? Óneitanlega færi vel á þvi, að hann gæfi skýringu á hæg læti sínu, því að ýmsir munu leggja honum það út á þann veg, að hann bíði eftir kalli annars deiluaðilans og hafist ekki að fyrr en honum þókn- ast. ÚT ER KOMIN hjá Bókfells- útgáfunni bók, sem nefnist Sjö ár í Tíbet. Hún er eftir þýzkan mann, H. Harrer að nafni, er notið hefur þeirra forréttinda að hafa dvalizt sjö ár í hinu lok aða landi ásamt félaga sínum Aufschnaiter. Bók þessi er að því leyti til viðburður, að hún mun vera fyrsta bókin, sem gefin er út á íslandi um lang- dvöl í Tíbet, og því þörf viðbót við ferðasagna- og landalýsinga safn það, sem til er á íslenzku. TÍBETAHUGI Á ÍSLANDI Menn velja sér ýmislegt til dundurs í tómstundum sínum, misjafnlega gagnlegt eftir á- stæðum, en ekki veit undirrit- aður, hvort margir hérlendis eru með sömu sérvizkuna og hann: þá, að viða að sér öllum fróðleik um Tíbet, sem mögu- legt er til að ná með sæmilega auðveldu móti. Slíkum mönn- um er bók Harrers kærkomin á íslenzku, þótt hún hafi verið fyrir einu eða tveimur árum fáanleg hér bæði í norskri og enskri útgáfu. Hersteinn Páls- son ritstjóri hefur þýtt bókina. FLÚÐU FRÁ INDLANDI Það hefur jafnan verið örð- ugleikum bundið að fá leyfi til að ferðast til Tíbet og oftast hefur það reynzt ógerningur. Þeir félagarnir Harrer og Auf- schnaiter fengu ekki leyfi frek- ar en aðrir, enda var þeim ekki einu sinni mögulegt að sækja um það. Þeir voru stáddir aust- ur á Indlandi, er stríðið brauzt út 1939, voru teknir til fanga og settir þar í fangabúðir. Eft- ir langa fangabúðavist tókst þeim að flýja og klöngrazt vfir mesta fjallgarð heimsins, Mima layafjöll, yfir í Tíbet. Þetta var mjög vestarlega í landinu, og vildu þeir komast austur á bóg inn, en hvað eftir annað átti að senda þá til baka, því að þeir voru engir aufúsugestir fremur en aðrir. HIN ÓTRÚLEGASTA SVAÐILFÖR För þeirra félaga af Gartok- svæðinu í Vestur-Tíbet til Kyi- rong og þaðan norður í Chang- Tang og yfir Guringha til Lhasa var hin mesta svaðilför, og má furðulegt heita, að þeir skyldu ekki gefast upp eða farast, enda erfiðasti kafli leiðarinnar far- inn að vetrarlagi og farareyrir strokumannanna af ærið skorn um skammti. Lentu þeir einu sinni í kasti við hina rángjörnu Khampa, sem eru á flakki í Chang-Tang, norðurhluta lands ins. En oftast hittu þeir fyrir greiðvikið fólk, og hefðu enda ekki komizt til Lhasa, eins og þeir ætluðu sér, ef gestrisni og hjálpsemi væri ekki ærið víða að finna í þessu strjálbyggða háfjallalandi. FÉLL VEL VIÐ TÍBETA Þannig varð, að þeim félög- um var leyft að setiast að í höf- uðborginni, og tóku þeir að sér ýmis störf, lærðu tungu þjóð- arinnar og sömdu sig að nokkru að háttum hennar. Varð Harr- er kennari sjálfs Dalai Lama, sem var unglingspiltur þá. Inn- rás Kínverja í Tíbet gerði enda á dvöl þeirra félaga í Tí- bet. Annars væru > þeir þar ef til vill enn, svo vel féll þeim þar. En frásagnir Harrers hafa þótt mjög fróðlegar, og má geta Þetta er Potala, höll Dalai Lama, páfa lamasiðar, sem ekki að eins er viðurkenndur yfirmaður Buddhatrúarinnar í Tíbet, heid ur einnig í Mongólíu og annars staðar meðal Búddhatrúar- manna í Mið-Asíu. Hún stendur á hæð og gnæfir yfir Lhasa, höfuðborg Tíbets. þess, að í sumar, er leið, birti bandaríska landfræðitímaritið National Geographic Maga- zine langa grein frá Tíbet eftir hann með mörgum myndum. FAGURT OG HRIKALEGT LAND En hvað er hægt að segja um þetta sérkennilega land í Kvikmyndir. TJARNARBÍÓ sýnir um þessar mundir myndina ,,Ji- varo“, sem er sögð að vera um hausaveiðarana svoköll- uðu, en það er indíánaflokk- ur, sem hefst við í frumskóg unum við Amazon fljótið. I mjmdinni koma hins vegar þessir hausaveiðarar ekki fyr ir nema tvisvar sinnum, í annað skiptið í vinsamleg- um verzlunarerindum, en í hitt skiptið að vísu sem hausa veiðarar. Myndin fjallar að mestu leyti um baráttu hvíta mannsins fyrir lífi sínu þarna í myrkviðnum, en þar er ýmislegt, sem þjáir hann meira en hausaveiðararnir. Leikur er yfirleitt góður í myndinni, en ekki er þó hægt að segja um hana annað en að hún sé ein af þessum hálf- leiðinlegu „Kiss Kiss Bang Bang“ myndum. Á STJÖRNUBÍÓ er núna sýnd „Árás á Hong Kong“. Mynd þessi lýsir á átakan- legan hátt hörmungum Kína stríðsins og framferði komm únista þar. Þeir hika ekki við að skjóta heilar borgir í rúst og vinna hvers konar skemmdarverk til að veikja viðnám þjóðarinnar. Að vísu eru skemmdarverkin unnin á báða bóga en í öðru tilfell- inu er það þjóð, sem er að berjast fyrir sjálfstæði sínu, en hinu tilfellinu er það æst ur uppreisnarmúgur, sem notaður er til að koma land- inu í hendur manna, sem þjálfaðir eru af erlendu her- veldi til að stjórna samkv. fyrirskipunum þess. Aðalleikararnir fara snilld arlega með hlutverk sín og er myndin yfirleitt öll það vel gerð, að óhætt er að mæla vel með henni. Þetta er ein af þeim myndum, sem nota má orðið hörkuspennandi um án þess að hægt sé að segja að auglýsandinn yfirdrífi. stuttri blaðagrein? Það þarf ekki að segja mönnum, að þetta er hæsta land jarðarinnar, og hefur verið kallað „þak heims- ins“. Á suðurlandamærum þess eru hæsti tindur jarðar, og hef- ur íslenzkur almenningur feng- ið talsverða fræðslu um hann og aðra bergrisa fjallanna af bókum um f jallgönguaírek. — Annars er landið allt háslétt- ur, háfjöll, hrikalegir dalir og, gljúfur, eyðisandar og jöklar. Kvað þar vera öldungis sér- stæða náttúrufegurð að finna, og ferðamenn segja, að víðsýni og djúp kyrrð einkenni landið, þegar vel viðrar á fjallaleiðun- um. Það er mjög strjálbýlt, enda erfið lífsbaráttan. Þótt landið muni vera auðugt að verðmætum efnum í jörðu, lif- ir fólkið mest á landbúnaði, víð ast á hjarðmennsku, en í beztu héruðunum, suðaustan til, er talsverð akuryrkja, enda lang- þéttbýlast, bar. i EINSETUMENN í FJÖLLUNUM Þetta háfjallaland hefur þroskað mjög sérkennilega menningu. Þjóðin er mongólsk, en þó hafa Tíbetar ekki skásett augu. Þeir eru um margt sér- stæðir, og ítalinn Fosco Mara- ini, sem ritað hefur merka bók um kynni sín af Tíbet, tekur svo til orða, að Tíbetar séu minnst austrænir austrænna þjóða. Menning þeirra mótast af sérkennilegri trú, Lamásið, sem er afbrigði af Maha yana, grein Búddhadóms. Mikill fjöldi er þar munka, sem lifa í klaustrum víðs vegar um land ið, en í sumum reglunum er munkunum leyft að kyænast og geta börn. Þá eru það ekki tómar ýkjur, að þar finnist menn, sem leitað hafa einver- uririar í fylgsnum fjallanna. Bókmenntir eiga Tíbetar mikl- ar, en þær eru aðallega trúar- legs eðlis. Munu þær vera lítt kannaðar af Vesturlandamönn- um®enn, þótt ýmsar helztu perl ur þeirra hafi verið þýddar á vestræn mál. I FAGRAR MYNDIR j Þessi fáorða og ófullkomna lýsing á Tíbet og Tíbetingum verður að nægja, en menn geta miklu bætt við þekkingu sína í þessu efni með því að lesa bók Harrers. Hún er og prýdd mörgum góðum myndum, sem veita lesandanum nánari kynni af landinu. i S. H.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.