Alþýðublaðið - 02.12.1955, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 02.12.1955, Qupperneq 2
2 Aiþý$u!alatn$ Föstudagur 2. desember 1935, efiir dr. med. E. H. G. Luiz, safn frásagna af mestu skurðaðgerðum, sem framkvaemd- ar hafa verið af fremstu skurðlæknum heimsins, í þýð- ingu Björgúlfs Ólaíssonar læknis. Þessi bók leiðir lesandann inn í handlækningadeild sjúkrahússins, bak við vandlega lokaðar, hljóðþéttar dyr skurðstofunnar, þar sem menn og konur eiga í ákafri bar- áttu við að hrífa eina og eina fórn úr greipum dauð- ans, útbúin með nýtízku áhöldum, sem læknisfræðin, vísindin og iðnfræðin hafa lagt þeim í hendur. Þannig berjast þau um líf sjúklinganna og ótrauð stjórna þau, án þess að hugsa um laun, herförinrii sem aldrei er lokið, gegn veikindum og dauða. Þýzkir bókmenntafræðingar segja aö þessi bók sé hin fyrsta, sem út hafi komið, með svo nákvæmum frásögnum af hinum írábæru uppskurðum, þar sem þessir sniii- ingar eru signrvegarar í kapphlaupinu við dauðann. Hrímfells bók er valin bók Bókaútgáfan „HrímfeH“. £ navandamálið' í Bretla MIKILL flóttamannastraum- *ur er á hverju ári til Bretlands. ÚÞetta fólk flýr atvinnuleysi, íátækt og skort og flestir koma írá Jamaica. Tala þeirra, sem 'þaðan fluttu til Bretlands í Jyrra, var 10 þús. Á þessu ári er búizt við, að hún hækki upp í 17 þús., næsta ár verði hún 20, og því er spáð, að um 1.960 verði nýlenda Jamaicamanna með hálfri milljón manna. Einn ig flytja menn frá öðrum Vest- ur-Indíum til Bretlands, en <íkki nálgast sá innflutningur straumirin frá Jamaica. ATVINNULEYSI EÐA FÖST VJKULAUN. Flestir þeirra, sem flutt hafa til Breliands frá þessum lönd- um hafa annað hvort verið at- vinnulausir eðá haft þrjú pund á viku. Jafnvel faglærðir verk- smiðjuverkamenn hafa ekki nema 4 pund á viku í Jamaica. En þeim finnst mikill munur, «r þeir koma til Bretlands, því -að þar eru meðalvikulaun sjö pund. Framfarir hafa verið í Vestur-Indíum síðustu ár, en miðað við kjör verkafólks í Vestur-Evrópu, er ærið víða pottur brotinn þar. Ekki kvað vera eiris dæmi, að 30—40 manns búi í 10 herbergja íbúð, og ekki skilji nema tjöld íbúð- ar herbergi hjóna frá nágrönn- unum. BREZKXB BORGARAR. Ekki er þó endilega svo, að þessir innflytjendur til Bret- lands fari strax að baða í rósum, þótt munurinn sé mikill á kjör- um þeirra og heima fyrir. En með mikilli vinnu og hagsýni, hefur mörgum tekizt að koma sér vel fyrir í nýja landinu. Og þeir hafa fullan rétt til þess, því að Jamaica hefur tilkeyrt Stóra-Bretland í 300 ár og Jam- aidamenn eru alveg eins brezk- ir borgarar og fólk heima í Bret landi. En þótt þeir séu brezkir borgarar, hafa þeir sín eigin vandamál. Þeir eru komnir að langa vegu. Þeir hafa brennt alfundur mlags Skreiðarfraiíileiðenda verður haldinn í Reykjavík, föstudaginn 16. desember n.k. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Fundarstaður og tími ákveðinn síðar. Stjórnin. allar brýr að baki sér. Þeir eru meðal ókunnra manna og þeir eru blökkumenn. SAMTÍNINGUR FLUGMAÐUR nokkur í brezka flughernum tókst ekki að lenda, og varð því ekki forðað, að flugvélinni hlekktist alvar- lega á. Rétt á eftir flaug hann kringum kirkjuturn og gerði vegfaranda nokkurn öldungis frávita af hræðslu, og því næst flaug hann undir brú, sem var svo lág, að ekki var nema tveggja metra bil úr brúnni niður í flugvélina, er hún smaug í gegn. Hann var kall- aður fyrir rétt, og gaf þá skýr- ingu á þessum glannaskap sín- um, að hann hefði mátt til að styrkja taugarnar, eftir að hon um hlekktist á í lendingunni. Réttinum líkaði þessi skýring ekki, dæmdi hann í sekt og svipti hann flugréttindum ævi- langt. ❖ ❖ MAÐUR EINN var staðinn að því að hafa greitt þrisvar með falskri ávísun í búð nokkurri. Fyrir rétti skýrði hann frá því sér til afsökunar og að því er virðist réttlætingar, að hann væri bakveikur og yrði að hafa létta vinnu. vantar ungling til að bera blaðið til áskrifenda á GRETTISGÖTU. Talið við afgreiðsluna - Sími 4900 Útvarpið 20.30 Daglegt mál. 20.35 Aldarafmæli Þórhalls bisk ups Bjarnarsonar: a) Erindi: Nokkrar æskuminningar um Þórhall Bjarnarson (Ásm. Guð mundsson biskup); b) Upplest ur: Ræða eftir Þórhall Bjarn- arson (Vilhj. Þ. Gíslason). 21.25 fslenzk tónlist: Sönglög eftir Sveinbj. Sveinbjörnsson og Sigfús Einarsson (plötur). 21.4.0 Upplestur: Dulrænar frá- sagnir (Oscar Clausen). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Þjóðtrú og þjóðsiðir (Bald ur Jónsson cand. mag.). 22/25 „Eitthvað fyrir alla“, tón- leikar (plötur). 23.10 Dagskrárlok....... BARNASAGAN Prestur var því samþykkur, en Gísli lagði ekkert til þeirra mála. Ólafur varð að bæta á sig snúningum Helga með- an hann lá; var það á honum að heyra, að Helgi væri ekki þungt haldinn. Og ekki sízt heyrðist það morgun- inn, sem Ólafur var sendur eftir rokknum. Plonum var ekki um að ganga í verk Helga. Svo þótti honum ekki á vísan að róa, þótt Helgi þættisf hafa skilið rokkinn eftir upp á Þvervatni, þá var ekki slíku að treysta. Vatnið var stórt og seinlegt að leita á því, rokk- urinn gat hafa fokið um og var sjálfsagt fentur. En Ólafi heppnaðist jafnan vel það sem hann átti að leysa af hendi, og svo varð um þetta. Hann fann rokkinn á vatninu; stóð þar á sama stað, sem Helgi hafði skilið við hann. Hann hafði stað- ið uppréttur í allri hríðinni. Ólafur fór með rokkinn yfir að Tóftum og beið eftir viðgerðirmi og kom :svo heim daginn eftir. Gamla Björg gat farið að spinna, og Helgi þurfti ekki að fara með rokkinn næsta dag yfir að Tófturn. „Farðu nú ætíð varlega, greyið mitt, ef þú ert sendur einn frá bænum“, sagði Hildur við Helga, þeg- ar hann var kominn á fætur eftir leguna. „Ég verð aldrei óhrædd um þig héðan af, og þú skalt ekki verða sendur í tvísýnu veðri yfir fjallvegi, meðan þú ert hjá okkur, ef ég ræð nokkru. Þetta var ekkert vit, það var enginn nærgætni, ég isé það allt á eftir. En þetta ætti að kenna manni“. „Já, það ætti að kenna manni. Það er dýrt spaug að taka fjóra frá verki, þegar ekki stendur betur á en um daginn — til að leita að stráknum, og svo liggur hann við fætur okkar. Blessuð vertu, þú mátt stjórna honum framvegis“. „Þetta fór reglufega vel“, hugsaði Helgi og lædd- ist niður stigann; hann heyrði ekki meira af samtali hjónanna. Endir. í DAG er föstudagurinn 2. desember 1955. SKIPAFRÉTTIR ílíkisskip. Hekiía er væntanleg til Rvík- ur í dag að vestan úr hringferð. Esja var á ísafirði í gærkveldi á norðurleið. Herðubreið fer frá Reykjavík kl. 22 í kvöld austur um land til Vopnafjarðar. Skjald breið er á Húnaflóa á leið til Akureyrar. Þyrill var í Frede- rikstad í gær. Skaftfellingur fer frá Reykjavík í dag til Vest mannaeyja. Baldur fer frá Rvík í dag til Búðardals og Hjalla- ness. Skipadeild. 'SÍS. Hvassafell fór frá Norðfirði í gær áleiðis til Ábo og Helsing- fors. Arnarfell lestar á Aust- fjarðahöfnum. Jökulfell er í Rauma. Dísarfell fór 23. f. m. frá Rotterdam áleiðis til Reykja víkur. Litlafell er í olíuflutning um á Austfjörðum. Helgafell fór 30. f. m. frá Gandia áleiðis til Reykjavíkur. Werner Vinnen er í Reykjavík. DAGSKRÁ ALÞINGIS Slméiriað alþirigi: 1. Fyrir- spurnir: a. Landhelgissamning- ar. b. Herliðsframkvæmdir á ís- landi. 2. Alþýðuskólar. 3. Norð- urlandaráð. 4. Flugvallargerð í Norðfirði. 5. Strandferðaskipið Herðubreið. 6. Útflutningsfram- leiðslan. 7. Vegarstæði milli landsfjórðunga. 8. Austurlands- vegur. 9. Milliliðagróði. 10. Hlut deildar- og arðskiptifyrirkomu- lag í atvinnurekstri. 11. Austur- vegur. 12. Símakerfi ísafjarðar. FCNDIR Frá Guðspekifélaginu: Dögun heldur fund í kvöld kl. 8.30 í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Erindi, upplestur, skuggamynd- ir frá Tíbet. — * — Leiðrétting Misprentun varð í viðtals- grein, er birtist hér í blaðinu fyrir nokkru. Það var viðtal við Jón Bach. Var sagt, að hann hefði átt að fá 9000 kr. fyrir för til skipskaupa í Englandi, en átti að vera 900. ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLAöIÐ! V***VV*****íríí*íí*

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.