Alþýðublaðið - 02.12.1955, Side 3

Alþýðublaðið - 02.12.1955, Side 3
Föstudagiir 2. desember 11)55. 3 AlþýðubEaðiS ilUlilli ANNES A IIORNINU VETTVANGUR DAGSINS Jólin og jólamyndirnar í búðagluggunum — Meiri fiölbreytni — Innheimta útsvara og skatta — O- trúlegt dæmi um framkomu fyrirtækis. INGIMUNDUR SKRIFAR: — „Jólin fara í hönd. Fastan er byrjuð, og dagurinn nálgast, er oss berst boðskapur um, að oss sé boðin hjálp í nauðum vorum og frið megi finna hjá honum, sem kom á hina fyrstu jólanótt. í SAMBANDI VIÐ jólin datt mér í hug að skrifa þér og minn ast á útstillingar kaupmanna á jólunum. Margir kaupmenn setja í glugga sína myndir af jólasveinum, sem koma með fulla poka sína af girnilegum gjöfum. Oít eru þessar myndir smekklegar og skemmtilegar. En nú vildi ég biðja þig að koma þeirri tillögu og hvatningu á framfaeri, að kaupmennirnir stilltu nú einhverju út, sem minn ir enn betur á hið eiginlega til- efni jólahaldsins og gæti orðið okkur vegfarendum hvatning um að leggja okkur það á hjarta, sem hátíðin á að snúast um. Það mætti t.d. með litlum tilkostn- aði gera myndir eða líkan af „hirðunum á Betlehemsvöllum“, „barninu í jötunni“, Jesú og börnunum“, syngjandi börnum í kirkju eða einhverju slíku. ÞÁ . KÆMI SANNARI jóla- ' blær á búðirnar — og það eru ekki sízt þær, sem setja hinn sér staka hátíðablæ á bæinn allan þessa daga. Þetta yrði líka * ■skemmtileg tilbreyting frá hin- um venjulegu jólasveinum, sem hafa í rauninni svo lítinn boð- skap að flytja. Ég er viss um, að foreldrar yrðu þakklátir fyrir að börnin sæju í gluggunum eitt- ; hvað meira en skeggjaða karla. Vilja kauþmenn athuga þetta?“ G. S. SKRIFAR: „Þegar ég las pistil þinn síðastliðinn laug- ardag, um tillögu Gylfa Þ. Gísla sonar á þingi, um innheimtu op- inberra gjalda, gat ég ekki stillt mig um að gera það, sem mig hefur lengi langað til, að skrifa þér nokkrar línur um þetta stór- mál hinna vinnandi stétta. ÞÚ BENDIR réttilega á, að á Norðurlöndum er farið að hafa þann hátt á, að draga af greidd- um vinnulaunum ákveðna pró- scnttölu allt árið til greiðslu op- inberra gjalda. Þessi hundraðs- hluti er ákveðinn af nokkurs konar niðurjöfnunarnefnd, ef nú þessi frádregni hundraðshluti revnist við ársuppgjör hafa ver- ið of hátt áætlaður er viðkom- andi endurgreitt eða upphæðin látin renna til greiðslu gjalda næsta árs. Þetta fyrirkomulag held ég að flestir séu sammála um, að sé stórum heppilegra en sú aðferð, sem nú er viðhöfð, sem er stórgölluð á margan hátt. ÉG IIELD, að aðstæður séu ekki svo ólíkar hér og t.d. í Sví- þjóð, að hægt sé að bera slíku við, til þess að drepa þetta rétt- lætismál í fæðingunni og ég vil levfa mér að segja það alveg ákveðið, að það sem hægt er að framkvæma á hinum Norður- löndunum, er líka hægt að gera hér. wmiMZznnÉzni U VíÐ ABNAKHÓL ÉG VIL NEFNA nokkur dæmi um það, sem ég tel galla á nú- verandi innheimtukerfi. Ef mað ur hefur fulla vinnu eitt árið og sæmilegar tekjur, við segjum t. d. 50 þús., næsta ár er kannski lítið um atvinnu og maðurinn hefur ef til vill ekki vinnu nema hálft árið, verður hann að greiða af þeim tekjum, sem aðeins hrökkva fyrir brýnustu lífsnauð synjum, skatta af þeim 50 Þús. sem tekjur hans námu árið áður. Ef nú staðgreiðslufyrirkomulag- ið hefði verið, þá hefði hann greitt hvort árið, segjum 20% af tekjum sínum í gjöld, en nú verður hann að greiða af sínum hálfu tekjum síðara árið 40%. Sama gildir, þegar um veikindi er að að ræða. Sjálfur hefi ég orðið fyrir því áð vera sjúkur meira en hálft ár og loks þegar ég gat farið að starfa aftur, fóru svo að segja öll laun mín það sem eftir var ársins til þess að greiða skatta næsta árs á und- an. Allir hljóta að sjá, hvað þetta fyrirkomulag er í þessu tilfelli óheppilegt. ÞÁ ER ÖNNUR HLIÐ, sem ekki er síður óheppileg, hinn gengdarlausi frádráttur á laun- um síðari hluta árs og fram yfir nýár. Hjá einu stærsta fyrirtæki hér í bæ hefur undanfarna þrjá mánuði verið dregið svo gengd arlaust af launum starfsmanna, svo að segja í hverri viku, að ekki hefur verið hægt að telja greidd vinnulaun í krónum, að- eins í aurum, þegar bornar hafa verið fram kvartanir yfir slík- um aðförum, hefur svarið verið það, að skattayfirvöldin hefðu lagt svo fyrir og ekki tjái að deila við þann dómara. EN ÞRÁTT FYRIR alla þessa aðgangshörku skáttayfirvald- anna gerist það, að í því góða blaði Lögbirting, kemur heljar mikil auglýsing um, að þetta ágæta fyrirtæki verði boðið upp innan ákveðins tíma, vegna van- greiddra skatta starfsfólks síns. Venjulega eru þrjár slíkar aug- lýsingar birtar áður en til upp- boðs kemur, nema skuldin hafi verið greidd á tímabilinu. Enn er dregið af launum af fullum krafti, aðeins þessi eina auglýs- ing er birt, skuldin hlýtur að vera greidd. En nú vill svo til, að einn starfsmaður þarf, vegna sjúkrahússlegu konu sinnar að fá hinn lögboðna fæðingarstyrk hjá Tryggingarstofnun ríkisins, en slíkt er aðeins hægt gegn því, að sýna kvittun frá skattstofunni 1 um að ákveðinn hluti skatta sé greiddur. En þegar þessi starfs- maður ætlaði að fá þetta ágæta plagg, var það ekki hægt að svo stöddu, af þeirri einföldu ástæðu að umrætt fyrirtæki var ekki búið að borga grænan eyri af opinberum gjöldum starfsfólks ís. ÞETTA SÝNIR, svo að ekki verður um villst, að fyrirtæki víla ekki fyrir sér, að taka síð- ustu krónuna af launum starfs- fólks í þeim tilgangi einum að nota féð í eigin þágu og virðist meira að segja hafa til þess sam þykki skattayfirvaldanna, sam- anber auglýsinguna í Lögbirt- ingi, sem hætti að birtast, þrátt fyrir að ekkert hefði verið greitt. AÐ SÍÐUSTU vil ég leyfa mér í nafni okkar, hinna vinnandi stétta, að skora á löggjafann, að taka þetta mál til gaumgæfilegr ar athugunar, og taka, ef nokkur möguleiki er á, frændur okkar á hinum Norðurlöndunum til fyrirmyndar, öllum til hags- bóta.“ Hannes á horninu. íeppa Verð kr. 32.00 Toledo Fischersundi. lést ■ Old Spicei ■ vörur I m ■ Rakspritt ■ Sápa í túpum og ■ krukkum ■ Talkúm Z . m Svitacrem - ■ ■ Einkaumboð : m Péfur Pétursson ; Hafnarstræti 7 ■ Laugavegi 38. : B 19. nsson »ssa!í n (fatdqruisalá KROSSGATA NR. 939. 13 H IG 19 15 I% n 'n Lárétt: 1 hljóðfæri, 5 hiti, 8 röð, 9 eldsneyti, 10 birta, 13 , greinir, 15 skjóla, 16 bakhluti, . 18 stygg. I Lóðrétt: 1 svíðingur, 2 inn- yfli, 3 ætt, 4 vesæl, 6 hanga, 7 leikfangið, 11 hitunartæki, 12 mannsnafn, 14 andlitshluti, 17 lagarmál. Lausn á krossgötu nr. 938. Lárétt: 1 lagleg, 5 essi, 8 gort, 9 an, 10 rýrt, 13 ól, 15 sárt, 16 traf, 18 tugga. Lóðrétt: 1 lágfóta, 2 Amor, j3 ger, 4 esa, 6 strá, 7 innti, 11 ýsa, 12 treg, 14 ort, 17 fg. Maðurinn minn, BENEBIKT JÓHANNESSON, á Elliheimilinu Grund að morgni 1. desember. Ingunn Björnsdóttir. Mest umtalaða bók ársins Bonjour trhiesm eftir FRANCÖISE SAGAN, 18 ára franska stúlku, kemur í bókaverzlanir næstu daga. Þessi sérstæða franska skáldsaga hlaut Grand Prix des Critiques bókmenntaverðlaunin. Bókin hefur nú verið gefin út í flestum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum og selzt í meira en milljón eintökum. Takið eftir útgáfudegi þessarar bókar. Hún verður senn á allra vörum. BÓKAFORLAG OÐÐS BJÖRNSSONAR Sjómannafélag Reykjavíkur. F u n d u r verður haldinn í Sjómannafélagi Reykjavíkur sunnu- daginn 4. des. í Alþýðuhúsinu við Hverfisg. kl. 1,30 e.h. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Sagt frá samningum. 3. Önnur mál. Félagsmenn sýni skírteini við innganginn. Stjórnm. Hafnarfjörður . Hafnarfjöröur 30 ára afmæ verkakvennafélagsins Framtíðin í Hafnarfirði verður haldin í Alþýðuhúsinu laugardaginn 3. des. n.k. kl. 8 stundvíslega. | Dagskrá: Sameiginleg kaffidrykkja Ræða: Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri Leiksystur skemmta Hjálmar Gíslason, gamanvísur Fjöldasöngur — Dans. Ath. Félagskonur geta pantað aðgöngumiða fyrir sig og ^ gesti sína í síma 9594 og 9364. Nefndin.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.