Alþýðublaðið - 01.12.1955, Síða 4

Alþýðublaðið - 01.12.1955, Síða 4
4 AlþýgublagiS Fimmtudagur 1. desemt>er 1955 Útgefandí: Alþýðuflok\urinn< Ritstjóri: Helgi Scemundssott. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamcnn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samáelsdóttlr, Ritstjórnarsímar: 49Q1 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusíml: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu &—10. Askriftarverð 15,00 á mánuði. í lausasðlu 1/10. Flotvörpuna íFaxaflöa! REKNETAVEIÐIN bend- ir til þess, að mikil síld sé á miðunum hér við Faxaflóa, en tæknilegir erfiðleikar á því að höndla aflann. Sjó- menn okkar eru vöskustu garpar veraldar á sínum víg- stöðvum, en þeir þurfa á tækjum og aðferðum nýja tímans að halda, svo að enn meira muni um þá en forð- um daga. Og í þessu sam- bandi vaknar sú spurning, hvort ekki beri að reyna flot vörpuna við síldveiðarnar á miðunum undan bæjardyr- um höfuðborgarinnar. Mörg rök hníga að því, að hún eigi augljóst erindi í Faxaflóa. Bjartsýnum mönnum dett- ur í hug, að flotvarpan gæti orðið til þess, að mikill og dýrmætum aflafengur bærist hér á land næstu vikurnar, bátar og togarar sigldu inn á Reykjavíkurhöfn með full- fermi síldar, mikil atvinna kæmi til sögunnar og við yrðum allt í einu eftirsóttri útflutningsframleiðslu rík- ari. Þetta er þó kannski draumsýn. Hitt liggur í aug- um uppi, að skipstjórar okk- ar og sjómenn þurfi að fá reynslu í meðferð og notkun flotvörpunnar, og til þess virðist nú kjörið tækifæri. Satt að segja er furðulegt, að reknetaveiðin skuli ekki þegar hafa sannfært hlutað- eigandi aðila um nauðsyn þessa. Hér vantar bersýni- lega framtak og skipulag. Og hvað kemur til, að íslending ar hika í þessu efni? Er á- huginn fyrir framleiðslunni að dvína, þó að engum geti blandazt hugur um, að með henni stöndum við eða föll- um í framtíðinni, ef ísland á að vera frjálst og þjóðin sjálfstæð? Vonandi höfum við ekki ærzt í dansinum kringum gullkálfinn, en allt er þetta nokkurt íhugunar- efni. Fiskiveiðar eru meira komnar undir hugkvæmniog stórhug en nokkur annar at- vinnuvegur. Saga íslendinga undanfarna áratugi leiðir í ljós, að við höfum verið for- ustuaðili á því sviði. Þeirri sæmd megum við ekki glata. Og þess vegna er meira en tímabært, að þess sé krafizt, að flotvarpan sé tekin í not- kun með það fyrir augum að höndla síldina í Faxaflóa og breyta þessu fljótandi silfri í atvinnu og fjármuni. Fyrsti desember ÍSLENDINGAR halda fyrsta desember hátíðlegan í tilefni þess, að þann dag árið 1918 varð ísland full- valda ríki og merkum áfanga náð í aldalangri sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Hún var svo til fullra úrslita leidd 17. júní 1944, þegar lýð veldið var endurreist á Þing velli við Öxará. Sarot mun fyrsti desember aldrei gleym ast. Nú orðið er hann fyrst og fremst hátíðisdagur ís- lenzkra stúdenta og fer vel á því, þar eð menntamenn- irnir stóðu löngum í fylking arbrjósti baráttunnar fyrir frelsi landsmanna og síðan þeirri sókn, er hófst með full veldinu. Bak við stúdentana stendur svo þjóðin öll. Fyrsti desember er og verður gleði legur minningardagur íslend inga. Stúdentar hafa reynt nú eins og endranær að vanda til hátíðahalda sinna, og vonandi tekst vel til um framkvæmdir. Og sannar- Bœkur og höfundar: lega ættu menntamenn okk- ar öðrum fremur að gera sér grein fyrir skyldum þeim, sem fullveldið leggur okkur á herðar. Leiðtogar þjóðar- innar hafa flestir valizt úr hópi þeirra, og svo mun verða enn um sinn, þó að aðr ar stéttir láti áhrifa sinna gæta góðu heilli í æ ríkari mæli. Þeim er því hollt að minnast, að sjálfstæðið krefst þess, að þjóðin muni jafnan vel allt, sem íslenzkt er, og gangi stórhuga að verki. Og forustumenn Is- lendinga á hverjum tíma verða að setja markið hátt •og reynast vanda sínum vaxnir. Sjálfstæðið er ekki gripur til varðveizlu, heldur arfur til ávöxtunar. Þess vegna mega íslendingar aldrei sætta sig við þá skömm, að óstjórn og of- stjórn spilli gæðum landsins og slævi trú þjóðarinnar á framtíð hennar, auðnu og hagsæld. enzkra hagyrðinga Auglýsið í Alþýðublaðinu PÁLL ÓLAFSSON hefur kannski verið lífsglaðastur ís- lenzkra skálda, enda þóttist hann hneigður til víns og kvenna og annarra unaðssemda lífsins allt fram á elliár. Hins vegar er íþrótt hans mun meiri í hagmælskunni en andagift- inni. Páll var meistari ferskeytl unnar, en bjó fáum kvæðum sínum búning listrænnar heild- ar. Honum lét betur sprettur- inn heldur en úthaldið, en ljóða ljúflingur alþýðunnar var hann, er og verður, meðan Islending- ar kunna að meta hnyttnar og vel kveðnax stökur. Og þeirrar hneigðar gætir víst enn í ríkum mæli á þéssum síðustu og verstu tímum. | Ljóð eftir Pál hafa tvisvar verið gefin út í bók, fyrra skipt ið um aldamótin af Jóni Ólafs- syni, sem einnig annaðist valið, en hið síðara af Helgafelli fyrir ellefu árum, og sá Gunnar Gunnarsson um hina andlegu hlið þeirrar útgáfu. Samt var argra manna mál, að enn myndi á ýmsu von úr fórum Páls, ef vel væri leitað. Nú er þetta komið á daginn. Páll Her- mannsson fyrrverandi alþingis- maður, sem er mikill ljóðavin- ur og sér í lagi aðdáandi Páls Ólafssonar, hefur farið í nýja leit og orðið vel ágengt. Árang- ur hennar er úrval af áður ó- prentuðum ljóðum skáldsins, og | gefst féiagsmönnum Menning- ar- og fræðslusambands alþýðu kostur á að njóta þess. Er allt gott um það framtak að segja, og Páll Hermannsson hefur unnið nytjaverk með söfnun sinni og útgáfu. Hins vegar virðist tími til kominn, að ljóð Páls séu gefin út í þeirri heild, sem um er vitað. Undirritaður hefur engin tök á að meta, hversu til hafi tekizt um úrval Páls Hermannssonar, en mikið má vera, ef sumt af því, sem enn liggur í láginni, er ekki meira virði en ýmislegt gamalt og nýtt, sem hæfa þykir prent- svertunni og pappírnum. Þjóð slíkrar alþýðumenningar sem íslendingar stæra sig af ætti sannarlega að meta konung hagyrðinga sinna að verðleik-. um. Páll Ólafsson stækkar naum-' ast sem skáld af þessari bók, þó að hún sé girnileg til fróð- leiks og skemmtileg aflestrar. Kvæðin eru flest veigalítil, en í ljóðabréfunum fer skáldfák- ur Páls oft á kostum, og sumar stökurnar reynast sannkallaðar gersemar. Bragarbótin að lok- inni rimmunni við Gísla Wíum á Bakkaseli er annað og meira en góðar tækifærisvísur, og vís- urnar tvær, sem Páll kennir við 2. janúar 1882, eru snjallasta kvæði hans, sem komið hefur undirrituðum fyrir augu eða eyru. Þær eru svona: Sofnaði ég frá gremju og grát og glaumnum heimsins kalda við að lífsins veikum bát Vaggaði dauðans alda. Draumnum ekki get ég gleymt, gömlum blæddi úr sárum. Ekki er von að vel sé dreymt vaggað á dauðans bárum. Næst er að skoða nokkra gripi vísnasmiðsins Páls Ólafs- sonar. Fyrst koma þrjár stök- ur, þar sem skáldið játar nautna hug sinn: Aldrei held ég venjist við að verða hrumúr. Páll Ólafsson. Mig langar enn í glaum ,og glímur, ganga í Skrúð og yrkja rímur. Að trúlofast og tefla skák og tæma kollu getur breytt í æsku elli, eins og ríða Löpp á svelli. Mig sárlangar að sigla þá og sjá hann hvessa. Og verði mér á víf að kyssa, verð ég eins og hlaðin byssa. Skáldið kemst vel að orði, þegar það sættir sig við hlut- skipti áttræðisaldursins: Auðartróðum er nú hjá öll í skjólin fokið. Dauðinn berja að dyrum má, dagsverkinu er lokið. Páll sat á þingi skamma hríð og undi illa: Á alþingi að sitja mér aldrei var hent og yrðast við spekinga slíka. Mig vantaði ,,talent“ og ,,temperament“ og talsvert af þekkingu líka. Heldur vildi ég hafa í barmi mínum á hverjum degi hvolpatík, heldur en íslands pólitík. Skafti fær heldur en ekki á baukinn: Aflið Jóni aldrei brást, er það mark um krafta að ennþá rauðar rákir sjást á rassinum á Skafta. Að binda saman Blöndals nafn og Skafta haJda synd ég sömu hlýt og saman binda gull og skít. Lýsing á ungri stúlku er þannig: Eltki tala málið mælt má við svanna ungan, þá er eins og stálið stælt strax í henni tungan. Skáldið var ekkert hlífisam- ur ritdómari: Það ég sannast segja vil um sumra manna kvæði: Þar, sem engin æð er til, ekki er von að blæði. Páli fannst vináttan í Loð- mundarfirði ekki margra pen- inga virði: Vináttan í vorum firði væri, að ég held, ekki meir en álnarvirði, ef hún væri seld. Brennivínið fær ágætan vitn- isburð: Finnst þér lífið fúlt og kalt, fullt er það með Jygi og róg, en brennivínið bætir allt, bara að það sé drukkið nóg. Og skáldið örvæntir ekki um heimvon að lokum, þrátt fyrir aðkenningu af kvíða: Þó séu brot til sekta nóg og syndir, margfaldaðar, í liimnaríki held ég þó þeir Iroli mér einlrvers staðar. Já, maður snýr ekki aftur með það, að Páll sé konungur íslenzkra hagyrðinga: Helgi Sæmundsson. Dr. jur. Hafþór i Guðmundsson [ ■ Málflutningui og Iðg- ■ fræðileg aðstoð. Austur- :> stræti 5 (5. hæð). — Sími *i 7268. -! fil fogarasjómanna. Þar sem samningar um kaup og kjör á togurum eru úr gildi frá og með deginum í dag að telja, vill sameigin- leg samninganefnd sjómannafél. í Reykjavík, Hafnar- firði, Patreksfirði, ísafirði, Siglufirði og Akureyri, svo og Fiskimatsveinadeildar S. M. F. tilkynna, að meðlim- um þessara félaga er heimilt að láta skrá sig á togara upp á sömu kjör og gilt hafa, þar til annað verður á- kveðið, með minnzt viku fyrirvara. Reykjavík, 1. desember 1955. Samninganefndin.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.