Alþýðublaðið - 25.11.1955, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.11.1955, Blaðsíða 5
Fösíudagm* 25. nóv. 1955 AtþýgubtaSfg 5 í ÁR minnist norska þjóðin hálfrar aldar sjálfstæðis síns. Þann 7. júní 1905 var samband inu við Svía slitið, eftir að það hafði staðið í níutíu ár. Forsaga þess, að það samband komst á, verður ekki rakin hér, en Norð- menn héldu því alltaf fram, að þar hefði verið um að ræða samkomulag með norsku þjóð- inni og Karli Jóhanni, þáver- andi krónprinsi, en ekki fram- kvæmd ákvæða friðarsamnings ins í Kiel, þar sem danski kon- ungurinn lét Svíakonungi eftir Noreg. Áður en til sambandsins var stofnað höfðu Norðmenn feng- íð stjónarbót. Einveldinu var af létt, konungsstjórnin þingbund in og stórþingið stofnað. Fyrir Eiðsvallarsamþykktina var frelsisþrá Norðmanna vakin, þeir höfðu átt þess kost að hugsa og starfa á stjórnmálaleg um grundvelli, meta styrk sinn og rétt, og fyrir bragðið hófu þeir brátt sókn til aukins sjálf- stæðis í sambandinu við Svía. í hvert skipti, sem Svíar reyndu leynt eða ljóst að herða sam- bandsfjöturinn, svöruðu Norð- menn með því að herða sókn- ina. Gerðist margt til ýfinga er á leið sambandstímabilið. Norð menn voru þá þegar orðin sigl- ingaþjóð mikil, floti þeirra fór víða um höf og átti skipti við margar þjóðir, en öll erlend þjónusta var í höndum Svía, og þótti Norðmönnum sem hlutur þeirra væri þar oft fyrir borð borinn. Það varð orsök konsúla deilunnar svonefndu, er að síð- ustu leiddi til þeirra stjórn- málalegu átaka, er lauk með sambandsslitum og sjálfstæði Noregs. Flestum mun kunn saga þeirra atburða, sem gerðust þegar að samningsslitum leið. Búizt var við að til hernaðar- átaka kæmi á landamærunum með Norðmönnum og Svíum og, báðar þjóðirnar biðu í ofvæni þess, er verða kynni. Sem betur fór tókst fvrir meðalgöngu beztu manna af báðum þj.óð- um að koma í veg fyrir að bræðraþjóðirnar berðust. Og nú, þegar Noregur var frjáls orðinn, varð að velja landinu konung. Þá var kon- ungsstjórn í flestum Evrópu- löndum, og auk þess veitti þjóð inni ekki af að öðlast stuðning erlendra ríkja með „mægðum“ við einhverja konungsfjölskyld una. Enn var og það, að kon- u.ngsstjórn hafði verið í Noregi til forna, og þeir konungar, er þá réðu ríkjum þar, hinir sagn- frægustu. Kristján níundi Dana konungur hafði átt barnaláni að fagna. Hann var í spaugi kallaður „tengdafaðir Evrópu“, þar eð margir Evrópukonungar og furstar höfðu valið sér kvon fang meðal dætra hans, og auk þess var hann í tengdum yið þá flesta aðra, sem nokkur völd höfðu. Það var því ekki óhyggi- legt af Norðmönnum að leita kónungs af þeirri fjölskyldu. Carl prins, sonarsonur Krist- jáns níunda, bróðir Kristjáns krónprins, var kvæntur dóttur Edwards Bretakonungs. Feng- ist hann til að taka konungdóm í Noregi, var hið unga ríki kom ið í persónuleg tengsl við brezka stórveldið, en það var Norðmönnum, sem hugðust grundvalla konungsríki sitt á hafinu, ekki ónýtt. Það vissi Michelsen gamli, ráðherra og útgerðarmaður, manna bezt. Friðþjófi Nansen, landkönnuð- inum fræga, var því falið að tala við brezku konungsfjöl- skylduna, en norska stjórnin sneri sér til Carls prins og fjöl- skyldu hans. Og það varð úr, að Carl prins þá boðið. Það hefur verið sagt um Michelsen gamla, að hann væri ekki bráðgáfaður maður, én far sæll athafnamaður, raunhæfur í skoðunum og fastur fyrir. Mörg tilsvör hans í deilunni við Svía bera vitni þeim hæfileika hans, að „hitta naglann á höf- uðið“ með fáum, en vel völdum orðum. Forusta hans á þessum hættutímum reyndist Norð- mönnum affarasæl, og hvort sem hann hefur ráðið mestu um konungsvaldið eða ekki, þá er víst um það, að sú ráðstöfun hefur gefizt Norðmönnum vel. Carl prins, er við valdatökuna í Noregi tók sér það nafn, sem margir af ríkustu konungum Noregs til forna höfðu borið, og nefndist eftir það Hákon Noregskonungur, hefur reynzt þjóðinni góður höfðingi og gegn. Eins og Kristján bróðir hans, konungur Dana og íslend inga, hefur Hákon verið lýð- ræðissinnaður konungur, ef svo má að orði komast. Og hann hefur ekki aðeins verið kon- ungurinn, sem kunni vel að koma fram við hátíðleg tæki- færi og taka móti þjóðhöfðingj- um, heldur hefur hann og verið þjóðarleiðtogi þegar þess Jiurfti Hákon konungur gengur á landi í Noregi með Ólaf ríkisarfa í fangi. með og vaxið með hættunum. Viðbrögð hans er þýzku naz- istarnir gerðu innrás í Noreg og öll framkoma hans i því sam bandi er mönnum í fersku minni. Þá, þegar norsku þjóð- inni reið mest á, varð hann henni sameiningartákn í trúnni á bjartari framtíð frelsi og sig- urs. Þá komst norska þjóðin að raun um, að hún átti konung, sem sómdi sér vel i sögunni við hlið þeirra konunga, sem hún hefur átt ágætasta. Norðmönnum hefur blessazt vel sjálfstæðið þessi fimmtíu ár. Þeir hafa brotið sér braut til frægðar og frama í heimin- um og njóta þar nú trausts og Ég læt allt fjúka.. Ólafur Davíðsson helzti þjóðfræðaritari íslendinga sltrif- ar á skólaárum sínum í Reykjavík og stúdentsárum sínuin í Höfn sendibréf til föður síns — og dagbók handa sjálfum sér. Finnur Sigmundsson Iandsbókavörð- ur hefur séð um útgáfu þessara bréfa og dagbókarblaða og gert skýringar á efni þeirra. Lýsa þau í senn Ólafi sjálfum, áhugamálum hans og líferni, — hispursleysi, hreinskilni, fjör og gáski æskumannsins, einkenna bók- ina og gefa . persónulega mynd af höfundi, samtíðar- mönnum hans og aldarfari. Fyrri bréfasöfn í úígáíu Finns Sigmundssonar hafa orðið mjög vinsæl, enda gerðar af smekkvísi og nærfærni. ÉG LÆT ALLT FJÚKA ber sama svipmótið og er óskabók bókamanna í ár. — álits í fylkingu í' jálsra þjóða fyrir framtak, menningu, dugn. að og trú sína á lýðræði og mannréttindi. Á þessum fimm áratugum hafa Norðmenn unn- ið mörg afrek og stór, sótt fram bæði á sjó og landi og borití giftu til að eflast við hverja raun. Þeir hafa átt marga fram sýna og dugmikla forustumenn, sem ber hátt í sögu þeirra. Og þeir hafa átt konung, sem ber þar einnig hátt, ekki aðema sem konung, heldur og sem. mann, — og ef til vill fyrsí og fremst sem mann. Því er það, að norska þjóðin, hyllir konung sinn í dag af ást. og einlægni, ekki aðeins sem konung sinn í fimm áratugi, heldur og sem mann, er nýtur hylli og aðdáunar alþjóðar, seni jþó er ekki konungssinnué i meira en góðu hófi gegnir. Há- j kon konung, sem þrátt fyrir er- lendan uppruna sinn er nút norskastur Norðmanna í þeirr a eigin þjóðarmeðvitund. Jólabœkur ísafoldar Framh. ai 2. síðu. * með fósturbörnum eins og kjör börnum. 8. Fjölskyddubætur verðv greiddar örorku- og ellilífeyrtis- þegum, án skerðingar á barna- lífeyri. 9. Við úthlútun fjölskyldu- bóta séu börn konu frá fyrra bjónabandi eða börn, sem hún hefur átt ógift, talin sem bö:m eiginmanns hennar og fái hein* ilið fjölskyldubætur sam- kvæmt því, enda séu börnin á heimilinu. 10. Barnalífeyrir og f’jöl- skyldubætur teljast tryggingaé fé til þess barns, sem í hlut á, 11. Giftar konur, sem vinna á heimilum sínum, svo og bæntl ur og aðrir smáatvinnurekend- ur njóti sama réttar til sjúkra- - - .«4 l bóta og launþegar. Kvennasamtökin vilja í sam. bandi við endurskoðun trygg- ingalaganna leggja áheralu á það, að sem fyrst sé hafizfc handa um að koma á fót vinnu, stöðvun fyrir þá öryrkja, serrv ekki ná fullum örorkubótum. > LAUNAMÁL Fundurinn skorar á alþingi að samþykkja frumvarp til laga nr. 104, um sömu lapn karia og kvenna. . . ► 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.